Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 05.05.2011, Blaðsíða 70
5. maí 2011 FIMMTUDAGUR58 „Þetta hefur þróast út í það að Sky hefur sett sig í samband við mig og athugað hvort ég væri á laus með tilliti til æfinga- og leikja- plans,“ segir Eiður Smári Guð- johnsen, leikmaður enska úrvals- deildarliðsins Fullham, í samtali við Fréttablaðið. Eiður fékk lof- samlega dóma á samskiptasíðunni Twitter eftir frammistöðu sína sem gestur í myndveri Sky Sports fyrir og eftir leik Barcelona og Real Madrid í meistaradeild Evr- ópu á þriðjudagskvöld. Eiður lék auðvitað bæði undir stjórn Pep Guardiola og José Mourinho hjá Barcelona og Chelsea. Eiður þótti ákaflega hnyttinn í tilsvörum, varpaði fram skemmti- legum staðreyndum um leikmenn Barcelona og þá hrósuðu enskir twitterar honum í hástert fyrir enskukunnáttuna. Eiður getur ekki neitað því að sjónvarpsstarfið kitli eilítið þegar fótboltaferlinum ljúki, hann hafi gaman af þessu. „Þetta byrjaði aðeins í fyrra, þegar ég var hjá Tottenham. Þá báðu þeir mig um að koma þegar Barcelona var að spila. Ég ákvað bara að slá til, prófa og sjá eitthvað nýtt því þetta var ekkert sem ég var búinn að spá í að gera. Menn voru bara almennt ánægðir með mig eftir þá frammistöðu og hafa hringt af og til og athugað hvort ég væri laus.“ Fyrrverandi landsliðsfyrir- liði Íslands tekur þó skýrt fram að takkaskórnir góðu eigi eftir að vera á grasinu í dágóðan tíma enn, ferillinn sé síður en svo kominn á endastöð. „Ég verð hins vegar ekki í fótbolta endalaust og ef það er eitthvað sem ég kann og veit eitt- hvað um þá er það fótbolti.“ Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafa aðrar sjónvarps- stöðvar í Bretlandi sóst eftir kröftum Eiðs og bandarískar líka. Íþróttastöð Fox var þannig með stutt innslag í hálfleik þar sem Eiður var í viðtali þannig að hróður leikmannsins fyrir fram- an tökuvélarnar berst víða. Það virðist því aðeins vera að stytta upp hjá Eið eftir erfitt tímabil því hann hefur einnig spilað síðustu þrjá leiki Fullham í úrvalsdeild- inni eftir að verið fastur á bekkn- um hjá Stoke fyrir áramót. „Þetta hefur verið mjög erfitt, algjört leiðindatímabil, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en nú er maður farinn að brosa á ný,“ segir Eiður. Hann tekur þó engu sem gefnu og býr á hóteli þar til hans mál eru komin á hreint. freyrgigja@frettabladid.is SJÓNVARPSÞÁTTURINN Kvikmyndaleikarinn Daniel Craig, betur þekktur sem James Bond, spurði um bókina Sjálf- stætt fólk eftir Halldór Laxness í bókabúð í bænum Oswestry í Shropshire-sýslu á Englandi fyrir skömmu. Craig kom starfsfólki og við- skiptavinum búðarinnar heldur betur í opna skjöldu þegar hann leit þar við. Ein af starfskonunum, Louisa Jones, sagði að það hefði verið óraunverulegt að líta upp og afgreiða þennan fræga leikara. „Hann kom í búðina í síðustu viku og ég trúði því ekki þegar ég leit upp og sá hann,“ sagði hún. „Þetta er viðkunnanlegur náungi, mjög venjulegur. Ég trúi því ekki að ég hafi afgreitt hann,“ bætti hún við. „Þetta var mjög spennandi fyrir okkur. Hann er með æðis- lega rödd og við höfum ekki enn jafnað okkur á þessu.“ Craig keypti vísindaskáldsög- una Surface Detail eftir Iain M. Banks og spurði um Sjálfstætt fólk, sem var ekki til. Bókabúð- in hefur þegar brugðist við fyrir- spurn Craigs og hefur núna redd- að sér eintaki í von um að hann snúi aftur til að kaupa hana. Faðir Craigs, Tim, býr skammt frá Oswestry, í bænum Whitting- ton, og talið er að leikarinn hafi verið í heimsókn. „Þegar hann gekk út úr búðinni vorum við að spá í að fá mynd af honum en vild- um frekar vera svöl og kurteis. Hann er líklegri til að koma til baka ef við erum kurteis,“ sagði Jones. Bond bað um Sjálfstætt fólk „Ég henti öllum fötunum sem ég var í við tökurnar við Tsjernóbyl – tók enga áhættu,“ segir Davíð Charles Friðbertsson. Davíð og Ólafur Jónsson, félagi hans, luku ásamt hinum þýska Marcusi Schwen- zel við stuttmyndina Seven Years of Winter í lok mars. Myndin gerist að hluta í nágrenni Tsjernóbyl-kjarnorkuversins í Úkraínu og var hún frumsýnd í Berlín 19. apríl og í Árósum 26. apríl, þegar 25 ár voru liðin frá Tsjernóbyl-slysinu. „Þetta var mjög sérstök upplifun,“ segir Davíð. „Það er allt tómt þarna, en einhver túr- ismi í gangi. Svo veit maður ekki hvort það er sagt satt og rétt frá geislamengunni á svæð- inu. Maður fer inn á eigin ábyrgð.“ Myndin hefur vakið talsverða athygli, sér- staklega í kjölfar náttúruhamfaranna í Japan sem ollu stóru kjarnorkuslysi. Myndin fékk umfjöllun í hinu þýska Der Spiegel, en Davíð segir fólk hafa verið búið að gleyma Tsjernó- byl. „Svo gerðist þetta í Japan og þá fóru fjöl- miðlar að sýna áhuga,“ segir hann. Handrit myndarinnar vann til fjölda verð- launa og fengu þeir styrk upp á 100.000 evrur frá þýska fyrirtækinu Solar World. Davíð býst við að því að þeir sýni myndina hér á landi, en er ekki viss hvenær hún fer á flakk um heiminn. „Við erum að spá í að bíða aðeins og klippa hana betur. Við fengum ákveðinn frest frá styrktaraðilum til að klára myndina eftir að við tókum hana upp,“ segir hann. Þeir félagar eru með enga aðra en Valdísi Óskars- dóttur með sér í liði við klippinguna. - afb Tóku upp stuttmynd við Tsjernóbyl VIÐ TSJERNÓBYL Davíð og Ólafur við hið fræga parísarhjól í draugaborginni Pripyat í Úkraínu. BAÐ UM LAXNESS Daniel Craig óskaði eftir eintaki af Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness en fékk ekki. „Ég horfi á American Idol og How I Met Your Mother og svo stelst maður til að horfa á Grey´s Anatomy ef konan er að horfa líka. Síðan horfi ég á allar íþróttir sem ég kemst í tæri við.“ Sigurður Hrannar Hjaltason, flugumferðar stjóri og leikari. Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns A Ð EI N S 2.490 kr. ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. - Beikon og eggjasalat í fínu brauði - Tikka masala kjúklingur í tómatbrauði - Reykt skinka og cheddar ostur í grófu brauði EIÐUR SMÁRI: SJÓNVARPSSTÖÐVAR SÝNA ÁHUGA Getur hugsað sér sjón- varpsferil eftir fótboltann EFTIRSÓTTUR Eiður Smári hefur sýnt flotta takta sem þulur hjá Sky og fór á kostum í beinni útsendingu fyrir leik Barcelona og Real Madrid í meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.