Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 16
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Þrátt fyrir að komið sé fram í lok apríl og farið sé að örla á síð- búnu sumri er enn ekki of seint að klippa garðplöntur líkt og tré og runna. Að sögn Ingvars Magnússonar, skrúðgarðyrkjufræðings og ann- ars eiganda fyrirtækisins Garð- meistara ehf., hefur kalsatíðin sem verið hefur í vor haft þau áhrif að gróður fer mjög seint af stað þetta árið. Því mæli ekk- ert gegn því að að klippa tré um þessar mundir. „Þetta er bara rétt að komast af stað núna,“ segir Ingvar og bætir við að í raun sé ekkert sem banni að klippa flestallar tegund- ir allan ársins hring. Þó sé jafnan betra að klippa plönturnar þegar þær eru enn í vetrardvala. „Það er alltaf betra að klippa áður en fer að blæða úr sárun- um, en blæðingarnar byrja þegar allt er komið af stað í trjánum. En þetta fer annars allt eftir teg- undum. Sumar þeirra þola vel að vera klipptar á sumrin en aðrar ekki, þannig að það er ekki hægt að nefna einhvern einn tíma sem er best til þess fallinn að klippa.“ Ingvar segir að garðyrkjufyr- irtæki séu enn á fullu að klippa í görðum fólks og verði að því um það bil fram í miðjan maí, þegar þau snúi sér að öðrum verkefn- um. Spurður segir hann að í raun sé ekki hægt að ræða um að tré séu klippt of snemma árs. „Nei, það er ekki svo. Eins og staðan er núna hjá okkur erum við að klára síðustu kúnnana í trjáklippingum og förum svo út í hellulagnir, en yfirleitt eru garð- yrkjumenn að byrja klippingar jafnvel strax í janúar. Nú hefur verið svo mikill snjór að þessi vinna fór seinna af stað, því að það er erfitt að klippa þegar snjór er á trjám.“ thorgils@frettabladid.is Ennþá er óhætt að klippa trjáplöntur Sérfræðingar segja ekki vera of langt liðið á sumar til að klippa garðplöntur. Kuldatíð hefur tafið fyrir plöntuvexti í ár. Hægt er að klippa tré allan ársins hring en betra er að klippa áður en vöxtur er kominn of vel á veg. VORVERKIN Þrátt fyrir að komið sé undir lok apríl er enn ekki of seint að klippa trén í garðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Á vef Garðaþjónustu ÁJ ehf. má finna nokkra fróðleiksmola um klippingar á trjám. Þar segir meðal annars að fyrir utan þá staðreynd að best sé að klippa garða á meðan plönturnar liggja í dvala, auðveldi það líka að átta sig á vaxtarlagi plöntunnar. Þá séu sumarklippingar að færast í vöxt en þær séu nokkurs konar við- haldsklippingar til að viðhalda þeirri lögun sem klippt var eftir um veturinn, sérstaklega eigi þetta við um limgerði. Varðandi skrautrunna, líkt og birkikvist, er ekki mælt með að klippa þá á vorin, heldur frekar síðsumars, eða að hausti. Loks má geta þess að mælst er til þess að rósarunnar séu einungis snyrtir af kunnáttufólki, enda hafi verklag við klippingu rósa mikil áhrif á blómgun þeirra. Heimild: gardathjonusta.is Fróðleiksmolar um trjáklippingu Ef fríska þarf upp á ferðatöskurnar fyrir sumarfríið er gott að skella smá matarsóda í töskuna og hafa hann í henni í einn til tvo daga. Síðan er taskan opnuð, ryksuguð vel og vandlega og allur matarsódinn fjarlægður. Ef geyma á ferðatöskur eða aðrar töskur í langan tíma á milli notkunar er gott að setja smá matar- sóda í töskuna til að koma í veg fyrir vonda lykt. GÓÐ HÚSRÁÐ Vond lykt í töskunum Icepark, sem rekur langtíma- bílastæði við Keflavíkurflugvöll, hækkaði verð á 10 daga stæðum um 45 prósent 15. apríl síðastlið- inn. Verðið var áður 5.010 krónur en var hækkað upp í 7.400 krónur. Félag íslenskra bifreiðaeig- enda (FÍB) sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem hækkanirnar eru sagðar ósvífnar. Þá er bent á að tekjur af bílastæðagjöldum skiptist á milli flugstöðvarinnar og Icepark. Engin önnur bílastæði eru í boði við flugstöðina. Hækkun gjaldskrár á bílastæð- um er um 27 prósent fyrstu sjö dagana, en nærri 50 prósentum frá degi átta og að degi ellefu sagði Hjördór Guðmundsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, í samtali við Vísi í gær. Gjaldskráin hafi ekki verið hækkuð frá árinu 2006. Hjördís sagði að þegar gjaldið hafi verið ákveðið hafi verið miðað við rannsóknir sem sýni að flestir leggi bílum í stæðin í viku til tíu daga. Þá hafi verið tekið mið af því hvað kosti að leggja bíl í Reykja- vík. Til samanburðar má geta þess að 10 daga bílastæði við Kastrup- flugvöll í Danmörku, kostar frá tæpum 10.000 krónum upp í 43.000 krónur, sé pantað á netinu. - sv Bílastæði við Keflavíkurflugvöll hækka verulega: FÍB segir hækkun hjá Icepark ósvífna „Bestu kaupin mín voru þegar ég ákvað að lifa á súpu í tvo mánuði og varði mínum fyrstu og einu ritlaunum í að kaupa Macintosh SE-borðtölvu árið 1989,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar. Sama ár kom út fyrsta ljóðabók Birgittu, Ljósdinglar. Hún var þegar byrjuð að vinna að annarri bók og taldi heillavænlegt að skipta ritvél sinni út fyrir öllu nýtískulegra vinnutæki. „Þetta var vinnutæki til fram- búðar sem sparaði mér marga klukkutíma,“ segir Birgitta sposk og rifjar upp að tölvan hafi enst mjög lengi. Birgitta gaf móður sinni tölvuna í kringum 1995. Hún fékk græjuna til baka nokkrum árum síðar en þá virkuðu engin forrit lengur. Tölvan varð því að stofustássi á heimili Birgittu. „Tölvuskjárinn var jafn stór og póstkort og á hann setti ég litað kort,“ segir hún en bætir við að tölvan hafi endað í Sorpu. Verstu kaupin segir Birgitta vera raf- magnsbor sem sölumaður prangaði inn á hana fyrir fjórum árum. „Ég skil ekki af hverju ég keypti hann því ég bora mjög lítið nema einstaka skrúfur fyrir málverk. Þegar einhver braust inn í geymsluna mína var jólagjöfum til barnanna stolið ásamt born- um. Ég sakna borsins ekki og vona að þjófurinn njóti hans,“ segir Birgitta og bætir við að eftir þetta hafi hún farið til nágrannanna og fengið bora lánaða hjá þeim. „Þetta er alltaf tækifæri til að hitta þá,“ segir hún og mælir með því að fólk gefi þá hluti sem það hættir að nota. NEYTANDINN: BIRGITTA JÓNSDÓTTIR ÞINGKONA Notar gamla tölvu sem stofustáss KEFLAVÍKURVÖLLUR FÍB segir hækkun Icepark ósvífna í ljósi þess að ferða- mannatíð sé að hefjast. MYND/VÍKURFRÉTTIR 1.400 KRÓNUR kostar ferð með almenningsvagni milli Reykjavíkur og Selfoss. Verðið hefur staðið í stað í áratug. Snemma árs 2001 kostaði farið 780 krónur, en sú tala uppreiknuð miðað við vísitölu neysluverðs endar í 1.414 krónum. Dalahringur er nýr og bragðmildur hvítmygluostur. Lögun ostsins gerir það að verkum að hann þroskast hraðar en aðrir sambærilegir mygluostar á markaðnum. Gríptu með þér Dalahring í næstu verslun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.