Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 46
6. apríl 2011 MIÐVIKUDAGUR30 „Hróarskelda er búin að vera í uppáhaldi ógeðslega lengi. Ég hef farið fimm eða sex sinnum á hátíð- ina,“ segir Arnór Dan Arnarson, söngvari hljómsveitarinnar Agent Fresco. Agent Fresco kemur fram á Hró- arskelduhátíðinni sem fer fram í Danmörku 30. júní til 3. júlí. Hljómsveitin er enn sem komið er sú eina frá Íslandi sem hefur verið bókuð á hátíðina í ár, en í fyrra komu hljómsveitirnar FM Belfast og Sólstafir þar fram og árið þar áður voru Hjaltalín og Kira Kira fulltrúar íslensku þjóðarinnar á þessari stærstu tónlistarhátíð Dan- merkur. Arnór segir að hátíðin verði mik- ilvægur hlekkur í skipulagi Agent Fresco í sumar, en hljómsveitin stefnir á að vera á tónleikaferða- lagi um Evrópu stærstan hluta sumarsins. „Við byggjum túr- inn þá í kringum hátíðina,“ segir Arnór. „Þetta er svo frábær hátíð og það hjálpar nú þegar við erum að stíga fyrstu skrefin í Evrópu að koma þar fram – við ætlum að láta í okkur heyra í fyrsta skipti í Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Sviss.“ Fulltrúi Hróarskeldu mætti á Iceland Airwaves í október á síð- asta ári og sendi strákunum í Agent Fresco póst eftir hátíðina. Þeir komu til hans plötu í gegnum vin Arnórs í Danmörku og skömmu síðar fengu þeir annan póst með boði um að koma fram á Hróars- keldu. Agent Fresco kemur fram í Pavilion Junior-tjaldinu, en á vef- síðu hátíðarinnar er talað um að hljómsveitir framtíðarinnar komi þar fram. „Vonandi opnar þetta dyrnar að einhverju stærra,“ segir Arnór. „Það komast margir í þetta tjald og það er alltaf vel mætt. Það yrði tryllt að fá marga áhorfendur.“ Strákarnir í Agent Fresco eru allir miklir áhugamenn um Hró- arskelduhátíðina og Arnór segir þá ætla að vera eins lengi og þeir geta á hátíðinni. „Við skoðuðum strax hvort það sé séns að vera aðeins lengur á hátíðinni – að minnsta kosti í einn dag,“ segir Arnór. „Það versta við að vera í hljómsveit er að maður fær engan tíma til að sjá hinar hljómsveitirnar. Vonum að það reddist. Ég vona líka að ég nái að kíkja til mömmu í mat.“ atlifannar@frettabladid.is MORGUNMATURINN „Ég borða yfirleitt ekki mikið á morgnana annað en að drekka kaffi. Um helgar en hins vegar morgunmaturinn á Prikinu skylda.“ Atli Freyr Arnarsson, dansari og starfs- maður Eskimo. ARNÓR DAN ARNARSON: VONA AÐ ÉG NÁI AÐ KÍKJA TIL MÖMMU Í MAT HLJÓMSVEITIN AGENT FRESCO KEMUR FRAM Á HRÓARSKELDU Ljósmyndarinn Nitin Vadukul var staddur hér á landi á dögunum að vinna verkefni og tók myndir af Agent Fresco í leiðinni. Hann hefur tekið myndir af listamönnum á borð við Snoop Dogg, Dr. Dre, Eminem og hljómsveitinni Radiohead. „Ég hitti hann í myndatöku og sagði í djóki að það væri gamn að fá að bóka hann næst - vitandi að hann kostar fáránlega mikið,“ segir Arnór. Vadukul tók hann á orðinu og bókaði Agent Fresco í myndatöku klukkan átta næsta morgun. Hluta af afrakstrinum má sjá hér fyrir ofan. MYNDAÐIR AF NITIN VADUKUL „Þetta er alveg frábært. Ég bjóst ekki við að ná að negla þetta svona vel,“ segir fyrirsætan og athafna- konan Ásdís Rán Gunnarsdóttir. Ásdís hefur samið við búlgörsku verslanakeðjurnar Piccadilly og Hot Spot um sölu á Icequeen- snyrtivöru- og kjólalínum sínum. Ásdís var stödd í Búlgaríu þegar Fréttablaðið náð í hana og var að vonum kampakát með samn- ingana. „Ég er búin að vera hérna í tvær vikur að ganga frá fram- leiðslu á Icequeen-kjólunum. Mér tókst í leiðinni að semja við tvær af stærstu búðunum,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi ekki verið auðvelt. „Það tók mig marga mán- uði að ná sambandi við þetta fólk. Búlgaría er svo hræðilega stór, þetta er ekkert grín. Ég bjóst ekki við að þetta myndi ganga upp, en ég er vön að reyna allt.“ Ásdís segir Piccadilly-verslan- irnar vera svipaðar Hagkaups- verslunum íslensku, en snyrtivör- urnar verða seldar þar. Kjólalínan verður seld í Hot Spot, sem er tískuverslanakeðja með um 60 verslanir í Búlgaríu. „Að vísu byrja vörurnar í stærstu búðunum og svo byggist þetta smám saman upp,“ segir Ásdís og bætir við að sala á kjólunum hefjist eftir rúman mánuð. Stuttu seinna hefst sala á Íslandi. „Svo er spurning hvort fólk kaupir vörurnar. Ég hef engar áhyggjur af því. Stelpur um allan heim eru eins inn við beinið – við viljum allar vera sætar og kaupa farða og fín föt.“ Og verðurðu moldrík af þessu? „Þegar ég verð búin að víkka veldið út til Rúmeníu og Tyrklands þá kaupi ég mér risahús á Íslandi,“ segir Ásdís að lokum og hlær. - afb Ásdís Rán selur kjóla og snyrtivörur í Búlgaríu STÓR Í BÚLGARÍU Sala á förðunar- og kjólalínum Ásdísar Ránar hefjast bráðlega í stórum verslunum í Búlgaríu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TIL EVRÓPU Strákarnir í Agent Fresco eru á leiðinni til Evrópu í sumar og ætla meðal annars að koma fram í Þýskalandi, Póllandi, í Sviss og að sjálfsögðu á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. MYND/NITIN VADUKUL Ryan Murphy, skapari sjónvarpsþáttanna Glee, reyndi að fá að nota tónlist Bjarkar Guðmunds- dóttur í þáttunum. Björk hafnaði beiðninni. Þetta kemur fram á vef Hollywood Reporter. „Hún las handrit atriðisins og fannst það ekki passa við lagið sitt,“ segir Murphy. „Ég sagði henni að það væri í góðu lagi og hún sagði mér endilega að tala við sig síðar. Við lendum dag- lega í þessu.“ Björk bætist þar með í hóp með hljómsveit- unum Foo Fighters og Kings of Leon sem eru á móti því að krakkarnir í Glee flytji tónlist þeirra. Ryan Murphy hefur verið gagnrýndur fyrir að taka óstinnt því upp þegar hljómsveitir hafna beiðnum hans um að nota tónlist þeirra og Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, jós yfir hann svívirðingum í viðtali nýlega. Þessar deilur hafa vakið mikla athygli, enda er Glee á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta Bandaríkjanna, en um tíu til þrettán milljónir manna horfa að jafnaði á hvern þátt. Elton John tjáði sig um málið á dögunum og sagði drengj- unum í Kings of Leon að slaka á, enda ættu þeir að líta á beiðnina frá Glee sem hrós. - afb Björk hafnar Glee BJÖRK Í GÓÐUM HÓPI Björk, Kings of Leon og Foo Fighters vilja ekki heyra lögin sín í þáttunum Glee. Reykjavík Fashion Festival var haldið í Hafnarhúsinu um liðna helgi. Hátíðin þótti ágætlega heppnuð og var vel sótt af sístækk- andi hópi fólks í tískuheiminum hérlendis. Meðal gesta var Svava Johansen ásamt manni sínum Birni Sveinbjörnssyni, kærustuparið María Birta Bjarnadóttir og Aron Bergmann og grínistinn Steindi Jr. sem passaði ekki alveg inn í tískuelítuna. Steindi mun enda hafa hvíslað því að einhverjum að hann hafi mætt sem fylgdarmaður kærustunnar, sem vildi ólm fara. Annar sem skar sig úr hópnum var rithöfundurinn Bjarni Bjarnason, tilvonandi eiginmaður Katr- ínar Júlíusdóttur iðnaðarráð- herra, en þau sátu saman á fremsta bekk. Af öðrum gestum má nefna Hrafn- hildi Hólmgeirsdóttur fatahönnuð, Önnu Margréti Björns- son, kynningarstjóra Hörpunnar, Sóleyju Kristjánsdóttur, sjónvarpskokkinn Hrefnu Rósu Sætran, fatahönnuðinn Ernu Bergmann og framleiðand- ann Hrefnu Björk Sverrisdóttur. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff var á meðal gesta á laugardags- kvöldinu. Erlendir gestir máttu vart á sér heilum taka þegar forsetafrúin mætti á svæðið, svo glæsi- leg var innkoman. Að sögn viðstaddra valsaði Dorrit inn í salinn með tilþrifum, fleygði frá sér yfirhöfn sinni og stal senunni á augabragði. - hdm FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.