Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 4
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR4
GENGIÐ 27.04.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,6112
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
111,97 112,51
185,48 186,38
164,16 165,08
22,015 22,143
21,080 21,204
18,385 18,493
1,3621 1,3701
180,34 181,42
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Óli Tynes fréttamaður vill koma eftir-
farandi á framfæri: „Í grein um Sól-
heima í Fréttablaðinu 20. apríl sagði
ég að vegna fjárskorts hefði þurft að
segja upp hjúkrunarfræðingi, iðju-
þjálfa og öryggisfulltrúa/umsjón með
byggðahverfi. Þetta er rangt. Fólkið
hætti sjálft, hvert af sínum ástæðum.
Hins vegar var ekki endurráðið í þessi
störf vegna fjárskorts. Vandi Sólheima
er sá sami, en ég biðst velvirðingar á
þessum mistökum.“
ÁRÉTTING
Aumir og stífir vöðvar?
Voltaren Gel® (Díklófenaktvíetýlamín 11,6 mg/g) er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera
á skrámur, opin sár eða á exem, varist snertingu við augu og slímhúðir, notist eingöngu útvortis og má aldrei taka inn. Þegar lyfið er notað
án ávísunar læknis skal hafa samband við lækni ef einkenni batna ekki eða versna innan viku. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða
lyfjafræðings áður en lyfið er notað, þó skal það ekki notað á síðasta þriðjungi meðgöngu. Voltaren Gel® er ekki ætlað börnum yngri en 12
ára. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar
sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Verkjastillandi og bólgueyðandi við
verkjum í mjóbaki, öxlum og vöðvum
Nýtt lok!
Auðvelt að opn
a
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
19°
23°
15°
21°
17°
14°
14°
21°
15°
23°
22°
34°
16°
15°
12°
12°Á MORGUN
3-8 m/s
Hvassara SV-til.
LAUGARDAGUR
Fremur hægur
vindur.
8
7
5
9
8
8
8
7
6
7
4
14
16
10
9
11
11
7
6
10
18
11
9
4 10
10
7 7
5 6
13
10
MILT Í VEÐRI
Áfram verður held-
ur vætusamt S- og
V-til á landinu en
horfur á blíðskap-
arveðri norðaustan
til. Þar má búast
við allt að 15°C hita
á morgun og laug-
ardaginn. Það lægir
strax í kvöld og útlit
er fyrir hæglætis-
veður næstu daga.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
STJÓRNSÝSLA Þingmaður Suðurkjör-
dæmis segist efast um að nokkurn
tíma hafi staðið til að flytja starf-
semi Landhelgisgæslunnar til
Suðurnesja og efast um heilindi
Ögmundar Jónassonar innanrík-
isráðherra í málinu.
Hugmyndum um flutning Gæsl-
unnar hefur verið skotið á frest
um óákveðinn tíma eftir að niður-
staða hagkvæmnimats, sem gert
var fyrir innanríkisráðuneytið,
leiddi í ljós að rekstrarkostnaður
Gæslunnar gæti aukist um tæpar
700 milljónir á ári við flutningana.
Ragnheiður Elín Árnadóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokks úr
Suðurkjördæmi, segir í samtali við
Fréttablaðið að ef flutningur verði
sleginn af, sé það vanvirðing við
íbúa svæðisins.
„Það eru sex mánuðir liðnir
frá fundinum í Reykjanesbæ þar
sem ríkisstjórnin kynnti aðgerð-
ir fyrir Suðurnesin og þetta var
helsta trompið. Ég held að það hafi
aldrei staðið til af hendi Ögmund-
ar Jónassonar að flytja Gæsluna.
Mér sýnist þetta hafa verið yfir-
varp hjá stjórninni til að kaupa
sér tíma í áframhaldandi aðgerð-
arleysi.“
Í samtali við Fréttablaðið segir
Ögmundur að stjórnvöld hafi unnið
málið af heilindum.
„Við hefðum ekki ráðist í þessa
hagkvæmnikönnun ef hún hefði
verið einhver sýndarmennska,“
segir Ögmundur og leggur áherslu
á að flutningur sé ekki útilokaður.
„Hvort sem mönnum líkar betur
eða verr er það staðreynd að flutn-
ingur mun hafa í för með sér
umtalsvert aukinn rekstrarkostn-
að, en við erum ekki búin að slá út
af borðinu þessar hugmyndir til
lengri tíma litið. Heildarhagsmun-
ir kunna að hníga í þá átt að flytja
Gæsluna, en það gerum við ekki
nú þegar ríkissjóður er galtómur.“
Í matinu kemur fram að stærst-
ur hluti aukins rekstrarkostnaðar
liggi í nauðsynlegum breytingum á
starfsmannahaldi. Vegna staðsetn-
ingar muni Gæslan þurfa að fjölga
starfsfólki og einnig breyta vakta-
fyrirkomulagi þannig að starfsfólk
verði á viðveruvakt en ekki bak-
vakt eins og nú er.
Þá er þess getið að breytingar á
Njarðvíkurhöfn, þar sem varðskip
Gæslunnar myndu vera staðsett,
myndu kosta um 250 milljónir og
breytingar á húsnæði við Kefla-
víkurflugvöll yrðu líka kostnaðar-
samar.
Í matinu kemur einnig fram að
ýmsir vankantar séu á núverandi
aðstöðu Gæslunnar, og þó að hún
sé viðunandi til skemmri tíma
litið sé úrbóta þörf þegar horft
er til lengri tíma.
Í samtali við Fréttablaðið sagð-
ist Böðvar Jónsson, formaður
bæjarráðs Reykjanesbæjar, ekki
hafa kynnt sér niðurstöðu mats-
ins og gæti því ekki tjáð sig um
efnisatriði hennar.
„En það eru mikil vonbrigði
að heyra að þetta sé niðurstað-
an í máli sem menn báru miklar
væntingar til.“
thorgils@frettabladid.is
Efast um vilja Ögmundar til
að flytja Landhelgisgæsluna
Þingmaður Suðurkjördæmis segist efast um vilja innanríkisráðherra til að flytja starfsemi Landhelgisgæsl-
unnar til Reykjanesbæjar. Ráðherra segist hafa unnið af heilindum, en kostnaður við flutninga sé of mikill.
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
RAGNHEIÐUR ELÍN
ÁRNADÓTTIR
FÉLAGSMÁL Kosið verður á milli
tveggja frambjóðenda í embætti
formanns Blaðamannafélags
Íslands á aðalfundi félagsins í
kvöld.
Sitjandi formaður, Hjálmar
Jónsson, gefur kost á sér til end-
urkjörs. Hann var kjörinn for-
maður í fyrra eftir harða kosn-
ingabaráttu sem lauk með því að
sitjandi formaður, Þóra Kristín
Ásgeirsdóttir, dró framboð sitt til
baka á síðustu stundu.
Ingimar Karl Helgason, sem
meðal annars hefur verið frétta-
maður á Stöð 2 og RÚV, bauð sig
fram gegn Hjálmari fyrir viku.
Kjörfundur verður opinn frá
hádegi í dag, en einnig verður
kosið á fundinum. - sh
Hjálmar og Ingimar berjast:
Tveir í kjöri til
formanns BÍ
HJÁLMAR
JÓNSSON
INGIMAR KARL
HELGASON
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti hvetur Sádi-
Arabíu og önnur olíuframleiðslu-
ríki til þess að herða olíufram-
leiðslu sína vegna þeirrar óvissu og
samdráttar í framleiðslu sem orðið
hefur vegna Líbíustríðsins og ólg-
unnar víðar í ríkjum Norður-Afríku
og Mið-Austurlöndum undanfarið.
„Við höfum rætt við helstu olíu-
framleiðendurna, eins og Sádi-
Araba, til að gera þeim grein fyrir
að það verði þeim ekki hagstætt ef
efnahagslíf okkar verður valt á fót-
unum vegna hás olíuverðs,“ sagði
Obama í sjónvarpsviðtali í gær.
Olíuframleiðsan í Líbíu var ein-
ungis tvö prósent heimsframleiðsl-
unnar, þannig að ekki þarf að auka
framleiðsluna mikið annars staðar
til að vega upp á móti framleiðslu-
minnkuninni. Þá ítrekaði Obama á
þriðjudag áform sín um að afnema
skattfríðindi bandarískra olíufyrir-
tækja, en viðurkenndi jafnframt að
varla muni sú ráðstöfun lækka elds-
neytisverð til neytenda. - gb
Bandaríkjaforseti vill afnema skattfríðindi bandarískra olíufyrirtækja:
Hvetur til meiri olíuframleiðslu
OBAMA Barack Obama hélt sjónvarps-
ræðu í gær þar sem hann ítrekaði
áform sín um að afnema skattfríðindi
olíufyrirtækja.
REYKJAVÍK Til stendur að ráða 55
starfsmenn til leikskóla Reykja-
víkurborgar til að mæta stórum
árgangi leikskólabarna sem inn-
ritast í skólana í haust. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá
Reykjavíkurborg.
Meðal þeirra starfa sem borgin
mun auglýsa eru fimmtán störf
leikskólastjóra sem og störf
aðstoðarleikskólastjóra. Fjár-
framlög til Leikskólasviðs voru í
ársbyrjun aukin um 500 milljónir
til að skapa leikskólapláss fyrir
árganginn stóra.
Reykjavíkurborg auglýsir:
55 störf í boði á
leikskólunum
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
A
FP
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
SA
FER HVERGI Í BILI
Starfsemi Landhelgis-
gæslunnar verður ekki
flutt til Reykjanesbæjar
á næstunni eftir að hag-
kvæmnimat leiddi í ljós
aukinn rekstrarkostnað.
Þingmaður svæðisins er
ósáttur við niðurstöðuna,
en ráðherra segir að
flutningur sé ekki sleginn
af borðinu til lengri tíma.