Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 35
baðherbergi FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 Áreiðanleiki, þekking og þjónusta eru aðalsmerki Víddar, sem býður hönnun og gæði á heimsvísu. „Ítalir eru fremstir meðal jafn- ingja þegar kemur að hönnun fatn- aðar, húsgagna, sportbíla eða ann- ars, og eru vitaskuld líka leiðandi á heimsvísu í flísum,“ segir Sigrún Baldursdóttir, annar eigandi Vídd- ar sem hefur 20 ára reynslu í sölu flísa og þúsundir vörunúmera í flís- um og mósaík úr gleri, marmara og keramik á lager. „Í Evrópu er smám saman verið að hverfa frá hörðum stíl naum- hyggjunnar og endurheimta í stað- inn mýkt og hlýleika sígildra út- færslna. Þá hafa æ fleiri hagnýta hluti að leiðarljósi eftir að kreppti að og þar koma flísar inn sem álit- legur og endingargóður kostur, auk þess sem flísar eru auðveldar í viðhaldi og þrifum. Á sama tíma er náttúrusteinn á hröðu undan- haldi,“ segir Sigrún sem selur ein- göngu hágæðaflísar frá öruggum framleiðendum og hefur frá upp- hafi lagt áherslu á mikið úrval vandaðrar vöru. Helstu flísaframleiðendur Vídd- ar eru Mirage, Atlas Concorde, Eif- felgres, Cesi, Blustyle og Cæsar; allir ítalskir. „Við tókum inn umboð fyrir Mirage árið 1991, en fyrirtækið hefur verið brautryðjandi í þróun og framleiðslu flísa síðustu áratugi. Þær hafa reynst einstaklega vel og sem dæmi má nefna utanhúsklæðn- ingu á veitingastað McDonalds við Faxafen sem eftir átján ár er enn eins og ný. Mirage-flísar hafa sann- að sig á fjölmörgum fleiri bygging- um eins og Eflingarhúsinu í Sæ- túni og á Digraneskirkju, en marg- ar af bensínstöðvum N1 eru einnig klæddar Mirage-flísum við góðan orðstír og reynslu,“ segir Sigrún. Fyrir fáeinum árum hóf Vídd sölu á þýska parketinu Meister frá Meisterwerke, sem er eins og nafnið bendir til, algert meistara- verk. „Meister-parketið er sér- staklega hannað með gólfhita í huga og er alveg níðsterkt, en sér- stök lakkherðing prýðir parketið en þá er lakkið bakað með útfjólubláu ljósi,“ upplýsir Sigrún og nefnir til sögunnar annan þýskan risa sem landsmenn hafa getað reitt sig á hjá Vídd, en það er Henkel sem fram- leiðir meðal annars lím og aðrar vinnsluvörur. „Meðal vinnsluefna Henkel má nefna ryklaus lím og flot, sund- laugafúgur og marga liti í fúgum og kíttum; allt frá hefðbundnum litum yfir í sterka og óvenjulega liti. Þá má nefna ýmis efni sem taka á sérhæfðum viðhaldsmálum, eins og fúgustrokleðrið sem er banda- rísk hugmynd,“ segir Sigrún sem stofnaði Vídd ásamt Árna Yngva- syni fyrir tuttugu árum. Vídd er með stóran sýningar- sal í Bæjarlind 4 í Kópavogi, þar sem einnig er frábær aðstaða fyrir börn, og verslun við Njarðarnes á Akureyri, en á báðum stöðum starf- ar fólk með áralanga starfsreynslu á sínu sviði. Heimasíða Víddar er www.vidd.is, þar sem finna má gagnlegar upplýsingar og mynd- bönd um vörurnar sem Vídd býður upp á. Hlýleiki í sígildum útfærslum Sigrún Baldursdóttir og sonur hennar, Hafsteinn Árnason, hjá fjölskyldufyrirtækinu Vídd, þar sem úrval hágæða flísa, parkets og vinnsluvara er ríkulegt og spennandi. ● LISTMÓSAÍK ÚR MURANOKRISTAL GLERI FRÁ SICIS Þetta ít- alska glermósaík hefur verið í boði hjá Vídd í næstum 20 ár og hefur verið vinsælt til gerðar ýmis konar listaverka. Þá hefur það líka verið talsvert notað í baðherbergi, til að mynda and- stæður við stærri flísar. Sjá nánar á www.vidd.is eða á www.sicis.com. ● FLÍSAR FRÁ HINUM ÍT ALSKA OG LITAGLAÐA CESI Vídd hefur boðið flísar frá CESI á Íslandi í meira en 15 ár. CESI er metnaðarfullt og lita- glatt ítalskt fyrirtæki með einlit- ar glerjaðar flísar í um 90 litum, háglans og mattar. Flísarnar eru í mörgum stærðum: 2,5x2,5, 5x5, 5x20, 7,5x15, 10x10, 10x20, 10x30, 15x15,20x20, 20x60 og 30x30 cm. Þetta eru svokallaðar módúlstærðir og ganga saman í lögn, þannig að fúgur geti stað- ist á. Þessa línu má skoða á www. vidd.is eða á www.cesiceramica. it. M YN D IR /A N TO N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.