Fréttablaðið - 05.04.2011, Qupperneq 34
5. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR26
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Landsliðsmaðurinn Kol-
beinn Sigþórsson fór meiddur
af velli í leik AZ Alkmaar um
helgina. Eftir leikinn gaf þjálfari
liðsins í skyn að meiðsli Kolbeins
væru það alvarleg að hann spilaði
kannski ekki meira í vetur.
„Ég spurði hann út í þetta og
hann segist ekki hafa svarað alveg
þannig. Hann sagði líklegt að ég
væri tognaður en ef ég væri óhepp-
inn væri veturinn kannski farinn
hjá mér,“ sagði Kolbeinn um þessi
ummæli en hann er sem betur fer
ekki alvarlega meiddur.
„Það er ekkert að mér. Ég var
tæklaður illa í ökklann. Ég reyndi
að halda áfram en gat það ekki.
Fyrst ég gat hreyft mig eftir
tæklinguna óttaðist ég aldrei að
þetta væri eitthvað alvarlegt.
Ég er aðeins tognaður og þarf að
hvíla mig í eina til tvær vikur. Ég
verð fljótur að jafna mig á þessu,“
sagði Kolbeinn brattur en það
hefði verið mikið áfall fyrir U-21
árs landsliðið ef hann hefði meiðst
alvarlega.
Kolbeinn hefur spilað einkar vel
í vetur og verið iðinn við marka-
skorun. Talsvert hefur verið greint
frá áhuga annarra félaga á honum
og hafa nöfn eins og Newcastle
og Feyenoord verið nefnd í því
sambandi.
„Ég finn fyrir miklum áhuga. Ég
get ekki neitað því. Ég er annars
ekkert að velta mér upp úr slíku
og einbeiti mér að því að spila fót-
bolta. Svo sjáum við bara hvað
gerist í framhaldinu.“ - hbg
Kolbeinn Sigþórsson er ekki alvarlega meiddur:
Verð fljótur að jafna mig
EKKI ALVARLEGT Kolbeinn verður
kominn aftur á ferðina eftir nokkra daga.
NORDICPHOTOS/AFP
SKÓLAFÓLKIÐ í Bandaríkjunum mun allt mæta á Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fer í Laugardalslauginni um næstu
helgi. Búast má við gríðarlega harðri keppni um Íslandsmeistaratitilinn í mörgum greinum því Hrafnhildur Lúthersdóttir, Erla Dögg Haralds-
dóttir, Árni Már Árnason og Sarah Blake Bateman koma öll heim. Þetta mót er jafnan eitt mikilvægasta mót ársins þar sem sundfólkið gerir
atlögu að lágmörkum fyrir stórmót erlendis á borð við HM50, Evrópumót unglinga, Smáþjóðaleikana og EM25.
KÖRFUBOLTI Annar leikur loka-
úrslita í Iceland Express-deild
kvenna fer fram í Ljónagryfjunni
í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld
en þar tekur öskubuskulið Njarð-
víkur á móti bikarmeisturum
Keflavíkur.
Keflavík er 1-0 yfir eftir
dramatískan eins stigs sigur,
74-73, í fyrsta leiknum á laugar-
daginn þar sem sigurkarfa Lisu
Karcic kom um leið og leiktíminn
rann út.
Njarðvíkurkonur hafa unnið
alls þrjá heimaleiki sína í úrslita-
keppninni til þessa og hafa ekki
tapað í Ljónagryfjunni í sextíu
daga, eða síðan Keflavík vann
þriggja stiga sigur í leik liðanna í
undanúrslitum Powerade-bikars-
ins 4. febrúar.
Fyrsti leikurinn lofar góðu
um spennandi úrslitaeinvígi en
Íslandsmeistaratitilinn hefur unn-
ist í oddaleik undanfarin tvö ár.
- óój
Iceland Express-deild kvenna:
Keflavík mætir
í Ljónagryfjuna
SHAYLA FIELDS Hefur skorað 24,4
stig að meðaltali í leik fyrir Njarðvík í
úrslitakeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kynningarfundur um umhverfismál
Norðurál og Elkem Íslandi halda opinn kynningarfund um umhverfismál
og framleiðslu fyrirtækjanna á Grundartanga. Kynning verður að Hótel Glymi að Hvalfjarðarströnd,
fimmtudaginn 7. apríl n.k. og hefst klukkan 13:00.
Á fundinum munu fyrirtækin kynna niðurstöður mengunarvarna og umhverfisvöktunar
á Grundartanga fyrir árið 2010. Einnig mun liggja frammi eintök af ársskýrslu umhverfisvöktunarinnar
á Hvalfjarðarsvæðinu fyrir iðjuverin á Grundartanga, sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu.
Áhugasamir eru hvattir til að koma á fundinn.
Iceland Express-deild karla:
Keflavík-KR 104-103
Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 29/4 fráköst,
Thomas Sanders 21/8 fráköst/7 stoðsend-
ingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/7
stoðsendingar, Andrija Ciric 13/11 fráköst, Gunnar
Einarsson 12/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þor-
steinsson 8/8 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin
skot, Þröstur Leó Jóhannsson 5.
KR: Marcus Walker 28/9 stoðsendingar,
Brynjar Þór Björnsson 20, Pavel Ermolinskij 16/17
fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon
12/8 fráköst/3 varin skot, Fannar Ólafsson 9/10
fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6, Ólafur Már
Ægisson 6, Hreggviður Magnússon 6.
Staðan í einvíginu er 2-2.
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Keflvíkingar eru á
góðri leið með því að endurtaka
leikinn fyrir þremur árum þegar
þeim tókst að vinna seríu eftir að
hafa lent 0-2 undir en það er í eina
skiptið sem það hefur gerst. Kefl-
víkingar tryggðu sér oddaleik á
móti KR á fimmtudaginn eftir 104-
103 sigur í frábærum framlengd-
um leik í Toyota-höllinni í Keflavík
í gærkvöldi.
Thomas Sanders skoraði sigur-
körfu Keflavíkur eftir sókn-
arfrákast níu sekúndum fyrir
leikslok og KR-ingar fengu síðan
tvö skot til þess að tryggja sér
sigur en mistókst í bæði skiptin.
Gunnar Einarsson varði lokaskot
Ólafs Más Ægissonar og heimt-
uðu KR-ingar villu en ekkert
var dæmt. Marcus Walker hafði
tryggt KR-liðinu framlengingu en
tókst ekki að tryggja þeim sæti í
lokaúrslitunum.
Leikurinn var stórkostleg
skemmtun, hraður, spennandi og
uppfullur af áhlaupum beggja
liða, frábærum tilþrifum og enda-
lausum sveiflum fram og til baka.
Keflvíkingar voru nokkrum sinn-
um búnir að missa KR-liðið frá
sér en þeim tókst alltaf að grafa
sig aftur upp úr holunni og unnu
á endanum mikinn karaktersigur.
Keflavík lenti 0-2 undir í einvíg-
inu en hefur unnið tvo síðustu leiki
í framlengingu.
„Þetta er bara langskemmtileg-
ast svona að fara tvisvar í fram-
lengingu á móti KR og vinna í bæði
skiptin. Nú erum við bara einum
leik frá því að komast í úrslit,“
sagði Sigurður Gunnar Þorsteins-
son, kátur í leikslok. Sigurður var
allt í öllu á báðum endum vallarins
í lokin en þetta er þriðji leikurinn
í úrslitakeppninni sem Keflavík
vinnur í framlengingu og í þeim
öllum hefði tap þýtt sumarfrí.
„Við eigum framlengingarnar,
það er bara svoleiðis,“ sagði Sig-
urður Gunnar sem var með fyrir
þremur árum þegar Keflavík sló
út ÍR 3-2 eftir að hafa lent 0-2
undir. „Við vitum að eina liðið á
Íslandi sem getur þetta er Kefla-
vík. Við ætluðum bara að vinna
þetta og það er það eina sem við
trúum á. Við ætlum bara að vinna
þessa seríu og það er það eina sem
kemur til greina,“ sagði Sigurður
Gunnar Þorsteinsson.
Ef það var samt einhver einn
maður sem ætlaði að koma sínum
mönnum í oddaleikinn þá var það
Magnús Þór Gunnarsson sem
skoraði 29 stig í leiknum og þar af
voru sjö þriggja stiga körfur sem
voru flestar af svakalegri gerð-
inni. Hörður Axel Vilhjálmsson
kom líka mjög sterkur upp í lokin
þegar Andrija Ciric, hetja síðasta
leiks, var kominn með fimm villur.
Annars var þetta sameinað átak
sem landaði þessu hjá Keflavík.
„Það er bara hluti af þessu að
lenda í svona leikjum. Staðan er
bara 2-2 og við vinnum á fimmtu-
daginn. Þetta er smá aukakrókur
en það er ekki hægt að kvarta yfir
svona leikjum,“ sagði KR-ingurinn
Brynjar Þór Björnsson sem skor-
aði 16 af 20 stigum sínum í fyrri
hálfleik en lenti í villuvandræðum
í þeim síðari.
„Þeir hittu úr svakalega stórum
skotum og héldu sér inni í leiknum
þannig. Það hefði síðan alveg mátt
dæma villu í þriggja stiga skotinu
undir lokin því þeir hafa pottþétt
slegið ef ég þekki þá rétt. Það er
samt ekki því að kenna að við töp-
uðum því við klúðruðum þessu
sjálfir,“ sagði Brynjar.
„Þetta var smá kæruleysi hjá
okkur undir lokin að missa þetta
niður en við hættum að sækja
og það kann ekki góðri lukku að
stýra. Það er bara gaman að fá
þetta í oddaleik og þetta verður
stuð,“ sagði Brynjar.
Pavel Ermolinskij virtist vera
að klára leikinn í fjórða leikhlut-
anum en það er vel þekkt að það
þarf mikið átak til þess að senda
Keflvíkinga í sumarfrí. Það hafa
Keflvíkingar sýnt í þessari seríu
og það sýndu þeir margoft þegar
á móti blés í gær.
Körfuboltinn er samt aðalsigur-
vegarinn því tveir síðustu leikir
hafa verið stórkostleg skemmt-
un og menn geta varla beðið eftir
oddaleiknum á fimmtudagskvöld-
ið. Einn af þeim er Keflvíkingur-
inn Hörður Axel Vilhjálmsson.
„Nú er öll pressan á KR, þeir
voru 2-0 yfir og vilja ekki tapa
þessu 3-2. Ég get ekki beðið eftir
þessum leik og vil helst fara að
spila hann núna,“ sagði Hörður
Axel.
KR-ingar gleðjast örugglega að
fá tvo daga til að fara yfir sinn
leik en allir körfuboltaáhugamenn
geta hins vegar varla beðið eftir
rosalegu fimmtudagskvöldi.
ooj@frettabladid.is
Þetta geta bara Keflvíkingar
Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik á móti KR með því að vinna annan framlengda leikinn í röð. KR-ingar
höfðu margoft náð góðu forskoti í Toyota-höllinni í gærkvöldi en Keflvíkingar voru ekkert á leiðinni í
sumarfrí. Þeir komu endalaust til baka og ótrúleg þrautseigja þeirra skilaði afar sætum sigri að lokum.
ÓTRÚLEGA SEIGIR Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Keflavík hreinlega neita að
gefast upp. Þeir unnu ótrúlegan sigur í gær sem þeir fögnuðu innilega.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL