Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 6
6. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR6 MENNING Skáksamband Íslands harmar að munir úr einvígi Bobby Fishers og Boris Spasskí árið 1972 hafi verið seldir úr landi. Sam- bandið vill skrá hvar aðrir munir úr einvíginu eru niðurkomnir og að þeim sé safnað á einn stað. Eins og komið hefur fram í fréttum voru taflmennirnir sem Spasskí og Fisher notuðu í frægri einvígsskák, ásamt árituðu skák- borði, boðnir upp hjá uppboðsfyr- irtækinu Philip Weiss á dögunum. Munirnir voru í eigu Guðmund- ar G. Þórarinssonar, fyrrverandi forseta SÍ, sem sá sig knúinn til að selja munina vegna skulda. Fyrir munina fékk Guðmundur tæpar átta milljónir króna. Í tilkynningu SÍ er þetta harm- að og segir jafnframt að mat Skák- sambandsins sé að hér hafi verið um að ræða þjóðargersemar sem áttu að tilheyra íslensku þjóðinni. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, segir að þann lærdóm megi draga af sölu munanna úr landi að nú sé nauðsynlegt að kanna hvaða munir séu til sem tengjast einvíg- inu 1972. „Í dag vita menn ekki hvar þessir munir eru niður komn- ir. Við verðum að draga lærdóm af þessu atviki. Við megum ekki missa meira úr landi.“ Í tilkynn- ingu SÍ kemur fram að bókað hafi verið í fundargerð á stjórnarfundi Skáksambandsins haustið 1972 að Guðmundur fengi borðið að gjöf. Það sama haust er einnig bókað í fundargerð að allir stjórnarmenn fái einnig árituð borð af Fischer og Spasskí. - shá Skáksamband Íslands vill skrá og safna munum sem tengjast einvígi aldarinnar: Harma sölu sögulegra skákminja VERÐMÆTIR TAFLMENN Taflmennirnir voru notaðir í þriðju einvígisskákinni sem tefld var í bakherbergi Laugardals- hallarinnar. STJÓRNLAGARÁÐ Stjórnlagaráð verður sett í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti. Við setninguna mun Guð- rún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, afhenda ráðinu skýrslu nefndarinnar um stjórnarskrána. Með því mun stjórnlaganefnd hafa lokið störfum. Allir fulltrúar sem kosnir voru á stjórnlagaþing hafa tekið sæti í stjórnlagaráði, fyrir utan Ingu Lind Karlsdóttur. Íris Lind Sæmundsdóttir tekur hennar sæti. Eftir setninguna mun stjórn- laganefnd kynna efni skýrsl- unnar. Setning stjórnlagaráðs verður klukkan tvö í dag og verður hún opin almenningi. - þeb Setning opin almenningi: Stjórnlagaráð kemur saman ALÞINGI Þingflokkur Hreyfingar- innar hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóð- enda. Er meðal annars lagt til að framlög fyrirtækja til flokka verði bönnuð og að framlög ein- staklinga verði takmörkuð við 200 þúsund krónur. Hreyfingin vill líka að allir flokkar fái jöfn framlög úr ríkis- sjóði, óháð stærð, og að þeim verði gert kleift að reka skrif- stofu í hverju kjördæmi og hafa starfsmann á sínum snærum. Hreyfingin segir breytinga- tillögur sínar miða að auknu trausti á stjórnmálum og efla lýðræði. - bþs Hreyfingin vill auka traust: Fyrirtæki fái ekki að styrkja stjórnmálastarf NEW YORK Lík átta kvenna hafa nú fundist með stuttu millibili á strönd við New York. Lögreglan á svæðinu telur nú að um raðmorð- ingja sé að ræða. Frá þessu er greint á fréttavef BBC. Fjögur lík vændiskvenna fund- ust á svæðinu seint á síðasta ári. Enn á eftir að bera kennsl á eitt lík sem fannst í síðustu viku. Síð- asti líkfundurinn var í gær, þegar þrjár konur til viðbótar fundust látnar við Gilgo-strönd, um 70 kílómetra austan við New York. Lögregla kembir nú svæðið með hundum og þyrlum og verður leit haldið áfram í dag. Grunað er að Shannen Gilbert, vændiskona frá New Jersey, sé nú látin, en síðast sást til hennar í maí þegar hún ætlaði að hitta kúnna á svæðinu. Lögregla skoðar nú kúnnalistann hennar til þess að finna hugsan- lega grunaða. Richard Dormer yfirlögreglu- þjónn segir að leitin sé erfið, þar sem svæðið er að mestu þakið mýri og sjávargróðri, ásamt gróf- gerðum furutrjám. Það tók mánuð að bera kennsl á fyrstu konurnar, en þar var notast við DNA-sýni og tannlæknaskýrslur. - sv Lögreglan í New York-sýslu hefur fundið lík 8 kvenna við strönd á stuttum tíma: Raðmorðingi í New York-ríki LEITAÐ AÐ LÍKUM Lögreglumaður og leitarhundur leita að fleiri líkum í þykkum runnum við Oak Beach í New York-ríki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Ungur maður var sleginn hnefahöggi í andlitið á skemmtistað á Selfossi um helgina með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. Lögregla var ekki kölluð á staðinn en fórnarlambið til- kynnti um árásina eftir að hann kom á heilsugæslustöðina á Sel- fossi þar sem hann lét gera að sárum sínum. Ekki liggur fyrir hvað árásarmanninum gekk til, að sögn lögreglu, en málið er í rannsókn og vitað er hver árásarmaðurinn er. - jss Kýldur í andlitið: Nefbrotnaði á skemmtistað Betra brauð með fiskinum! UMHVERFISMÁL Eitrið díoxín er talið líklegt til að verða bundið í jarð- vegi í Engidal í Skutulsfirði ára- tugum saman. Ekki eru taldar for- sendur til að undanskilja nein dýr á svæðinu þegar talað er um mengun frá sorpbrennslunni Funa, hvorki búfénað né villt dýr. Líklegt er talið að mengun sé enn að eiga sér stað á svæðinu með fjúkandi ryki sem inniheldur eiturefni. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu sér- fræðihóps Matvælastofnunar sem fjallað hefur um mengun í búfé og framtíð búskapar í Skutulsfirði vegna mengunar frá Funa. Kjartan Hreinsson, sérgreina- dýralæknir hjá Matvælastofnun, segir það líklegt að díoxín verði bundið í jarðvegi í Skutulsfirði í áratugi. Hversu lengi nákvæmlega er ekki vitað þar sem það fari eftir samsetningu mengunarinnar eða hvaða díoxín á í hlut. „Það var bara hætt að brenna þarna í desember og ekki er vitað hvað efnin bind- ast hratt. Þau geta fokið um eins og eldfjallaaska og valdið endur- mengun á grasi og gróðri,“ segir Kjartan. Í skýrslunni kemur fram að sam- kvæmt gögnum Veðurstofunnar er ríkjandi vindátt á staðnum inn dalinn. „Fram að þeim tíma að brennslu var hætt, hefur sennilega borist stöðug mengun út í umhverf- ið í formi ryks og agna. [...] Mikið af þessu efni er enn á svæðinu og sennilegt er að það verði á ferð- inni þar um nokkurn tíma, hversu lengi er erfitt að segja til um. Því er líklegt að mengun sé enn að eiga sér stað á svæðinu, alla vega hvað skepnur varðar.“ Sérfræðihópurinn gerir það að tillögu sinni að gerð verði tilraun í sumar til að kanna upptöku díox- íns og fleiri efna í Engidal. Kjart- an segir að þá yrðu fengnar kindur með lömbum frá ómenguðu svæði til beitar á fyrirfram tilgreindu svæði. „Þetta teljum við vænleg- ustu leiðina til að meta heildar- ástandið með tilliti til framtíðar nýtingar.“ Án slíkrar tilraunar er ekki óhætt að hleypa afurðum á markað nema að undangengnum ítarlegum rannsóknum, að mati sérfræðihópsins. Framtíð nytja í Engidal, sem og aðra nýtingu svæðisins er í lausu lofti. Mælt er með því að aðkomu- fé sé haldið frá svæðinu, öllu heyi beri að farga og huga þurfi að sýnatöku úr rjúpu og berjum fyrir veiðitíma og uppskeru. Kjartan telur einnig að taka verði sýni úr villtum fiski úr ánni í Engidal og lóni þar sem setið geti verið mengað. svavar@frettabladid.is Díoxín í ryki talið valda endurmengun Mengandi efni frá sorpbrennslunni Funa hafa safnast upp og sérfræðingar óttast endurmengun af völdum fjúkandi ryks. Díoxín er líklegt til að finnast í jarðvegi næstu áratugina. Rannsaka þarf jarðveginn og villt dýr af nákvæmni. SORPBRENNSLAN FUNI Talið er víst að mikið magn mengandi efna sé til staðar í nágrenni sorpbrennslunnar. Fjúkandi ryk, sem inniheldur díoxín og fleiri efni, viðheldur menguninni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA KJÖRKASSINN Á að halda ríkisstjórnarfundi oftar utan höfuðborgarsvæðis- ins? Já 33,5% Nei 66,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ertu í vanskilum með lán? Segðu skoðun þína á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.