Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 26
26 19. maí 2011 FIMMTUDAGUR
Þau eru ófá símtölin sem við höfum fengið hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar eftir að við breyttum
til varðandi mataraðstoðina. Frá
1. maí hættum við að útdeila mat
í poka og tókum upp inneignarkort
fyrir barnafjölskyldur. „Ég gat
ekki hugsað mér að standa í biðröð
til að fá mat í poka, samt er ástand-
ið hjá mér mjög slæmt, nú langar
mig að athuga með þessi inneignar-
kort,“ sagði einstæð tveggja barna
móðir sem hringdi.
„Það er niðurlægjandi að fara
í röð aftur og aftur til að fá mat
í poka,“ eru orð konu sem var
að leita sér aðstoðar. „Það fylgir
þessu skömm. Þetta á alls ekki að
vera svona en það er eitthvað með
hvernig maður upplifir þetta,“
sagði önnur. Hluti af nýrri leið er
einmitt að gera fólki kleift að leita
sér aðstoðar með meiri virðingu.
Kostir við inneignarkortin eru m.a.
þeir að hver og einn sækir sér þær
matvörur sem hann kýs, börn verða
ekki vör við að aðföng heimilisins
komi frá hjálparsamtökum og hægt
er að leggja inn á kortin án þess að
viðtakandi þurfi að fara sérferð til
Hjálparstarfsins. Engin kort eru
afhent fyrr en eftir að ítarlegum
gögnum um tekjur og gjöld hefur
verið skilað og viðtal hefur farið
fram við félagsráðgjafa þar sem
farið er yfir stöðu hvers og eins.
Í nýjum siðareglum Hjálpar-
starfs kirkjunnar segir: „Hjálpar-
starf kirkjunnar veitir aðstoð til
sjálfshjálpar og virkjar skjólstæð-
inga eins og mögulegt er, í öllu
ferli aðstoðar.“ Ráðgjöf og hvati til
sjálfshjálpar, samstarf, virkni og
virðing eru grunnþættir í aðstoð-
inni. Sjálfshjálp og virkni sem
skapar von um breyttar aðstæður,
kraft og aukið sjálfstraust til að
taka lítil skref til betra lífs.
Það eru líka lítil skref, framlag
og stuðningur eftir getu hvers og
eins, sem skapa samstöðu og hjálp-
arafl sem þarf til að veita stuðning
með meiri virðingu. Ert þú með?
Að greiða valgreiðslu í heimabanka
til stuðnings nýrri nálgun í matar-
aðstoð er lítið skref.
Að setja sig í spor þeirra sem
orðið hafa undir og fræðast um
aðstæður þeirra er líka lítið skref.
Tækifæri til þess gefst með því
að horfa á þátt á Stöð 2 um fátækt
á Íslandi 26. maí og um leið auka
hjálparaflið í samfélaginu með
þátttöku í söfnunarátaki.
„Gat ekki hugsað
mér að standa í bið-
röð til að fá mat“
Nei, þetta er ekki vonlaust!
Hjálparstarf
Bjarni
Gíslason
upplýsingafulltrúi
Hjálparstarfs kirkjunnar
Er þetta
eitthvað nýtt?
Sú var tíðin – og ekki svo ýkja-langt síðan – að á Íslandi
þótti glataður hver geymdur
eyrir. Um að gera var að koma
því strax í lóg, ef eitthvað stóð
eftir af vikukaupinu. Þá var um
að gera að kaupa steypu, kaupa
vöru – kaupa eitthvað. Kaupa
strax því annars varð „aurinn“
að engu.
Engum kom til hugar að leggja
sinn eyri í sparnað. Á innláns-
reikningum varð eyrir ekkj-
unnar að engu. Lambsverð, sem
amma gaf í skírnargjöf, dugði
barninu fyrir tveimur kótelett-
um um fermingu. Ævisparnað-
ur gamla fólksins varð þar verð-
laus. Hver vill spara eyrinn í
slíku ástandi?
Ekki nokkur maður – ótil-
neyddur. Því varð að neyða fólk-
ið svo eitthvert fé yrði til svo
hægt væri að lána þeim, sem
lána þyrfti. Ef enginn sparnaður
verður til verður nefnilega ekk-
ert fé til að lána. Því voru sett
lög um skyldusparnað ungs fólks.
Ákveðinn hluti aflafjár þess var
tekinn með valdi og afhentur
bönkunum. Þá urðu til svokölluð
„skyldusparnaðarhjónabönd“ –
gervihjónabönd - því unga fólk-
ið gat fengið sparifé sitt útborg-
að við giftingu. Skyldugreiðslur
voru þá sem nú í lífeyrissjóði.
Þá peninga fengu bankarnir til
þess að lána. Munurinn þá og nú
var aðeins sá, að þá brunnu fjár-
munir lífeyrissjóðanna upp á nei-
kvæðum vöxtum í bönkunum.
Lífeyrissjóðskerfi landsmanna
stefndi í hrun.
Þegar enginn vill spara nema
þvingaður sé til þess með lögum
verður að sjálfsögðu skortur
á lánsfé. Þannig var það líka –
fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á
Íslandi. Þá voru forréttindi að fá
lán. Slíkra forréttinda nutu til-
tekin fyrirtæki í náðinni ásamt
þeim einstaklingum, sem nutu
velvildar ráðamanna. Þá var
blómatími fyrirgreiðslustjór-
nmálamannanna. Þá var nefni-
lega lán að fá lán. Það kölluðu
menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því
lán þurfti aldrei að borga til baka
– nema að hluta til. Þegar best
lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi
prósenta á einu einasta ári á lán-
inu. Slíkt gerðist þá á kostnað
unga fólksins með skyldusparn-
aðinn, gamla fólksins, sem lagt
hafði til hliðar til elliáranna – og
unglingsins hvers lambsverð við
skírn dugði fyrir tveimur kóte-
lettum við fermingu. Okkur jafn-
aðarmönnum þótti þetta vera
hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar
tilverknað og fyrir forystu Ólafs
Jóhannessonar, þá forsætisráð-
herra, var þessu misrétti útrýmt.
Þá varð óhætt að geyma eyrinn.
Þá varð til sparnaður á Íslandi.
Þá gátu bankarnir farið að lána
öðrum en fáeinum útvöldum – en
misstu sig í útlánunum eins og
stór hluti þjóðarinnar þá missti
sig í skuldsetningu. Ekki hafði
tekist að breyta því hugarfari
að það væri lán að fá lán. En nú
vilja menn víst hefja það viðhorf
aftur til vegs og virðingar. End-
urreisa „forna frægð“ (sic!)
Er þetta virkilega hið nýja
Ísland, sem alltaf er verið að tala
um? Gjaldeyrishöft, neikvæð
ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð
og gróf mismunun. Vilja Íslend-
ingar virkilega fá fyrirgreiðslu-
stjórnmálamennina aftur? End-
urlifa þá tíð þegar glataður var
hver geymdur eyrir? Er það eitt-
hvað nýtt? Eitthvað eftirsókn-
arvert? Eitthvað, sem jafnaðar-
menn vilja berjast fyrir?
Hið nýja Ísland
Sighvatur
Björgvinsson
fyrrverandi ráðherra
Þegar enginn
vill spara nema
þvingaður sé til þess
með lögum verður að
sjálfsögðu skortur á
lánsfé.
Í ótal löndum um allan heim búa börn við nístandi fátækt.
Þau skortir aðgengi að hreinu
vatni, komast ekki undir lækn-
ishendur þegar þau veikjast og
líða fyrir alvarlega vannær-
ingu. Árlega látast milljónir
barna af ástæðum sem eru vel
fyrirbyggjanlegar. Er þetta þá
allt vonlaust?
Sem betur fer ekki. Mun
færri börn deyja fyrir fimm
ára aldur í dag en fyrir rúmum
tuttugu árum. Raunar hefur
tíðni barnadauða lækkað um
þriðjung! Það eru gleðifréttir
– og það sýnir að hægt er að
breyta hlutum til hins betra.
Árið 1990 létust á hverju
ári nærri 12,5 milljónir barna
undir fimm ára aldri en tutt-
ugu árum síðar var talan komin
niður í rúmar 8 milljónir. Þetta
er mikill árangur, ekki síst í
ljósi þess að á sama tíma fjölg-
aði fólki í heiminum.
Enn er tíðni barnadauða þó
alltof há. Það er þyngra en
tárum taki að á hverjum degi
látist þúsundir barna af orsök-
um sem auðvelt og ódýrt er
að koma í veg fyrir. Þetta er
óásættanlegt og þessu verður
að breyta. Fréttir um lækkandi
tíðni barnadauða sýna að það
er hægt.
Árangur hefur náðst í öllum
heimshlutum – líka í sumum af
fátækustu löndum í heimi. Eitt
af þeim er Afríkuríkið Malaví.
Þar eru íbúar á góðri leið með
að ná þúsaldarmarkmiðinu
svokallaða um að draga úr ung-
barnadauða um 2/3 á tímabilinu
1990-2015.
Moskítónet
og bólusetningar
Hæsta tíðni barna-
dauða er þó enn í Afr-
íku sunnan Sahara,
þar sem eitt af
hverjum átta börnum
lætur lífið fyrir fimm
ára aldur. Helming-
ur allra þeirra barna
sem eru yngri en
fimm ára og látast
á hverju ári er hins
vegar frá einungis
fimm löndum: Ind-
landi, Nígeríu, Aust-
ur-Kongó, Pakistan
og Kína. Þetta eru allt fjölmenn
ríki.
Lýðheilsusérfræðingar segja
að lækkun barnadauða megi
að stórum hluta þakka nokkr-
um lykilinngripum á borð við
bólusetningar, A-vítamíngjöf
og aukna dreifingu moskítóneta
til að koma í veg fyrir malaríu-
smit. Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF, mun áfram
leggja sitt af mörkum til að
draga úr barnadauða. Árið 2010
dreifði UNICEF 2,3 milljörðum
skammta af bóluefnum í nærri
90 löndum. Einn milljarður
barna var bólusettur gegn
taugaveiki.
Þúsundir Íslendinga aðstoða
UNICEF á Íslandi er stolt af
því að vera hluti af
stærstu barnahjálp-
arsamtökum heims
– samtökum sem
breyta lífi milljóna
barna á hverju ári.
Þetta gætum við ekki
án þeirra þúsunda
Íslendinga sem styðja
starf okkar mánaðar-
lega sem heimsfor-
eldrar, allra þeirra
fyrirtækja sem lagt
hafa okkur lið og alls
þess fólks sem stutt
hefur starfið með
einstaka framlög-
um. Heimsforeldrar
UNICEF eru orðnir
hátt í 17.000 talsins og fyrir það
erum við ákaflega þakklát.
Það er ekki einfalt mál að
vinna bug á fátækt, bæta vel-
ferð barna í heiminum og draga
úr barnadauða. Verkefnin fram
undan eru mörg og erfið –
dæmin sýna hins vegar að þau
eru langt í frá óyfirstíganleg!
Barnavernd
Stefán Ingi
Stefánsson
framkvæmdastjóri
Unicef á Íslandi
Árlega
látast millj-
ónir barna
af ástæðum
sem eru vel
fyrirbyggjan-
legar.
ERUM VIÐ
OF SEIN?
www.heilaheill.is
Málþing Heilaheilla
laugadaginn 21.05.2011
á Grand Hótel Reykjavík
Til minningar um Ingólf Margeirsson
Hvað veit fólk um slög og TIA?
Hvað tekur við eftir að endurhæ ngu líkur?
Slag?
DAGSKRÁ
10:00 – 10:20 Albert Páll Sigurðsson
10:20 – 10:40 Albert Páll Sigurðsson
10:40 – 11:00 Finnbogi Jakobsson
11:00 – 11:20 Ka hlé
11:20 – 11:40 Ingvar Þóroddsson
11:40 – 12:00 Umræður
12:00 – 12:40 Matartími
12:40 – 13:00 Ha iði Ragnarsson
13:00 – 13:20 Sigurður Helgason
13:20 – 13:40 Ingibjörg Loftsdóttir
13:40 – 14:00 Valþór Hlöðversson
14:00 - 14:20 Þórir Steingrímsson
14:20 - 14:40 Anna Sigrún Baldursdóttir
14:40 - 15:15 Pallaborðsumræður
Slög á Íslandi
Hversu hættuleg eru TIA?
Hver er vitneskja fólks um TIA og slög almennt?
Hvernig er staðið að endurhæ ngu slagsjúklinga?
Hvernig er staðið að endurhæ ngu slagsjúklinga?
Reynsla aðstandanda eftir að endurhæ ngu lýkur
Þekkingamiðstöð Sjálfsbjargar
Hvernig er best að koma upplýsingum til fólks?
Hvaða hlutverki gegnir HEILAHEILL í samfélaginu?
Hvað segja stjórnvöld?
Ráðstefnustjóri GUÐMUNDUR BJARNASON
Öllum opið og aðgangur ókeypis