Fréttablaðið - 05.04.2011, Side 35

Fréttablaðið - 05.04.2011, Side 35
ÞRIÐJUDAGUR 5. apríl 2011 27 FÓTBOLTI Real Madrid og Totten- ham mætast í kvöld í fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Meistara- deildarinnar og fyrir leikinn eru menn með miklar vangaveltur um hvort aðalstjörnur liðanna verða með í kvöld. Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Gareth Bale hjá Tottenham eru báðir að glíma við tognun aftan í læri og stjórarnir José Mourinho og Harry Redknapp taka áhættu með því að nota þá í kvöld. „Það hefur ekki verið svona stór leikur á Santiago Bernabeu í lang- an tíma og það er eðlilegt að hugsa ekki um neitt annað en þennan leik,“ sagði José Mourinho á blaðamannafundi fyrir leikinn, þar sem hann velti vöngum um að fara gegn ráðum læknaliðs síns og tefla Ronaldo fram í leiknum. Þegar er ljóst að Karim Ben- zema verður ekki með og þá eru þeir Angel di Maria og Marcelo í kapp- hlaupi eins og Ronaldo um að verða leikfærir fyrir kvöldið. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, þarf einnig að taka stóra ákvörðun um hvað hann ætlar að gera með Gareth Bale, sem er eins og Ronaldo að ná sér eftir tognun aftan í læri. Bale hefur lítið spil- að frá því í janúar því áður var hann meiddur í baki. „Bale er frá- bær íþróttamaður og ég horfði á hann hlaupa á föstudaginn þegar hann sagðist vera aðeins á 70 pró- senta hraða en leit út fyrir að geta flogið. Hann leit út eins og Carl Lewis,“ sagði Harry Redknapp. Bale er staðráðinn í að spila og viss um að hann mæti Ronaldo í kvöld. „Ég mun biðja hann um treyj- una eftir leikinn. Ég hef alltaf fylgst með honum og reynt að læra af honum. Við erum líkir leikmenn hvað varðar kraft og hraða. Ég sé hann gera hluti og reyni að leika þá eftir,“ sagði Bale. Hinn leikur kvöldsins er á milli Evr- ópumeistara Inter Milan og Schalke. - óój FÓTBOLTI Stefán Gíslason á ekki góðar minningar frá tíma sínum hjá Bröndby, né heldur af Dönum. Stefán gerði upp tíma sinn í Dan- mörku í afar löngu viðtali við sporten.dk. „Við höfum búið í fjórum lönd- um og alltaf tekið nýrri menn- ingu með opnum huga. Reynslan í Danmörku varð þess valdandi að þangað förum við aldrei aftur,“ sagði Stefán, sem var um tíma fyrirliði liðsins en á skömmum tíma breyttist allt. Félagið vildi losna við hann en það gekk ekki þrautalaust. „Ástandið var mjög sérstakt þarna. Ég fór með krakkana á leikskólann og fór svo á æfingu. Það var meiri leikskólastemning á æfingasvæðinu en nokkurn tímann í leikskólanum. Það er allt annað í gangi þarna en í Noregi. Drengirnir mínir hafa komið heim af vellinum útataðir í ælu þökk sé sauðdrukknum manni sem sat fyrir aftan þá. Sá hafði einnig sett sígarettuösku í hárið á þeim. Honum stóð alveg á sama þegar konan mín kvartaði við hann,“ sagði Stefán, en hann er ekki hrifinn af því hversu mikið er drukkið á dönskum völlum. „Drykkjumenningin í kringum danska boltann er ekkert sem Danir geta stært sig af. Það er heldur ekkert eðlilegt við að 12-13 ára stelpur séu að senda leikmönnum SMS og foreldrunum finnst það eðlilegt þar sem þær vilja ræða fótbolta. Þær hafa engan áhuga á að ræða fótbolta. Hvað er eiginlega málið? Þetta eru börn, fjandinn hafi það.“ - hbg Stefán Gíslason: Fer ekki aftur til Danmerkur STEFÁN GÍSLASON Segir farir sínar ekki sléttar af Dönum. NORDICPHOTOS/AFP Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Gareth Bale hjá Tottenham eru báðir tæpir fyrir leik kvöldsins: Verða stjörnurnar með á Bernabeu í kvöld? CRISTIANO RONALDO Má ekki spila samkvæmt mati læknaliðs Real Madrid en er staðráðinn í því að vera með. Á MORGUN 18:00 Meistaradeildin – upphitun 18:30 Chelsea – Man. Utd. 18:30 Barcelona – Shakhtar 20:40 Meistaramörkin Í DAG 18:00 Meistaradeildin – upphitun 18:30 Real Madrid – Tottenham 18:30 Inter – Schalke 20:40 Meistaramörkin ÁTTA LIÐA ÚRSLIT MEISTARADEILDARINNAR Í FULLUM GANGI THE GOLF CHANNEL EIN FLOTTASTA SJÓNVARPSSTÖÐ SINNAR TEGUNDAR Í HEIMINUM FYLGIR FRÍTT MEÐ ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Fyrir 203 krónur færð þú: Um 2 klst. í stöðumæli 2 dl af bjór á barnum beinar útsendingar frá Meistaradeildinni og margt fleira 1/4 af bíómiða 0,9 lítra af bensíni eða eða eða eða Stöð 2 Sport kostar aðeins frá 203 krónum á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! ENSKU RISARNIR MÆTAST Á MORGUN KL. 18:30 KÖRFUBOLTI Íslendingaliðið Sund- svall Dragons tryggði sér í gær sæti í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar er það lagði Jämtland, 83-67, í oddaleik. Hlynur Bæringsson var afar sterkur í liði Sundsvall og skoraði 16 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Afmælisbarnið Jakob Örn Sig- urðarson var einnig góður en hann skoraði 12 stig, tók 4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. - hbg Sænski körfuboltinn: Sundsvall í undanúrslit

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.