Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 36
6. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR20 Höfundakvöld verður haldið í bókasafni Norræna hússins á morgun 14. apríl klukkan 20. Þar ræðir Jórunn Sigurð- ardóttir, dagskrárgerðar- maður hjá RÚV, við Kristi- an Olsen Aaju og Mariane Petersen frá Grænlandi. Kristian Olsen Aaju er í ár tilnefndur til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs fyrir bók sína Det tatover- ede budskab og Mariane Pet- ersen hefur nýverið gefið út ljóðasafn sitt, Storfangerens Efterkommende. Bæði hafa vakið mikla athygli í sínu heimalandi fyrir verk sín. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Rætt við græn- lenska höfunda HORFT TIL GRÆNLANDS Höfundakvöld með tveimur grænlenskum höfundum í Norræna húsinu 14. apríl. Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur, Sendiráð Svíþjóðar, Noregs, Dan- merkur og Finnlands ásamt Svensk-Isländska Samarbetsfonden og Dansk-Islandsk Sam- arbejdsudvalg efna til málþings um norræn tjá- skipti í Norræna húsinu fimmtudaginn 7. apríl frá klukkan 14 til 17. Frú Vigdís Finnboga- dóttir mun opna mál- þingið og því næst mun menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, taka til máls. Meðal ann- arra framsögumanna má nefna Michael Dal, Charlotte Wärnå, Auði Hauksdóttur og Bodil Aurstad. Málþing um norræn tjáskipti TJÁSKIPTI FRÆNDÞJÓÐANNA Vigdís Finnbogadóttir er meðal frummæl- enda á málþingi um norræn tjáskipti í Norræna húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í gönguferð um miðborgina sem Háskólinn og Ferða- félag Íslands standa að síðdegis á morgun verður Tjörn- in í forgrunni, lífríki hennar og möguleikar. „Tjörnin hefur breyst mjög mikið í gegnum tíðina, frá því að vera fjörður yfir í salta tjörn og loks ferska eins og hún er í dag,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, sem mun leiða gönguna og bætir við að í seti Tjarnarinnar og Vatns- mýrarinnar sé að finna alla gróðursögu Reykjavíkur. „Segja má að menn hafi haft horn í síðu Tjarnarinnar frá nítjándu öld og hafi alltaf verið að finna nýjar leiðir til að fylla hana,“ segir Gísli glettinn. Hann segir allan suðurhluta hennar vera öskuhaug og strandlengja henn- ar sé uppgröftur úr húsum við Tjarnargötu og Fríkirkju- veg. „Svo náði hún næstum að Alþingishúsinu í eina tíð,“ segir Gísli og því ljóst að Tjörnin hefur minnkað mikið í gegnum tíðina. Hann segir ekki mikla virðingu hafa verið borna fyrir Tjörninni í gegnum tíðina. „Samtímis því sem menn voru að sækja ís á Tjörnina og geyma í frystihúsum til að kæla fisk sem var til útflutnings, voru menn að aka úr kömrum Reykvíkinga og sturta í Tjörnina,“ upp- lýsir Gísli sem hefur haft áhuga á Tjörninni og nátt- úru hennar allt frá því að hann var valinn í stýrihóp árið 1990 sem rannsaka átti Tjörnina og áhrif búsetu á hana. Hann hefur nokkrar áhyggjur af framtíð hennar. „Vatnsmýrin sér Tjörninni enn fyrir vatni og ég hef lagt áherslu á að ákveðið svæði frá Öskjuhlíð og að Háskól- anum verði friðað fyrir byggingum til að trufla ekki vatnsrennsli til hennar.“ Lagt er af stað í gönguna frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands við Sturlugötu klukkan 17. Ekki er nauð- synlegt að skrá sig fyrirfram og þátttaka er ókeypis. - gun, sg Fróðleiksganga um Vatnsmýrina Elskulegur faðir, afi, fósturfaðir og tengdafaðir Finnbogi Guðmundsson fyrrverandi Landsbókavörður, andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð aðfara- nótt sunnudagsins 3. apríl. Útförin verður frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. apríl kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Holtsbúð. Helga Laufey Finnbogadóttir Rósa Trujillo Selma Jónsdóttir Ólafur Vilhjálmsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán H. Jónsson Hjúkrunarheimilinu Mörk, áður Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut þriðjudaginn 5. apríl. Kristín Stefánsdóttir Valur Oddsson Sigurjón Stefánsson Hjördís Anna Hall barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir og amma Þórdís Hjörvarsdóttir leikskólakennari andaðist fimmtudaginn 31. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. apríl kl. 11.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Guðmundur Kristinn Erlendsson Sigríður Ólöf Guðmundsdóttir Árni Geir Valgeirsson Óskar Guðmundsson Auður Ævarsdóttir Ólöf Þórðardóttir Karl Sölvason Andrea Óskarsdóttir og Óliver Óskarsson Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og besti vinur Sigurður Árni Árnason andaðist á heimili sínu föstudaginn 1. apríl sl. Útförin verður auglýst síðar. Ásdís M. Sigurðardóttir Árni G. Árnason Brynja Árnadóttir Kolbeinn Steinþórsson Aron Bachmann Árnason Baldur Þór Kolbeinsson og Nikki. Elsku besti pabbi minn, sonur okkar og bróðir, Bogi Eymundsson Vallarási 2, Reykjavík, lést miðvikudaginn 30. mars á Karolinska sjúkrahúsinu í Huddinge í Stokkhólmi. Útförin verður auglýst síðar. Eymundur Þór Bogason Eymundur Lúthersson Margrét Halldórsdóttir Sigurjón Kristinn Bergsson Katrín Eymundsdóttir Hannes Skírnisson Eymundur L. Eymundsson Lára Eymundsdóttir Hörður Theódórsson Eydís Elva Eymundsdóttir og frændsystkini Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Árnason Goðheimum 9, Reykjavík, áður Vallarbraut 8, Hvolsvelli, lést þriðjudaginn 22. mars á Landspítala Landakoti. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks á L 4 Land- spítala Landakoti fyrir einstaka umönnun og hlýju. Hulda Sigurlásdóttir Margrét Einarsdóttir Helgi Kristófersson Árni Einarsson Aðalheiður Einarsdóttir Björgvin Sigurðsson afabörn og langafabörn Okkar ástkæra móðir og systir, Kolbrún Pálsdóttir (Hjaltason) fædd á Siglufirði, búsett í Ástralíu, lést á sjúkrahúsi í Campbelltown, NSW, Ástralíu, föstudaginn 1. apríl. Útförin fer fram í Wollongong 8. apríl. Sigríður Knudsen Einar Trúmann Einarsson Brynja og fjölskylda Sigurlína og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Þorbergsdóttir Víðigerði 15, Grindavík, áður til heimilis að Mávabraut 12d, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 1. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar Páll Guðjónsson Ingibjörg Gunnarsdóttir Geir Gunnarsson Guðrún Gunnarsdóttir Ólafur E. Ólafsson Þórdís Gunnarsdóttir Ómar Ásgeirsson barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. VIÐ TJÖRNINA Í seti Tjarnarinnar og Vatnsmýrarinnar er að finna alla gróðursögu Reykjavíkur, að sögn Gísla Más Gíslasonar prófessors. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.