Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 12
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR
Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem unnið hefur að menntun yngstu n emenda
grunnskólans í 85 ár, frá 1926. Í Ísaksskóla mótar einlægur, faglegur m etnaður s kólastarfið
auk þess sem hann eflir heilbrigða lífshætti. Einkunnarorðin sem Ísak Jónsson valdi s kólanum
standast tímans tönn: Starf, háttvísi, þroski og hamingja.
Skóli Ísaks Jónssonar
STJÓRNMÁL Hugmyndir um þjóðina
og fullveldi hafa einkennt íslenska
stjórnmálaumræðu um áratuga-
skeið og eru í raun gegnumgang-
andi í flestöllum deilumálum um
utanríkismál, allt frá inngöngunni
í NATO árið 1949.
Þetta er meginefni nýrrar bókar
frá Eiríki Bergmanni Einarssyni
stjórnmálafræðingi, en hún ber
heitið Sjálfstæð þjóð – trylltur
skríll og landráðalýður.
Þar greinir Eiríkur umræðuna
í kringum nokkur umdeildustu
mál síðustu áratuga, aðild Ísland
að NATO, EFTA, EES, ESB og svo
umræðuna í kringum Icesave og
aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
að efnahagsmálum hér á landi.
„Þessi bók er tilraun til að skilja
þau áhrif sem hugmyndir um þjóð-
ina og fullveldið hafa á stjórnmála-
umræðuna,“ segir Eiríkur í sam-
tali við Fréttablaðið.
Niðurstaða hans er sú að full-
veldið sé í raun grundvöllur póli-
tískra hugmynda hér á landi.
Eiríkur segir að langur aðdrag-
andi hafi verið að þessari hug-
mynd, sem megi rekja til upphafs
sjálfstæðisbaráttu Íslands á fyrri
hluta nítjándu aldar.
„Íslenskir stúdentar í Danmörku
mótuðust af hugmyndum um lýð-
ræði og grundvöll ríkja. Danskir
lýðræðissinnar afnámu einveldi
konungs og það er ekki ólíklegt að
við það hafi Íslendingarnir hugs-
að með sér að þar sem Danir hafi
markað sér stöðu sem þjóð, gætu
Íslendingar gert hið sama.“
Eiríkur undirstrikar mikilvægi
þessara brautryðjenda fyrir Ísland
og Íslendinga.
„Þetta voru flottir menn sem
tóku alþjóðlega strauma og notuðu
til að lyfta Íslandi úr dróma, upp
til nútímans svo að úr varð alvöru-
ríki á meðal ríkja.“
Þessar hugmyndir hafi síðar
orðið grundvöllur stjórnmálaum-
ræðu allt fram til dagsins í dag.
Að sögn Eiríks eru margir fletir
á þessu máli þar sem fólk eða
hópar með gagnstæðar skoðan-
ir geti rekið mál sín á grundvelli
þjóðernis.
„Það virðist vera lykilatriði
til árangurs í íslenskri pólitík að
geta nýtt sér þjóðina og full veldið,“
segir Eiríkur og bætir því við að
þó að vissulega sé hægt að beita
fyrir sig hugmyndum um þjóðina
í neikvæðum tilgangi, séu þær alls
ekki neikvæðar í grunninn.
Eiríkur telur að þessar hug-
myndir um fullveldið og þjóðina
verði áfram undirstaða íslenskrar
stjórnmálaumræðu.
„Þessar grundvallarhugmyndir
urðu til í sköpunarsögu íslenska
ríkisins og verður ekki breytt svo
glatt. Þú skiptir ekki um innræt-
ingu í fólki, því að við höfum öll
sömu tilfinningu gagnvart hlut-
um eins og handboltalandsliðinu,
lambakjöti og tungumálinu.“
thorgils@frettabladid.is
Fullveldið er
undirstaðan
Í nýrri bók Eiríks Bergmanns Einarssonar kemur
fram að stjórnmálaumræða hér á landi hafi lengi
mótast af hugmyndum um fullveldi og þjóðina.
Ekki sé útlit fyrir breytingar á því í nánustu framtíð.
FULLVELDIÐ GRUNDVÖLLUR STJÓRNMÁLAUMRÆÐU Í nýrri bók sinni segir Eiríkur
Bergmann Einarsson að hugmyndir um fullveldi og þjóðina liggi að baki íslenskri
stjórnmálaumræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILBRIGÐISMÁL Lýðheilsustöð sam-
einaðist embætti landlæknis 1. maí
í samræmi við nýsamþykkt lög frá
Alþingi. Í lögunum segir að mark-
mið þeirra sé „að stuðla að heil-
brigði landsmanna, meðal annars
með því að efla lýðheilsustarf og
tryggja gæði heilbrigðisþjónustu
og stuðla að því að lýðheilsustarf
og heilbrigðisþjónusta byggist á
bestu þekkingu og reynslu á hverj-
um tíma“.
Undirbúningur sameiningar
hefur staðið yfir allt frá ársbyrjun
2010. Unnið er að því að finna emb-
ættinu nýtt húsnæði en fyrst um
sinn mun starfsemi hins stækkaða
embættis landlæknis fara fram á
tveimur starfsstöðvum.
Vefsetur Landlæknisembættis-
ins verður starfrækt óbreytt enn
um sinn en fyrirhugað er að opna
nýjan og endurskipulagðan vef
bráðlega þar sem efni af vefjunum
tveimur verður sameinað. Embætti
landlæknis var stofnað árið 1760 og
hélt því upp á 250 ára afmæli sitt á
síðastliðnu ári. Sú sameining sem
nú er staðreynd er því enn ein varð-
an í langri sögu skipulagðrar heil-
brigðisþjónustu hér á landi, segir í
tilkynningu frá embættinu. - shá
Lýðheilsustöð sameinaðist embætti landlæknis:
Stuðla að heilbrigði