Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 4
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR4
FÓLK Hin brasilíska Maria Gomes
Valentim er elsta lifandi mann-
eskjan í heiminum nú en hún er
114 ára og 314
daga gömul.
Besse Cooper
var talin vera
elsta manneskj-
an í heiminum
en eftir að fjöl-
skylda Mariu
hafði samband
við Heimsmeta-
bók Guinness
og sýndi fæð-
ingarvottorð hennar kom í ljós að
hún er fædd 48 dögum á undan
Besse.
Maria er frá Carangola sem
er fjallaþorp norður af Rio de
Janeiro. Eiginmaður hennar lést
árið 1946 og áttu þau einn son
saman. Hún á fjögur barnabörn,
sjö barnabarnabörn og fimm
barnabarnabarnabörn. Geri aðrir
betur!
Valentim sú langlífasta:
Elsta kona í
heimi 114 ára
MARIA GOMES
VALENTIM
WASHINGTON, FRÉTTABLAÐIÐ Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
og Hillary Clinton starfssystir
hans áttu langan fund í Washing-
ton í gær þar sem þau ræddu fjöl-
mörg málefni, meðal annars tengt
norðurheimskautinu, ástandinu
í heimsmálum og tvíhliða sam-
skiptum ríkjanna. Meðal annars
óskaði Össur eftir því að Banda-
ríkin styddu viðleitni Íslands um
að lagalega bindandi samningur
væri gerður um varnir gegn olíu-
mengun á Norðurslóð.
„Hún lýsti fyrir fullum stuðn-
ingi við það að Bandaríkin myndu
styðja þá viðleitni; það væri líka í
þeirra þágu,“ segir Össur.
Tilefni fundarins var að Ice-
landair hefur hafið beint áætlunar-
flug til Washington, en Clinton lét
þess getið fyrir fundinn að það
væri „yndislegt fyrir okkur, sem
elskum landið ykkar“.
Fundurinn varð mun lengri en
til stóð en Össur sagði í samtali við
Fréttablaðið eftir fundinn að hann
hafi verið árangursríkur.
„Við fórum yfir mjög mörg efni
er vörðuðu samskipti Íslands og
Bandaríkjanna, en ekki síður þá
atburðarás sem hefur komið upp
í heiminum á síðustu vikum og
dögum.“
Fyrir utan fyrrnefndar mengun-
arvarnir sagði Össur að hann hefði
kynnt Clinton hugmyndir íslenskra
stjórnvalda um stofnun alþjóð-
legrar miðstöðvar á sviði leitar og
björgunar á Íslandi.
„Hún tók ákaflega vel í þá hug-
mynd og ég lít svo á að þetta sé
upphafið að viðræðum milli okkar
og Bandaríkjanna um hvernig
hægt sé að ná því fram, auðvitað í
samvinnu við fleiri þjóðir.“
Loks sagði Össur Clinton hafa
tekið vel í tillögu hans um undir-
búning formlegs tvíhliða sam-
starfs milli Íslands og Bandaríkj-
anna á sviði rannsókna er varða
norðurslóðir.
Auk þess ræddu ráðherrarn-
ir um varnarsamstarf ríkjanna,
ástandið í Líbíu, friðarferlið fyrir
botni Miðjarðarhafs, hugsanlegt
samstarf á sviði jarðhita og ástand-
ið á Íslandi í kjölfar hrunsins.
„Hillary vissi greinilega hver
staðan er […] og var áhugasöm um
að heyra hvernig ég mæti reynsl-
una á samstarfinu við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn. Ég sagði henni
að menn hefðu veitt okkur miklu
meira svigrúm til ákvarðanatöku
en annars staðar og það hefði verið
mjög farsælt og taldi að menn ættu
að læra af þessari reynslu.“
thorgils@frettabladid.is,
juliam@frettabladid.is
Sammála um varnir
gegn olíumengun
Hillary Clinton og Össur Skarphéðinsson áttu langan fund í Washington í gær.
Clinton tók vel í hugmyndir um hertar olíumengunarvarnir í Norðurhöfum.
Ræddu líka um heimsmálin og samstarf Íslands við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
ÁRANGURSRÍKUR FUNDUR Össur Skarphéðinsson og Hillary Clinton áttu langan fund
í Washington í gær þar sem þau ræddu meðal annars málefni norðurslóða.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ 18.05.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
218,7623
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,74 115,28
185,64 186,54
163,55 164,47
21,93 22,058
20,645 20,767
18,231 18,337
1,4151 1,4233
182,57 183,65
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403:
Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
ALÞINGI Vigdís Hauksdóttir, þing-
maður Framsóknarflokksins,
hefur óskað eftir svörum frá
öllum ráðherrum í ríkisstjórn-
inni um ferðalög starfsmanna
ráðuneytanna og embættismanna
í undirstofnunum hvers ráðu-
neytis.
Vigdís vill sundurliðaðar upp-
lýsingar um hverja utanlands-
ferð, til hvaða lands var farið,
hver kostnaður var með dagpen-
ingum, sundurliðað eftir árum
frá árinu 2007 til 2010.
Ráðherrarnir hafa lögum sam-
kvæmt tíu daga til að afla upplýs-
inga og svara skriflegum fyrir-
spurnum þingmanna. - bj
Þingmaður Framsóknarflokks:
Spyr um ferða-
kostnað ríkisins
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
24°
24°
16°
24°
22°
15°
15°
21°
18°
25°
24°
32°
16°
22°
17°
16°Á MORGUN
Strekkingur víða og
stormur með SA-strönd-
inni.
LAUGARDAGUR
Stekkingur V- og A-
lands annars hægari.
-1
1
0
64
-1
1
1
6 7
8
7
8
6
4
3
3
3
5
1
2
5
4
8
16
17
14 8
13
7
7
8
KÓLNAR
Það verður kulda-
legt á landinu
norðanverðu
næstu daga en
heldur mildara
sunnan til og
einnig sólríkara
enda norðlægar
áttir ríkjandi. Um
helgina má svo bú-
ast við næturfrosti
víða um land. Ekki
gott fyrir gróðurinn.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
BÍLDUDALUR Framkvæmdir eru
hafnar við stækkun Kalkþör-
ungaverksmiðjunnar á Bíldu-
dal. Viðbygging verksmiðjunnar
verður um 1000 fermetrar að
stærð, að því er fram kemur á
vef BB.is.
Með viðbyggingunni eykst
lagerpláss verksmiðjunnar um
helming. Guðmundur Valgeir
Magnússon verksmiðjustjóri
segir við BB að stækkunin muni
skapa meiri sveigjanleika í fram-
leiðslunni og auðvelda þjónustu
við fleiri viðskiptavini.
Framkvæmdir á Bíldudal:
Stækka kalkþör-
ungaverksmiðju
AFGANISTAN Að minnsta kosti
þrettán manns, þar á meðal
óbreyttir borgarar og lögreglu-
menn, létust í sjálfsmorðspreng-
juárás sem gerð var í borginni
Jalalabad í austurhluta Afganist-
an í gær.
Fyrr um daginn létust að
minnsta kosti tólf manns í norð-
urhluta landsins þegar upp úr
sauð í mótmælum gegn hersetu-
liði Nató í borginni Talqan. Að
minnsta kosti 80 slösuðust.
Mikil ólga hefur verið í Afgan-
istan síðustu mánuði ekki síst í
borginni Jalalabad. - kh
Mannfall í Afganistan:
Minnst 25 létust
í sjálfsmorðsárás
EYÐILEGGING Að minnsta kosti þrettán
létust í sjálfsmorðsárás í Jalalabad í gær.
NORDICPHOTOS/AFP
SJÁVARÚTVEGUR Nýsmíði Ísfélags
Vestamannaeyja sem verið hafði
í smíðum í skipasmíðastöðinni
ASMAR í borginni Talcahuano
í Síle var sjósett í gær og gefið
nafnið Heimaey VE 1. Skipið
verður afhent fullbúið í mars á
næsta ári.
Heimaey VE 1 er fyrsta
nýsmíðin sem er sjósett í Talca-
huano eftir að miklir jarðskjálft-
ar skóku Síle í lok febrúar í fyrra.
Í kjölfar jarðskjálftans skall
mikil flóðbylgja á strönd lands-
ins sem olli manntjóni og eyði-
leggingu í skipasmíðastöðinni og
færði hana í kaf.
Fjölgar í skipaflotanum:
Heimaey VE-1
sjósett í Síle
DÓMSMÁL Hollenski tannlæknir-
inn Otto Spork hefur verið fundinn
sekur um brot á lögum um verð-
bréfaviðskipti þegar hann nýtti fjár-
magn úr sjóðum sem hann var í for-
svari fyrir í Kanada til að fjármagna
fyrirtæki sem honum eru tengd, að
því er kom fram í netútgáfu kan-
adíska dagblaðsins Financial Post í
gær. Málið hefur verið á borði kan-
adíska verðbréfaeftirlitsins í Ontar-
io á fjórða ár.
Spork hefur verið búsettur hér
um skeið en kanadísk félög sem
honum tengjast fjármögnuðu bygg-
ingu vatnsátöppunarfyrirtækisins
Icelandic Glacier Products á Rifi
á Snæfellsnesi sem jafnframt er í
hans eigu. Dóttir hans og tveir menn
tengdir þeim voru jafnframt fundin
sek um lögbrot.
Spork rak vogunarsjóðinn Sextant
Strategic Opportunities í Kanada
um nokkurra ára skeið. Undir hann
heyrðu nokkrir sjóðir, sem skráð-
ir eru á Cayman-eyjum. Sjóðirnir
fjármögnuðu byggingu átöppunar-
verksmiðjunnar með lánveitingum.
Í hittifyrra var skuldum breytt í
hlutafé en við það eignuðust félög
Sporks nær allt hlutafé fyrirtækis-
ins. Kanadíska verðbréfaeftirlitið
úrskurðaði árið 2008 að fyrirtæki
Sporks skyldu sett í greiðslustöðvun.
Verksmiðjuhúsið á Rifi var fokhelt
í fyrrahaust. Ekki liggur fyrir hvort
starfsemi sé hafin í því. - jab
Tannlæknir sem byggði vatnsátöppunarverksmiðju á Rifi sekur um lögbrot:
Lagði fé annarra í eigin verk
VERKSMIÐJAN Forsprakki vatnsverk-
smiðjunnar á Rifi hefur verið fundinn
sekur um lögbrot. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR