Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 12
6. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR12
Brjánn
Jónasson
brjann@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING: Hver er kostnaður við Icesave samanborið við önnur útgjöld? 7. hluti
Standist áætlun samninga-
nefndar Íslands vegna
Icesave mun 32 milljarða
króna kostnaður falla á rík-
issjóð samþykki landsmenn
Icesave-samninginn næsta
laugardag. Þótt sú upp-
hæð sé há í flestu samhengi
bliknar hún í samanburði
við annan kostnað ríkisins
vegna bankahrunsins.
Áætlaður kostnaður
ríkisins vegna Ice-
save-samningsins er
32 milljarðar króna,
samkvæmt nýjasta
mati íslensku samn-
inganefndarinnar.
Það er há upphæð, og
myndi ein og sér slaga
hátt í að duga fyrir
rekstri Landspítalans
í heilt ár. Milljarðarn-
ir 32 myndu líka duga
til að borga fyrir tón-
listarhúsið Hörpu og
Héðinsfjarðargöngin.
Kostnaður upp á 32
milljarða virðist þó
varla meira en skipti-
mynt þegar þeir eru bornir saman
við annan kostnað vegna banka-
hrunsins. Gylfi Zoëga og Frið-
rik Már Baldursson, prófessorar
í hagfræði við Háskóla Íslands og
Háskólann í Reykjavík, bentu á
það í nýlegri grein í Fréttablaðinu
að áætla megi að heildartjón lán-
ardrottna íslensku bankanna sé um
7.350 milljarðar króna.
Kostnaður þeirra sem lánuðu
fyrir útrásinni er því nærri 230
sinnum hærri upphæð en falla
mun á ríkið vegna Ice-
save. Þeir Gylfi og Frið-
rik segja þetta sýna að
erlendir lánardrottn-
ar hafi ekki aðeins
tekið á sig að greiða
fyrir íslenska útrásar-
ævintýrið, heldur
einnig fyrir mest-
an hluta af neyslu og
fjárfestingu heim-
ila og fyrirtækja
umfram þjóðartekjur
á árabilinu 2003 til
2008.
Ýmsir hafa reynt
að leggja mat á kostn-
að íslenska ríkisins
vegna bankahruns-
ins. Þar er hægt að
ganga misjafnlega
langt, enda erfitt að
draga mörkin. Í þrengstum skiln-
ingi má líta svo á að kostnaður rík-
isins vegna bankahrunsins skiptist
í fernt.
166 milljarðar í Seðlabankann
Í fyrsta lagi ber ríkið kostnað af
því að endurreisa viðskiptabank-
ana þrjá, sem fóru í þrot við hrun-
ið. Ríkissjóður hefur lagt út um
það bil 210 milljarða króna til að
endurfjármagna bankana. Á móti
kemur að ríkið á hluti í bönkunum
og vonast til að fá peningana til
baka síðar.
Í öðru lagi ber ríkið kostnað
vegna endurfjármögnunar Seðla-
banka Íslands. Samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi ársins 2011 er sá
kostnaður 166 milljarðar króna.
Það er ríflega fimm sinnum hærri
upphæð en talið er að Icesave muni
kosta ríkissjóð. Eins og Steingrím-
ur J. Sigfússon fjármálaráðherra
sagði á Alþingi í febrúarlok fást
þeir peningar aldrei til baka í rík-
issjóð.
Í þriðja lagi ber ríkið kostnað af
því að leggja föllnum fyrirtækj-
um og ríkisstofnunum öðrum en
bönkunum til fé. Gylfi og Friðrik
áætla að ríkið hafi lagt tæplega 38
milljarða króna til að verja Íbúða-
lánasjóð falli. Ríflega 22 milljörð-
um hefur verið varið til að bjarga
Sjóvá og SpKef frá því að fara í
þrot.
Óvissa um Icesave-kostnað
Í fjórða lagi þarf að telja með í
kostnaði ríkisins við bankahrun-
ið kostnað vegna Icesave. Eins
og fjallað hefur verið um í frétta-
skýringum hér í blaðinu undan-
farna daga áætlar samninganefnd
Íslands í Icesave-málinu að kostn-
aður ríkisins fari ekki yfir 32 millj-
arða króna.
Þetta mat samninganefndarinn-
ar byggir á áætlunum skilanefnd-
ar Landsbanka Íslands á endur-
heimtum úr þrotabúi bankans, og
því nokkurri óvissu háð. Samn-
inganefndin setti því fram tvær
fráviksspár, eina bjartsýna og aðra
svartsýna.
Í bjartsýnni spánni er miðað við
betri endurheimtur úr búi Lands-
bankans en nú er reiknað með. Út
úr því fær samninganefndin að
kostnaður ríkisins vegna Icesave
verði enginn, raunar verði eftir
þrír milljarðar króna þegar allt
verði greitt.
Svartsýnni spáin gerir ráð fyrir
því að um 20 prósentum minna
fáist fyrir aðrar eignir þrota-
bús Landsbankans en peninga og
skuldabréf hjá nýja Landsbankan-
um. Það myndi þýða að kostnaður-
inn færi úr 32 milljörðum króna í
98 milljarða. Aðrir eru enn svart-
sýnni og spá því að kostnaðurinn
geti farið vel yfir 100 milljarða.
Samþykki kjósendur Icesave-
samninginn í þjóðaratkvæða-
greiðslunni á laugardag verður
samanlagður kostnaður íslenska
ríkisins af bankahruninu um 468
milljarðar króna, sé miðað við
kostnaðarmat samninganefnd-
arinnar á Icesave-samningnum.
Nákvæmur kostnaður veltur meðal
annars á því hver kostnaðurinn við
Icesave-samninginn verður þegar
upp er staðið.
Gagnlegt getur verið að bera
saman útgjöld ríkisins sem hlut-
fall af vergri landsframleiðslu,
sem er samanlagt verðmæti allra
vara sem framleiddar eru í landinu
á einu ári að viðbættu verðmæti
allrar þjónustu sem veitt er hér á
landi á árinu.
Töpuðu landsframleiðslu í fimm ár
Á síðasta ári var verg landsfram-
leiðsla um það bil 1.500 milljarð-
ar króna. Borið saman við þá tölu
sést hversu gríðarlegt áætlað tjón
lánardrottna íslensku bankanna er
í raun og veru. Lánardrottnarnir
töpuðu upphæð sem jafnast á við
alla framleiðslu og veitta þjónustu
á Íslandi á fimm ára tímabili.
Kostnaður ríkisins af banka-
hruninu gæti orðið samanlagt 468
milljarðar króna, um 31 prósent af
vergri landsframleiðslu. Af þeirri
upphæð eru 210 milljarðar, um 14
prósent af vergri landsframleiðslu,
vegna endurfjármögnunar bank-
anna. Um 166 milljarðar falla á
ríkið vegna Seðlabankans, um 11
prósent af vergri landsframleiðslu.
Við þetta bætist um það bil 60
milljarða kostnaður vegna endur-
fjármögnunar Íbúðalánasjóðs, Sjó-
vár og SpKef, um fjögur prósent af
vergri landsframleiðslu.
Miðað við áætlaðan kostnað við
Icesave, 32 milljarða, mun Icesave
kosta stjórnvöld ríflega tvö prósent
af vergri landsframleiðslu. Rætist
svartsýnni spá samninganefnd-
arinnar upp á 98 milljarða mun
kostnaðurinn verða um 6,5 prósent
af vergri landsframleiðslu.
46
7,
7
m
ill
ja
rð
ar
milljarðar króna er áætlaður beinn kostnaður
íslenska ríkisins vegna bankahrunsins.468
22,5 milljaðar
4,8%
37,5 milljaðar
8,0%
210 milljaðar
44,9%
165,7 milljaðar
35,4%
32 milljaðar
6,8%
Endurfjár-
mögnun
bankanna
Beinn
kostnaður
ríkisins af
Icesave-
samn-
ingnum
Endurfjár-
mögnun
Seðla-
bankans
Endurfjár-
mögnun
Sjóvár
SpKef og
fleiri
Endurfjár-
mögnun
Íbúðalána-
sjóðs
Milljarðar króna í ýmsu samhengi
Icesave
Kostnaður ríkisins við Icesave-
samninginn samkvæmt áætlun
samninganefndar Íslands
Harpa
Byggingarkostnaður
tónlistarhússins Hörpu
Orkuveita
Reykjavíkur
Skuldir Orkuveitu Reykjavíkur
Aflaverðmæti
Verðmæti afla íslenskra
skipa á síðasta ári
Sendiráð
Kostnaður við rekstur allra
sendiráða Íslands á árinu 2011
Landspítalinn
Kostnaður við rekstur og viðhald
Landspítalans á árinu 2011.
Háskóli Íslands
Kostnaður við rekstur
Háskóla Íslands á
árinu 2011
Héðinsfjarðargöng
Samanburður við ýmsar hagstærðir
7.350
1.500
645
435,7
75 98 32 -3
Áætlað heildar-
tjón lánardrottna
íslensku bankanna
Beinn kostn-
aður ríkisins
af Icesave-
samningnum
(betri útkoma)
Beinn kostn-
aður ríkisins af
Icesave-samn-
ingnum
Beinn kostnaður ríkisins
af Icesave-samningnum
(verri útkoma)
Vaxtakostnaður
ríkisins 2011
Beinn kostnaður ríkisins vegna
bankahrunsins utan við Icesave
Skuldir ríkis og sveitarfélaga (með
lífeyrisréttindum) umfram eignir
Landsframleiðsla árið 2010
M
ill
ja
rð
ar
k
ró
na
Áætlaður kostnaður
ríkisins af bankahruninu
Lítill hluti kostnaðar við hrun bankanna
Kostnaður við Héðinsfjarðar-
göng, uppreiknaður á meðal-
verðlagi ársins 2010