Fréttablaðið - 05.04.2011, Síða 30

Fréttablaðið - 05.04.2011, Síða 30
5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is Tónlist ★★★★★ Jóhannesarpassían eftir Bach í Hallgrímskirkju Mótettukórinn og Alþjóðlega barokksveitin í Haag Wagner er svo gott sem bannað- ur í Ísrael. Hann hafði líka megna fordóma fyrir Gyðingum, og svo elskaði Hitler hann. Færri vita að tónsmíð eftir Bach hefur verið umdeild af svipuðum ástæðum. Það er Jóhannesarpassí- an, stórt verk fyrir kór, einsöngv- ara og hljómsveit. Verkið byggir á textanum í Jóhannesarguðspjalli og fjallar um dauða Jesú Krists. Af öllum guðspjöllunum er gyðing- um þar mest kennt um dauða hans. Þeir eru vondi gæinn í sögunni. Í sumum uppfærslum á Jóhann- esarpassíunni hefur textanum verið breytt, „gyðingar“ orðið að „fólkinu“. Ég gat ekki betur séð en að svipaðar leiðréttingar hefðu verið gerðar á íslensku þýðing- unni í tónleikaskránni á tónleik- um í Hallgrímskirkju á föstudags- kvöldið. Þetta skipti svo sem litlu máli. Jóhannesarpassían er magnað tón- verk, burtséð frá því hverjir eiga sök á krossfestingunni. Kóratriðin eru fögur og sumar aríurnar svo hrífandi að það er alveg einstakt. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með flutninginn nú. Leikur Alþjóð- legu barokksveitarinnar í Haag var stílhreinn og akkúrat – og dálítið hlutlaus, sem hæfði ríku- legri endurómun Hallgrímskirkju prýðilega. Og Mótettukór Hall- grímskirkju söng af hástemmdri hjartahlýju, túlkunin var blátt áfram, en samt einlæg. Einsöngvararnir stóðu sig frá- bærlega vel. Mesta athygli vakti frammistaða Benedikts Krist- jánssonar, sem var guðspjalla- maðurinn og sagði söguna. Hann söng meira og minna allan tímann, en verkið tekur um tvær klukku- stundir. Mikið var á hann lagt. Hann þurfti að túlka alls konar til- finningar með fínlegum blæbrigð- um sem komu merkilega vel út hjá honum. Rödd hans var að vísu ekki sterk, en hún var falleg og túlkunin var nægilega fjölbreytt til að halda spennunni í frásögninni. Ég verð líka að hæla Andra Birni Róbertssyni fyrir hlutverk hans sem Jesús. Andri hefur magnaða rödd og það var einfaldlega unaður að hlusta á hann syngja. Aðrir einsöngvarar voru í minni hlutverkum, þau Þóra Einarsdóttir, Ágúst Ólafsson og Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Þau voru öll frá- bær. Ég verð sérstaklega að nefna aríuna „Betrachte, meine Seel“ sem Ágúst söng, en hún var svo falleg í meðförum hans að ég gersamlega gleymdi stund og stað. Frammistaðan í hinum og þess- um atriðum var þó ekki það sem mestu skipti. Það var heildarsvip- urinn sem var málið. Hann skrif- ast fyrst og fremst á stjórnand- ann Hörð Áskelsson, sem sannar það enn og aftur að hann er einn af mestu tónlistarmönnum þjóð- arinnar. Hann hélt utan um alla þræði verksins af smekkvísi og fagmennsku. Tónlistin fékk að flæða tilgerðarlaust. Og samt var hún þrungin tilfinningum. Fyrir bragðið varð Jóhannesarpassían að einhverju sem var miklu meira en tónlist. Hún var dyr inn í æðri veruleika sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Ég var djúpt snortinn þarna um kvöldið. Jónas Sen Niðurstaða: Frábær flutningur á Jóhannesarpassíunni eftir Bach. Inn í annan veruleika Ragnheiður Gestsdóttir, rit- höfundur og myndlistar- kona, hlaut Sögusteininn sem afhentur var í fjórða sinn um helgina. „Það hefur mikla þýðingu fyrir mig að fá svona viðurkenningu frá fólki sem leggur ómælda vinnu í að vekja athygli á bókum fyrir börn,“ segir Ragnheiður Gestsdóttir, sem hlaut Sögusteininn, barnabókaverð- laun Ibby sem afhent voru á Íslandi í fjórða sinn um helgina. „Þetta er mikil hvatning.“ Verðlaunin eru veitt rithöfundi, myndlistarmanni eða þýðanda sem með höfundarverki sínu hefur auðgað íslenskar barnabókmennt- ir. Í umsögn dómnefndar segir að Ragnheiður hafi með skáldsögum sínum, myndskreytingum, létt- lestrarefni, endursögðum ævin- týrum og fleiru lagt fram mjög mikilvægan skerf til íslenskra barnabókmennta. Ragnheiður ólst upp á bóka- heimili þar sem það þótti eðlilegt að leggja ritstörf fyrir sig og segir hún það hafa án efa kveikt áhuga hennar á að skrifa fyrir börn. „Ég reyndi ýmislegt annað, til dæmis að kenna, og fór í háskóla til að rannsaka þessi mál frá hinni hliðinni. Svo er bara svo gaman að búa eitthvað til sjálf. Börn hafa alltaf heillað mig, ég á fjögur sjálf og finnst börn mjög skemmtilegt fólk. Síðast en ekki síst finnst mér mikilvægt að þessari bókmennta- grein sé sinnt og það hefur hentað mér.“ Ragnheiður segist vera svo gott sem búin með eitt handrit að nýrri barnabók og er með nokkur önnur í bígerð. „Ég vinn yfirleitt að nokkrum verkefnum í einu, finnst það þægi- legast. Eitt er nánast frágengið en það er ekki kominn neinn útgáfu- dagur á það ennþá.“ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, afhenti Ragn- heiði verðlaunin, en hún hlaut 500 þúsund krónur í sigurlaun. Dóm- nefnd skipuðu Anna Heiða Páls- dóttir bókmenntafræðingur, Ármann Jakobsson bókmennta- fræðingur og Ragna Sigurðardótt- ir, myndlistarkona og rithöfundur. bergsteinn@frettabladid.is Börn eru mjög skemmtilegt fólk Myndlistarhátíðin Sequences býður upp á daglega fyrirlestra í samstarfi við Listaháskóla Íslands frá og með deginum í dag til 7. apríl. Fyrirlestrarnir verða haldn- ir í myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, í stofu 24, klukkan 13 til 15. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku og íslensku en í þeim mun þorri erlendra listamanna sem taka þátt í hátíðinni ræða verkin sín og nálgun á gjörningnum, sem aðal- áhersla er lögð á á hátíðinni í ár. Gunnhildur Hauksdóttir, myndlist- armaður og varaformaður Nýlista- safnsins, stjórnar umræðum. Í fyrsta fyrirlestrinum í dag ræðir Gunnar J. Árnason um Hannes Lárusson, heiðurslista- mann Sequences 2011. Á miðviku- dag fjallar Gunnhildur um „per- formansinn“ og augnablikið og á fimmtudag ræðir Silje Silden um samnorræna gjörningavettvang- inn Nordic Tantrum. Fyrirlestraröð Sequences hefst í dag DYNTIRNIR Í AGLI Laurence de Looze, prófessor í samanburðarbókmenntum við University of Western Ontario, fjallar um þversagnakennda skapgerð Egils Skallagrímssonar í opnum fyrirlestri í stofu 101 í Odda klukkan 16 í dag. De Looze er sérfræðingur í evrópskum bókmenntum miðalda og endurreisnartímans og hefur meðal annars fjallað um sjálfsævisögulega þætti í verkum miðaldahöfundanna Juan Ruiz, Guillaume de Machaut, Jean Froissart og Geoffrey Chaucer. HANNES LÁRUSSON Hannes er heiðurslistamaður Sequences 2011. Gunnar J. Árnason flytur fyrirlestur um hann í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON RAGNHEIÐUR OG VIGDÍS Vigdís Finnbogadóttir afhenti Ragnheiði Gestsdóttur Sögu- steininn, sem afhentur var í fjórða sinn um helgina. Ágúst Ólafsson Gissur Páll Gissurarson Hulda Björk Garðarsdóttir Valgerður Guðnadóttir Antonía Hevesi, píanó Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Guðrún Öyahals Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson PERLUPORTIÐ FRUMSÝNING 8. APRÍL 2011 SPRELLFJÖRUG ÓPERUSKEMMTUN!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.