Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 35

Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 35
FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 2011 ÆTLAR ÞÚ Í HÁSKÓLA Í HAUST? Umsóknarfrestur um grunnnám á háskólaárinu 2011–2012 er til 5. júní. Móttaka rafrænna umsókna er hafin á www.hi.is YFIR 400 NÁMSLEIÐIR Í BOÐI Í HÁSKÓLA ÍSLANDS PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 11 06 NÁMIÐ Á ÓTRÚLEGA VEL VIÐ MIG SIGRÍÐUR REGÍNA SIGUR ÞÓRSDÓTTIR, BANEMI Í KVIKMYNDAFRÆÐI Hvers vegna valdirðu HÍ og þitt nám? „Ég hef mikinn áhuga á öllu sem er á Hugvísinda- sviði og mér finnst kvik- myndafræðin sameina ólíkar greinar sviðsins. Það kemur allt inn í kvik- myndir. Ég ákvað að prófa kvikmyndafræðina og mér finnst hún ótrúlega skemmtileg.“ Hvað er það besta við námið? „Þetta er svo skemmtilegt efni sem ég er að lesa og ég finn að námið á ótrúlega vel við mig. Mér finnst gaman að lesa um kenningarnar og fræðin á bak við greinina. Þetta vekur svo mikinn áhuga og þá gengur manni betur.“ Hvernig hyggstu nýta námið? „Ég ætla að taka tvær BA-gráður og ég er að reyna að ákveða hvaða gráðu ég tek með kvik- myndafræðinni. Það er erfitt að segja hvað ég geri nákvæmlega við kvikmyndafræði en ég hugsa að úr því að ég get lært það í Háskólanum hljóti ég að geta gert eitthvað við það.“ Góð menntun í HÍ og gott umhverfi til menntunar FJÖLBREYTT NÁM OG NÝTIST VEL STEFÁN ÁRNI JÓNSSON, BS NEMI Í SÁLFRÆÐI Hvers vegna valdirðu HÍ og þitt nám? „Ég valdi HÍ vegna þess að ég tel að það sé besti kosturinn til þess að fá góða menntun og gott um- hverfi til menntunar. Ég valdi sálfræði því ég hef áhuga á henni. Þetta er fjölbreytt nám og ég tel að það muni nýtast mér vel hvað sem ég geri í fram- tíðinni.“ Hvað er það besta við námið? „Í sálfræðinni er sterkur aðferðafræðileg- ur grunnur og sterkur grunnur í rannsóknum. Það er líka góður almennur grunnur til þess að byggja á.“ Hvernig hyggstu nýta námið? „Ég held að námið nýtist mér á ólíkan hátt, allt eftir því hvað ég ákveð að læra frekar. Ef ég ákveð að bæta við viðskiptafræði og fara þá í stjórnun eða í vinnusálfræði, klíníska sálfræði, markaðsfræði eða auglýsingasálfræði þá sé ég fyrir mér að þetta verði mjög góður grunnur.“ ÁKVEÐINN SVEIGJANLEIKI Í NÁMINU UNNUR ÝR KONRÁÐSDÓTTIR, BSNEMI Í VIÐSKIPTAFRÆÐI Hvers vegna valdirðu HÍ og þitt nám? „Ég eignaðist barn og hafði ekki hugmynd um hvað mig langaði að læra. Ég hugsaði að það væri sniðugt að fara í viðskiptafræði því námið gæti fært mér vinnu með hentugum vinnutíma með tilliti til fjölskyldunnar. Ég valdi HÍ vegna þess að mér leist mjög vel á við- skiptafræðina innan skólans.“ Hvað er það besta við námið? „Það er ákveðinn sveigjanleiki í náminu. Ég tók mér hlé frá námi vegna barneigna en næ samt að klára á réttum tíma vegna þess að ég tók námskeið yfir sumartímann. Mér fannst því þægilegt að geta stillt námið eftir mínum högum.“ Hvernig hyggstu nýta námið? „Ég er þegar búin að sækja um meistaranám og stefni á annað- hvort mannauðsstjórnun eða opinbera stjórnsýslu með áherslu á mannauðsstjórnun. Það kemur í ljós hvar ég fæ inni.“ ALDREI NEITT ANNAÐ EN HÍ KOM TIL GREINA SIGURÐUR THORLACIUS, BSNEMI Í UMHVERFIS OG BYGGINGAVERKFRÆÐI Hvers vegna valdirðu HÍ og þitt nám? „Það var aldrei neitt annað en HÍ sem kom til greina, fannst mér, og ég valdi þetta nám því ég hef áhuga á umhverfismálum og ég held að ég geti gert eitthvað í því ef ég klára meistaranám í umhverfis- verkfræði.“ Hvað er það besta við námið? „Það er allt frábært við það. Ég hef mikinn áhuga á þessu og finnst gaman að læra flókna stærð- fræði og eðlisfræði. Þetta er mjög spennandi og mér hefur gengið vel.“ Hvernig hyggstu nýta námið? „Ég er að læra fullkominn grunn fyrir alls kyns nám og ég held ég verði betur undirbúinn fyrir flest sem gæti vakið áhuga minn. Námið mun líka nýtast í atvinnulífinu. Ef ég vildi t.d. starfa á verkfræðistofu þá nýtist reynslan og námið hér mjög vel og það sama má segja um annan starfs- vettvang.“ NÁMIÐ ER SKEMMTILEGT GUÐRÚN DÓRA ÞÓRUDÓTTIR, BANEMI Í ÞROSKAÞJÁLFUN Hvers vegna valdirðu HÍ og þitt nám? „Mamma mín er þroska- þjálfi og svo hef ég verið að vinna við það síðastliðin sjö ár. Það lá því bein braut í námið.“ Hvað er það besta við námið? „Námið er skemmtilegt og maður sér mjög vel hvern- ig maður getur notað það í framtíðinni. Ég reikna með því að vinna áfram sem þroskaþjálfi.“ Hvernig hyggstu nýta námið? „Ég hugsa að ég vinni í ár að loknu námi og svo reikna ég með að ég skelli mér í meistaranám.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.