Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 56

Fréttablaðið - 28.04.2011, Page 56
28. apríl 2011 FIMMTUDAGUR40 sport@frettabladid.is 1. ??? 2. ??? 3. ??? 4. ??? 5. ??? 6. ??? 7. ??? 8. ??? 9. Grindavík 35 stig 10. Víkingur 34 stig 11. Stjarnan 33 stig 12. Þór Akureyri 12 stig Spá Frétta blaðsins fyrir sumarið 2011 í Pepsi deild karla ÁGÚST BJÖRGVINSSON hefur skrifað undir samning við Valsmenn um að þjálfa kvennalið félagsins og koma að barna- og unglingastarfi félagsins. Hann snýr því aftur heim til Vals eftir átta ára fjarveru þar sem hann þjálfaði á þrettán ára tímabili nær alla flokka félagsins. Ágúst tekur við af Yngva Gunnlaugssyni sem kom stelpunum aftur upp í efstu deild í vetur en ætlar nú að einbeita sér að karlaliði félagsins. Lykilmenn liðanna Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík Það mun mikið mæða á Ólafi Erni í sumar, bæði í hlutverki þjálfarans sem og að binda saman varnarleik liðsins inn á vellinum en Ólafur verður algjör lykilmaður í miðri vörninni. Helgi Sigurðsson, Víkingi Mun spila aftur með Víkingi í efstu deild eftir 19 ára fjarveru og átti mikinn þátt í því að liðið komst upp í fyrra. Liðið mun áfram treysta á mörk frá þessum mikla markaskorara sem er jafnframt aðalleiðtogi liðsins. Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni Var aðalmaðurinn í sóknarleik Stjörn- unnar síðasta sumar og jafnramt aðalstjarnan í gleðileik liðsins. Það mun ekki breytast í sumar en mörkunum og gleðileikjunum gæti þó fækkað. Atli Sigurjónsson, Þór Akureyri Er ekki orðinn þekkt nafn í íslenskum fótbolta en það gæti breyst fljótt í sumar haldi hann áfram að skora og leggja upp mörk fyrir Þórsliðið eins og hann gerði síðasta sumar. Gunnar Már og David Disztl mun treysta á sendingar frá Atla. X-faktorinn Gilles og Grétar farnir frá Grindavík Grindvíkingar eru búnir að missa tvo aðal- markaskorara sína í Gilles Ondo, markakóng deildarinnar síðasta sumar, og Grétar Hjartarson, markahæsta leikmann félagsins frá upphafi. Það þarf því einhver annar að skora mörkin í sumar. Björgólfur Takefusa, Víkingi Björgólfur hefur verið einn aðalmarkaskorari deildarinnar undanfarin ár og getur með reynslu sinni og marksækni hjálpað nýliðunum að festa sæti sitt í deildinni. Það verður fróðlegt að fylgjast með samvinnu hans og Helga Sig. en þeir hafa skorað saman 137 mörk í efstu deild. Garðar Jóhannsson, Stjörnunni Garðar stoppaði stutt í Garðabænum síðasta sumar en nú mun sóknarleikur liðsins snúast mikið um hans frammistöðu. Garðar á enn eftir að eiga eitt alvöru markasumar í úrvalsdeildinni hér heima en eitt slíkt myndi breyta miklu fyrir Stjörnuna. Gunnar Már Guðmundsson, Þór Akureyri Gunnar Már náði ekki að vinna sér fast sæti í byrjunarliði FH í fyrra en skoraði engu að síður miklvæg mörk. Nú ætti hann að vera kominn í hlutverk sem hann þekkir frá dögum sínum sem Herra Fjölnir og reynsla hans og fjölhæfni munu koma sér vel fyrir nýliðana. FÓTBOLTI Það stefnir í spennandi fallbaráttu í Pepsi-deildinni ef marka má spá íþróttablaða- manna Fréttablaðsins. Nýlið- ar Þórsara fengu reyndar langfæst stigin í spánni enda með reynslulaust lið og óþekkta leikmenn í flestum stöðum en það munaði bara tveimur stig- um á liðunum í níunda til ell- efta sæti. Samkvæmt spá Frétta- blaðsins mun ekki miklu muna á liðum Grindavíkur, Víkings og Stjörnunnar í sumar en það eru þó Garðbæingar sem þurfa að sætta sig við að falla úr deildinni í haust. Fréttablaðið spáir því að Grindavík verði í 9. sæti og hækki sig um eitt sæti frá því í fyrra. Grindvíkingar voru ein af vonbirgðum síðasta sumars enda í fallbaráttu allt sumarið þrátt fyrir að vera með góðan mann- skap. Ólafur Örn Bjarnason tók við liðinu í júní og undir hans stjórn batnaði leikur liðsins og þá ekki síst með tilkomu hans í vörnina og að Orri Freyr Hjalta- lín kom inn á miðjuna. Einn af fáum ljósum punktum sumarsins var frammistaða Gilles Ondo sem tryggði sér gullskóinn með því að skora 14 af 28 mörkum liðsins. Gilles er nú farinn frá liðinu og það gæti orðið erfitt fyrir liðið að fylla í hans skarð í framlínunni. Fréttablaðið spáir því að nýlið- ar Víkinga nái 10. sæti og bjargi sér frá falli. Víkingar voru stór- tækir á leikmannamarkaðnum og yfirlýsingaglaðir í framhald- inu. Óvænt þjálfaraskipti í mars og svo slakt gengi á undirbún- ingstímabilinu hefur örugglega dregið aðeins úr bjartsýninni í Stjörnugrófinni. Andri Marteins- son, fyrrum þjálfari Hauka, tók við liðinu af Leifi Garðarssyni og mun reyna að forðast það að falla úr deildinni annað árið í röð. Vík- ingar hafa verið jó-jó lið síðan þeir féllu 1993, tveimur árum eftir að þeir urðu Íslandsmeistar- ar og forgangsatriðið er að festa liðið í deildinni. Fréttablaðið spáir að Stjörnu- menn endi í 11. sæti og falli úr deildinni í haust. Stjörnumenn fá í fyrsta sinn í sögu félagsins tækifæri til að spila sitt þriðja ár í deildinni en ólíkt síðustu sumrum þá þurfa þeir að spila án Steinþórs Freys Þorsteinssonar sem var aðalmaðurinn í hröðum upphlaup- um liðsins undanfarin tvö tíma- bil. Tölfræðin sýnir líka mikil- vægi hans, 1,5 stig og 2,2 mörk í leik með hann í byrjunarliðinu en aðeins 0,7 stig og 1,5 mörk í leik án hans. Steinþór og Stjörnuliðið komu eins og stormsveipur inn í deildina tvö síðustu sumur og það mun því reyna á Bjarna Jóhanns- son þjálfara að leysa fjarveru Steinþórs í sumar. Það verður samt hægt að treysta á að leik- gleðin og samheldnin verði áfram aðall liðsins en það mun líka skipta máli hvernig markverðin- um Ingvari Jónssyni reiðir af á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en hann mun leysa af Bjarna Þórð Hall- dórsson sem fór aftur í Fylki. Fréttablaðið spáir að nýliðar Þórs frá Akur- eyri endi í 12. og síðasta sætinu. Akureyri á nú lið í úrvalsdeild karla í fyrsta sinn síðan 2004 en það er alveg óhætt að segja að Þórsliðið sé nánast óþekkt stærð þegar það mætir til leiks í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í níu ár. Þórsarar hafa byggt upp sitt lið og koma upp í deildina á eigin forsendum en það mun koma sér vel að fá reynslubolta eins og Gunnar Már Guðmundsson með sér í barátt- una. Páll Viðar Gíslason tók við Þórsliðinu á miðju síðasta tíma- bili þegar Lárus Orri Sigurðsson hætti, stóðst prófið og kom liðinu upp. Nú bíður hans og ungs liðs hans mikil prófraun í hópi þeirra bestu. Fyrsti leikurinn (Víkingur í 1. umferð) og fyrsti heimaleikur- inn (Stjarnan í 3. umferð) ættu að vera frábært tækifæri fyrir liðið að komast vel af stað og oftar en ekki nýtist það liðum ágætlega að vera spáð júmbósætinu fyrir mót. Þetta er fyrsta umfjöllun Fréttablaðsins af þremur en næst verður farið yfir þau fjögur lið sem munu verða um miðja deild í sumar. Að lokum verður síðan hugað að liðunum fjórum sem verða í titilbaráttunni í sumar. ooj@frettabladid.is Stjarnan og Þór munu falla í haust Fréttablaðið spáir fyrir um gang mála í Pepsi-deild karla sem hefst eftir aðeins þrjá daga. Í dag skoðum við fallbaráttuna þar sem við spáum að muni berjast Grindavík, Víkingur, Stjarnan og Þór Akureyri. ÞESSARA VERÐUR SAKNAÐ Í SUMAR Gilles Ondo, markakóngur Pepsi-deildar karla 2010, og Steinþór Freyr Þorsteinsson eru farnir úr deildinni og Grindavík og Stjarnan þurfa að leysa fjarveru þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM OG ANTON HANDBOLTI Akureyringurinn Guð- mundur Hólmar Helgason verður með í öðrum úrslitaleiknum á móti FH í Kaplakrika á morgun þrátt fyrir að hafa fengið rautt spjald á lokasekúndunum í fyrsta leiknum. Dómarar leiksins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, slepptu því að senda inn agaskýrslu og því var ekki hægt að dæma Guðmund Hólmar í leikbann. Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, sagði í viðtali á Vísi í gær að hann væri ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna að senda ekki inn skýrslu. „Þeir telja að rauða spjaldið hafi ekki átt sér stað fyrr en í fjórða skrefi eða eftir leyfilegan skrefafjölda. Fyrst leikmaðurinn var kominn úr færinu á meðan allt var löglegt, innan gæsalappa, kalli atvikið ekki á skýrslu. Ég met þá skýringu og túlkun þeirra en er aftur á móti ekki eins sannfærður og þeir,“ sagði Guðjón en hann mun senda atvikið til handknattleikssambands Evrópu, EHF, og fá úr því skorið hvort þetta sé rétt mat hjá Antoni og Hlyni. Það mun aftur á móti ekki hafa nein áhrif á málið. - óój, hbg Guðmundur Hólmar: Fer ekki í bann GUÐMUNDUR HÓLMAR Mætir í Kaplakrika á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn- sen átti flottan leik með Ful- ham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið vann 3-0 heimasigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í Bolton. Eiður fékk tvö frábær færi til að skora í fyrri hálfleik og lagði síðan upp annað mark Fulham í upphafi seinni hálfleiks. Eiður Smári hefur verið í byrj- unarliði Fulham í síðustu tveimur leikjum og hefur staðið sig vel í þeim báðum en það hefur bara vantað að hann skoraði fyrsta markið fyrir félagið. Grétar Rafn Steinsson meidd- ist á hné í seinni hálfleik og þurfti að fara meiddur af velli á 67. mínútu. Clint Dempsey skor- aði tvö fyrstu mörk Fulham og Norðmaðurinn Brede Hangeland skoraði síðan þriðja markið með skalla á 65. mínútu eftir auka- spyrnu frá Danny Murphy. Eiður Smári átti mikinn þátt í seinna marki Dempsey á 48. mínútu. Eiður plataði þá vörn Bolton með laglegri hælspyrnu eftir stutta hornspyrnu og boltinn fór til Dempsey sem kom boltanum yfir línuna. - óój Eiður Smári með Fulham: Lagði upp mark í flottum sigri EIÐUR OG HANGELAND Fagna hér þriðja marki Fulham. MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það lítur allt út fyrir að það verði Barcelona og Manchester United sem spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley eftir rúman mánuð. Bæði liðin fóru heim með 2-0 forskot eftir fyrri leikinn, United vann Schalke í fyrra- kvöld og Barcelona vann síðan 2-0 sigur á erkifjendum sínum á Santiago Bernabéu í gær. Argentínumaðurinn Lionel Messi sýndi snilli sína með tveimur mörkum á síðustu fjórtán mínútum leiksins og sá til þess að leiksins verður ekki minnst fyrir farsans í fyrri hálfleik þegar leikmenn liðanna ein- beittu sér meira að því skapa illindi en að spila fótbolta. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi „uppþot“ leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Brace- lona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látun- um í hálfleiknum og Barcelona var því vara- markvarðarlaust í seinni hálfleik. Leikurinn breyttist á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir brot á Daniel Alves en dómurinn var mjög harður og í kjöl- farið var Jose Mourinho rekinn upp í stúku. Messi skoraði síðan mörkin sína á 76. og 87. mínútu, fyrst af stuttu færi eftir sendingu frá varamanninum Ibrahim Afellay en svo eftir að hafa labbað í gegnum vörn Real. Messi skoraði þarna sitt ellefta mark í ellefu leikjum í Meistaraadeildinnwi á tímabilinu og sitt 52. mark í 50 leikjum í öllum keppnum á leiktíð- inni. - óój Barcelona vann 2-0 sigur á Real Madrid í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í gærkvöldi: Messi sá um Mourinho og læriveina hans LIONEL MESSI Besti knattspyrnumaður heims fagnar tvennu sinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.