Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 54

Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 54
38 28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR BEÐIÐ EFTIR BRÚÐKAUPINU Sif Sigmarsdóttir Rómantískir veðbankar Daginn eftir að tilkynnt var um trúlofun Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton 16. nóvember síðastliðinn settist Lundúna- biskupinn Pete Broadbent við tölvuna sína og loggaði sig inn á Facebook. Hann smellti á „status“ takkann og tók að pikka á lyklaborðið. Úr varð fyrsti stórskandallinn tengdur konunglega brúðkaupinu sem fram fer í Westminster Abbey á morgun. Eftir að hafa hispurslaust lýst skoðunum sínum á konungsfjölskyldunni fyrir heimsbyggð- inni gegnum Facebook spáði biskup hjónabandi skötuhjúanna aðeins sjö ára endingartíma. Fyrir tilgátu sína uppskar hann svo víðtæka fordæm- ingu að hann neyddist til að segja sig frá skyldum sínum. Í ljósi dræms hjónabandsárangurs bresku kon- ungsfjölskyldunnar í seinni tíð er skrýtið að orð Pete biskups hafi valdið usla. Meira að segja brúð- hjónin sjálf virðast óttast skilnað. Erkibiskup Kantaraborgar, Dr. Rowan Williams, sem gefa mun hjónakornin saman segir þau Vilhjálm og Kate hafa rætt við sig um áhyggjur sínar af líf- tíma hjónabandsins. Þau telji að krafan um að þau lifi fyrir opnum tjöldum eins og konungsfjölskyld- unni sæmir geti átt þátt í að stytta hann í annan endann. Áhyggjur þeirra eru ekki úr lausu lofti gripnar. Skipbrot hjónabandsins Í gagnorðri yfirlýsingu vorið 1978 tilkynnti Mar- grét prinsessa heitin, yngri systir Elísabetar Englandsdrottningar, um lok hjónabands síns og Snowdon lávarðar. Brúðkaup þeirra árið 1960 hafði verið fyrsta brúðkaupið innan bresku kon- ungsfjölskyldunnar sem sýnt var í sjónvarpi. Endalok hjónabands prinsessunnar þóttu áfall. Fram að skilnaði Margrétar hafði enginn meðlim- ur konungsfjölskyldunnar slitið samvistir síðan Hinrik VIII lét ógilda hjónaband sitt við fjórðu konu sína, Anne af Cleves, árið 1540. Það var svo árið 1992 sem hjónabönd Windsor ættarinnar biðu skipbrot. Það herrans ár skildu Karl Bretaprins og Díana prinsessa að borði og sæng, samband Andrews hertoga af York, bróður Karls, og Söru Ferguson fjaraði út og Anna prins- essa, systir þeirra, skildi við mann sinn Mark Phillips. Aðeins eitt barna Elísabetar Englands- drottningar er ekki fráskilið, Játvarður jarl af Wessex. Best fyrir 2020 Ekki er því að undra að um leið og fregnir bárust af bónorði Vilhjálms hafi hugmyndir um skilnað farið á kreik. Í breskum veðbönkum er nú meira að segja hægt að veðja um hve lengi hjónaband Vilhjálms og Kate muni vara. Líkurnar á að þau verði skilin fyrir árið 2020 eru einn á móti átta. Rómantíkin virðist sem sé svífa yfir vötnum í veðmálabransanum; andstætt mati Pete biskups og þvert á fordæmi sögunnar spáir hann hjóna- bandi Vilhjálms og Kate langlífi. Vonum að veð- bankarnir hafi á réttu að standa. MUN ÁSTIN ENDAST? Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton ganga upp að altarinu á morgun. Mikill áhugi er fyrir brúðkaupinu um allan heim. Bæði RÚV og Stöð 2 sýna beint frá athöfninni á morgun. NORDICPHOTOS/GETTY „Við Felix [Bergsson] erum byrjað- ir að bóka, það verða ýmsar kemp- ur í þessum þáttum sem hafa ekki verið áður,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Upptökur á sjöundu seríunni af Popppunkti hefjast 18. maí en þættirnir fara í loftið hinn 28. maí. Þessi spurningakeppni íslenskra poppara hefur notið mikilla vin- sælda, meira en hundrað þættir hafa verið framleiddir og það verð- ur enginn hörgull á stórstjörnum í þessari þáttaröð. Meðal þeirra sem taka þátt eru reynsluboltarn- ir í Mezzoforte en Gunnar tekur skýrt fram að þar sé um upphaf- lega liðsskipan að ræða. Þá hyggj- ast þungarokkarnir í Skálmöld og blússveitin Klassart láta ljós sitt skína, sem og Todmobile, en sú sveit skartar nú nýjum Eyþóri í broddi fylkingar, Eyþóri Inga sem sigraði bæði í Ladda-eftir- hermukeppninni og Bandinu hans Bubba. Ekki má heldur gleyma Stjórninni, hljómsveitinni Valdi- mar, Melchior og leikkvennahljóm- sveitinni Heimilistónum. Stóru tíðindin eru hins vegar þau að Greifarnir ætla að láta reyna á þekkingu sína og verður forvitnilegt að sjá þegar Felix og hljómsveitin endurnýja kynnin. Felix var sem kunnugt er söngv- ari sveitarinnar á velmektarárum hennar. „Hlutleysi spyrils verður ekkert hægt að draga í efa, Greif- arnir eru fyrir löngu búnir að losa sig við Felix og svo ræður hann engu í þáttunum,“ segir Dr. Gunni. - fgg Felix og Greifarnir saman á ný ENDURNÝJA KYNNIN Felix Bergsson og Greifarnir endurnýja kynnin í nýjustu Popp- punktsseríunni, Felix verður þó spyrill eftir sem áður. Dómarinn og spurningahöf- undurinn Dr. Gunni segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af hlutleysi spyrilsins; hann ráði hvort eð er engu í þáttunum. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS -M.D.M., BIOFILMAN GLERAUGU SELD SÉR MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D THOR 3D KL. 6 - 9 12 HANNA KL. 8 - 10.20 16 RIO 2D ENSKT TAL KL. 5.50 L KURTEIST FÓLK KL. 8 - 10.10 L RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL 5.50 L OKKAR EIGIN OSLÓ KL. 5.45 - 8 - 10.10 L THOR 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 THOR 3D Í LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SCREAM 4 KL. 5.40 - 8 - 10.20 16 HANNA KL. 8 - 10.25 16 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL 3.30 - 5.45 L RIO 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 - 5.45 L RIO 3D ENSKT TAL ÓTEXTUÐ KL. 3.30 L YOUR HIGHNESS KL. 8 16 HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 3.30 L LIMITLESS KL. 10.20 14 THOR 3D KL. 8 - 10.15* KRAFTSÝNING 16 SEASON OF THE WITCH KL. 8 16 HANNA KL. 10 16 RIO 3D ÍSLENSKT TAL KL. 6 L HOPP ÍSLENSKT TAL KL. 6 L THOR 5, 7.30 og 10 POWER RIO - ISL TAL 3D 6 YOUR HIGHNESS 8 og 10 HOPP - ISL TAL 6 KURTEIST FÓLK 8 NO STRINGS ATTACHED 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar POWE RSÝNI NG KL. 10 www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar isoibMASwww .. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI  - EMPIRE BOXOFFICE MAGAZINE  HÖRKUSPENNANDI ÞRILLER MEÐ MATTHEW MCCONAUGHEY, WILLIAM H. MACY, MARISA TOMEI OG RYAN PHILLIPE ÁLFABAKKA EGILSHÖLL 16 L L 7 7 7 7 12 12 12 12 12 12 12 12 V I P KRINGLUNNI L L L L 12 12 AKUREYRI THOR kl. 5:30 - 8 - 10:30 ARTHUR kl. 5:40 - 8 - 10:20 ARTHUR Luxus VIP kl. 5:40 - 8 - 10:30 DREKA BANAR M/ ísl. Tali kl. 6 CHALET GIRL kl. 5:50 - 8 - 10:20 SOURCE CODE kl. 8 - 10:30 SUCKER PUNCH kl. 5:50 UNKNOWN kl. 8 - 10:30 THE LINCOLN LAWYER kl. 5:30 - 8 - 10 ARTHUR kl. 8 - 10:20 RED RIDING HOOD kl. 8 - 10:20 DREKABANAR KL. 6 BARNEY´S VERSION Númeruð sæti kl. 5:30 THE LINCOLN LAWYER kl. 8 - 10:20 ARTHUR kl. 8 - 10:20 THOR kl. 5.20 - 8 - 10.40 LINCOLN LAWYERkl. 5.20 - 8 - 10.40 ARTHUR kl. 8 - 10.30 RIO 3D M/ ísl. Tali kl. 5.40 SOURCE CODE kl. 5.40 CHALET GIRL kl. 8 RED RIDING HOODkl. 10.20 SELFOSS THOR kl. 8 - 10:30 THE ADJUSTMENT BUREAU kl. 8 SOURCE CODE kl. 10:30 12 12 10 t g þðu ér miða ágyr isoibMAS.www . POWERSÝNING POWERSÝNING 10.30 Í ÁLFABAKKA Í SAMBÍÓIN KRINGLUNNI BARA GÓÐAR MYNDIR www.bioparadis.is BOY A WOMAN, A GUN AND A NOODLE SHOP BLUE VALENTINE FOUR LIONS ÞÖGLAR MYNDIR: THE WIND 18:00, 20:00, 22:00 18:00, 20:00, 22:00 17:50, 20:00, 22:10 18:00, 22:10 20:00 MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS BAR & CAFÉ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.