Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 18
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Ótti við hrun krónunnar við afnám gjaldeyrishafta er ástæðu- laus að mati Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Hann telur afnám haftanna líklegra til að ýta undir styrkingu gengisins en hitt. Páll gagnrýnir harðlega áætl- un Seðlabankans og stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaftanna og segir skorta á rökstuðning fyrir nauðsyn haftanna. Hann flutti í gær erindi um höftin á opnum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Páll bendir á að hagstærðir séu í flestum tilvikum hagstæðar og ættu fremur að ýta undir styrk- ingu gengis krónunnar en hitt. Þannig sé raungengi krónu fimmt- ungi undir meðaltali síðustu þrjá- tíu ára og helstu hagstærðir sýni að gengi hennar sé vanmetið, um það séu helstu hagfræðingar sam- mála. „Höftin gætu haldið genginu óeðlilega lágu um langt skeið og þar með dregið úr kaupmætti almennings,“ segir hann og bend- ir á að gjaldeyrishöft hækki fjár- magnskostnað þjóðarinnar, dragi úr tiltrú á hagkerfinu og takmarki aðgengi þjóðarinnar að fjármagni. „Höftin endurspegla trú stjórn- valda á eigin verk,“ segir Páll og telur að afnám þeirra myndi leiða til hækkunar lánshæfismats landsins og flýta fyrir styrkingu gengis krónunnar. Þá bendir Páll á að viðvarandi gjaldeyrishöft og óskýr áætlun um afnám þeirra dragi úr aga við ákvarðanatöku vegna skorts á skýrum mark- miðum til að stefna að. Þá skýli gjaldeyrishöft stjórnvöldum fyrir afleiðingum lélegra ákvarðana, verji atvinnulífið fyrir samkeppni og beini einkaaðilum úr arðbær- um verkefnum í „rentusókn“. Páll segir erfitt að meta kostnað við gjaldeyrishöftin, sem í sjálfu sér búi til hvata til að viðhalda þeim. „Á Austurvelli er enginn mælir sem tifar og sýnir hversu mörgum milljörðum þjóðarbúið verður af í hverjum mánuði.“ Aðferðafræðin um afnám haft- anna krefst, að mati Páls, gagn- gerrar endurskoðunar, en áætlun- in sem kynnt hafi verið um afnám hafta sé bæði svartsýn og lítt rök- studd. Undir það hafi meðal ann- ars verið tekið í greiningu JP Morgan í aprílbyrjun. Þá segir hann veikt gengi á markaði með aflandskrónur ekki vera vísbend- ingu um gengisþróun krónunn- ar. „Gjaldeyrishöftin halda afla- ndsgenginu lágu,“ segir Páll og telur að afnema megi gjaldeyris- höft á nokkrum mánuðum. olikr@frettabladid.is Á Austurvelli er enginn mælir sem tifar og sýnir hversu mörgum milljörðum þjóðarbúið verður af í hverjum mánuði. PÁLL HARÐARSON FORSTJÓRI KAUPHALLAR ÍSLANDS Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS ...ég sá það á Vísi Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! Segir höft halda gengi krónu óeðlilega lágu Helstu hagstærðir ættu, að mati forstjóra Kauphallarinnar, fremur að auka áhuga fjárfesta á Íslandi en letja og ýta undir styrkingu á gengi krónunnar. Hann segir skorta rökstuðning fyrir nauðsyn á að viðhalda gjaldeyrishöftum. PÁLL HARÐARSON Forstjóri Kauphallar Íslands segist ekki vita til þess að mat hafi verið lagt á kostnað við gjaldeyrishöft hér á landi. „Það mat er þá vel falið í skúffu einhvers staðar,“ sagði hann á fundi í Valhöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vodafone hefur fest kaup á þeim hluta fjarskiptakerfis Fjarska ehf. sem þjónustar samkeppnismarkað. „Samningurinn var gerður í kjölfar útboðs, eftir að stjórn Fjarska ákvað að draga fyrirtækið út úr samkeppnisrekstri og sinna framvegis eingöngu sérhæfðri öryggisfjarskiptaþjónustu vegna raforkukerfisins,“ segir í sameig- inlegri tilkynningu fyrirtækjanna, en Fjarski er hluti Landsvirkjunar- samstæðunnar. Vodafone tekur yfir allar skuld- bindingar Fjarska gagnvart núver- andi viðskiptavinum fyrirtækis- ins. Með kaupunum er Vodafone sagt eignast fjarskiptakerfi sem nái til flestra landshluta. „Verður nýja kerfið viðbót við núverandi grunnnet Vodafone sem byggir á 1.800 kílómetra löngum ljósleiðara sem liggur hringinn í kringum landið, þar með talið um Vestfirði,“ segir í tilkynningu fyrirtækjanna og áréttað að Voda- fone eigi jafnframt „fjölmarga fjarskiptastaði á hálendinu“ sem séu „undirstaða langdrægs GSM kerfis fyrirtækisins“. - óká Vodafone á Íslandi kaupir samkeppnisrekstur Fjarska, fyrirtækis Landsvirkjunar: Kerfi sem nær til flestra landshluta UNDIRSKRIFT Bjarni Maríus Jónsson og Ómar Svavarsson gengu í fyrradag frá samningi um kaup Vodafone. „Þegar fólk hringir með okkar tækni á ferðum sínum erlendis þá getur það lækkað símakostnað- inn um 98 prósent,“ segir Birkir Marteinsson, einn stofnenda sprotafyrirtækisins Amivox. Fyrirtækið hefur gert sam- komulag við Landspítalann sem veitir starfsfólki spítalans aðgang að símaþjónustu Amivox og ann- arri símatækni sem fyrirtækið hefur þróað. Með samningnum geta starfsmenn Landspítalans hringt mjög ódýrt á milli landa. Til að nýta sér símtækni Ami- vox þarf að sækja hugbúnað í net- verslun og setja hann upp í far- síma. Hugbúnaðurinn gerir þeim sem hafa sett hann upp kleift að hringja á milli landa með mun ódýrari hætti en áður. Birkir tekur sem dæmi að um 350 krónur kosti að hringja úr farsíma heim frá Bandaríkjunum. Með tækni Ami- vox kosti símtalið hins vegar sjö krónur. Rúmlega 21 þúsund manns í öllum heimsálfum nýtir sér tækni Amivox í dag, að sögn Birkis. - jab Landspítalinn getur lækkað símakostnað mikið: Nota íslenskan hug- búnað fyrir farsíma LÆKKA KOSTNAÐ Starfsfólk Lands- spítalans getur lækkað símkostnað sinn verulega á ferðum sínum erlendis, segir Birkir hjá Amivox. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Færeyski bankinn BankNordik, áður Föroya Bank, hefur keypt Amagerbanken í Danmörku. Ama- gerbanken fór í þrot í febrúar og varð úr að danska bankasýslan tók hann yfir. Danska fjármálaeftir- litið á eftir að samþykkja kaupin. Gangi allt eftir greiðir BankNor- dik 235 milljónir danskra króna, jafnvirði um 5,2 milljarða króna. Færeyingarnir taka aðeins yfir ákveðna starfsemi Amagerbank- en en skilja verstu partana eftir hjá bankasýslunni. Þar á meðal eru skuldir tvö hundruð fyrrum viðskiptavina hans sem nema tólf milljörðum danskra króna. Danska viðskiptablaðið Bör- sen hafði í gær eftir Janus Peter- sen bankastjóra að kaupin væru í samræmi við stefnu BankNordik um að vaxa í Danmörku. Í blaðinu kemur fram að efna- hagsreikningur bankans stækki um rúman helming. Þar af fari innstæður úr 8,9 milljörðum danskra króna í 14,2 milljarða. - jab Færeyingar kaupa banka sem fór á hliðina í febrúar: BankNordik verður helmingi stærri EINBEITTUR BANKASTJÓRI Janus Peter- sen, bankastjóri BankNordik, sem hér er fremstur á myndinni, segir stefnuna að stækka í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 213 ER SKULDATRYGGINGARÁLAG RÍKISSJÓÐS Það hefur ekki verið lægra í tæp þrjú ár. Hæst fór það í um 1.500 stig í bankahruninu í október 2008. Þetta merkir að leggja þarf fram 2,13 prósent af nafnvirði skuldabréfa til fimm ára til að tryggja þau gegn greiðslufalli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.