Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2011, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 05.04.2011, Qupperneq 22
5. APRÍL 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 ● jóga ●ÆFINGAR Á MEÐ GÖNGU Hreyfing er holl á meðgöngu og margar konur nýta sér jóga til að halda lík- amanum í góðu formi meðan gengið er með barn. Regluleg ástundun jóga er meðal annars talin geta hjálpað til við að losa vökva úr líkamanum og lina krampa. Æfingarnar geta hjálp- að til við að halda meltingunni gangandi og minnka morgun- ógleði. Þá má finna æfingar til að losa um spennu kringum fæðingarveginn og undirbúa komandi fæðingu. Eftir fæðinguna geta jógaæf- ingar einnig hjálpað líkamanum að ganga saman og öðlast fyrri styrk. Sjá www.healthandyoga. com ● UNGBARNAJÓGA nýtur vaxandi vinsælda í Bandaríkjun- um þar sem margir heilsugúrúar fullyrða að það styrki böndin milli foreldris og barns, auk þess að róa börnin og hjálpa þeim að sofa betur. Algengt er að ung- barnanudd fylgi jóganu auk þess sem foreldrarnir eru látnir tala við barnið á meðan með lágri sefandi rödd. Jógakennarar sem lagt hafa fyrir sig kennslu í ungbarna- jóga halda því fram að hreyfing- arnar í jóganu örvi bæði hreyfi- getu og heilastarfsemi barns- ins meira en aðrar æfingar sem börn eru látin gera. Snerting for- eldrisins auki þess utan fram- leiðslu vellíðunarhormónsins oxytokins bæði hjá foreldri og barni og veiti þeim báðum djúpa ró og vellíðan. ● MEIRA EN KYNLÍF Íslend- ingar tengja tantra gjarnan við kyn- líf vegna sjónvarpsþátta sem nutu hér fádæma vinsælda fyrir nokkr- um árum, þar sem nokkur pör tjáðu sig á opinskáan hátt um samlífi sitt og reynslu af tantra-æfingum. Reynd- in er hins vegar sú að tantra nær yfir allsherjar æfingakerfi sem samstend- ur af gagnlegum jógaæfingum, hug- leiðslu og sérstöku mataræði ásamt fleiru eins og frá er greint á vefsíðu Ananda Marga á Íslandi, ananda- marga.is. Tilgangurinn er að öðlast hamingjuríkt vitundarástand. Sýndu lit í sumar 7.990 kr. Kaupauki7.990 kr. CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 7.990 kr. 9.990 kr. *T ilb o ð ið g ild ir b a ra í A u stu rh ra u n i ● LEIK OG SÖNGKONAN MADONNA hefur sjaldan eða aldrei verið í betra formi. Það þakk- ar hún ötulli líkamsrækt og jógaiðk- un en Madonna stundar Asthanga- jóga daglega. Æfingin varir í minnst einn og hálfan tíma og er líkamlega mjög erfið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.