Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 44
12 maí 2011
„Ég fór í meðferð á Vog í lok ágúst 2003
en ég var samt enginn alki. Ég var „illa
fyrirkölluð” og drakk óþarflega mikið
af því mér leið ekki vel,” segir Edda Jó-
hannsdóttir blaðamaður þar sem hún
situr í sólinni á Kanarí-eyjum. Hún er
í langþráðu fríi og rifjar upp að það
hafi ekki einu sinni hvarflað að henni
í fyrstu að fara í fulla meðferð.
„Ég ætlaði bara að róa liðið sem var
farið að hafa nokkrar áhyggjur,” segir
Edda og glottir, en „liðið” eru börnin
hennar fjögur (og nú á hún meira að
segja sjö undursamleg barnabörn).
„Á Vogi gerði ég mér svo grein fyr-
ir því að full meðferð væri málið. Á
Vík sá ég loksins þessa drykkju mína
í réttu ljósi. Ég drakk á kvöldin, píndi
mig í vinnuna á morgnana uppfull
af fögrum fyrirheitum um að drekka
ekki þann daginn, og var svo komin í
bjórinn um leið og vinnu sleppti. Það
voru efndirnar.”
„Þú ferð ekki að
keyra svona full”
Edda fæddist á Akureyri en ólst upp
í Reykjavík. Hún lætur aldrei líða að
taka það fram að hún eigi ættir að
rekja til Þingeyjasýslu eða að ung-
lingsárunum hafi hún eytt í Svíþjóð.
Hún var í tuttugu ár á Mogganum
og hefur líka verið blaðamaður
Fréttablaðinu og Eyjunni. Nú
er hún frílans og kann að lifa
lífinu edrú.
„Mér finnst ég vera frjáls
og ég dansa og syng innan um
fólk. Ég sakna drykkjunnar
aldrei. Ég hef lent í að vera á há
tíðum úti á landi og þegar ég tek
upp bíllyklana og segist ætla að
fara hefur fólk elt mig út á pla
til að stoppa mig: „Við sáum a
veg hvernig þú lést þarna inni
þú ferð ekki að keyra svona ful
Mér finnst auðvitað bráðfynd
þegar þetta gerist og er jafnfram
stolt yfir að geta „sleppt fram
mér beislinu” án áfengis. En s
verð ég líka döpur yfir því að f
geri pottþétt ráð fyrir að glatt f
sé undir áhrifum áfengis.”
Vanmáttur og vanlíðan
„Ég er ein af þeim sem þróuðu m
sér alkóhólisma,” segir Edda en
drakk ekki „alkóhólískt” fyrr en
úr fertugu. „Þá var drykkjan
tengd skemmtun lengur heldu
hún flótti frá tilfinningum. Helst
ég vera ein með kerti við geisl
arann, velta mér upp úr vemm
tónlist og grenja eigin vanmá
vanlíðan. Diskarnarnir mínir síð
eru allir ónýtir af kertavaxi og tárum.”
Er erfiðara fyrir konur að viður-
kenna alkóhólisma fyrir sjálfri sér og
öðrum?
„Alkóhólismi er meira feimnis-
mál fyrir konur en karla held ég,” seg-
ir Edda og bætir viða ð konur gerir oft
gríðarlegar kröfur til sjálfra sín og eiga
erfitt með að viðurkenna að þær hafi
misst stjórn á eigin lífi.
Alkóhólismi er
fjölskyldusjúkdómur
Stundum er talað um gardínubyttur
og Edda kannast við það hugtak.
„Það er mikið um að konur frá fer-
tugu og upp úr drekki óhóflega en þá í
laumi,” segir hún. „Þær sem eiga fjöl-
skyldur reyna að blekkja fjölskyld-
una, og tekst oft vel upp. Alkóhólismi
er fjölskyldusjúkdómur og útilokað
að fjölskyldan finni ekki fyrir sorg og
vanlíðan vegna alkans, sem beitir þó
öllum brögðum til að leyna drykkj-
unni. Alki í neyslu er nánast eins og
sjónhverfingamaður, ótrúlegur blekk-
ingameistari og oft með tvö kerfi í
angi þegar hann drekkur. Hann
rekkur sem sagt mjög pent með
ölskyldu og vinum, en er með
ukaskammt einhversstaðar fal-
nn sem hann laumast í reglu-
ga. Stundum vita aðstandend-
r af aukabirgðunum, stundum
kki. Þeir verða þá mjög hissa
egar alkinn er orðinn öskufull-
r og að sama skapi leiðinlegur.
Á endanum getur alkinn auðvit-
ð ekki falið eitt né neitt.”
Fólk er almennt
edrú í flugvélum
En var ekkert erfitt að vera allt í
einu edrú á miðjum aldri?
„Það er ótrúlega gott að vera
edrú en þegar ég kom úr með-
erð fannst mér lífið búið. Hvað átti ég
nú að gera? Það var ekki hægt að fara
útilegur, hvað þá utanlandsferðir, án
þess að drekka áfengi. Ég bjóst ekki
við því að geta farið út að borða
eð vinum eða dansa. Neibb.
llt hljómaði þetta ömurlega ef
kki var hægt að taka tappa úr
ösku,” útskýrir Edda á Kanarí.
Þú ert nú á djammi í útlönd-
m núna svo þetta hefur aldeil-
s breyst.
„Já. Nú veit ég að fólk er al-
mennt bláedrú í flugvélum,”
egir Edda og hlær. „Allt þetta
em var drykkjutengt hjá mér
er það ekki hjá venjulegu fólki.
Ég segi „venjulegu” því ölkum
finnst þeir oft vera á skjön við
„venjulegt” fólk þótt þeir séu
edrú.”
Eitthvað að lokum?
„Alkóhólismi er grafalvarlegt mál
og fleiri sem látast úr alkóhólisma en
nokkrum öðrum sjúkdómi. Á Íslandi
er alkóhólismi þjóðarböl og mikil-
vægara nú en nokkru sinni að fá alk-
ana í meðferð og byggja þá upp.”
-MT
ÉG VAR ENGINN ALKI
EDDA JÓHANNS
DÓTTIR blaðamaður
átti ekki í neinum
vandræðum með áfengi
og hún var alls enginn
alki þegar hún fór á Vog.
Hún var bara illa fyrir
kölluð, en síðan hafa árin
liðið og edrúlífið leikið við
hana. Það er ekkert eins
gott og að vera í bata frá
alkóhólisma.
á
-
n
l-
–
l!”
ið
t
af
vo
ólk
ólk
eð
hún
upp
ekki
r var
vildi
aspil-
ilegri
tt og
an þá
g
d
fj
a
i
le
u
e
þ
u
a
m
A
e
fl
u
i
s
s Á ÍSLANDI
ER ALKÓ
HÓLISMI
ÞJÓÐARBÖL
f
í
FALLEGU DÆTURNAR Hér er
Edda með stelpunum sínum þeim
Önnu Lilju og Höllu Vilborgu en þær
eru mjög nánar, enda varla ár á milli
stelpnanna.
TVÍBURARNIR
Edda á líka
tvíburastrákana Pál
Ragnar og Jóhann
Óskar en þeir eru
fæddir 1975.
Á GÓÐUM DEGI Edda telur
að alkóhólismi geti stundum
verið meira feimnismál fyrir
konur en karla.
EDDA JÓHANNSDÓTTIR
Það er til líf eftir að tappinn
hefur verið settur í flöskuna og
Edda er sko aldeilis í stuði hvar
sem hún kemur. Hún saknar
þess ekki að drekka áfengi.
AF HVERJU
KAUPIR ÞÚ
ÁLFINN?
Ég keypti
fyrsta álfinn
minn af
fallegri ung-
lingsstúlku
í vorsólinni
niðri við
Tjörn fyrir
tíu árum
síðan. Það
var í fyrsta
sinn sem ég upplifði vorið á
sama hátt og ég hafði gert sem
barn - með öll skilningarvitin
glaðvakandi - og ég var andak-
tug yfir fegurð náttúrunnar og
lífsins dag eftir dag þetta vor
og sumar. Álfurinn minnir mig
aftur og aftur á þetta kraftaverk
og ég kaupi hann með þakk-
læti í sinni því ég veit að hann
gefur öðrum sama stórkostlega
tækifæri og mér var gefið til að
hleypa birtunni aftur inn í líf sitt.
Linda Vilhjálmsdóttir
rithöfundur
Alkóhólismi
er sjúkdómur
sem snertir
flestar
fjölskyldur
á landinu,
beint eða
óbeint.
Fólk skilur
stundum
ekki að alkó-
hólistanum
er ekki sjálfrátt og er veikur og
oftar en ekki endar líf alkóhól-
ista með dauða. SÁÁ vinnur
öflugt og þarft starf til hjálpar
alkóhólistum og aðstandendum
þeirra. Persónulega finnst mér
algerlega óásættanlegt að
niðurskurður til stofnunarinnar
skuli verða á árinu 30-40%. Að
kaupa álfinn er það minnsta sem
maður getur gert.
Hlín Einarsdóttir ritstjóri
Ég kaupi
alltaf Álfinn.
Fyrir mér
er hann
stuðningur
við ungt fólk
sem lendir í
vanda. Hann
er þetta
lítilræði sem
hægt er að
leggja að
mörkum en skiptir samt svo
miklu máli. Ber hann stolt á
öxlinni á ári hverju. Ég held að
það fylgi honum gæfa.
Guðrún Ögmundsdóttir
fyrrverandi alþingiskona
Þó maður
haldi að lífið
sé einfalt og
að þeir sem
hjálpi sér
sjálfir komist
óskaddaðir í
mark, er það
því miður
ekki alveg
þannig. Lífið
vefst fyrir
mörgum og það þótt Lýðheilsu-
stöð hafi gefið út Geðorðin 10
sem gott er að fara eftir – svona
ef maður nennir ekki gamla
biblíudótinu. Hvort sem manni
líkar betur eða verr kemur fólkið
sem fer út af sporinu manni
við. Þess vegna kaupi ég Álfinn.
Ég kaupi hann af því að ef ég
sjálfur væri í utanvegaakstri
vildi ég að þeir á beinu brautinni
myndu kaupa hann og styrja
SÁÁ, sem svo sannarlega þarf
á aurunum að halda, sem aldrei
fyrr.
Dr. Gunni
tónlistarmaður