Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 05.05.2011, Qupperneq 66
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR54 golfogveidi@frettabladid.is FL U G A N VI SS IR Þ Ú ? Black Ghost Sunburst Þessi útgáfa af Black Ghost flug- unni hefur gefið mörgum góða veiði og dýrmætar minningar. Öngull – Legglangur Tvinni – Svartur UNI Haus – Silfurlituð keila með ámál- uðum augum Stél – Fanir úr appelsínugulum og rauðum fönum úr hænufjöður Vöf – Silfur UNI Tinsel Búkur – Svört ull Vængur – Hvítlitaður strimill úr kanínuskinni og fáeinir þræðir af Flashabou Hringvöf – Fanir úr appelsínu- gulum og rauðum fönum úr hænu- fjöður eða Schlappen Mynd og uppskrift af Flugan.is Góð í urriðann Veiði í Þingvallavatni hófst að venju 1. maí síðastliðinn og stendur til 15. september. Hag- stæðast er að kaupa Veiðikortið, sem kostar 6.000 krónur. Einnig er hægt að kaupa einn dag á 1.500 krónur fyrir manninn. Frítt er fyrir börn í fylgd með full- orðnum ef minnst eitt leyfi er keypt. Elli- og örorkulífeyrisþegar fá veiðileyfi fyrir sumarið endur- gjaldslaust í þjónustumiðstöð. Minnt er á að einungis er heim- ilt að nota flugu, spún og maðk sem agn við veiðar í Þingvalla- vatni, innan þjóðgarðsins á Þing- völlum. Notkun annars agns er alfarið óheimil. Stangveiði má aðeins stunda frá landi og notkun hvers konar báta eða flota er bönnuð. Veitt frá 1. maí til 15. sept. Makrílveiði er alfarið óheimil 114 METRA dýpi er þar sem Þingvalla-vatn er dýpst. 700 TONN var niðurstaða þeirra sem giskuðu á magn veiðanlegs silungs í vatninu. „Ég hef veitt í Þingvallavatni frá því ég gat staðið í lappirnar og valdið stöng,“ segir Sigurður G. Tómasson útvarpsmaður. „Vatnið á sér enga hliðstæðu í heiminum í endalausum fjölbreytileika sínum. Það er gjöfult og óendanlega fallegt.“ Minniháttar tímamót eru í lífi Sigurðar því að í fyrsta skipti hefur hann tekið að sér að að miðla vitn- eskju sinni um grundvallaratriði fluguveiðanna. Vettvangurinn er Tómstundaskólinn í Mosfellsbæ. Á skólabekk hjá Sigurði fá þátttakend- ur á námskeiðinu annars vegar að heyra eitt og annað um hvernig má tileinka sér listina að kasta en einn- ig sitthvað um stangir, línur, tauma og flugur. Þá segir Sigurður frá Þingvallavatni og leyndardómum þess. Hápunktur fræðslunnar er að grænjaxlarnir fá um helgina að taka nokkur köst á bökkum vatnsins sem hefur átt hug og hjarta kennarans frá því hann man eftir sér. „Ástæðan fyrir því að ég þekki Þingvallavatn vel er að ég er ætt- aður úr Þingvallasveitinni og pabbi var mikill veiðimaður. Hann tók mig fyrst með þegar ég var fimm ára og í gegnum tíðina hef ég veitt langmest í Þingvallavatni.“ Lengi fór Sigurður til veiða í Þingvalla- vatni oft í viku, eða „annan hvern dag eða oftar“, eins og hann orðar það. „Ég fór oft eftir vinnu, enda best að veiða í vatninu snemma á morgnana og á kvöldin.“ Sigurður hefur jöfnum höndum veitt bleikju og urriða, og segist aldrei koma að vatninu með það í huga að finna fisk eftir tegundum. „Ég hef sett í urriða sem fór með línuna eins og hún lagði sig og sleit hana svo eins og tvinna. Ég sá fisk- inn aldrei. En ég hef auðvitað veitt fleiri bleikjur, eins og gefur að skilja. Þær eru fleiri.“ Sigurður segir eitt mesta skemmdarverk í íslenskri náttúru hafa verið framið þegar Sogið var stíflað í virkjunarframkvæmdum í lok sjötta áratugarins. Hann segir erfitt til þess að hugsa hve illa hafi verið gengið um vatnið og umhverfi þess. „Þá voru stærstu hrygningar- stöðvar urriðans eyðilagðar. Með þessum afglöpum gengu menn nærri stærsta og stór vaxnasta urr- iðastofni í Evrópu, ef ekki í heim- inum. Skordýraeitri var meira að segja stráð á bakka Sogsins, sem gefur góða mynd af meðvitundar- leysinu sem þá ríkti,“ segir Sig- urður, sem hefur skrifað um Þing- vallavatn og furður þess. Má benda á grein hans um vatnið sem aðgengi- leg er á arvik.is. Þar segir: „Við, sem nú lifum, erum gæslumenn þeirrar náttúruperlu sem Þingvallavatn er og verðum að skila því óspjölluðu til komandi kynslóða.“ Í þeim anda felst vonarglæta í því að urriðastofninn hefur hjarnað við á undanförnum árum, en Sigurður hefur orðið vitni að því þegar urr- iðinn gerir sig líklegan til hrygn- ingar í Öxará. „Þá er að sjá urriða í tuga vís svo sporður er við sporð. Risafiskar sem tilbúnir eru að gera skyldu sína. Slík sjón gefur von um að þessi náttúruperla mæti skilningi þeirra sem um hana fara höndum. Þetta eru verðmæti sem við megum ekki missa,“ segir Sigurður að lokum. svavar@frettabladid.is Náttúruperla án hliðstæðu Sigurður G. Tómasson er helst þekktur sem útvarpsmaður en færri vita að hann er mikill áhugamaður um stangveiði. Sigurður leiðbeinir nú Mosfellingum í listinni að kasta flugu – með Þingvallavatn í huga. VIÐ VATNSKOT Í ÞINGVALLAVATNI Fáir sem á annað borð veiða á stöng geta staðist fegurð vatnsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Nei, það hvarflaði ekki að mér að rota þennan fisk. Félagi minn sagði að þessi yrði fallegur upp- stoppaður en það kom aldrei til greina. Ég hefði aldrei getað lifað með því að drepa þennan fisk,“ segir Tómas Zahniser, sem veiddi 23 punda urriða við opnun Þingvallavatns hinn 1. maí. Fisk- urinn er einn stærsti urriði sem veiðst hefur í vatninu um árabil og nær örugglega þarf að leita langt aftur til að finna jafn stóran fisk sem næst á land með flugu í kjaftvikinu. „Þetta er í raun hrikaleg lífs- reynsla. Þessu má helst líkja við reiptog. Fiskurinn stjórnaði þessari viðureign lengst af og það skipti engu hvað ég tók fast á móti. Ég var í raun bara heppinn að hann ákvað að hægja á þegar hann var kominn með nær alla línuna út af hjólinu,“ segir Tómas. Tómas segist ekki gera sér almennilega grein fyrir hvað viðureignin stóð lengi. „Ég missti tímaskynið en ef ég ætti að giska þá voru þetta um tuttugu mínút- ur, kannski hálftími.“ - shá 23 punda urriði veiddist á flugu í Þingvallavatni: Best lýst sem reiptogi STÓRKOSTLEGUR FISKUR Hængurinn var 94 sentimetrar á lengd og 59 að ummáli. Hann var 23 pund og tók afbrigði af flugunni Black Ghost. ... að þegar mest var veitt af murtu í Þingvallavatni voru tekin milli 80 og 90 tonn á ári. Niðursuðuverksmiðjan ORA sauð murtuna niður og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna seldi hana frysta á Japans- markað. Eftir að markaðurinn tapaðist hætti þessi vinnsla og veiðin hefur ekki verið umtals- verð síðan. ... að þrjár fisktegundir lifa í vatninu, urriði, bleikja og horn- síli. Af bleikjunni eru fjögur afbrigði. Af hornsíli eru tvö.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.