Fréttablaðið - 05.05.2011, Síða 36
5. MAÍ 2011 FIMMTUDAGUR2 ● baðherbergi
LEIKFÖNGIN Í BAÐINU
Flestir foreldrar þekkja þann vanda
að ganga frá leikföngum barnanna
eftir hið daglega bað. Til að þau
flækist ekki fyrir á öðrum stundum
er gott að koma sér upp neti til að
geyma þau í milli notkunar.
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður
Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
s. 512 5462 og Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429.
Baðherbergi eru oft á tíðum
fremur lítil og þröng. Því þarf
nokkra hugmyndaauðgi til að
gera þau hugguleg. Hér eru
nokkrar ágætar hugmyndir.
KERTI Í SKÁL
Þegar gesti ber að garði er gott að
andrúmsloftið á baðherberginu sé
ilmandi gott. Því takmarki má til
dæmis ná með fljótandi ilmkertum
í fallegri glerskál. Einnig má skreyta
skálina með skrautsteinum og falleg-
um laufblöðum eða blómum.
HANDKLÆÐIN MERKT
Handklæði enda oftar en ekki í
óhreina tauinu eftir eina notk-
un. Með því að sauma litaða
borða á handklæðin eru þau
auðþekkt og hver og einn getur notað
sitt handklæði oftar en einu sinni og
þannig minnkað vinnuna við þvottinn.
LITRÍKUR ÞURRKUPAPPÍR
Klósettrúllur þurfa ekki að vera leið-
inlegar. Hægt er að fá ýmsar gerð-
ir í ýmsum litum í sérbúðum sem
gaman er að raða upp í glervasa og
nota sem skraut. Sem
dæmi um
verslun á
netinu má
nefna www.
thedesig-
nertoiletroll-
company.
co.uk.
STÆLLEG
STURTUHENGI
Sturtuhengin
þurfa ekki að vera
forljót úr plasti. Hægt
er að nota lín að eigin
vali og fóðra þá hlið
sem snýr að sturtunni
með plasti.
Sniðugt á snyrtinguna
● SKIPT UM FÚGUR Sprungnar og upplitaðar fúgur geta gert
annars fallegar flísar óhrjálegar. Á vef Húsasmiðjunnar er tilgreind auð-
veld leið til að hressa upp á fúgurnar.
Kaupa þarf fúgur í sama lit og þær sem eru fyrir. Þá þarf til verksins
fúgusög, hlífðargleraugu, fúgusvamp, sýrublöndu, tusku, þurrt hand-
klæði og fötu.
Sagið ofan í fúgurnar með fúgusöginni en passið að fara ekki of
djúpt eða saga í flísarnar. Hrærið út fúguna eftir leiðbeiningum. Notið
fúguspaða til að renna fúgunni í raufina. Nuddið með fúgusvampinum
til að þrýsta fúgunni vel í raufina en til að fá fallegt yfirborð má renna
sleifarskafti eða fingri yfir fúguna.
Látið fúgurnar þorna þangað til fer að myndast ský eða slikja á flís-
unum og þurrkið með þurru handklæði.
Í FÖGRUM SKÁLUM
Skartgripir og hárspennur eiga ekki
heima á vaskborðinu enda eykur það
hættuna á að þau hverfi ofan í nið-
urfallið. Falleg og jafnframt stórsnið-
ug leið er að koma sér upp fögrum
bakka og fínlegri skál sem raða má á
ilmvötnum, skarti og hárskrauti.
RÖNDÓTT OG ÖÐRUVÍSI
Skrautlegt og litríkt veggfóður getur lífgað upp á baðherbergið. Ekki er mælt
með að veggfóðra alla veggina sem getur verið yfirþyrmandi en smart getur
verið að velja einn vegg til mótvægis við þá hvítu.
LITASPRENGJA Á HVÍTUM GRUNNI
Einfalt og hvítmálað baðherbergi
má poppa upp með litríkri mynd
eða jafnvel flottri kristalsljósakrónu.
Hver segir að ekki megi upplifa
smá glamúr á hinum allra heilag-
asta stað?
DÝRMÆTT GEYMSLUPLÁSS
Ef pláss er nægt á baðherberginu
getur verið skemmtilegt að koma
fyrir frístandandi hillum sem nýtast
undir allt frá handklæðum til snyrti-
vara. Gaman er að taka eina hilluna
undir skreytingar og dúllerí.
SALSAKONUKVÖLD
the pier fimmtudaginn 5. maí
á smáratorgi: tískusýning frá evuklaedum,
salsadans frá dansskóla ragnars, ostar frá ostabúdinni,
snyrtivörukynning, léttar veitingar o.fl.
á akureyri: salsadanskennsla, léttar veitingar
og frábaer tilbod
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRA SKÚBB
Meiri Vísir.
Stuðningshandföng
Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is
Gott úrval
stuðningshandfanga