Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 18
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR18 18 hagur heimilanna „Bestu kaupin eru sjálfvirk ítölsk DeLonghi-kaffivél sem fékkst í Heimilistækjum árið 2006. Hún hefur aldrei klikkað og veitir mér gleði á hverjum degi,“ segir Guðrún Johnsen, lektor við Háskólann í Reykjavík. Hún segir vélina hafa kostað sitt, um sextíu þúsund krónur, á sínum tíma. Tengdafaðir hennar kom til móts við fjárútlát fjölskyldunnar með peningagjöf til manns Guð- rúnar á fertugsafmæli hans. „Á endanum bárum við ekki stóran kostnað vegna vélarinnar, en allan ábatann,“ segir Guðrún, hlær og bætir við að kostir kaffivélarinnar séu slíkir að nú þegar hún fari sjaldnar til annarra landa en áður geti hún hellt upp á og ímyndað sér að hún sé á einu af kaffihúsum Starbucks. „Gestirnir njóta þess líka, þeir muna alltaf eftir því hvað kaffið var gott þegar þeir komu síðast.“ Guðrún telur sig hafa gert sín verstu kaup sama ár og kaffivélin var keypt. Þá keypti fjölskyldan notaðan bíl fyrir 1,8 milljónir króna. Guðrún leitaði sér upplýsinga um bílinn og ákvað að kaupa hann vegna lágrar bilanatíðni þessarar tilteknu bílategundar. En raunin varð önnur. Sjálfskipt- ingin í bílnum bilaði á sama tíma og bankarnir fóru í þrot haustið 2008. Bílinn fór á verkstæði en varð að vera þar í tíu vikur þar sem gjaldeyrir var ekki til í landinu til kaupa á vara- hlutum. „Þetta var mjög sárt enda bíllinn eini fjölskyldubíllinn. Svo kostaði viðgerðin fimm hundruð þúsund krónur, sem var tæpur þriðjungur af kaupverði bílsins. Þetta voru verstu kaupin,“ segir Guðrún Johnsen. NEYTANDINN: GUÐRÚN JOHNSEN, LEKTOR VIÐ HR Elskar kaffivélina GÓÐ HÚSRÁÐ Pítsukassar Góð leið til að brjóta saman pítsukassa Oft getur verið vandasamt að brjóta saman pítsukassa svo hann passi í ruslapokann eða rennuna með góðu móti. Í staðinn fyrir að hoppa ofan á kassanum og bögglast við að brjóta hann saman er hægt að bleyta upp í pappanum með því að stinga honum stutta stund undir bununa í vasknum eða sturtunni. Þá linast pappinn upp og auðveldlega er hægt að vöðla hann saman eins og leir eftir að búið er að vinda mesta vatnið í burtu. 18.961 BARN sótti leikskóla í desember 2010 samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgunin frá fyrra ári nam 1,8 prósentum, en um 30 prósentum frá árinu 2000. Þá voru 14.574 börn skráð í leikskóla í desember. Bíóferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu, tvo full- orðna og tvö börn á aldr- inum 9-12 ára, getur auð- veldlega kostað nálægt sjö þúsund krónum. Þessa upp- hæð þarf fjölskyldan að greiða ef keypt er lítil kók og lítill poki af poppkorni handa hverjum og einum ásamt bíómiðum þegar engin tilboð eru. Hjá Sambíóunum er almennt miða- verð fyrir fullorðna 1.200 krónur og miðaverð fyrir 9-12 ára 1.100 krónur. Verð bíómiðanna fyrir fjöl- skylduna er þess vegna 4.600 krón- ur. Lítil kók kostar 285 krónur og lítill poki af poppkorni kostar 270 krónur. Samtals kostar meðlætið 2.220 krónur fyrir fjóra. Alls þarf fjölskyldan að greiða 6.820 krónur fyrir skemmtunina án tilboða. Alfreð Árnason, framkvæmda- stjóri Sambíóanna, segir miða- verð hafa hækkað um 50 krónur 2. maí síðastliðinn. „Árið 2002 kost- aði bíómiðinn 800 krónur en ef við reiknum verðhækkunina miðað við neysluverðsvísitölu 2011 ætti bíó- miðinn að kosta 1.313 krónur en hann kostar aðeins 1.200 krónur.“ Almennt miðaverð fyrir börn yngri en 9 ára er 700 krónur og fyrir eldri borgara og öryrkja 900 krónur. Miði í lúxussal kostar 2.400 krónur. Þrívíddarmiðaverð er hærra fyrir alla aldurshópa eða sem nemur um 16 prósentum, að sögn Árna. „Ástæðan fyrir því að miða- verð á myndir sýndar í þrívídd er hærra en á myndir í tvívídd er dýrari tæknibúnaður sem not- aður er við sýningarnar auk þess sem myndirnar eru dýrari í fram- leiðslu. Þær njóta hins vegar mik- illa vinsælda. Í fyrra voru 22 pró- sent af sýndum myndum í þrívídd en í ár verður fjöldinn að öllum lík- indum 30 prósent.“ Til þess að draga úr kostnaði við bíóferð er um að gera að nýta sér tilboðin sem í boði eru. Á þriðju- dögum kostar miðinn hjá Sam- bíóum 750 krónur fyrir fullorðna. Um helgar er boðið upp á Sparbíó fyrir fjölskylduna. „Til þess að létta undir með fólki bjóðum við auk þessa mörg önnur tilboð sem lesa má um á vefsíðunni okkar.“ Jón Eiríkur Jóhannsson, rekstrar stjóri Háskólabíós og Smárabíós, segir almennt miða- verð, sem er 1.200 krónur, lækka um 100 krónur sé miðinn keyptur á netinu. Þessi kvikmyndahús bjóða jafnframt upp á tilboð á þriðjudög- um og um helgar og það gerir einn- ig Laugarásbíó. Almennt miðaverð í Laugarás- bíói er 1.100 krónur. Sé miðinn keyptur á netinu er gefinn 50 króna afsláttur. ibs@frettabladid.is Bíóferð fjölskyldunnar kostar um 7.000 krónur Í BÍÓI Bíóferð er góð skemmtun en hún getur verið dýr séu tilboð kvikmyndahúsanna ekki nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Orkuveita Reykjavíkur hefur nú farið í gang með tilraunaverkefni síðustu mánuði þar sem íbúum Reykjavíkur er gefinn kostur á að lesa sjálfir af orkumælum og hringja inn álesturinn. Bréf voru send út til íbúa og segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að besti árangurinn í einum mánuði hafi verið þegar um 40 prósent hafi lesið sjálf af mælum sínum og tilkynnt tölurnar.. „Það er mjög gott til að byrja með,“ segir Eiríkur. „Ef þetta gefst vel munum við halda þessu áfram. Álesturinn er partur af innheimtukerfi, sem viðskiptavinirnir bera endanlega kostnaðinn af. Það er verið að leita að hag- ræðingu í því eins og öðru með því að prófa þessa leið.“ ■ Orka Minna en helmingur les af og hringir inn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun á næst- unni byrja að sekta þá eigendur sem enn hafa nagladekk undir bílum sínum. Eigendur og umráðamenn ökutækja sem eru búin nagladekkj- um eru beðnir um að gera þar bragarbót á. Lögreglan mun rukka eigendur um fimm þúsund krónur fyrir hvert nagladekk, og raunar sömuleiðis fyrir hvern óhæfan hjólbarða, eins og það er orðað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu, sem mun hefja sektir mánudaginn 9. maí. - sv ■ Samgöngur Fimm þúsund króna sekt fyrir nagladekk ÞRÝSTIJÖFNUNAR HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR Stillanlegt og þægilegt Stillanlegir dagar í maí. 6 mánaða vaxtalausar greiðslur! 0% vextir 30% afsláttur FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.