Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 19

Fréttablaðið - 28.04.2011, Síða 19
FIMMTUDAGUR 28. apríl 2011 19 Réttur eins er skylda annars Það er ekki einkamál búfjáreig-enda, hvort þeir beita fé sínu á annarra lönd. Þetta segir sig sjálft. Réttur hvers manns til óspilltrar náttúru felur í sér skyldu okkar allra til að spilla ekki náttúrunni og ganga ekki hvert á annars rétt og ekki heldur á rétt komandi kyn- slóða. Lausaganga og stjórnarskráin Lausagönguvandinn er trúlega einn brýnasti umhverfisvandi Íslands, að minnsta kosti á landi, og hann tengist vinnu stjórnlaga- ráðs að nýrri stjórnarskrá með tvennum hætti. Í fyrsta lagi eiga afkomendur okkar rétt á því, að við skilum landinu til þeirra í engu lakara horfi en við tókum við því. Við, sem nú erum uppi, höfum engan rétt til að spilla landinu á kostnað komandi kynslóða. Í þessu ljósi þykir mér eðlilegt að telja rétt hvers manns til að njóta óspilltra landgæða til mannréttinda. Ég lýsti því hér fyrir viku, hvernig hægt væri að koma þessari réttar- bót fyrir í mannréttindakafla nýrr- ar stjórnarskrár líkt og stjórnlaga- nefnd mælir með í skýrslu sinni (1. bindi, bls. 80) og hvernig hægt væri að stuðla að því, að rétturinn til óspillts umhverfis væri virtur líkt og önnur mannréttindi. Í annan stað er eignarrétturinn friðhelgur samkvæmt stjórnar- skrá. Bann við lausagöngu felur í sér, að eigendur beri fulla ábyrgð á búfénaði sínum og hrossum og láti annara manna eignir í friði, nema heimild sé fyrir afnotum. Þetta var rætt á Alþingi fyrir röskum 80 árum. Árið 1929 var lagt fyrir Alþingi þingmanna- frumvarp til laga um ágang búfjár, og var þetta fyrsta til- raun 20. aldar til að setja heildar- lög um ágang búfjár. Ekki tókst að ljúka málinu á því þingi, og var frumvarpið lagt aftur fyrir þing- ið óbreytt 1930 og hlaut þá sömu örlög og árið áður. Í frumvarpinu sagði meðal ann- ars: „[g]róður lands er friðhelgur, og er því hver búfjáreigandi skyld- ur að gæta búfjár síns, að það geri ekki öðrum skaða …“ Í athuga- semdum í greinargerð með frum- varpinu segir: „Eignarétturinn er friðhelgur eftir stjórnarskránni. Gróður lands er eign þess, sem landið á eða hefir umráð yfir. Af þessu leiðir, að sérhverjum er óheimilt að beita annars manns land. Verður að binda hann þeirri skyldu …“ Þannig leiða höfundar frumvarpsins af eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar skyldu búfjáreigenda til að varna því, að búfé gangi á annars manns landi. Verður sú túlkun ekki vefengd. Hugsunin er ættuð úr Jónsbók. Engar hliðstæður Lausaganga búfjár á Íslandi á sér ekki hliðstæður, hvorki í útlönd- um né á fyrri tíð hér heima, svo sem dr. Andrés Arnalds, fag- málastjóri hjá Landgræðslu rík- isins, og Sveinbjörn Dagfinnsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í land- búnaðarráðuneytinu, hafa lýst í merkum greinum í Sveitarstjórn- armálum 2005 og Ársriti Skóg- ræktarfélags Íslands 2005. Þeir segja: „ … núverandi lög og reglur gera mun minni kröfur til búfjár- eigenda um vörslu gripa sinna en tíðkaðist fyrr á öldum þegar hin fornu íslensku lög tryggðu ábyrgð búfjáreigenda á fénaði sínum. … Umbætur síðastliðinna ára á lögum og reglum á þessu sviði ganga skammt og staða þess- ara mála er ófullnægjandi gagn- vart þegnum landsins í samfé- lagi nútímans. Samanburður við önnur lönd sýnir að í lögum þjóða sem við berum okkur oft saman við eru eigendur búfjár skyldaðir með almennum reglum til að hafa það í fullri vörslu og bera jafn- framt ábyrgð vegna tjóns af völd- um ágangs. Gildir þá einu hvort um er að ræða akuryrkjuþjóðir, eins og Danmörku þar sem sér- hver búfjáreigandi er skyldaður til að halda sínu búfé á eigin landi, eða lönd þar sem beitarbúskapur er mikill, eins og í Nýja Sjálandi, þar sem lög um þessi mál fjalla fyrst og fremst um handsömun fjár sem sleppa kann úr vörslu.“ Andrés Arnalds og Sveinbjörn Dagfinnsson segja enn fremur: „Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í gagngera endurskoðun á lögum og reglum er varða vörslu búfjár og skyldur búfjáreigenda til að koma í veg fyrir ágang búfjár í annarra manna lönd. Fjölbreytni í búskap vex stöðugt. Kornrækt og skógrækt eru að verða þýðing- armikill þáttur í landbúnaði, en slíkur ræktunarbúskapur krefst þess að land sé friðað fyrir beit. Sífellt fleiri þéttbýlisbúar setjast auk þess að í sveitum … Margir … stunda ræktun gróðurs á jörðum sínum. Vaxandi gremju gætir meðal fjárlausra landeigenda vegna ágangs frá öðrum jörðum, ekki síst í sveitum þar sem fáir eru eftir með sauðfé.“ Alþingi hefur ekki sinnt málinu. Það þarf því að koma til kasta stjórnlaga- ráðs, enda kalla bæði þjóðfundur og stjórnlaganefnd eftir ákvæði um umhverfi í stjórnarskrána. Því kalli þurfum við, í ljósi lag- anna, að hlýða. Í DAG Þorvaldur Gylfason prófessor Lausagönguvandinn er trúlega einn brýn- asti umhverfisvandi Íslands, að minnsta kosti á landi, og hann tengist vinnu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá með tvennum hætti. Nýlega sendu samtökin Vel-bú nokkrum fjölmiðlum tilskrif sem varða aðbúnað og meðferð loð- dýra á Íslandi. Vegna alvarlegra rangfærslna í greininni vill Sam- band íslenskra loðdýrabænda taka eftirfarandi fram: Loðdýrabændur eru ætíð til- búnir að ræða reglur um aðbúnað dýra þeirra og velferð dýranna. Það er hins vegar að okkar mati málefninu ekki til framdráttar þegar menn leggja upp í vegferð með röngum upplýsingum, hvað þá engum upplýsingum. Svo er því miður með tilskrif Vel-bús. Þaðan hefur enginn haft samband við samtök okkar og þannig reynt að kynna sér málið, og sjá við hvaða aðstæður dýrin lifa hér á landi. Því verður Samband íslenskra loð- dýrabænda að óska eftir birtingu á eftirfarandi leiðréttingum. 1. Fullyrðing um að loðdýra- rækt hafi dregist saman í mörg- um löndum Evrópu er röng. Því til sönnunar má benda á að á s.l. 15 árum hefur heimsframleiðsla og þar með eftirspurn og sala grá- vöru nærfellt tvöfaldast. Megin- hluta þessarar aukningar má rekja til landa Evrópu. Að sönnu var framleiðsla lögð niður í Bret- landi en sölutölur á sl. ári yfir sölu pelsvara í því sama landi sýna að aldrei í sögunni hefur eftirspurn verið meiri þar. 2. Fullyrðing um að minkar á Íslandi séu haldnir í mjög litlum búrum stenst einungis ef menn sjálfir – óháð rannsóknarniður- stöðum – gefa sér hvað er stórt og hvað er lítið. Þar sýnist sjálf- sagt sitt hverjum en bændur hér á landi fara eftir þeirri reglugerð sem hér er í gildi og var sett árið 2007. Að gerð þeirrar reglugerðar komu a.m.k. 3 dýralæknar og hún var að sjálfsögðu yfirfarin af lög- fræðingum Landbúnaðarráðuneyt- isins áður en hún var gefin út og ætti þar með að vera öruggt að hún fari ekki í bága við lög. 3. Það er rangt sem fram kemur hjá Vel-búi að minkar hér á landi séu oftast aflífaðir með útblæstri frá vélum. Það gera nokkrir en flestir nota sérstaklega útbúið gas. Báðar aðferðirnar eru samkvæmt Evrópustaðli. Vel–búi láðist hins vegar að geta þess hvernig vél- arnar eru útbúnar, m.t.t. kæling- ar á lofti og hreinsunar, til verks- ins. Fullyrðing um að bannað sé að aflífa dýr með útblæstri véla í Danmörku er hins vegar röng. Það er leyfilegt enda í fullu samræmi við leiðbeinandi reglur frá Evrópu- sambandinu um aflífun dýra. 4. Fullyrðingin um að loðdýra- rækt sé aflögð á Ítalíu er röng. Framleiðsla minkaskinna á Ítalíu er meiri en á Íslandi og fulltrúar samtaka loðdýrabænda þar í landi fullyrða að þar séu engin meiri- háttar vandamál, og nokkur fram- leiðsluaukning hefur orðið þar allra síðustu ár. Hverjir eru þeir mörgu sem bent hafa á að erlendir aðilar hafi áhuga á að hefja framleiðslu minkaskinna á Íslandi vegna þess að hér séu reglur um aðbúnað ekki eins strangar og í öðrum löndum? Og hver eru þessi nokkur lönd þar sem framleiðslan hefur lagst af með auknum kröfum? Það er afar einföld leið til að búa til „sann- leika“ með því að hamra stöð- ugt á sömu hlutunum. Þetta tókst ákveðnum aðilum í Evrópu á síðari hluta þriðja áratugarins og fyrri- hluta þess fjórða. Slíkar fullyrð- ingar voru engum til bóta og til lítils sóma. Hafa skal það sem sannara reynist Loðdýrarækt Björn Halldórsson formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda Fullyrðing um að minkar á Íslandi séu haldnir í mjög litlum búrum stenst ein- ungis ef menn sjálfir – óháð rannsóknar- niðurstöðum – gefa sér hvað er stórt og hvað er lítið. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.