Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 34
6. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR18 timamot@frettabladid.is ISAAC ASIMOV (1920-1992) rithöfundur andaðist þennan dag. „Trú, sama hversu kjánaleg hún er, laðar alltaf til sín áhangendur sem verja hana með kjafti og klóm.“ Glatt er á hjalla á bílaleigunni Hertz um þessar mundir. Undirbúning- ur fyrir sumarvertíðina er í fullum gangi og flestir í hátíðarskapi enda á fyrirtækið stórafmæli í ár. Fram- kvæmdastjórinn Sigfús Bjarni Sig- fússon veit allt um málið. „Við erum ótrúlega stolt yfir því að geta sagt að fjörutíu ár séu nú liðin frá því að kompaníinu var komið á fót, enda státa ekki mörg íslensk fyrirtæki af jafn langri og farsælli sögu,“ segir Sigfús og upplýsir að vaxandi eftirspurn eftir bílaleigu- bílum á Íslandi, samhliða auknum samgöngum innanlands, hafi orðið til þess að fyrirtækið var stofnað 1. apríl 1971. „Loftleiðir brugðust við með því að stofna eigin bílaleigu, Bílaleigu Loft- leiða, en þá var fyrir önnur bílaleiga í Reykjavík sem annaði ekki eftir- spurn,“ segir hann og getur þess að bílafloti fyrirtækisins, 45 eldrauðar Volkswagen-bjöllur, hafi vakið mikla athygli. „Þá var ekkert malbik komið og þetta var gert til að bílarnir sæj- ust betur á vegum úti.“ Síðan þá hefur fyrirtækið verið í örum vexti og rekur nú tíu starfs- stöðvar víðs vegar um landið. Í flotanum eru 1.100 bílar af öllum gerðum og stærðum og fjöldi starfs- manna fer upp í 80 á sumrin þegar mest lætur, en Sigfús segir leitun að jafn reyndum hópi. Loftleiðanafnið hefur fyrir löngu vikið fyrir alþjóðlegu merki Hertz en eigendurnir eru allir íslenskir; Sig- fús og faðir hans Sigfús Ragnar Sig- fússon, gjarnan kenndur við Heklu, og frændur þeirra, bræðurnir Sig- urður og Hendrik Berndsen. Fjöl- skyldan tók við rekstrinum fyrir rétt rúmu ári og unir hag sínum vel. „Allir þekkjum við þennan bransa vel. Sjálfur er ég fæddur og uppalinn í ferðamannabransanum, rak áður Alp-bílaleiguna og er því eiginlega kominn aftur á heimaslóðir,“ segir Sigfús, sem hlakkar til að takast á við sumarið þar sem von er á mikl- um ferðamannastraumi til landsins. „Svo lengi sem jarðskjálftar og eld- gos setja ekki allt í uppnám,“ segir hann og brosir breitt. En stendur eitthvað sérstakt til í tilefni af afmælinu? „Við starfsmenn- irnir tókum smá forskot á sæluna um daginn og héldum árshátíð. Svo er ætlunin að gera vel við viðskipta- vinina með því að bjóða ýmis tilboð í apríl,“ svarar Sigfús og bætir við að síðan sé stefnt á að slá upp veislu í haust til að loka sumrinu. roald@frettabladid.is BÍLALEIGAN HERTZ Á ÍSLANDI: FAGNAR FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI BJÖLLURNAR VÖKTU ATHYGLI STUÐ Starfsmenn Hertz hafa ástæðu til að gleðjast. Fyrirtækið fagnar fjörutíu ára afmæli um þessar mundir og allt stefnir í gott ferðasumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, stjúpmóðir og amma María Björk Skagfjörð sem andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans mánudaginn 28. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 7. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta krabbameinslækningadeild 11-E njóta, sími 543-1159. Hannes Hall Jón Ingi Jónsson Jóhanna Sveinsdóttir Ragnheiður Hall Steinunn Hall María Eir Jónsdóttir Anna Sigríður Jónsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást- kæra föður, tengdaföður, afa og langafa, Helga I. Elíassonar fyrrum útibússjóra. Starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði færum við þakkir fyrir góða umönnun. Sérstakar þakkir fær sr. Valgeir Ástráðsson fyrir vináttu og hlýhug. Finnbogi Helgason Elísabeth Snorradóttir Guðbjörg Helgadóttir Helgi Finnbogason Sif Ólafsdóttir Guðrún Finnbogadóttir Jónas Breki Magnússon Tinna Rós Finnbogadóttir Ólafur Torfason Helgi Torfason Birna Guðmundsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ásgerður Ágústa Pétursdóttir Árskógum 8, Reykjavík, síðast til heim- ilis að Hjúkrunarheimilinu Sóltúni, lést 29. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá Háteigskirkju 7. apríl kl. 15.00. Pétur Vilhjálmsson Auður Sjöfn Tryggvadóttir Sigríður Vilhjálmsdóttir Jóhanna Vilhjálmsdóttir Örn Guðmarsson Jóhann Sigurfinnur Vilhjálmsson Barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Sveinsson trésmiður sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 3. apríl, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 8. apríl kl. 13.30. Valgerður Jónsdóttir Anna Guðmundsdóttir Páll Ingvarsson Jón Árni Guðmundsson Hansína Kristjánsdóttir Auðbjörg Guðmundsdóttir Þórir Már Þórisson Guðrún Guðmundsdóttir Óskar Jón Marelsson Svava Guðmundsdóttir Sævar Pálsson barnabörn og langafabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Hallbjörnsdóttir til heimilis á Reynimel 84, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju 7. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Rauða Kross Íslands. Hallbjörn Sævars Hrönn Þormóðsdóttir Magnús Þór Vilbergsson Harpa Sæþórsdóttir Sigurður Hallbjörnsson Guðrún Andrésdóttir Hilmar Kári Hallbjörnsson Sjöfn Finnbjörnsdóttir Guðlaug Hallbjörnsdóttir og langömmubörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur, afi og langafi Sverrir Karlsson Bjallavaði 11, sem lést á deild 11-E á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. apríl kl. 13.00. Svanbjörg Clausen Elín Björg Björn Kjartansson Guðrún Sigríður Bessi A. Sveinsson Karl Jónsson Guðfinna Eyvindardóttir Ólöf Ágústa Karlsdóttir Sigurjón Jóhannsson Sólveig Jónína Karlsdóttir Magnús Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Fyrstu Ólympíuleikarnir, í þeirri mynd sem við þekkjum í dag, hófust í Aþenu í Grikklandi á þessum degi árið 1896. Fyrirmyndin var Ólympíuleikarnir í Grikklandi til forna en Frakkinn Pierre de Coubertin var hvatamaðurinn að endurvakningu þeirra á 19. öld. Ólympíuleikarnir sem haldnir voru í Aþenu voru jafnframt fyrstu sum- arólympíuleikarnir. Fyrstu vetraról- ympíuleikarnir fóru hins vegar fram í Chamonix í Frakklandi töluvert síðar, eða árið 1924. Sumar og vetrareik- arnir voru lengi vel haldnir á sama árinu en frá árinu 1994 hefur ríkt sú hefð að láta tvö ár líða á milli þeirra. Síðustu sumarólympíuleikar voru haldnir í Peking í Kína í ágúst 2008. Vetrarólympíuleikarnir fóru síðast fram í Vancouver í Kanada í febrúar 2010. ÞETTA GERÐIST: 6. APRÍL 1896 Nútíma Ólympíuleikarnir fara fyrst fram

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.