Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 2
6. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR2 EKVADOR, AP Stjórnvöld í Ekva- dor hafa rekið úr landi Heather Hodges, sendiherra Bandaríkj- anna, vegna þess að hún sagði fyrrver- andi lögreglu- stjóra landsins vera spilltan. Þetta sagði hún í trúnað- arskýrslu frá sendiráðinu til utanríkisráðu- neytis Banda- ríkjanna. Skjalið var birt á vef- síðu Wikileaks eins og þúsundir annarra leyniskjala bandarískra sendiráða víða um heim. Ricardo Patino, utanríkisráð- herra Ekvadors, kallaði Hodges á sinn fund á mánudag, en hún heyrði þó ekki af brottrekstri sínum fyrr en opinber tilkynning um hann var gefin út í gær. - gb Haukur, ertu enn með á nótunum? „Ég vona það. Maður reynir að tryggja að maður sé það.“ Orgelleikarinn Haukur Guðlaugsson lætur áttræðisaldurinn ekki aftra sér frá því að spila á hljóðfærið sitt á hverjum degi. LÖGREGLUMÁL Karlmaður um fimmtugt sem situr í gæsluvarð- haldi, grunaður um að hafa beitt son sinn á áttunda ári grófri kyn- ferðislegri misnotkun, á að baki langan sakaferil og hefur meðal annars verið dæmdur fyrir ofbeld- isbrot. Frændi föðurins sætir einn- ig gæsluvarðhaldi, grunaður um sömu brot. Mennirnir voru handteknir fyrir síðustu helgi og úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rennur út í dag, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Þeir verða yfirheyrðir í dag og í framhaldinu tekin ákvörð- un um hvort lögð verður fram krafa um framlengingu gæslu- varðhalds yfir þeim. Við handtökur mannanna var húsleit gerð á heimilum þeirra og hald lagt á tölvubúnað. Marijúana og hvítt efni, sem grunur leikur á að sé kókaín, fannst við leitina. Lögregla vann að því í gær að leita í tölvum mannanna, en grunur leikur á að þar sé að finna mynd- ir af börnum, þar á meðal syni mannsins, sem sýna þau á kyn- ferðislegan og klámfenginn hátt. Þeirri leit var ekki lokið þegar fréttin var skrifuð. Foreldrar drengsins eru skilin og dvaldi drengurinn stundum hjá föður sínum um helgar. Talið er að þá hafi kynferðisbrotin gegn barninu átt sér stað. Talið er að þau hafi verið mjög gróf og átt sér stað í nokkurn tíma. Málið barst ofbeldisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá barna- verndarnefnd Kópavogs. Í fréttum Bylgjunnar í gær kom fram að móðir drengsins og stjúpi hans hafi þurft að flýja heimili sitt með drenginn og börn sem þau eiga saman vegna hótana frá mönnunum tveimur, sem nú sitja bak við lás og slá. Þau vildu ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið. Faðirinn, sem grunaður er um að hafa brotið gegn drengnum, hefur hlotið tíu refsidóma, þar á meðal fyrir líkamsárásir, fjár- svik, fíkniefnalagabrot og fleira. Síðast var hann dæmdur í fang- elsi á árinu 2007 fyrir að ráðast á móður drengsins og föður hennar. Þá sparkaði hann í og skemmdi bíl afa drengsins. jss@frettabladid.is Sat inni fyrir árás á móðurina og afann Faðirinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa beitt son sinn á átt- unda ári kynferðislegu ofbeldi, hefur verið dæmdur fyrir ofbeldisverk. Síðast var hann dæmdur árið 2007 fyrir að ráðast á móður drengsins og föður hennar. LÖGREGLUSTÖÐIN Á HVERFISGÖTU Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun yfirheyra mennina tvo í dag. STJÓRNMÁL Á fundi sínum á Ísafirði í gær sam- þykkti ríkisstjórnin sextán verkefni sem eiga að efla byggð og atvinnusköpun í landshlutanum. Samtals á að leggja um 5,4 milljarða króna í þessi verkefni, en af þeirri fjárhæð eru 1,5 millj- arðar nýtt fé. Í tilkynningu frá stjórninni hafa þessi verkefni verið undirbúin í samvinnu allra ráðuneyta og í samráði við heimamenn. „Verkefnin snúa meðal annars að menntun, vel- ferð, umhverfismálum og auknum framkvæmd- um í vegagerð og snjóflóðavörnum,“ segir í til- kynningunni. „Ætlunin er að fylgja verkefnunum eftir á samráðsvettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga með það að markmiði að ábyrgð þeirra færist í auknum mæli heim í hérað. Sú vinna tengist gerð sóknaráætlana landshluta og markmiðum sem sett eru fram í stefnumarkandi skjali stjórnvalda, Ísland 2020.“ Stærstur hluti fjárins fer í vegagerð, eða 4,3 milljarðar, en einn milljarður fer í ofanflóðavarn- ir á Vestfjörðum. Afgangurinn, um 102 milljónir króna, fer í ýmis verkefni, svo sem uppbyggingu í mennta- málum og rannsóknum, aukið framlag til Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, stofnun Látra- bjargsstofu og til að tryggja rekstur Melrakka- seturs. Þá verður sett fé í öldrunarþjónustu og ýmis átaksverkefni til atvinnusköpunar. - gb Ríkisstjórnin leggur fé í vegagerð, ofanflóðavarnir og ýmis átaksverkefni: Fimm milljarðar til Vestfjarða FRÁ FUNDINUM Ríkisstjórnarfundur var haldinn á Ísafirði í gær. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON M EST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 5. apríl 2011 79. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 É g hef verið viðriðinn íþróttir frá því ég man eftir mér. Ég hef verið þjálfari, liðsstjóri og flokksstjóri á landsmótum UMFÍ í gegnum tíðina en aldrei verið kepp-andi,“ segir Flemming Jessen, fyrrver-andi skólastjóri. Hann stefnir á að taka þátt á fyrsta landsmóti Ungmenna-félags Íslands fyrir fólk eldra en 50 ára, sem haldið verður á Hvamms-tanga dagana 24.-26. júní í umsjá Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga.Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru golf, pútt, sund, frjálsar, blak, hestaíþróttir, þríþraut, bridds, boccia, skák, línudans, hjólreiðar og starfsíþróttir. Sjálfan langar Flemming að taka þátt í boccia, bridds, pútti og sundi en á sínum yngri árum stundaði hann frjálsar og sund. „Allir sem vilja og hafa heilsu til mega vera með,“ upplýsir Flemming, sem kemur einnig að skipulagningu mótsins og er í Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra.Ungmennafélagsandinn mun svífa yfir vötnum á Hvamms-tanga og meginmarkmiðið er að fólk taki þátt en minni áhersla er lögð á keppnina sem slíka. „Enda stuðlar öll hreyfing að aukinni lífsfyllingu,“ segirFlemmin Flemming Jessen (64) tekur þátt í fyrsta landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem haldið verður í júní.Stuðlar að lífsfyllingu Krabbamein er algengasta dánarorsök í heimi en talið er að þrjátíu prósent krabbameinstilfella megi fyrirbyggja. Helstu áhættuþættir eru reyk- ingar, áfengisneysla, offita og slæmt mataræði. Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300 LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um kynferðislega misnotkun á ungum dreng. Þetta staðfestir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður ofbeldis-brotadeildar lögreglunnar á höfuð-borgarsvæðinu. Hann kvaðst ekki vilja tjá sig um efnisatriði málsins þegar eftir því var leitað að öðru leyti en því að mennirnir hefðu verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 6. apríl næstkomandi.Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst barst málið til lög-reglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá Barnaverndarnefnd Kópavogs. Mennirnir, sem eru á fertugsaldri og um fimmtugt, voru handtekn-ir síðastliðinn fimmtudag. Hús-leitir voru gerðar heima hjá þeim báðum að fengnum úrskurði dóm-ara. Á báðum heimilunum fund-ust fíkniefni, bæði maríjúana og hvítt efni sem talið er vera kókaín. Þá var lagt hald á tölvur beggja mannanna vegna gruns um að í þeim sé að finna myndir sem sýna börn, þar á meðal unga drenginn, á klámfenginn og kynferðislegan hátt. Mennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald skömmu eftir að þeir voru handteknir. Samkvæmt heimildum Frétta-blaðsins leikur grunur á að dreng-urinn, sem er átta ára gamall, hafi sætt kynferðislegri misnotkun af hálfu mannanna í einhvern tíma og að brotin hafi verið mjög gróf. Annar mannanna, sá um fimm-tugt, er faðir drengsins en hinn maðurinn er vinur föðurins, sam-kvæmt heimildum Fréttablaðsins. - jss Taldir hafa misnotað lítinn dreng gróflegaFaðir átta ára drengs og vinur föðurins sitja í varðhaldi grunaðir um að hafa beitt drenginn mjög grófri misnotkun um nokkurt skeið. Heima hjá mönnunum fundust fíkniefni. Leita á að myndum af drengnum í tölvum þeirra beggja. Betra brauð í saumaklúbbinn! FERMINGARBÆKLINGUR FYLGIR BLAÐINU Í DAG SEX VERSLANIR ALLTAF BETRA VERÐ Hollt og gott veganesti ms.is H V Í T A H Ú S I Ð / S Í A GILDIR ÞRIÐJUDAG & MI ÐVIKUDAG AFSLÁTTUR AF BRAUÐ-RISTUM OG HRAÐSUÐU- KÖNNUM Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 www.rafha.is 48 TÍMA OFURTILBOÐ 40% 19 GERÐIR Hasarmynd í bígerð Auðunn Blöndal og félagar gera bíómynd upp úr Leynilögreglustiklunni. fólk 30 Litrík orgelflóra Haukur Guðlaugsson heldur útgáfutónleika í tilefni áttræðisafmælis síns. tímamót 18 SJÓNVARP Finnska ríkissjónvarpið YLE hefur keypt sýningarréttinn á sjónvarpsþáttunum Heimsendi. Tökur á þátt- unum hefjast þó ekki fyrr en í júní, en leik- stjórinn Ragnar Bragason vinn- ur nú að hand- riti ásamt Pétri Jóhanni Sigfús- syni, Jörundi Ragnarsson og Jóhanni Ævari Grímssyni. „Það er kominn góður fílingur eftir sýningar á Vaktaseríunum,“ segir Ragnar, en þáttaraðirnar hafa allar verið sýndar á YLE við góðan orðstír. „Þetta er sami hóp-urinn og sama fyrirtæki á bak við Heimsendi og þeir treysta því.“ - afb / sjá síðu 30 Íslenskt sjónvarpsefni í útrás: Finnar kaupa óséða þætti RAGNAR BRAGASON KÖFLÓTT Í dag verða suðvestan 3-8 m/s. Dálítil væta með köflum en þurrt að mestu N-til. Hiti 2-8 stig. VEÐUR 4 5 6 3 5 5 HEILSA Hlutfall þeirra sem útskrif-ast af Landspítala eftir hjarta-endurlífgun er með því hæsta sem gerist í heiminum. Frá þessu var greint á Vísindaþingi skurð-, svæfinga- og gjörgæslulækna um síðustu helgi. „Af þeim sjúklingum sem kom-ust lifandi á Landspítala eftir endurlífgun vegna hjartaáfalls útskrifaðist fjórðungur lifandi,“ segir Brynjólfur Mogensen, yfir-læknir á bráðasviði Landspítala, en árangurinn í öðrum löndum er yfirleitt 10-15 prósent. Meðal þess sem útskýrir góðan árangur er hátt hlutfall grunnendurlífg-unar, en í 62 prósentum tilvika var endurlífgun reynd fyrir komu neyðarbíls. - sg / sjá Allt í miðju blaðsins Góður árangur endurlífgana: Fjórðungur lifir ENDURLÍFGUN Íslendingar eru vel upp-lýstir um fyrstu hjálp. BJÖRG Í BÚ Sigurður H. Guðfinnsson grásleppukarl var ánægður með aflann sem hann dró úr sjó og landaði í Reykjavíkurhöfn í gær. Þau 600 kíló af grásleppu sem voru í karinu gefa um 280 kíló af hrognum. Áður fyrr hentu Íslendingar sjálfum fisknum en eru nú í auknum mæli farnir að hirða hann, sérstaklega til útflutnings. FÓLK „Ég æpti upp yfir mig af gleði. Þetta er mikill léttir, það er von,“ segir Priyanka Thapa sem fékk að vita það seinni partinn í gær að Útlendingastofnun ætlar að endurskoða umsókn hennar um dvalarleyfi hér á landi. Priyanka sótti sem kunnugt er um dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi þar sem fjöl-skylda hennar í Nepal hefur gefið hana manni til að komast hjá örbirgð. Það hugnast Priyönku ekki. Hún hefur aldrei hitt manninn og vill heldur vera hér og ná sér í frekari menntun. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fagnar ákvörðun Útlendingastofnunar. Hann átti fund með stjórnendum stofnunarinnar í gær og boðar breytingar á stefnu hennar og regluverki. - kh / sjá síðu 2 Útlendingastofnun endurskoðar umsókn Priyönku Thapa um dvalarleyfi:Æpti upp yfir mig af gleði ár er aldur drengsins sem mennirnir tveir eru grunaðir um að hafa misnotað kynferðislega. 8 FR ÉTTA B LA Ð IÐ /G VA Oddaleikur Keflavík vann KR öðru sinni í framlengdum leik. Liðin þurfa að mætast í hreinum úrslitaleik. sport 26 FORSÍÐA FRÉTTABLAÐSINS Sagt var frá máli litla drengsins í Frétta- blaðinu í gær. HEATHER HODGES Leyniskjal birt á Wikileaks: Sendiherra rek- inn frá Ekvador FJÁRMÁL Einstaklingum fjölgar stöðugt á vanskilaskrá og fjöldi einstaklinga með mál í löginn- heimtu er nú meiri en nokkru sinni fyrr eða 24.260 manns miðað við 1. apríl síðastliðinn. Fjölgað hefur um rúmlega 1.800 í þessum hópi á síðustu 6 mán- uðum eða að meðaltali um 305 á mánuði, að því er fram kemur í nýjum gögnum frá Creditinfo. Eins og áður eru það einstæð- ir foreldrar sem virðast vera hvað verst settir þar sem yfir 14 prósent eru í alvarlegum van- skilum. Einstæðar mæður standa þar sýnu verr en einstæðir feður. Næst á eftir einstæðum foreldr- um koma karlkyns einstaklingar sem eru ekki í sambúð en tæp- lega 13 prósent þeirra eru í alvar- legum vanskilum. Nýjar tölur frá Creditinfo: Stöðug fjölgun á vanskilaskrá SPRENGJUR FALLA Uppreisnarmenn voru hraktir frá Brega. NORDICPHOTOS/AFP LÍBÍA, AP Atlantshafsbandalag- ið segir að loftárásirnar á Líbíu hafi nú þegar eyðilagt þriðjung- inn af þungavopnum Múammars Gaddafí og liðsmanna hans. Engu að síður hröktu liðsmenn Gaddafís uppreisnarmenn frá olíuborginni Brega, sem nokkrum sinnum hefur fallið í hendur upp- reisnarmanna eða stjórnarhers- ins á víxl í átökunum undanfarnar vikur. Liðsmenn Gaddafís eru teknir upp á því að fara með þungavopn- in inn í borgirnar, í von um að NATO geri ekki loftárásir á þau vegna hættu á manntjóni. - gb Átökum linnir ekki í Líbíu: Stjórnarherinn nær Brega á ný FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Laurent Gbagbo hafði hreiðrað um sig í kjallarabyrgi ásamt fjölskyldu sinni í gær, umkringdur herliði andstæðinga sinna, en neitaði fram á síðustu stundu að semja um brotthvarf sitt frá völdum. Stjórnarherinn var hættur að berjast gegn liði uppreisnarmanna en leiðtogi þeirra lagði áherslu á að hann kæmist frá átökunum lifandi. Gbagbo hefur verið forseti Fílabeinsstrandarinnar í áratug, en tapaði í forsetakosningum í nóvember. Hann neitaði að viður- kenna þau úrslit, þótt bæði Sam- einuðu þjóðirnar og Afríkubanda- lagið segi ekkert athugavert við framkvæmd kosninganna. Sigurvegari kosninganna, Alass- ane Ouattara, reyndi lengi vel að fá hann til að láta af völdum með friði. Leiðtogar nágrannaríkjanna fóru sömuleiðis margsinnis á fund hans til að semja um málið. Frakkar settu Gbagbo þau skil- yrði í gær, að hann myndi undirrita staðfestingu þess að hann hafi látið af völdum og viðurkenna Ouattara sem eftirmann sinn í embætti. Hann hafnaði þeim skilyrðum í gærkvöld. - gb Flóknar samningaviðræður um brotthvarf Gbagbos fram á síðustu stundu: Gbagbo hrökklast frá völdum SIGURVISSIR Liðsmenn Ouattaras komnir inn í Abidja, þar sem Gbagbo hafði hreiðrað um sig í kjallarabyrgi. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur brýnt að sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis komi saman og ræði sérstaklega stöðu bænda í Engidal og Skutulsfirði vegna díoxínmengunar. Ríkið hefur bannað sölu afurða frá þeim bændum. „Ríkisvaldið getur ekki setið hjá í þessu máli og látið tjónþolana eina um að þurfa að sækja sinn rétt án þess að fyrir liggi skýr stefna um opin- bert aðgerðaplan í sambærilegum málum,“ segir Sigurður Ingi. Ríkið getur ekki setið hjá: Vill fundi um díoxínmengun SVÍÞJÓÐ, AP Þau Stefan og Erika Svanström kynntust ýmsum verstu hamförum sögunnar á brúðkaupsferð sinni í vetur. Þau héldu fyrst til Þýskalands í desember síðastliðnum, þar sem þau urðu strandaglópar vegna einnar mestu snjóatíðar síðustu áratuga. Þaðan héldu þau til Ástr- alíu þar sem þau lentu í fellibyl í Cairns og stórflóðum í Brisbane, en rétt sluppu við kjarreldana í Perth. Þaðan lá leiðin til Christchurch á Nýja-Sjálandi, þar sem 6,3 stiga jarðskjálfti reið yfir. Loks varð 9 stiga jarðskjálfti í Tókíó þegar þau voru komin þangað. Heim til Svíþjóðar komust þau heilu og höldnu í lok mars. - gb Sænskt par í hremmingum: Brúðkaupsferð á hamfaraslóðir SPURNING DAGSINS fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is Við lífrænt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.