Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 28.04.2011, Qupperneq 22
22 28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR Muniði fyrsta blaðamanna-fund ríkisstjórnarinnar þegar búið var að tilkynna sam- komulag um nýja ráðherraskip- an? Þegar Gylfi og Ragna, fagleg- ir ráðherrar, höfðu verið kölluð inn og mörg okkar trúðu að allt myndi breytast. Þegar hljómur- inn í orðunum „vinstri velferð- arstjórn“ var eins og lóusöngur í eyrum eftir það sem á undan var gengið. Muniði, hvað við vorum örmagna yfir óréttlætinu, ójöfn- uðinum, breytingunum á skatta- kerfinu, afnámi hátekjuskattsins, hvernig allt hafði verið gert til að gera hina ríku ríkari og hina fátæku fátækari. Og þegar allt fór til fjandans axlaði enginn ábyrgð. Svei, sjálfstæðismenn. Það voru því væntingar í loft- inu daginn sem breyta átti Íslandi. Búið að blása til blaðamannafund- ar þar sem kynna átti nýja ríkis- stjórn, nýja fagráðherra, ný kynja- hlutöll, nýtt jafnrétti, allt átti að breytast. En fyrsta breytingin sem kom fram á fundinum hafði ekkert að gera með aukið réttlæti heldur varðaði hún óstundvísi. Það dróst að hefja fundinn á tilsettum tíma fyrir alþjóð í beinni útsend- ingu vegna þess að vinstra fólkið í nýju stjórninni var ekki nægilega stundvíst. Hva? Kann einhver að hugsa. Ekki er það nú neitt til að gera veður út af. Brjálað að gera hjá aumingja vinstra fólkinu eins og allar götur síðan. Og satt er það. En þegar ný ríkisstjórn held- ur sinn fyrsta fund og ætlar sér að marka ný spor og nýjan trú- verðugleika er eins gott að mæta til leiks á réttum tíma. Timing is everything, stendur skrifað. Undanfarið hefur mér oft orðið hugsað til þessa fyrsta blaða- mannafundar, sem kannski gaf tóninn að ómarkvissri framtíð. Ein skýring þess að vinstri vel- ferðarstjórninni undir stjórn Steingríms og Jóhönnu hefur ekki orðið meira ágengt en raun ber vitni, er líklega andvaraleysi og agaleysi sem rekja má til þess að þau eru óvön að fara með völd. Þar komum við hins vegar að einum styrkleika Sjálfstæðisflokksins. Á tuttugu ára ferli í blaðamennsku man ég aldrei eftir að sjallarnir hafi nokkru sinni mætt of seint til eigin blaðamannafundar. Góðir lesendur. Ég er ekki að segja að vinstri velferðar- stjórnin eigi að fara frá, hvorki vegna eigin óstundvísi né ann- arra bresta. Sumt er hún að gera vel auk þess sem blóðslóð sjálf- stæðismanna og algjör iðrunar- skortur í kjölfar hruns er slíkur að halda verður Sjálfstæðisflokkn- um frá völdum lengi enn. En til að næstu þrjú ár fari hjá vinstri vel- ferðarstjórninni ekki í endalaus Icesave-mál, þar sem aðalperón- ur og leikendur mæta aðeins of seint í eigið rifrildi, gæti verið gott að læra af leikreglum þeirra sem voru vanir að stjórna landinu. Ekki hugmyndafræðilega, heldur framkvæmdarlega. Enginn stjórn- málahópur á Íslandi er svo aumur að ekki megi læra eitthvað gott af honum og á hinn bóginn er enginn hópur stjórnmálamanna hafinn yfir gagnrýni. Jóhanna og Stein- grímur: Nú er komið nóg af því að mæta aðeins of seint og babla út í loftið. Nú skal skilið milli aðal- atriða og aukaatriða. Framtíð Íslands er í ykkar höndum eins og þið hafið lengi þráð. Rífið ykkur nú upp á rassgatinu og látið hend- ur standa fram úr ermum! Að rífa sig upp á rassgatinu Stjórnmál Björn Þorláksson rithöfundur og blaðamaður Vegna magnaðrar greinar Karls Ágústs Úlfssonar um „Andlegt gjaldþrot framundan“ langar mig að leiðrétta nokkur atriði sem hann telur að Reykja- víkurborg ætli að framkvæma. 1. Að sameina skóla. JÁ það er alveg rétt. 2. Að fjölga börnum í skólum. NEI. Það á ekki að fjölga börn- um í húsnæði leikskóla, það á ekki að fjölga börnum á leik- skólakennara, það á að hafa eina yfirstjórn yfir tveim leikskólum. Einn leikskólastjóri með 100 börn í stað 50. Fagleg áhætta af því er engin, sem sjá má best á því að menn hafa margsinnis sameinað leikskóla bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu án þess að líðan barna breytist. Hér á landi eru nú leikskólar með allt að 200 börnum og ekki að merkja neitt aðra líðan barna þar en á 30 barna leikskóla. Faglegur og fjárhagslegur ávinningur felst í að það fé sem sparast í yfirstjórn skólanna rennur til skólastarfsins og nýtist þar með börnunum. 3. Að fjölga börnum í skólum. JÁ. Það stendur til að sameina grunnskóla. Markmiðið er að árgangar verði það stórir að þeir standi undir fjölbreyttu náms- framboði sérstaklega í efri bekkj- um, en stærri árgangur þýðir ekki fleiri nemendur í stofu, ekki fleiri nemendur í bekkjum heldur bara í félagsstarfi. 4. Að lækka laun kennara. NEI. Það stendur alls ekki til að lækka laun kennara. 5. Að gefa börnunum næring- arlaust gums að borða. NEI það eru engar áætlanir um að rýra skólamat. Þvert á móti hafa verið tilraunir í gangi með aukið nær- ingargildi og fjölbreytni að mark- miði. 6. Að skera stórlega niður starf- semi bókasafna í skólum. NEI við ætlum ekki að skera niður á bóka- söfnum. Þar er þó sú staðreynd á ferðinni að niðurskurður síðustu tveggja ára rak einstaka skóla til að hagræða í rekstri til að halda kennslumagni og gripu þá sumir skólar til þess að lækka stöðu- gildi annarra en kennara m.a. bókavarða, en það verður ekki til frambúðar. Karl Ágúst segir að lokum:„Ein- hver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkam- legur og andlegur næringarskort- ur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.“ Ég er hjartanlega sammála Karli og hagræðingaráform Bestaflokksins og Samfylkingar- innar í Reykjavík miða eingöngu að því að auka peninga varanlega í umönnun og kennslu. Að færa peninga úr stjórnun til að nota þá sem verkfæri í faglegri baráttu gegn „andlegum næringarskorti“. Auðvitað er þetta gamaldags aðferð. Þetta er bókstaflega elsta trikkið í bókinni, að draga úr stjórnunarkostnaði og nota pen- ingana í að bæta þjónustu. Þetta trikk er að því leyti samt nýtt að það hefur ekki verið mikið notað í opinberum rekstri, hingað til. Ég er samt nokkuð viss um að þeir félagar á Stöðinni hafa sjálfir notað þessa aðferð í sínum rekstri oft, án þess að það hafi komið niður á list þeirra, hvað þá leitt til andlegs næringarskorts. Karl Ágúst og andlegt gjaldþrot? Menntun Stefán Benediktsson arkitekt og sjö barna faðir Jóhanna og Steingrímur: Nú er komið nóg af því að mæta aðeins of seint og babla út í loftið. Nú skal skilið milli aðalatriða og aukaatriða. Enn þegir siðanefnd – ógagnsæið algjört Blaðamenn ganga í kvöld til aðalfundar félags síns, Blaðamannafélags Íslands. Af því tilefni vil ég varpa fram nokkrum atriðum til umhugs- unar, sem öll varða siðanefnd félagsins. Hinn 4. febrúar sl. ritaði ég opið bréf til BÍ þar sem ég ósk- aði svara um vinnubrögð siða- nefndar. Ég hafði kært umfjöllun í fjölmiðli til nefndarinnar, fyrir hönd þess sem taldi á sér brotið. Í framhaldinu var ég sannfærð um að ég yrði kölluð fyrir nefndina, líkt og skýrt er tekið fram í siða- reglum hennar. Aldrei kom það kall. Ég var líka sannfærð um að nefndarmaður, sem hafði fjallað marg- oft m.a. á eigin blogg- síðu um meint svik og pretti kæranda – og síðar var allt hrakið – myndi sjá sóma sinn í að víkja sæti. Það gerðist ekki. En fyrst og fremst var ég sann- færð um að málsmeð- ferð öll yrði gagnsæ. Ekki hvarflaði annað að mér en að ég myndi hafa aðgang að svör- um hins kærða fjöl- miðils, rétt eins og sá fjölmiðill hafði aðgang að öllum atriðum kær- unnar. Þetta reynd- ist hins vegar rangt. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir hef ég ekki feng- ið neinar upplýsingar um á hvaða gögnum frá hinum kærða fjöl- miðli siðanefnd Blaða- mannafélagsins byggði úrskurð sinn. Í kjölfar opna bréfsins, sem birtist í Fréttablaðinu, fékk ég svar frá stjórn Blaðamanna- félagsins hinn 26. febrúar sl. Í svarinu, sem undirritað var af Hjálmari Jónssyni formanni, fyrir hönd stjórnar, kemur fram að siðanefnd sé kjörin á aðal- fundi, hún starfi sjálfstætt og lúti ekki boðvaldi stjórnar með einum eða öðrum hætti. Í svarinu segir: „Enginn vafi er á að nefnd- in sinnir starfi sínu af kostgæfni og fagmennsku í hvívetna. Telj- ir þú að eitthvað megi betur fara í starfi, starfsreglum eða siða- reglum félagsins er aðalfundur félagsins eðlilegasti vettvangur- inn til þess að koma þeim athuga- semdum á framfæri.“ „Það tíðkast ekki …“ Þar sem lögð var áhersla á sjálf- stæði siðanefndar í svarinu ósk- aði ég eftir að siðanefndin tæki sjálf afstöðu til þeirra efnis- atriða, sem fram komu í grein minni. Mér fannst það á allan hátt eðlilegra en að benda þeim, sem athugasemdir hafa við störf nefndarinnar, á að mæta á aðal- fund félagsins. Í tölvupósti til siðanefndar 28. febrúar sl. ítrek- aði ég því spurningar mínar um málsmeðferðina, um leið og ég spurði siðanefndina sjálfa hvort hún teldi ekki mikilvægt að vinnubrögð hennar og ákvarðan- ir uppfylltu kröfur um gagnsæi og opna starfshætti. Mánuði síðar, 28. mars, ítrek- aði ég erindið til siðanefndar, enda þótti mér þögnin orðin ærandi. Ég fékk svar degi síðar, frá formanni BÍ fyrir hönd siða- nefndar og þótti mér þá fara lítið fyrir algjöru sjálfstæði nefndar- innar. Formaðurinn skrifaði að hann hefði verið beðinn að koma eftirfarandi á framfæri: „Það tíðkast ekki hjá þessari siðanefnd frekar en fyrri siðanefndum að svara spurningum er lúta að úrskurðum nefndarinnar, enda eru þeir endanlegir samkvæmt siðareglum BÍ.“ Sama dag, 29. mars, sendi ég svarbréf og ítrekaði að spurning- ar mínar lytu í engu að efnislegri niðurstöðu nefndarinnar, heldur eingöngu að verkreglum hennar og vinnubrögðum. Í bréfinu rit- aði ég: „Er það svo, að siða- nefndin vilji ekki svara hver afstaða hennar er til þess skýra ákvæðis í starfsreglum að hún skuli kalla málsaðila fyrir? Er það svo, að siða- nefndin vilji ekki upplýsa hver afstaða hennar er til hæfis nefndarmanna? Og vill siðanefnd- in í engu svara því hvort eðlilegt sé að sá málsaðili sem kærir fái ekki að vita hverju hinn kærði svarar, sem hlýtur þó að vera ein af forsendum úrskurðar? Að lokum: Ef þetta er afstaða siðanefnd- ar Blaðamannafélags Íslands, þá óska ég eftir að fá það svar skriflegt frá siða- nefndinni sjálfri.“ Ekkert svar hefur borist. Eru vinnubrögðin blaðamönnum að skapi? Mér þykir þetta mál umhugs- unarvert fyrir blaðamenn. Eru þeir sáttir við þau vinnubrögð, sem siðanefndin hefur tamið sér? Uppfylla vinnubrögð nefnd- arinnar kröfur blaðamanna um gagnsæi og opna starfshætti? Eru þeir sáttir við að nefndin skuli ekki leggja öll spil á borðið og sýna skýrt hvernig hún vinnur úr þeim málum sem henni ber- ast? Nú liggur fyrir að í kvöld verður kosið til formanns Blaða- mannafélags Íslands. Eru fram- bjóðendurnir sáttir við þessa birtingarmynd ógagnsæis og leyndarhyggju? Í síðasta hefti Blaðamannsins, félagstíðinda BÍ, er sagt af við- brögðum BÍ við skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis. Þar er m.a. skrifað á þá leið, að hér þurfi að vera lagaumhverfi, sem geri fjölmiðlum kleift að sinna hlut- verki sínu í lýðræðisríki. Svo segir: „Fjölmiðlamönnum ber að sama skapi að líta sér nær og veita sjálfum sér faglegt eftirlit með sínum eigin reglum, siða- reglum, vegvísi að faglegum vinnubrögðum.“ Fjölmiðlar Ragnhildur Sverrisdóttir talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar og félagi nr. 128 í Blaðamannafélagi Íslands Þrátt fyrir ít- rekaðar óskir hef ég ekki fengið neinar upplýsingar um á hvaða gögnum frá hinum kærða fjölmiðli siðanefnd Blaðamanna- félagsins byggði úr- skurð sinn. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Fyrstur kemur fyrstur fær Fyrstur kemur - Fyrstur fær hefst föstudaginn 29. apríl n.k. Skrifstofan opnar kl. 8:1529. APRÍL Efling-stéttarfélag, Sætúni 1, 105 Reykjavík, sími 510 7500, efling@efling.is, www.efling.is Sumar 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.