Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.04.2011, Blaðsíða 29
H A U S MARKAÐURINN S K O Ð U N 9MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 2011 Samkomulagið um skuldaaðlögun lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem undirritað var í desember í fyrra undir nafninu Beina brautin var mikilvægt skref í viðsnúningi íslensks viðskiptalífs. Skuldsetning fyrirtækja og sú óvissa sem ríkt hefur um skulda- úrlausn hefur legið líkt og mara á atvinnulífinu. Á meðan efnahags- reikningar flestra íslenskra félaga eru í uppnámi er borin von að þau fjárfesti og sæki fram. Biðin er dýr. Hún hamlar hagvexti og hún kemur í veg fyrir sköpun starfa. Beinu brautinni var ætlað að skera á þennan hnút og koma fjár- hagslegri endurskipulagningu flestra fyrirtækja í skipulagðan farveg. Upprunalega stóð til að áætlun- in næði til allt að 7.000 fyrirtækja. Á fundi Viðskiptaráðs um stöðu Beinu brautarinnar, sem haldinn var þriðjudaginn 22. mars, kom fram að nú er stefnt að því að 1.655 fyrirtæki fái úrlausn sinna mála undir formerkjum Beinu brautar- innar. Sá munur sem er á núverandi áætlun og þeirri upprunalegu skýr- ist að stórum hluta af því að fyrir- tæki sem skulda innan við tíu millj- ónir króna eru ekki talin með. Líkt og fram kom í máli fram- kvæmdastjóra Viðskiptaráðs er hætta á að við framkvæmd sam- komulagsins um Beinu brautina togist á ólíkir hagsmunir. Fjár- málastofnanir geta við núverandi aðstæður haft hag af of háu verð- mati fyrirtækja á sama tíma og fyr- irtækin hafa hag af of lágu verð- mati. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan. Hvorki fjármálastofnan- ir né fyrirtæki hafa hag af því til lengri tíma að slík viðmið ráði ferð- inni. Við framkvæmd verkefnisins er mikilvægt að byggja upp traust milli málsaðila og þeir þurfa að sýna skilning á aðstæðum og að- ferðafræði hvor annars. Báðir að- ilar verða að vinna að því að finna eðlilegt heildarvirði rekstrar og meta skuldaþol út frá því. Með þeim hætti byggja fjármálastofnanir upp traustara útlánasafn á sama tíma og fyrirtækjunum verður gert kleift að standa undir skuldbindingum sínum og byggja að nýju upp heilbrigðari efnahagsreikning til framtíðar. opnuðust á sýningunni. Ef nóg af aukaupplýsingum hefur verið skráð með hverri söluábend- ingu er öruggt að þú manst um hvað hver einasta söluábending fjallaði. Reyndir þátttakendur í sýningum reikna líka út ávinning- inn af sýningunni áður en farið er aftur á sambærilega sýningu, svo sem með því að skoða sölutöl- ur úr ábendingum af hverri sýn- ingu og bera saman við kostnað- inn við þátttöku. Án undirbúnings verður þátt- taka í sýningum eingöngu sóun á fjármunum en með góðum undir- búningi og réttri hugsun er lík- legt að fjárfesting í sýningum geti skilað sprotanum þínum töluverð- um ávinningi. G R E I N A R Ö Ð U M N Ý S K Ö P U N Markaðurinn birtir röð greina um mikilvæg atriði fyrir sprotafyrirtæki. Ingvar Hjálmarsson hefur tíu ára reynslu úr heimi margs konar fyrirtækja, bæði sprota og stærri fyrirtækjum. Þar hefur hann unnið að rekstri, vöruþróun, vörustýringu, sölu- og markaðsmálum og fleiri þáttum. Hægt er að senda höfundi línu á ingvarh@gmail.com Skuldaaðlögun eykur sóknargetu Það skiptir miklu að fyrirtæki undirbúi sig vel áður en farið er í viðræður við viðskiptabanka. Árangur þeirra viðræðna ræðst ekki síst af því að kynnt sé raun- hæf áætlun um rekstur næstu ára. Forsenda niðurfærslu lána er við- skiptaáætlun sem sýnir fram á að áframhaldandi rekstur sé líkleg- astur til að tryggja best hagsmuni kröfuhafa, starfsmanna og eig- enda. Viðskiptaáætlun mun nýtast fyrirtækjunum til markmiðssetn- ingar í rekstri sínum. Skýr mark- miðssetning eykur líkur á því að nauðsynlegur árangur náist í rekstri fyrirtækja. Viðskiptaáætl- un til fjárhagslegrar endurskipu- lagningar mun einnig auðvelda samskipti fjármálastofnana og fyr- irtækja i eftirfylgni og framtíðar- samskiptum aðila. Þrátt fyrir að Beina brautin hafi farið hægar af stað en vonir stóðu til í upphafi hefur þegar tekist að leysa úr málum á þriðja hundrað fyrirtækja og mál nær þúsund fyr- irtækja til viðbótar eru í vinnslu. Mikilvægt er að fjölga þeim fyrir- tækjum sem fá úrlausn sinna mála, þá eykst sóknargeta atvinnulífsins. Það er hagur okkar allra. M et ið v ir ði fy ri rt æ ki s H ei ld ar sk ul di r e fti r en du rs ki pu la gn in gu S K U L D A S T A Ð A F Y R I R O G E F T I R E N D U R S K I P U L A G N I N G U H ei ld ar sk ul di r f yr ir en du r s ki pu la gn in gu M et ið v ir ði fy ri rt æ ki s Lán innan greiðslugetu Eigið fé hluthafa Fjármögnun utan greiðslugetu Ef tir gj öf Fyrir Eftir Lán utan greiðslugetu O R Ð Í B E L G Þröstur Sigurðsson og Guðrún Ögmundsdóttir Ráðgjafar hjá Capacent á sviði fjármála

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.