Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 62
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is Bandaríski leikstjórinn David Fincher er sagður vera í viðræðum við fram- leiðandann Scott Rudin um að leikstýra stórmynd- inni Kleópötru. Rudin og Fincher unnu saman að gerð The Social Network og Rudin hefur þegar tryggt sér þjónustu Angel- inu Jolie í titilhlutverkið. Leikkonan ku vera mjög áhugasöm um að fá Finc- her, sem hefur auð vitað haldið sambýlismanni hennar, Brad Pitt, á floti með kvikmyndum á borð við Seven, Fight Club og The Curious Case of Ben- jamin Button. Fincher er nú að leggja lokahönd á kvikmyndina Karlar sem hata konur eftir bók Stiegs Larsson og svo er á dagskránni að leikstýra neðansjávar- myndinni 20.000 Leagues Under the Sea. Samkvæmt fréttasíðu Indie Wire von- ast Rudin til að Fincher setji það verkefni til hliðar og fallist á að leikstýra myndinni um drottningu Egyptalands eftir handriti Brians Helgeland. Jolie sjálf gæti raunar orðið upptekin á næstunni því hún á að leika í kvikmynd- inni Maleficent sem Tim Burton hugðist leikstýra. Hann er nú hættur og Disney leitar logandi ljósi að arftaka hans. Jolie hefur næg járn í eldinum og hyggst fram- leiða kvikmyndina Church- ill og Roosevelt með Ant- hony Hopkins. Leikkonan hefur hins vegar vísað því á bug að hún hyggist leik- stýra þeirri mynd sjálf. Fincher orðaður við Kleópötru DUGLEG Angelina Jolie er með alla anga úti um þessar mundir og er meðal annars sögð spennt fyrir hlutverki Kleópötru. Ástralski leikarinn Mel Gibson virðist smám saman vera að ranka við sér. Kvik- mynd hans The Beaver eftir Jodie Foster hefur fengið ágætis dóma á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes og Gibson hefur að mestu leyti náð að halda sig frá vandræðum við Miðjarðarhafsströndina. Myndin hefur reyndar fengið afleita aðsókn í Bandaríkj- unum en það er alltaf von, því nú er loks farið að orða leikarann við ný hlutverk og nýjar myndir. Slíkt hefur ekki gerst í nokk- urn tíma og var hann meira að segja rekinn úr myndinni The Hangover II. Gibson er nú sagður íhuga þátttöku í kvikmyndinni Sleight of Hand. Myndin fjallar um hóp innbrotsþjófa í París sem komast óvart yfir smápening í eigu glæpaforingja. Tökur á myndinni eiga að hefj- ast í júlí og meðal annarra leikara má nefna Kiefer Sutherland, Gerard Depardieu, Gianc- arlo Giannini og Eric Cantona, knattspyrnu- hetjuna úr Manchester United. Talsmenn Gibsons hafa ekki viljað stað- festa eitt eða neitt en Gibson þarf nauð- synlega á verkefnum að halda til að koma sér og sínum ferli aftur af stað. Hann verður næst hægt að sjá í kvikmyndinni How I Spent My Summer Vacation með Peter Stormare. Mel Gibson að ranka við sér Hasarmyndin Þór nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum, en myndin situr nú á toppnum aðra vikuna í röð. Samkvæmt vefsíð- unni Box Office Mojo hefur mynd- in rakað inn 120 milljónum dala á tíu dögum, sem þykir nokkuð gott. Hins vegar kom gamanmyndin Brúðarmeyjar eða Brides maids flestum í opna skjöldu. Myndin skartar stjörnunni úr Saturday Night Live, Kristen Wiig, í aðal- hlutverki og er framleidd af Judd Apatow, en hún halaði inn 26 millj- ónum dala á sinni fyrstu sýningar- helgi. Tölfræðisnillingar í Banda- ríkjunum hafa reiknað það út að þetta sé besta frammistaða SNL- stjörnu í hlutverki sem tengist ekki þáttunum. Til gamans má geta að Heba Þórisdóttir sá um förðun leikaranna. En það voru ekki bara Brúð- armeyjar sem komu á óvart því áhuginn á vampírum og barátt- unni gegn þeim virðist ódrepandi. Kvikmyndin Priest, sem fjallar um prest í vígahug, stóð sig nefnilega betur en nokkur hafði þorað að vona. Myndinni hafði verið slátrað af gagnrýnendum en allt kom fyrir ekki, fimmtán milljónir dala komu í kassann. Fast Five varð að gera sér þriðja sætið að góðu; myndin hefur nú náð 169 milljónum dala í kassann. Óvæntar brúðarmeyjar VINSÆLL Myndasöguútgáfan af Þór hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. Johnny Depp er einn vin- sælasti leikari samtímans. Hann er yfirleitt nálægt toppsætunum yfir þá sem hala inn flestar krónur í miðasölu og nafni hans bregður yfirleitt fyrir á listum yfir kynþokkafyllstu karlmenn heims. Hann virðist hins vegar meðvitað leika gegn þeirri rullu. Nýjasta mynd Johnny Depp, Pir- ates of the Caribbean: On Strang- er Tides, verður frumsýnd um helgina. Þetta verður í fjórða sinn sem Depp bregður sér í hlutverk Jacks Sparrow, en hann var til- nefndur til Óskarsverðlauna fyrir fyrstu myndina í flokknum. Sagan á bak við Sparrow er flestum kunn; persónan er að mestu leyti byggð á Keith Richards, hinum óskiljanlega gítarleikara Rolling Stones, en hann er á sínum stað sem pabbi Sparrows. Nafn Depps dúkkar yfirleitt upp á listum yfir fallegustu eða kynþokkafyllstu leikara heims og sumar karlkynsstjörnur gang- ast raunar upp í því að næla sér í hlutverk sem tryggir þeim slíka stöðu. Ekki Depp. Hann hefur gengið nokkuð markvisst gegn ímynd sinni sem sætabrauðs- drengur með örfáum undantekn- ingum (Don Juan DeMarco, þar sem hann fékk tækifæri til að leika á móti átrúnaðargoði sínu Marlon Brando, og Chocolat). Hann virðist hreinlega elska að breyta sjálfum sér í furðufugla með skrýtnar hár- greiðslur. Samstarf Depps og leikstjór- ans Tims Burton er auðvitað margrómað og Depp hefur ekki hikað við að breyta sér fyrir hlut- verk í kvikmyndum leikstjórans. Hann tók fyrst upp á því í Edward Scissor hands og hann var ekki síður skrýtinn í Ed Wood, kvik- mynd um versta leikstjóra sög- unnar. Og svo kom Charlie and the Chocolate Factory þar sem Depp umbreyttist í súkkulaðiframleið- andann Willy Wonka. Svo komu sjóræningjamyndirnar og loks Lísa í Undralandi; þar var Depp stórkostlegur sem Óði hattarinn. Mörg andlit Johnny Depp GÓÐUR Í SKRÝTNUM Edward Scissorhands, rakarinn Sweeney Todd, Jack Sparrow og Óði hattarinn úr Lísu í Undralandi, að ógleymdum Willy Wonka, hafa gert það að verkum að Johnny Depp hefur viðhaldið stöðu sinni sem listamaður en er ekki brennimerkt stjörnuvörumerki. NÝTT UPPHAF Mel Gibson virðist loksins vera að ná sér á strik eftir erfitt tímabil. > SAMAN Á NÝ Will Ferrell og Mark Wahlberg munu leika aftur saman í kvik- myndinni The Turkey Bowl, en þeir félagar fóru á kost- um í kvikmyndinni The Other Guys. The Turkey Bowl segir frá tveimur aðdáendum amerísks ruðnings sem lendir saman. Samkvæmt breska blaðinu Daily Mirror hefur bandaríski leikstjór- inn Quentin Tarantino mikinn áhuga á því að fá Lady Gaga til að leika lítið hlutverk í næstu kvik- mynd sinni. Tarantino er mikill aðdáandi söngkonunnar og hefur gert ýmislegt til að ganga í augun á henni, lánaði henni meðal ann- ars hinn heimsfræga bleika pallbíl úr Kill Bill fyrir myndbandið Tele- phone. Tarantino hefur jafn- framt verið milligöngu- maður í að koma Gaga í samband við Angelinu Jolie, en söngkonan ku víst hafa mikinn áhuga á að verða vinkona Angel- inu og þegar Gaga hélt tónleika á Cannes-kvikmyndahá- tíðinni voru Jolie og sambýlismað- ur hennar Brad Pitt þau fyrstu á gestalistanum. „Þegar hún heyrði að þau væru bæði í Cannes vildi hún endilega að þau kæmu á tón- leikana, þannig að Tar- antino hringdi í Pitt og bauð þeim. Tarantino vill allt fyrir Gaga gera enda þráir hann að fá hana á hvíta tjaldið.“ Gaga vildi síðan ein- göngu tala við Angelinu og hafði engan áhuga á Pitt eða Tarantino. Tarantino vill Lady Gaga í nýja mynd VINSÆL Lady Gaga er vinsælasta söngkona heims og vill gjarnan vingast við Angelinu Jolie. Sæktu um á www.frumgreinamennt.is Stefnir þú að HÁSKÓLAGRUNNUR FRUMGREINANÁM HR BRÚAR BILIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.