Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 2
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR2
Skemmtilegar hugmyndir fyrir fermingar-
veisluborðið á www.gottimatinn.is
Snjólaug, dreymir Nágrann-
ana þig stundum?
„Ekki þessa nágranna allavega.“
Snjólaug Bragadóttir hefur þýtt alla sex
þúsund þættina af Nágrönnum sem
sýndir hafa verið hér. Hún segir að sig
dreymi þá stundum.
LÖGREGLUMÁL Margdæmdur
ofbeldismaður, Chigozie Óskar
Anoruo, sem er íslenskur ríkis-
borgari, er nú eftirlýstur af Int-
erpol. Íslensk lögregluyfirvöld
sendu beiðni til alþjóðalögregl-
unnar 20. apríl síðastliðinn um
að lýst yrði eftir honum.
Chigozie er eftirlýstur þar
sem hann skal afplána tveggja
ára fangesisdóm sem hann hlaut
í Héraðsdómi Reykjavíkur árið
2009 fyrir að stinga mann í háls-
inn með hnífi í Hafnarstræti í
Reykjavík. Hending var talin að
ekki hlaust af alvarlegt líkams-
tjón eða jafnvel dauði, að því er
fram kom í læknisvottorðum,
sem lögð voru fyrir dóminn.
Þessi dómur er sá fjórði þar
sem hann er fundinn sekur um
líkamsárás og er þetta í annað
sinn sem hann er dæmdur fyrir
stórfellda líkamsárás. Hann neit-
aði sök en framburður hans þótti
mjög ótrúverðugur og fjarstæðu-
kenndur að sumu leyti.
DNA-rannsókn sem gerð var í
Noregi sýndi að blóðsýni af egg
hnífs, sem fannst í fórum hans
eftir líkamsárásina, reyndist
vera úr fórnarlambinu. Sama
máli gegndi um blóð sem fannst
á fatnaði árásarmannsins.
Hann var, auk tveggja ára
fangelsis, dæmdur til að greiða
fórnarlambinu rúmlega hálfa
milljón króna. - jss
Margdæmdur íslenskur ríkisborgari skal afplána refsingu sína:
Eftirlýstur af Interpol eftir árás
EFTIRLÝSTUR Alþjóðadeild ríkislögreglu-
stjóra bað um að lýst yrði eftir Anoruo
20. apríl síðastliðinn.
DÓMSMÁL Tveir karlmenn,
sem kærðir hafa verið fyrir að
nauðga stúlku um tvítugt með
hrottafengnum hætti hafa verið
dæmdir í Hæstarétti til að sæta
gæsluvarðhaldi og einangrun
til klukkan fjögur á morgun.
Þar með staðfesti Hæstiréttur
úrskurð héraðsdóms.
Stúlkan hafði farið út að
skemmta sér með vinkonu sinni
og öðrum mannanna aðfaranótt
föstudagsins langa. Þau fóru öll
heim til hennar, þar sem vin-
konan lagði sig. Skömmu síðar
bar að annan mann, sem stúlkan
taldi vera vin sinn. Þeir beittu
hana hrottalegu ofbeldi og
nauðguðu henni meðal annars
til skiptis. Sá maðurinn sem átti
frumkvæði að athæfinu kvaðst
hafa verið undir áhrifum áfengis
og fíkniefna. Refsing við brotinu
getur numið allt að sextán ára
fangelsi. -jss
Nauðguðu stúlku til skiptis:
Refsing allt að
16 ára fangelsi
VIÐSKIPTI Hagnaður Marels nam
8,8 milljónum evra, jafnvirði 1,5
milljarða króna, á fyrstu þremur
mánuðum ársins. Á sama tíma
í fyrra nam hann 5,6 milljónum
evra og er hagnaðurinn því rúm-
lega helmingi meiri nú en þá.
Í uppgjöri
Marels segir
að ársfjórð-
ungurinn hafi
verið góður
enda tekjur
nítján prósent-
um meiri nú
en á sama tíma
í fyrra. Virði
nýrra pantana
nam 169,3 millj-
ónum evra í lok ársfjórðungsins
miðað við 113,5 milljónir á sama
tíma í fyrra.
Haft er eftir forstjóranum
Theo Hoen að árið fari vel af
stað, gott jafnvægi sé á milli
þeirra fjögurra geira sem Marel
sérhæfi sig í auk þess sem staðan
á pantanabókinni gefi góð fyrir-
heit um árið. - jab
Hagnaður hjá Marel:
Pantanir aldrei
verið fleiri
THEO HOEN
VIÐSKIPTI Fjölmörg fyrirtæki í
alþjóðlegum sjávarútvegi og
fjárfestar hafa sýnt áhuga á
eignum Icelandic Group. Bank
of America Merrill Lynch í
Bandaríkjunum hefur verið ráð-
gjafi um mögulega sölu á hlut í
félaginu og eignum þess. Þeim
sem áhuga hafa á fyrirtækinu er
vísað til bankans, að sögn Péturs
Þ. Óskarssonar, talsmanns Fram-
takssjóðs Íslands, aðaleiganda
Icelandic Group.
Norski netmiðillinn IntraFish
greindi frá því í gær að viðræð-
ur um kaup asísku sjávarútvegs-
samstæðunnar Pacific Andes
International á fyrirtækjum og
verksmiðjum Icelandic Group í
Þýskalandi og Frakklandi séu
langt komnar. Verðið er sagt á
milli sjötíu til hundrað milljón-
ir evra, allt að sextán milljarðar
króna.
Evrópski sjóðurinn Triton
lagði fram tilboð í erlenda starf-
semi Icelandic Group í byrjun
árs upp á þrjú hundruð milljónir
evra, 48 milljarða króna. Frétta-
blaðið hafði þá eftir Carl-Evald
Bakke-Jacobsen, meðeiganda
Triton, að litið væri á Icelandic
Group sem grunn að fisksölu-
risa á heimsvísu. Upp úr viðræð-
um slitnaði snemma í febrúar. Á
sama tíma var tilkynnt að verk-
smiðjur í Bandaríkjum og rekst-
ur í Kína yrði settur í opið sölu-
ferli en verksmiðjum í Evrópu og
vörumerki fyrirtækisins haldið.
Forstjóri og aðaðstoðarforstjóri
Icelandic Group sögðu upp störf-
um í kjölfarið.
Pétur sagði Framtakssjóðinn
ekki vilja tjá sig efnislega um
orðróm eða einstaka fréttir af
félaginu.
- jab
Viðræður um sölu á eignum Icelandic Group í Evrópu sagðar langt komnar:
Allir áhugasamir fara í gegnum bankann
TRÚMÁL Kjörstjórn þjóðkirkj-
unnar sagði í gær af sér í kjöl-
far þess að yfirkjörstjórn komst
að þeirri niðurstöðu að kosning
vígslubiskups í Skálholtsumdæmi
hafi verið ólögmæt.
Eins og fram kom í Frétta-
blaðinu í gær verður að endur-
taka kosninguna vegna þess að
atkvæði sem póstlögð voru eftir
síðasta skiladag voru talin með.
Í tilkynningu frá Biskupsstofu
kemur fram að kjörstjórnin hafi
fundað um málið í gær. Á fund-
inum hafi allir aðalmenn í kjör-
stjórninni ákveðið að fara frá til
að skapa traust og trúverðugleika
um framhald kosningarinnar. - bj
Kjör vígslubiskups ógilt:
Kjörstjórn kirkj-
unnar hættir
LÍFFRÆÐI Rannsóknir Veiðimála-
stofnunar sýna að svokölluðum
örlöxum, löxum af stærðinni 43
til 50 sentimetrar, hefur fjölgað í
ám á Austur- og Norðausturlandi
á undanförnum árum. Kenningar
um smæð þessara laxa standast
hins vegar ekki.
Guðni Guðbergsson, fiskifræð-
ingur hjá VMST, segir að nokkur
umræða hafi verið um mjög smáa
laxa sem hafa veiðst undanfarin
ár. Var talið að hér væru fiskar
sem hefðu farið út að vori sem
stór gönguseiði og komið inn aftur
samsumars. „Því hefur verið
haldið fram að svona kettlingar
hafi alltaf verið innan um í veið-
inni, en hreistursýni úr nokkrum
ám á Austur- og Norðausturlandi
sýna okkur að örlaxarnir höfðu
dvalið eitt ár í sjó eins og hver
annar smálax, en virðast hafa lent
á svæðum í hafinu þar sem fæðu-
skilyrði hafa verið slæm.“ Guðni
útskýrir að ef átuskilyrði í sjó eru
góð er vöxtur hraður og öfugt ef
skilyrðin eru slæm. Það sama eigi
við um afföll. „Það virðist vera að
þessir laxar hafi það skítt á viss-
um svæðum en aðrir hafi það mun
betra annars staðar. Hvar þessi
svæði eru er hins vegar ekki vitað
með vissu. Hins vegar bendir allt
til að laxinn fari ekki á sömu beit-
arslóðir.“
Norðmenn hafa orðið varir við
sömu þróun á undanförnum árum;
smálaxinn þeirra hefur verið að
koma minni úr sjó en löngum
áður. Smálaxi hefur jafnframt
fækkað. Guðni segir þá kenningu
uppi að norski laxinn leiti norðar
en áður vegna breytinga í hafinu.
Slíkar breytingar, og ganga fiska
eins og makríls, getur verið hluti
skýringarinnar hér. Slíkt er þó
ósannað og aðeins um tilgátu að
ræða.
Það sem vekur ekki síður
athygli er að hluti af örlöxunum
hafa farið yfir á annað ár í sjó
og komið sem smáir tveggja ára
laxar til baka. Það veldur því að
hluti tveggja ára laxa úr sjó verð-
ur undir þeim mörkum sem dreg-
in eru á milli smálax og stórlax
við úrvinnslu veiðibóka og teljast
því smálaxar. „Þetta höfum við
ekki séð áður,“ segir Guðni. „Það
er að mörgu að hyggja. Það er
breytileiki innan áa og umhverfið
er að breytast sem lífríkið þarf að
laga sig að, sem gerir þetta spenn-
andi rannsóknarefni.“
Um framhald rannsókna á
örlaxi segir Guðni að reynt sé að
safna reglulega hreistursýnum.
Hins vegar stendur það söfnun
sýna fyrir þrifum hversu mörgum
löxum er sleppt eftir að hafa verið
veiddir. „Þegar megnið af laxin-
um var drepið þá var hægt að taka
sýni sem sýndu þversnið af göng-
unni. Það vill maður helst hafa.“
Guðni segir að teljarar í ánum
séu mikilvægir í þessum rann-
sóknum því þar fást upplýsingar
um lengdardreifingu laxagöng-
unnar eins og hún kemur upp
í ána. „Nýir teljarar eru búnir
myndavél og framtíð rannsókna á
laxi og silungi hérlendis er björt
ef og þegar slíkur búnaður verður
settur út í stærri vatnakerfi.“
svavar@frettabladid.is
Ný rannsókn sýnir
fjölgun örlaxa í ám
Rannsóknir Veiðimálastofnunar sýna að svokölluðum örlöxum hefur fjölgað
á allra síðustu árum í ám. Ástæðuna fyrir því að laxarnir snúa dvergvaxnir í
árnar er að finna í fæðuskilyrðum í hafinu og sést víðar en í íslenskum ám.
SELÁ Í VOPNAFIRÐI Rannsóknin náði meðal annars til Selár. Tímabilið frá 1975 var
skoðað og eru þess greinileg merki að örlöxum hefur fjölgað, sérstaklega frá 2005.
MYND/ORRI VIGFÚSSON
FISKIFINGUR Á FÆRIBANDI Ein þeirra
verksmiðja Icelandic Group sem sögð er
föl er Pickenpack í Þýskalandi.
AFGANISTAN, AP Afganskur her-
flugmaður myrti átta bandaríska
hermenn og einn bandarískan
verktaka í skotárás á flugvellin-
um í Kabúl í gær. Fimm afgansk-
ir hermenn særðust.
Þetta er sjöunda árásin sem
afganskir hermenn eða uppreisn-
armenn í búningum hermenna
gera á erlenda hermenn í landinu
það sem af er ári, og sú mann-
skæðasta til þessa.
Hinir látnu voru ráðgjafar og
leiðbeinendur sem störfuðu með
afganska flughernum.
Flugmaðurinn var skotinn til
bana af hermönnum. Hann átti að
baki 20 ára feril í afganska flug-
hernum. Bróðir mannsins segir
hann ekki hafa verið með sjálfum
sér undanfarið vegna fjárhags-
erfiðleika. - bj
Skotárás á Kabúlflugvelli:
Herflugmaður
myrti níu menn
SPURNING DAGSINS