Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 22
22 19. maí 2011 FIMMTUDAGUR
Í vikunni var þingfest ákæra á hendur lögreglumanni fyrir
meint brot í starfi. Hið meinta
brot er að hafa unnið vinnu sína
af kostgæfni. Það hafði afleiðing-
ar í för með sér að ungur maður
fótbrotnaði eða réttara sagt ungur
ökuníðingur sem var að reyna að
stinga af frá umferðarlagabroti og
hlýddi engum stöðvunarmerkjum
og gerði sitt ítrasta til að flýja frá
lögreglu. Í eftirförinni fótbrotnaði
hann þegar hann reyndi að hlaupa
frá bíl sínum eftir að hafa lokast
af í botngötu.
Nú situr lögreglumaðurinn sem
veitti honum eftirför sjálfur fyrir
dómara sem á eftir að meta hvort
hann hafi gerst brotlegur við
vinnu sína. Allt þetta mál er hið
versta, bæði fyrir lögreglumann-
inn sjálfan og ekki síður hinn
almenna borgara, vegna þess að
ákæra af þessu tagi sýnir að lög-
reglumenn njóta takmarkaðar
verndar í starfi sem fyrir er í fólg-
in mikil áhætta, sérstaklega ef á
að vinna lögreglustarfið vel.
Á þrettán ára starfsferli hef ég
unnið með mörgum lögreglumönn-
um, langflestum úrvals mönnum
en inni á milli voru einstaklingar
sem voru hræddir við vinnu sína
og þorðu ekki að taka ákvarðanir
eða fara út í aðgerðir af ótta við
afleiðingar. Það eru verstu lög-
reglumenn sem ég hef unnið með.
Lögreglustarfið er ekki í dags
daglegu umhverfi þar sem allir
einstaklingar eru góðir og gegn-
ir borgarar heldur í jaðri sam-
félagsins þar sem níðingsverk,
óheilindi og illur ásetningur á sér
stað og það er hlutverk lögreglu-
manna öðru fremur að halda þess-
um myrkari hluta daglegs lífs í
skefjum og sjá þannig til þess að
venjulegt fólk geti lifað sínu venju-
lega lífi í friði. En til þess að vera
vernd samfélagsins þurfa lög-
reglumenn sjálfir að njóta verndar
og það verður að gefa þeim nauð-
synlegt svigrúm til þess að vinna
sína vinnu.
Hvaða skilaboð er þá verið að
senda með því að gefa út ákærur
fyrir brot sem unnin eru í starfi
og eru í raun fólgin í því að vinna
vinnu sína? Nokkrar ákærur hafa
verið gefnar út af slíkum atvikum
og dómar fallið og í sumum tilvik-
um án þess að eiginlegt tjón eigi
sér stað. Í héraðsdómi þar sem lög-
reglumaður var ákærður fyrir að
aka ólátasegg tíu mínútna leið úr
miðbæ Reykjavíkur var lögreglu-
maðurinn sýknaður og dómarinn
varði þó nokkru af rökstuðning
sínum í að velta fyrir sér starfs-
umhverfi lögreglu og allsherjar-
reglu. Sá dómur er fyrir margt
sérstakur þar sem hann er eini
dómurinn sem til er á Íslandi þar
sem dómari gefur þessum atrið-
um gaum en fordæmisgildi hans
er ekkert þar sem dómnum var að
hluta til snúið í Hæstarétti án þess
að farið væri út í slík atriði í rök-
stuðningi.
Nú ætla ég ekki að útiloka að
lögreglumaður eigi eftir að brjóta
alvarlega af sér né segja að ekki
eigi að kæra slík mál, heldur vil
ég benda á að eðli starfsins vegna
þurfi að fara varlega í að gefa út
slíkar ákærur og lögreglumenn
verði að hafa svigrúm til að geta
unnið vinnu sína án þess að stærsti
áhættuþátturinn í þeirra annars
hættulega starfi sé að sitja uppi
með ákærur fyrir atvik sem eru
hluti af þeirra starfsumhverfi.
Erlendis þekkist það víða að fag-
nefndir meti slík atvik út frá eðli
lögreglustarfsins áður en ákvörð-
un um ákæru er gefin út. Hér á
landi fá slík mál enga slíka fag-
lega umfjöllun heldur er það sami
aðili sem rannsakar meint brot
og gefur út ákæru, en það á ekki
við um nein önnur brot. Þá er það
orðið afar áhættusamt að vinna
sem lögreglumaður þegar lög-
reglumenn eiga yfir höfði sér háar
bótakröfur frá einstaklingum sem
ættu í raun betur heima hjá ríki á
grundvelli húsbóndaábyrgðar.
Með þessari grein vil ég vekja
lesendur til umhugsunar um það
hvernig lögreglumenn þeir vilja
hafa. Viljum við lögreglumenn sem
vinna óhræddir af bestu samvisku
við það að sporna við afbrotum eða
lögreglumenn sem vilja frekar
heima sitja vegna ótta við að hver
einasta misfella verði kærð? Í því
máli sem nú er kært fyrir hefði
það verið hægur leikur fyrir lög-
reglumanninn að missa af ökuníð-
ingnum og koma sér þannig frá
áhættu um hugsanlegar afleiðing-
ar. Þess í stað væri miklu einfald-
ara að kæra aðeins þá sem eru lög-
hlýðnari og stoppa af sjálfsdáðum.
Eða bara gera sem allra minnst.
Eru það skilaboðin sem við viljum
senda til lögreglumanna?
Hvernig á lögreglumaður
að vinna vinnu sína?
Störf lögreglu
G. Jökull
Gíslason
lögreglumaður
Frelsi fylgir ábyrgð - I
Í lok apríl samþykkti Alþingi lög um fjölmiðla og setti þar
með í fyrsta sinn heildarlög-
gjöf um fjölmiðla og starfsemi
þeirra hér á landi. Markmið
laganna er að stuðla að tján-
ingarfrelsi, rétti til upplýsinga,
fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og
fjölræði í fjölmiðlun, sem og
að efla vernd neytenda á þeim
vettvangi.
Aðdragandi og kynning
Líklega hafa fá lög sem sett
hafa verið á undanförnum árum
átt jafn langan aðdraganda og
hlotið eins góðan undirbúning. Í
raun má segja að undirbúningur
hafi hafist haustið 2004 þegar
þáverandi menntamálaráðherra
skipaði þverpólitíska nefnd
stjórnmálamanna til að athuga
ýmis atriði er lúta að íslensku
fjölmiðlaumhverfi. Nefndin
skilaði skýrslu til ráðherra
vorið 2005 og í framhaldinu var
síðan lagt fram frumvarp sem
byggðist á tillögum hennar. Í
lok árs 2007 samþykkti Evrópu-
þingið og -ráðið nýja hljóð- og
myndmiðlunartilskipun sem
verður að leiða í lög hér á landi
á grundvelli EES-samnings-
ins og eru í henni breytingar á
þeirri tilskipun sem útvarpslög-
in frá árinu 2000 byggðust á.
Vinna við gerð þess frum-
varps, sem nú er orðið að
lögum, hófst í byrjun árs 2008
og var þá ákveðið að byggja
lögin á þessu tvennu. Síðar var
ákveðið að láta frumvarpið
taka til allra fjölmiðla vegna
þess að gildandi prentlög og
útvarpslög hafa ekki fylgt þeim
tæknibreytingum sem orðið
hafa, m.a. með tilkomu netsins.
Þá þótti rétt að skýra og bæta
réttarstöðu blaða- og frétta-
manna, t.d. með því að sam-
ræma ábyrgðarreglur milli
ólíkra miðla. Við gerð frum-
varpsins var löggjöf nágranna-
ríkja okkar, tilmæli og leiðbein-
andi reglur Evrópuráðsins og
Evrópusambandsins athugaðar
og hafðar til hliðsjónar. Haustið
2009 þegar frumvarpið var
fullbúið var það sett í almenna
kynningu á vef mennta- og
menningarmálaráðuneytisins
þar sem allir gátu gert athuga-
semdir við það. Tekið var tillit
til margra þeirra athugasemda
sem bárust áður en frumvarpið
var lagt fram.
Upphaflega var mælt fyrir
frumvarpinu á vorþingi 2010
og var það tekið til umfjöllun-
ar í menntamálanefnd og leitað
umsagna frá ýmsum aðilum.
Gerði nefndin ýmsar breyt-
ingar á frumvarpinu, sem ekki
gafst tími til að ljúka áður en
þingi var slitið. Af því leiddi
að frumvarpið var lagt fram
að nýju á haustþingi 2010 með
þeim breytingum sem mennta-
málanefnd Alþingis hafði gert.
Að lokinni ítarlegri og vandaðri
meðferð nefndarinnar sam-
þykkti Alþingi frumvarpið sem
lög hinn 15. apríl síðastliðinn.
Hvers vegna lög um fjölmiðla?
Í skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis er hlutverk fjöl-
miðla skilgreint með skýrum
hætti en þar segir að fjölmiðlar
leiki „lykilhlutverk í lýðræðis-
samfélagi með því að upplýsa
almenning, vera vettvangur
þjóðfélagsumræðu og veita
aðhald þeim öflum sem vinna
gegn almannahag“. Í fjölmiðla-
lögunum er gengið út frá þess-
ari skilgreiningu. Auk tján-
ingarfrelsis, sem allir þegnar í
lýðræðisríkjum njóta, eru fjöl-
miðlum veitt tiltekin réttindi
umfram aðra, t.d. er varðar
vernd heimildarmanna. Í ljósi
þeirrar sérstöðu og áhrifavalds
sem fjölmiðlar í lýðræðisríkjum
hafa er litið svo á að þeir hafi
ríkum skyldum að gegna gagn-
vart almenningi. Í evrópskum
lýðræðisríkjum er því almennt
talið að fjölmiðlar séu af þess-
um sökum ólíkir öðrum fyrir-
tækjum og því sé eðlilegt að um
þá gildi annað regluverk en um
hefðbundinn rekstur.
Menn líta þó fjölmiðla ólíkum
augum og eru sumir þeirr-
ar skoðunar að þeir séu ekki
á nokkurn hátt frábrugðnir
öðrum fyrirtækjum. Oft er í því
samhengi vitnað til ummæla
Marks Fowler, fyrrverandi for-
manns Fjölmiðlanefndar Banda-
ríkjanna, sem taldi að sjón-
varp væri eins og hvert annað
rafmagnstæki – væri brauð-
rist með myndum! Afstaða af
þessu tagi til fjölmiðla er mun
almennari í Bandaríkjunum en í
Evrópu. Í nýjum fjölmiðlalögum
okkar er hið evrópska sjónar-
mið ríkjandi.
Réttindi fjölmiðlafólks tryggð
Eitt meginmarkmið nýrra fjöl-
miðlalaga er að skýra og bæta
réttarumhverfi blaða- og frétta-
manna. Sett voru ákvæði um
vernd heimildarmanna, ábyrgð-
arreglur voru samræmdar
fyrir hljóð- og myndmiðla,
nýmiðla og prentmiðla. Jafn-
framt var sett ákvæði um sjálf-
stæði ritstjórna, þar sem tekið
er til starfsskilyrða og starfs-
hátta til að tryggja sjálfstæði
blaða- og fréttamanna gagnvart
eigendum auk skilyrða fyrir
áminningum og brottrekstri
blaða- og fréttamanna.
Við undirbúning lagafrum-
varpsins var leitað upplýsinga
um ábyrgðarreglur í hinum
Norðurlandaríkjunum og
hvernig stjórnvaldssektum,
fésektum og skaðabótakröfum
er beitt gagnvart fjölmiðlum.
Fulltrúar blaðamannasamtaka
á Norðurlöndunum veittu fús-
lega upplýsingar um ýmis mál
auk þess sem lög nágrannaríkja
okkar voru höfð til hliðsjónar
við frumvarpssmíðina.
Markmiðið með fyrrgreind-
um ákvæðum er að draga úr
svokölluðum kælingaráhrifum,
sem birtast í því að blaða- og
fréttamenn hika við að taka
á viðkvæmum málum vegna
þess að það getur komið sér illa
fyrir eigendur þeirra eða aðra
hagsmunaaðila, t.d. auglýsend-
ur. Lögin eiga að gera fjölmiðla-
fólki auðveldara með að vernda
heimildarmenn sína, það verði
ekki gert ábyrgt fyrir beinum
tilvitnunum nafngreindra heim-
ildarmanna í greinum sínum og
dregið verði úr líkum á tilefnis-
lausum brottrekstri.
Fjölmiðlalög
Katrín
Jakobsdóttir
mennta- og
menningar-
málaráðherra
Fyrri grein af tveimur
um ný fjölmiðlalög
Markmiðið með fyrrgreindum
ákvæðum er að draga úr svokölluðum
kælingaráhrifum, sem birtast í því að
blaða- og fréttamenn hika við að taka á viðkvæm-
um málum vegna þess að það getur komið sér illa
fyrir eigendur þeirra eða aðra hagsmunaaðila,
t.d. auglýsendur.
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
Í DAG VERÐUR SÉRFRÆÐINGUR FRÁ NIKE Í ÚTILÍF
SMÁRALIND FRÁ KL. 17–19.
ÍS
L
E
N
SK
A
SI
A
.I
S
U
T
I
54
97
3
05
/1
1
TILBOÐ: 21.592 KR.
PEGASUS +27.
Vinsælustu hlaupaskórnir frá
Nike. Almennt verð: 26.990 kr.
TILBOÐ: 17.992 KR.
AIR MAX MOTO +8.
Góðir hlaupaskór.
Almennt verð: 22.490 kr.
TILBOÐ: 21.592 KR.
LUNARGLIDE +2.
Léttir hlaupaskór.
Almennt verð: 26.990 kr.
TILBOÐ: 11.192 KR.
DART 8.
Ódýrir og þægilegir skór.
Almennt verð: 13.990 kr.
20% KYNNINGAR-
AFSLÁTTURAF VÖLDUM NIKE HLAUPASKÓM OG HLAUPAJÖKKUM