Fréttablaðið - 05.05.2011, Side 20

Fréttablaðið - 05.05.2011, Side 20
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR20 Umsjón: nánar á visir.is Fyrirhuguð skráning svissneska hrávörurisans Glencore Inter- national á markað í London er sú umfangsmesta sem sést hefur í breskum fjármálageira. Hluta- bréf fyrirtækisins verða jafnframt skráð á markað í Hong Kong. Áætlað er að hlutabréfaverðið muni hlaupa á 480 til 580 pensum á hlut. Miðað við það gæti mark- aðsverðmæti fyrirtækisins legið öðru hvoru megin við 36,5 millj- arða punda, jafnvirði rúmra 6.700 milljarða króna. Glencore stjórnar um helmingi af öllum málmviðskiptum heims- ins og er aðaleigandi Century Aluminium, sem aftur á og rekur Norðurál á Grundartanga. Hópur kjölfestufjárfesta hefur samþykkt að kaupa samanlagðan 31 prósents hlut í fyrirtækinu í útboði fyrir skráningu á markað. Breska ríkisútvarpið segir stærsta kaupandann vera Aabar Invest- ments frá Abu Dhabi. Félagið á sömuleiðis hlut í bílaframleiðand- anum Daimler og ítalska bankan- um UniCredit. Ekki þykir ólíklegt að bandarísku fjárfestingarsjóð- irnir BlackRock og Fidelity verði í fjárfestahópnum. Verði samið um launakjör á þeim nótum sem nú er rætt um á milli ASÍ og SA leiðir það til meiri verðbólguþrýstings en spár hafa gert ráð fyrir. Greining Íslands- banka sagði í umfjöllun sinni í gær að tilboð upp á þrettán pró- senta launahækkun á næstu þremur árum og fimmtíu þúsund króna eingreiðsla við undirritun samnings þýði að launakostnað- ur vinnuveitenda aukist að jafn- aði um sex prósent það sem eftir lifir árs. „Er þá bæði reiknað með áhrif- um ríflega 4 prósenta samnings- bundinnar hækkunar og ein- greiðslunnar,“ segir í umfjöllun Íslandsbanka og sagt ljós að mörg fyrirtæki komi til með að þurfa að velta kostnaðaraukanum að verulegu leyti út í verðlag. „Á það sérstaklega við um fyrirtæki sem veita innlenda þjónustu og framleiða vörur fyrir innlendan markað, en útflutningsgreinar hafa líklega öllu meira borð fyrir báru að taka á sig slíka hækkun vegna hagstæðra rekstrarskil- yrða að öðru leyti.“ Greining Íslands banka segir þó engu að síður líklegt að launa- hækkun á borð við þá sem nú sé í umræðunni skili launafólki nokk- urri kaupmáttaraukningu á næstu misserum. „Útlit er nú fyrir að verðbólga í lok árs verði tæplega 3,5 prósent og að á næsta ári verði verðbólgan í grennd við 3,0 pró- sent. Miðað við það gæti kaup- máttaraukningin orðið í kring um 1,0 prósent hvort ár.“ - óká Kaupmáttur launa gæti aukist um eitt prósent miðað við samningsdrög: Líkur aukast á meiri verðbólgu Hækkandi framleiðsluverð í Evr- ópu ýtir undir vangaveltur um mögulega stýrivaxtahækkun Seðla- banka Evrópu. Framleiðsluverð í Evrópu í mars hækkaði um 6,7 prósent milli ára, en það er sögð mesta hækkun frá því í september 2008. „Hærra framleiðsluverð og hækkandi orkuverð veldur aukn- um áhyggjum af hærra neysluverði sem þrýstir á Seðlabanka Evrópu að hækka stýrivexti enn frekar,“ segir í umfjöllun IFS Greiningar í gær. - óká Framleiðslukostnaður eykst: Mesta hækkun frá 2008 Dr. Daniel Levin lögmaður var kos- inn stjórnarformaður Íslandsbanka á aukaaðalfundi í fyrradag. Hann tekur við af Raymond Quinlan. Eins og fram kom í ítarlegu við- tali við Levin í Fréttablaðinu í nóvember 2008 þekkir hann vel til aðstæðna hér. Hans fyrstu kynni af landinu voru þegar hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skulda- bréfaútgáfu í Bandaríkjunum árið 1993. Eftir það tók hann vinfengi við þjóðina, hefur bæði kennt við Endurmenntunarstofnun og haldið hér fyrirlestra. Levin er með sérþekkingu í stjórnarháttum fyrirtækja og hefur í um aldarfjórðung sérhæft sig í ráðgjöf og uppbyggingu fjár- málageirans í löndum þar sem inn- viðir samfélagsins hafa hrunið. Hann var meðal annars ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi eftir fall kommúnismans, við fall pesóans í Suður-Ameríku, og víðar svo sem í Austur-Evrópu, Afríku, SA-Asíu og í Kína. Þar að auki á Levin sæti í stjórnsýslunefnd Liechtenstein sem vinnur að þekkingarmiðlun milli landa og að eflingu pólitískr- ar, efnahagslegrar og félagslegrar þróunar. - jab Daniel Levin nýr stjórnarformaður Íslandsbanka: Hefur unnið á Íslandi um árabil DR. LEVIN Nýr stjórnarformaður Íslands- banka er sérfræðingur í endurreisn landa sem hafa horft upp á efnahags- hrun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI E N N E M M / S ÍA / N M 4 6 4 9 0 Sláttur í Eymundsson! Mikael Lind, starfsmaður Eymundsson Austurstræti, mælir með bók mánaðarins. MAÍ 1.999* TILBOÐ KRÓNUR Fullt verð 2.699 kr. *Gildir til 31. maí nk. “Edda er tuttugu og fjögurra ára Reykvíkingur sem fór í hjartaskipti fyrir fimm árum. Hún er forvitin um fyrri eiganda hjartans og sannfærð um að ýmislegt hafi fylgt því.” MILLJÓNIR Bandaríkjadala, jafnvirði 2,8 milljarða króna, er hagnaður Century Aluminium, móðurfélags Norðuráls, á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra hagnaðist fyrirtækið um 6,3 milljónir dala. 25 Ivan Glasenberg, forstjóri Glencore International, er helsti hluthafi fyrirtækis- ins með átján prósenta hlut. Miðað við vænt markaðsverðmæti Glencore nemur hlutabréfaeign hans um sex milljörðum punda, jafnvirði 1.100 milljarða íslenskra króna. Við það fer hann í hóp með ríkustu mönnum heims. Aðrir lykilstjórnendur Glencore, sem eiga allt upp undir sex prósent hver, verða sömuleiðis auðmenn eftir skráninguna. Bloomberg-fréttastofan bendir á að kvaðir séu lagðar á helstu stjórnendur því þeim er meinað að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu. Hömlurnar eru mislangar eftir goggunarröð, almennir starfsmenn geta selt hlutabréf sín eftir ár. Þeir sem hærra eru settir geta ekki gert það fyrr en eftir fimm ár. Nýir milljarðamæringar Hópur ríkustu einstaklinga heims stækkar við skráningu Glencore á markað: Metinn á sjö þúsund milljarða

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.