Fréttablaðið - 05.04.2011, Page 23

Fréttablaðið - 05.04.2011, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 5. apríl 2011 3 „Ef fólk hefur aðgang að einhverj- um jarðskika getur það ræktað nánast hvað sem er,“ segir Bjarni Óskarsson spurður hvernig best sé að bera sig að ef fólk langar til að koma á fót eigin grænmetisræktun. „Svo er einfalt að rækta kryddjurt- ir á svölunum, ef fólk hefur ekki aðgang að garði. Möguleikarnir eru óþrjótandi og með hækkandi hitastigi er farið að rækta hérna ávexti, hvað þá annað. Ég fékk meira að segja epli á tré norður í Svarfaðardal í fyrrasumar.“ Bjarni segir best að nota líf- rænan áburð á ræktunina, og þar liggi beinast við að nýta skítinn. „Ef fólk kemst einhvers staðar í hrossa-, kúa-, eða hænsnaskít þá er það einn besti áburður sem hægt er að hugsa sér. Sjálfur nota ég mikið þara, fiskimjöl og kalkþör- ung sem áburð og það hefur gefist vel. Svo er auðvitað lykilatriði að vera með góðan safnhaug og útbúa góða safnhaugamold. Og ef þú ert með safnhaug, fiskimjöl og þara- mjöl þarftu engan annan áburð. Sumir kjósa að strá smávegis af til- búnum áburði á ræktunina, en þá getum við ekki kallað það lífræna ræktun.“ Auk þess að vera með sólberja- akur sem spannar heilan hektara er Bjarni mikill áhugamaður um söfnun villtra íslenskra berja og hefur hafið framleiðslu á sultum úr íslenskum berjum auk sólberja- sultunnar. „Já, við höfum verið að koma í gang átaki í þeim efnum,“ segir hann. „Það er alveg óþarfi að flytja ber inn því við eigum líklega bestu ber í heimi. Gallinn er sá að það eru ekki nema um það bil tveir mánuðir á ári sem hægt er að tína þau. Ég hef verið að vinna í því að virkja margar hendur, til dæmis skóla, íþróttafélög og skátana, auk almennings, við tínsluna. Mark- miðið er að koma upp miðlægum söfnunarstöðvum víða um land þar sem tekið væri á móti berjunum og fólki greitt fyrir tínsluna. Í fram- haldi af því gæti mjólkur-, bakara-, og drykkjariðnaðurinn farið að hafa aðgang að íslenskum berjum. Forsendan fyrir því að hægt sé að nýta íslensk ber í iðnaði er að fram- boðið sé stöðugt,“ segir Bjarni, sem auk ræktunarinnar og sultufram- leiðslunnar er með endur, hænsn og bleikjutjarnir norður á Völlum og hyggur á vínframleiðslu. fridrikab@frettabladid.is Möguleikarnir í eigin ræktun eru óþrjótandi Bjarni Óskarsson er áhugamaður um lífræna ræktun og ræktar sólber, grænmeti og fleira norður í Svarfað- ardal. Hann segir hvern sem er geta farið af stað með eigin ræktun, það eina sem þurfi sé jarðskiki. „Lykilatriði er að vera með góðan safnhaug,“ segir Bjarni Óskarsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjaldan fellur eggið langt frá vinningshafanum Skráðu þig á Vísi* fyrir 17. apríl og svaraðu einni laufléttri spurningu. *visir.is/frettabladid

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.