Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 2
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR2
Kristín, truflaði jafnréttis-
baráttan leitina?
„Það er jafn rétt skýring og hver
önnur.“
Kristín Ástgeirsdóttir varð sextug á dög-
unum og segir í viðtali við Fréttablaðið
að hún hafi ekki enn fundið þann rétta,
en hún er ógift og barnlaus.
SKIPULAGSMÁL Samkvæmt tillögu
embættis skipulagsstjóra Reykja-
víkur gæti Félag múslima fengið
byggingarlóð austast í Sogamýri.
Skipulagsráð hefur sent tillögu um
tilbeiðsluhús á lóðinni til umsagnar
hjá hverfisráðinu, umhverfisráði og
Skipulagsstofnun.
Sjálfstæðismenn sátu hjá í skipu-
lagsráðinu og sögðu margar aðrar
lóðir henta betur fyrir tilbeiðslu-
hús. Vegna staðsetningarinnar
yrðu byggingar á Sogamýrarlóð-
inni að vera í mjög háum gæða-
flokki „enda er lega lóðarinnar
þannig að hús á henni munu sjálf-
krafa verða kennileiti í borginni,“
bókuðu þeir.
Fulltrúar meirihlutans í skipu-
lagsráði sögðu undirbúninginn
vandaðan og hafa staðið í mörg ár.
Páll Hjaltason, varaformaður
ráðsins, ítrekar að þótt hugmyndin
með Sogamýrarlóðinni sé að efna
gamalt loforð við Félag múslima
sé lóðin ekki formlega skilgreind
félaginu til handa. Þá segist hann
ekki deila áhyggjum sjálfstæðis-
manna af þeim svip sem tilbeiðslu-
hús á þessum stað muni setja á
umhverfið. Til dæmis sé áætlað
að hús múslima verði lágreist og
aðeins um 400 fermetrar. „Lóðin
er í laut þannig að hús þar verður
naumast mikið kennileiti.“ - gar
Meirihluti skipulagsráðs kveðst hafa bestu lausnina en sjálfstæðismenn ósáttir:
Ætla múslimum lóð í Sogamýri
SOGAMÝRI Lóð sunnan við Suðurlands-
braut á móts við leikskólann Steinahlíð
er nú hugsuð undir tilbeiðsluhús fyrir
Félag múslima. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ALÞINGI Árið 2009 hafði 1.251
Íslendingur yfir tólf milljónir
í árstekjur. Þetta kemur fram í
svari fjármálaráðherra við fyrir-
spurn sem Einar K. Guðfinnsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, lagði fram á þingi um miðjan
mars.
Einar spurði jafnframt hvernig
þessi hópur skiptist eftir starfs-
stéttum. Í svari ráðherrans segir
að þær upplýsingar geti hann
ekki veitt, þar sem fjöldinn er
fundinn í skattframtölum ein-
staklinga en þar komi ekki fram
neinar persónugreinanlegar upp-
lýsingar. - sh
Ráðherra svarar þingmanni:
1.251 með tólf
milljónir á ári
DÓMSMÁL Héraðsdómur fram-
lengdi í gær gæsluvarðhald yfir
karlmanni á þrítugsaldri sem
var handtekinn í Leifsstöð í mars
með 36 þúsund e-töflur og 4.400
skammta af LSD í fórum sínm.
Maðurinn hefur setið í varð-
haldi síðan hann var handtekinn
og mun, samkvæmt úrskurðinum
frá í gær, gera það til 20. maí hið
minnsta.
Maðurinn var handtekinn við
komuna frá Kanaríeyjum ásamt
konu sem nú hefur verið látin
laus. Efnin voru falin í fölskum
töskubotni. Lögregla bíður nú
gagna frá Spáni sem talin eru
nauðsynleg rannsókn málsins. - sh
Flutti býsn af dópi frá Kanarí:
E-töflumaður
áfram í haldi
EGYPTALAND, AP Leiðtogar Fatah
og Hamas, tveggja helstu hreyf-
inga Palestínumanna, undirrit-
uðu í gær sáttasamning við hátíð-
lega athöfn í Kaíró í Egyptalandi.
Mahmoud Abbas, forseti Pal-
estínustjórnar og leiðtogi Fatah,
undirritaði samninginn ásamt
Khaled Mashal, leiðtoga Hamas.
Abbas sagði áhyggjur Ísraela
af samkomulaginu ástæðulausar
og hafnaði gagnrýni þeirra.
„Þeir eru bræður okkar og fjöl-
skylda,“ sagði hann um Hamas.
„Okkur greinir oft á, en við náum
samt lágmarkssamkomulagi.“ - gb
Palestínumenn undirrituðu:
Gefa lítið fyrir
áhyggjur Ísraela
ABBAS OG MASHAL Leiðtogar Fatah og
Hamas í Kaíró í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MENNTAMÁL Lánþegum Lánasjóðs
íslenskra námsmanna (LÍN) sem
eru í námi erlendis er farið að
fjölga á ný, að sögn Guðrúnar
Ragnarsdóttur framkvæmda-
stjóra.
„Það var niðursveifla á milli
skólaáranna 2008-2009 og 2009-
2010. Námsmönnum sem fengu
lán hjá LÍN vegna náms erlendis
fækkaði þá um tíu prósent. Nú er
þetta á uppleið en námsmennirn-
ir safna hins vegar miklu hraðar
skuldum en áður vegna falls
krónunnar,“ segir Guðrún. - ibs
Námsmenn erlendis:
Lánþegum LÍN
fjölgar á ný
SIGLINGAR Vestmannaeyjaferjan
Herjólfur sigldi til Landeyja-
hafnar í gær í fyrsta sinn eftir
rúmlega fjögurra mánaða hlé á
siglingum þangað vegna erfiðra
aðstæðna.
Ýmist hefur ölduhæð eða hvass-
viðri hamlað því að hægt yrði að
dýpka Landeyjahöfn nægilega til
þess að Herjólfur gæti athafnað
sig þar. Ferjunni hefur þess í stað
verið siglt til Þorlákshafnar þessa
fjóra mánuði.
Ferjunni er nú siglt eftir flóða-
töflum og eru þrjár ferðir áætl-
aðar í dag, ein snemma morguns
og tvær síðdegis. - gb
Herjólfur loks í Landeyjahöfn:
Komst í höfn
eftir langt hlé
HERJÓLFUR Í LANDEYJAHÖFN Ferjan
lögst að bryggju í gær eftir fjögurra
mánaða hlé. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðiseftir-
lit Reykjavíkur hefur ítrekað farið
fram á lagfæringu lagna á Fluggörð-
um á Reykjavíkurflugvelli. Þetta
kemur fram í bréfi Heilbrigðis-
eftirlitsins til Jóns Baldvins Páls-
sonar flugvallarstjóra, sem dagsett
er 2. maí síðastliðinn.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins
greindi frá því á þriðjudag að skólp
flæddi um flugbrautir í Vatnsmýr-
inni og út á götur vegna ónýtra
lagna á svæðinu. Hefur þetta gerst
af og til síðan árið 2006.
Ekki liggur ljóst fyrir hver ber
ábyrgð á skólplögnum á flugvallar-
svæðinu. Í bréfi Heilbrigðis-
eftirlitsins kemur þó fram að í
úttekt Orkuveitu Reykjavíkur (OR)
hinn 21. maí árið 2007 hafi komið
í ljós að fráveitulögnin framan við
flugskýli 23 annaði ekki flæði frá
aðliggjandi lögnum. Þeir sem eiga
aðild að lögninni eru Fluggarðar
– Lóðafélag, Flugfélag Íslands og
Skeljungur hf. Ábyrgð var sögð í
höndum rekstraraðila á flugvallar-
svæðinu, en ekki OR.
Jón Baldvin flugvallarstjóri vísar
þessu á bug og segir ábyrgðina
liggja hjá Reykjavíkurborg.
„Þessum lóðum er úthlutað af
borginni og við erum ekki í neinu
forsvari fyrir það,“ segir Jón. „Við
erum búin að gera það sem við
getum í þessu máli og ég vísa þessu
alfarið á Reykjavíkurborg.“
Kristín Soffía Jónsdóttir, for-
maður heilbrigðisnefndar Reykja-
víkur, segir málið fyrst hafa komið
á borð eftirlitsins í september árið
2006. Þá hafi niðurstaðan verið að
eigendur flugskýla á Fluggörðum
greiddu sjálfir kostnað af endur-
nýjun og nýlagningu holræsa á lóð
sinni. OR teldi sig aðeins eiga eitt
ræsi á lóðinni og að gatnagerðar-
gjöld yrðu jafnframt felld niður.
„[Fluggarðar – Lóðafélag, Skelj-
ungur og Flugfélag Íslands] hafa
ekki getað komið sér saman um
eðlilegt viðhald og lagfæringar sem
þörf er á til að leysa þetta vanda-
mál,“ segir Kristín. Þar sem eig-
endur hafi ekki brugðist við hafi
árið 2008 verið ákveðið að bjóða út
verkið og láta vinna það á kostnað
eigenda. Erfiðleikar í útboði leiddu
til þess að enn hefur ekki verið farið
í það verk. Kristín segir að þar sem
engar kvartanir hafi borist fyrr en
nú hafi verið talið að málið væri í
eðlilegum farvegi hjá eigendum.
„Næstu skref eru að funda með
eigendum og setja málið í ferli
aftur,“ segir hún. Boðað hefur verið
til fundar hinn 24. maí næstkom-
andi. sunna@frettabladid.is
LÖGREGLUMÁL Þrítugur karlmaður
var á þriðjudag úrskurðaður í
gæsluvarðhald til laugardags eftir
að hafa reynt að nauðga ungri
stúlku á Austurvelli nóttina áður.
Þetta staðfestir Björgvin
Björgvins son, yfirmaður kyn-
ferðisbrotadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Stúlkan, sem er nítján ára, hafði
verið á skemmtun ásamt skóla-
félögum sínum. Hún var á heim-
leið á þriðja tímanum þegar ráðist
var á hana. Vinir hennar voru þá
skammt undan en urðu árásarinn-
ar ekki varir. Maðurinn reyndi að
koma vilja sínum fram við stúlkuna
og veitti henni áverka við aðfarirn-
ar, þó ekki ýkja alvarlega. Henni
tókst að komast undan honum,
láta félaga sína vita og hringja á
lögreglu. Stúlkan leitaði síðan á
neyðar móttöku vegna nauðgana.
Vitni sáu manninn hlaupa burt og
upp í nálægan bíl og náðu niður bíl-
númerinu. Það varð til þess að lög-
regla átti ekki í erfiðleikum með að
hafa uppi á manninum. Maðurinn
er fæddur árið 1981 og hefur játað
brotið.
Hann hefur ekki komið við sögu
lögreglu áður vegna sambærilegra
brota. - sh
SPURNING DAGSINS
Byrjaðu góðan
dag vel
– Fáðu þér létta ab mjólk
á hverjum degi
Nú
fáanleg í
handhægum
½ lítra
umbúðum
Létta AB mjólkin er einhver
hollasti morgunverður sem
völ er á. AB mjólkin inni-
heldur milljarða gagnlegra
mjólkursýrugerla sem valda
því að óæskilegir gerlar eiga
erfitt uppdráttar í meltingar-
veginum. Regluleg neysla
tryggir að meltingarflóran er
alltaf í lagi og ónæmiskerfið
starfar með
hámarksafköstum.
Þrítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald:
Reyndi að nauðga stúlku á Austurvelli
Annar í haldi grunaður um tvær nauðganir
Yfirvöld fréttu fyrst
af skólpinu árið 2006
Heilbrigðiseftirlitið hefur ítrekað farið fram á lagfæringu lagna við flugvöllinn
í Vatnsmýri. Skólp flæðir um götur vegna ónýtra lagna. Töldu málið í eðlilegum
farvegi þar sem fáar kvartanir bárust. Flugvallarstjóri segir borgina bera ábyrgð.
Sigurður Pálmason, framkvæmdastjóri Þyrluþjónustunnar, segir ástandið við
völlinn algjörlega óviðunandi. Stærsti skólppollurinn á svæðinu er fyrir utan
húsnæði Þyrluþjónustunnar.
„Borgin og Orkuveitan vilja ekki taka ábyrgð á þessari lögn,“ segir
Sigurður. „Þeir vilja heldur hafa hérna mannaskít flæðandi um allt.“
Sigurður segir vandamálið liggja í skipulaginu á svæðinu, sem enginn vilji
taka á af hendi borgarinnar.
„Þetta er vítavert. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefur út starfsleyfi fyrir
flugvöllinn en er ekki að fylgja því eftir að Reykjavíkurborg lagi þessa
mengun sem borgin ber sjálf ábyrgð á.“
Segir málið vítavert af hálfu borgarinnar
SAUR FLÆÐIR UM VATNSMÝRINA Skólp hefur nú flætt yfir garða og götur á flug-
vallarsvæðinu í Vatnsmýri eftir leysingarnar í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Ungur maður sem handtekinn var um þarsíðustu helgi, grunaður um að
hafa nauðgað nítján ára stúlku í heimahúsi og beitt hana öðru ofbeldi, er
jafnframt grunaður um að hafa nauðgað sautján ára stúlku í lok mars. Þetta
kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum, sem gildir til 27. maí.
Manninum er haldið í gæsluvarðhaldi vegna almannahagsmuna.
Maðurinn er talinn hafa, í félagi við annan, haft samræði við eldri stúlk-
una gegn vilja hennar. Bæði stúlkan og hinn maðurinn er sammála um að
sá sem er í varðhaldi hafi verið mjög ofbeldisfullur og stýrt öllum aðgerðum
þeirra með heiftarlegum skipunum svo þau hafi ekki þorað annað en að
hlýða. Í yfirheyrslu hjá lögreglu sagðist hann kannast við að vera „skap-
mikill“ maður. Yngri stúlkan hefur borið að maðurinn, sem er fæddur 1988,
hafi umturnast þegar þau ætluðu að hafa samræði, orðið mjög ógnandi,
beitt hana ofbeldi og stjórnað öllum hennar gerðum. Hann hafi slegið hana
utan undir, bitið hana og þvingað hana til kynlífsathafna.