Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011
ATVINNUMÁL Samtök atvinnulífs-
ins hafa kynnt ríkisstjórninni hug-
mynd um breytta gjaldtöku í sam-
göngumálum. Hugmyndin snýst
um að færa gjöld af eldsneyti yfir
í vegtolla, og gæti komið stórum
vegaframkvæmdum af stað, er
mat samtakanna. Hugmyndinni er
fálega tekið af Ögmundi Jónassyni
innanríkisráðherra sem segir að
um aukna skattpíningu sé að ræða
með breyttum formerkjum.
SA hafa lagt áherslu á að hefja
átak í samgöngumálum í tengslum
við kjarasamninga, en allt frá
stöðug leikasáttmálanum árið 2009
hefur verið rætt um slíkt átak. Líf-
eyrissjóðirnir höfðu lýst sig áhuga-
sama um að koma að fjármögn-
un en þeir sögðu sig frá málinu í
desember, fyrst og síðast vegna
deilna um vegtolla.
„Það sem við höfum talið mögu-
legt til að brjóta þessa kyrrstöðu í
samgöngumálunum er að gjaldtak-
an verði flutt af eldsneyti og sett í
almenna vegtolla,“ segir Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri SA, en
hugmyndin var rædd óformlega við
stjórnvöld í gær.
Ríkissjóður leggur hlutfalls-
legt gjald á innkaupsverð elds-
neytis. Þegar það hækkar eykst
skattheimtan. Með því að draga
úr þessari gjaldtöku og taka upp
fast gjald þegar ekið er um til-
teknar samgönguæðar er mat SA
að draga megi úr sveiflum á elds-
neytisverði. Það tryggi hins vegar
örugga og jafna innheimtu til að
standa undir framkvæmdum. Sér-
stakt tímabundið gjald vegna
nýframkvæmda gæti komið til
greina samhliða, að sögn Vil-
hjálms.
Ögmundur Jónasson segir tillög-
una ganga út á stórauknar álögur.
„Það sem er breytt síðan í fyrra,
þegar rætt var um að skattleggja
einstakar leiðir vegna fram-
kvæmda á viðkomandi stað, er að
nú er þessu smurt yfir landið allt.
Mín sýn er sú að þetta sé almenn
skattlagning sem ég hef efasemd-
ir um að stemning sé fyrir í sam-
félaginu. Galdrastafur Vilhjálms
Egilssonar breytir því ekki að
verið er að tala um að afla viðbót-
artekna upp á tugi milljarða. Þeir
peningar koma úr vösum lands-
manna, ekki af himnum ofan,“
segir Ögmundur. - shá
Fimmtudagur
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Skólar og námskeið
28. apríl 2011
97. tölublað 11. árgangur
Galdrastafur Vilhjálms
Egilssonar breytir því
ekki að verið er að tala um
að afla viðbótartekna upp á
tugi milljarða.
ÖGMUNDUR JÓNASSON
INNANRÍKISRÁÐHERRA
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 • KYNNING
Háskólinn í Reykjavík hefur markað sér sérstöðu á sviðum tækni, viðskipta og laga. Þaðan útskrifast til að mynda tveir af hverjum þremur í tæknigreinum á Íslandi.
„Okkar hlutverk er að skapa og miðla þekkingu til að efla sam-keppnishæfni og lífsgæði,“ segir Ari K. Jónsson, rektor Háskól-ans í Reykjavík, en skólinn hefur öðlast sterkan sess í íslensku há-skólasamfélagi á þeim þrettán árum sem hann hefur starfað. „Við höfum afmarkað ákveðin svið og einbeitum okkur að tækni, viðskiptum og lögum,“ upplýsir Ari og tekur fram að HR sé með afar sterka stöðu á þeim sviðum. Nefna megi að skólinn útskrifi tvo af hverjum þremur í tækni-greinum á landinu og helming allra með viðskiptagráður. „Þá skiptir ekki síður máli að útskrif-uðum nemendum okkar gengur vel að fá vinnu og komast í fram-haldsnám, enda höfum við, til við-bótar við áherslu á sterkt bóklegt nám, einsett okkur að nýta raun-veruleg verkefni til að styrkja þekkingu og þjálfun nemenda og undirbúið þá þannig vel fyrir þátttöku í atvinnulífinu,“ segir Ari. Hann segir tengslin við at-vinnulífið mjög mikilvæg.„Við fáum til okkar kennara úr atvinnulífinu og leggjum áherslu á raunhæf verkefni úr atvinnulíf-inu. Þannig skapast sterk tengsl milli skólans og atvinnulífs-ins sem kemur nemendum mjög til góða því þeir fá tækifæri til að skapa sér eigin tengsl við at-vinnulífið,“ segir Ari.Í HR er einnig lögð áhersla á þverfaglega þekkingu, alþjóðlegt
umhverfi og ekki síst nýsköpun. „Við viljum að nemendur kynnist öðrum greinum, siðum og þekk-ingu og læri að skapa nýja þekk-ingu og koma henni á framfæri.“Ari segir stöðu skólans mjög góða í dag. Skólinn sé í jafnvægi með um 3000 nemendur og búi yfir einstakri aðstöðu til kennslu og rannsókna í Nauthólsvíkinni. „Við höfum náð mjög góðum ár-angri í kennslu en ekki síður í rannsóknum,“ segir Ari og telur að það komi fólki stundum á óvart að HR sé fremstur í rannsóknum á sínum sviðum á Íslandi. Ari telur lykilinn að góðum ár-angri skólans felast í nokkrum atriðum. „Við leggjum áherslu á gæði í okkar starfi sem felast ekki aðeins í því að gera kröfur til nemenda heldur einnig í því að allir leggi sig fram bæði kennar-ar og starfsfólk. Þannig sköpum við nemendum þá aðstöðu og veit-um þeim þann stuðning sem þeir þurfa til að þeir geti sinnt sínu námi sem allra best,“ segir Ari og telur framtíðina bjarta. „Við erum að komast í gegnum niður-skurðarskafl og stöndum sterk með góða aðstöðu og skýra stefnu til framtíðar. Við ætlum að halda áfram að byggja upp sterkan há-skóla á sviðum tækni, viðskipta og laga hér í Nauthólsvíkinni..“
Stærsti tækni- og viðskiptaháskóli Íslands
„Við leggjum áherslu á gæði sem felast ekki aðeins í því að gera kröfur til nemenda heldur einnig í því að allir
leggi sig fram, bæði kennarar og starfs-fólk. Við reynum að skapa nemendum það umhverfi, aðstöðu og hjálp sem
þarf til að þeir geti sinnt sínu námi sem allra best,“ segir Ari.
MYND/ANTON
● STAÐREYNDIR UM HR■ Nemendur við Háskólann í Reykjavík eru um 3.000
■ Kjarnasvið HR eru tækni, við-skipti og lög.
■ Boðið er upp á grunnnám, meistaranám og doktorsnám í öllum deildum skólans. Í boði eru um 60 námsbrautir.■ Hægt er að stunda nám á frumgreinasviði sem er undanfari háskólanáms.
■ HR útskrifar í dag tvo af hverjum þremur sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi og helming allra þeirra sem ljúka viðskiptamenntun á háskólastigi.
■ Háskólinn í Reykjavík býður tæplega 700 námskeið á ári; rúmlega 500 í grunnnámi og u.þ.b. 160 á meistarastigi með þarfir nemenda og atvinnu-lífsins í huga.
■ Háskólinn í Reykjavík er þekkingarsamfélag þar sem lögð er rík áhersla á góða og persónulega þjónustu við nemendur.
■ Við Háskólann í Reykjavík eru starfræktar 16 rannsóknar-stofnanir.
■ Háskólinn í Reykjavík er stað-settur í Nauthólsvík í nýrri og glæsilegri 30.000 fermetra háskólabyggingu.
■ Um ók
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Nemendur í Förðunarskóla Snyrtiakademíunnar vinna lokaverkefni sín í fantasíuförðun í næstu viku:
Förðun ímyndunaraflsins
N æstkomandi fimmtudag, 5. maí, munu nítján nemendur í Förðunarskóla Snyrtiaka-demíunnar vinna lokaverkefni sín frá skólanum í svokallaðri fantasíuförð-un. Svanhvít Valgeirsdóttir, skólastjóri Förð-unarskólans í Snyrtiakademíunni, farðaði Sigríði Klingenberg í anda fantasíunnar á dögunum.
„Fantasíuförðun er ákveðið listform í förðun þar sem ímyndunaraflið ræður för og ákveðin hugmyndavinna býr að baki,“ segir Svanhvít og bætir við að í þessari gerð förðunar séu í raun engin takmörk fyrir því hvað megi og hvað ekki. Hún segir fólki velkomið að koma í Förðunarskólann næstkomandi fimmtudag og fylgjast með nemendum vinna verk sín milli klukkan 18 og 20. Skólinn er að Hjallabrekku 1.
„Nemendur hafa verið í hugmynda-vinnu að verkum sínum alla þessa önn en verkefnin eru unnin út frá listamanni og listave ki sem þau völdu sér þannig að hver förðun verður í anda þeirra listamanna sem fyrir valinu urðu. Fantasíuförðun er þá unnin og stílfærð frá toppi
til táar og er bæði skemmti-
leg og opnar huga emend-
anna.“
juliam@frettabladid.is
Konunglegt brúðkaup verður haldið með pompi og prakt á morgun. Af því tilefni ætla margir að klæða sig upp á og skála. Hvernig væri að skarta kóngabláu sem er litur í miklu uppáhaldi hjá hinni íðilfögru Kate Middleton?
30
OPIÐ HÚS
APRÍL
EIRBERGSDAGURIN
N
LAUGARDAGINN
Úrval af heilsuvörum
og hjálpartækjum til
sýnis og sölu í verslun
okkar að Stórhöfða 25
Fjöldi tilboða
Verið velkomin
Opið frá kl. 11-16.
teg. 11001 í C,D,E skálum á kr. 4.600,-
buxur í stíl á kr. 1.990,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vertu vinur
Þ E S S I G A M L I G Ó Ð I N Ý K O M I N N A F T U R
TUZZI DAGAR
20%
AFSLÁTTUR AF
TUZZI VÖRUM
Allar gerðir af pönnum. Virka líka á
spanhellur. Viðloðunarfrí húð.
50%
AFSLÁTTU
R AF
11 GERÐIR
AÐEINS Í 3
DAGA!TRIS
TAR PÖNN
UM
Afnemum virðisaukaskatt
af fatnaði og skóm frá
fimmtudegi til sunnudags
Tax free
Safnari í 76 ár
Þórður Tómasson,
safnvörður Byggðasafnsins í
Skógum, er níræður.
tímamót 24
Skoðar myndbönd
Árni Sveinsson gerir
heimildarmynd um íslensk
tónlistarmyndbönd.
fólk 46
8
5
8
8
6
STORMUR UM TÍMA Í dag má
víða búast við stífri SA-átt, 10-18
m/s við S- og SV-ströndina og
horfur á stormi um og eftir hádegi.
Töluverð rigning suðaustanlands
og þurrt að mestu N- og NA-lands.
VEÐUR 4
skoðun 18
Hverjir falla í sumar?
Fréttablaðið spáir í dag í
fallbaráttuna í Pepsi-deild
karla í sumar.
sport 40
BRUNNURINN BYRGÐUR Margra metra djúpu vatni hefur nú verið dælt úr húsgrunni í Þverholtinu í Reykjavík og sjálfvirkri dælu komið
fyrir til að koma í veg fyrir að grunnurinn fyllist aftur af vatni. Eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrir páska skapaðist hætta þegar börn léku sér við húsgrunninn
þegar hann var fullur af vatni. Til stóð að reisa íbúðir fyrir stúdenta á reitnum, en fallið var frá þeim áformum eftir bankahrunið. Lóðin er nú í eigu Lands-
bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DÓMSMÁL Neyðarlögin sem sett
voru eftir fall íslensku bankanna
haustið 2008 standast eignar-
réttarákvæði stjórnarskrárinnar
samkvæmt úrskurði héraðsdóms.
Dómurinn hafnaði í gær kröfu
kröfuhafa um að innstæður í
Landsbankanum teldust for-
gangskröfur í þrotabú bankans,
eins og neyðarlögin kveða á um.
Verði úrskurði héraðsdóms
snúið í Hæstarétti gæti það kost-
að ríkissjóð hundruð milljarða
króna. - bj / sjá síðu 6
Héraðsdómur um neyðarlög:
Lögin standast
stjórnarskrána
Vilja færa gjaldtöku
af bensíni í vegtolla
SA hafa kynnt stjórnvöldum hugmynd um að færa gjöld af eldsneyti yfir í
vegtolla. Leiðinni er ætlað að draga úr sveiflum á eldsneytisverði en tryggja
öruggar tekjur til framkvæmda. Innanríkisráðherra tekur hugmyndinni fálega.