Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 66
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR42 TILBOÐ 3 TILBOÐ 2 TILBOÐ 1 Komið og prófið nýja matseðilinn okkar Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney ætlar að gefa út plötu með öllum sínum uppáhaldslög- um úr æsku. Hann hefur þegar tekið upp um tólf lög ásamt söng- konunni Diönu Krall. McCartn- ey vill samt ekki að sér verði líkt við popparann Rod Stewart. „Mig hefur langað að gera þetta síðan ég var í Bítlunum. Síðan fór Rod að gera þetta á fullu og ég hugs- aði með mér: Ég verð að bíða með þetta svo það líti ekki út fyrir að ég sé að herma eftir Rod,“ sagði hann. McCartney er einnig að undirbúa nýja rokkplötu, hugsan- lega í samstarfi við Dave Grohl úr Foo Fighter. Syngur lög í uppáhaldi NÝ PLATA Paul McCartney ætlar að gefa út plötu með uppáhaldslögum sínum úr æsku. Vefsíðan Billetlugen.dk, þar sem fimm Íslendingar starfa, var valin besta vefverslun Danmerk- ur þegar vefverðlaunin E-Handel- prisen voru afhent fyrir skömmu. „Þetta kom aðeins á óvart. Ég var ekki mjög áhyggjufullur fyrir þetta en þegar við mætt- um á svæðið byrjaði ég að vera mjög stressaður,“ segir Sindri Már Finnbogason hjá Billetlugen. „Það voru í kringum þrjú hundr- uð manns þarna og þetta er frek- ar stór viðburður sem er haldinn þarna árlega. Það er rosaleg viður- kenning að fá þetta.“ Verðlaunin eru að vonum góð kynning fyrir Billetlugen.dk, sem er byggð á síðunni Midi.is. „Það var ekkert rosalega gott orðspor sem fór af Billetlugen þegar við komum út. Þessi verðlaun undir- strika þá vinnu sem við erum búnir að leggja í hlutina til að gera fyrirtækið betra,“ segir Sindri. Billetlugen selur um þrjár millj- ónir miða á hverju ári, þar á meðal fyrir Hróarskelduhátíðina, Tívolí- ið, skemmtistaðinn Vega, Park en og Danmarks Radio. Sindri Már og félagar hafa einnig opnað nýja miðasölusíðu í Svíþjóð undir nafn- inu Biljettforum.se og eru að und- irbúa aðra til viðbótar í Noregi sem stendur til að opna í júní. - fb Reka bestu vef- verslun Danmerkur SIGURVEGARAR Sindri Már Finnbogason og Björn Hr. Björnsson starfa hjá Billetlugen í Danmörku. Danski leikstjórinn Lars Von Trier er kominn til Cannes og nærvera hans fer ekki framhjá neinum. Dönsku blöðin keppast um að birta fréttir af leikstjór- anum og yfirlýsingum hans. Lars Von Trier hefur yfirleitt haft það til siðs að frumsýna kvik- myndir sínar í Cannes. Þrátt fyrir að leikstjórinn sé haldinn sjúk- legri flughræðslu og ferðafóbíu þá lætur hann sig hafa það. Og eins og alltaf hristir danski furðufuglinn svolítið upp í kvikmyndapressunni með skrítnum og stundum ófyrir- leitnum yfirlýsingum. Nýjasta myndin hans Melancholia hefur fengið frábæra dóma í Danmörku en gagnrýnendur í Cannes eru á báðum áttum, segja hana eilítið yfirborðskennda og vonda fyrir hlé. Hún nái sér hins vegar á strik í seinni hálfleik en aðalhlutverkin eru í höndunum á Kirsten Dunst úr Spider Man-myndunum og Char- lotte Gainsbourg. En það er náttúruega ekki bara myndin sem vekur athygli á Trier því leikstjórinn er yfirleitt frem- ur stóryrtur á blaðamannafund- um og lætur gamminn geisa þó mörgum þyki grínið yfirleitt grátt gaman. Þannig lýsti Trier því yfir að hann hefði einu sinni haldið að hann væri gyðingur. „En svo kom Susanne Bier og þá þakk- aði ég fyrir að ég væri ekki gyð- ingur. Æi, gleymið þessu, þetta var bara brandari,“ er haft eftir Trier. Bier er á góðri leið með að verða einn virtasti leikstjóri Dana, hreppti meðal annars Óskarinn fyrir bestu erlendu myndina í ár en það virðist anda köldu á milli þeirra ef marka má orð Triers. En Trier var ekki búinn því hann hélt næst lofræðu um nasistann og arkitektinn Albert Speer, sagði hann hafa verið mikinn hæfileika- mann. „Við nasistarnir höfum allt- af hugsað hlutina í hinu stóra sam- hengi, við vitum til að mynda alveg hver er lokalausnin fyrir ykkur blaðamenn.“ Og það var ekki að sökum að spyrja; samtök eftirlif- enda Helfarinnar gagnrýndu Trier harðlega og sögðu orð hans dæma sig sjálf. Trier var ekki af baki dottinn og eftir að hafa lýst yfir dálæti sínu á Speer talaði hann um þann draum sinn að gera lesbíska erótíska kvikmynd með Kirsten Dunst og Gainsbourg í aðalhlutverki. „Þetta verður fjögurra til fimm tíma mynd með miklu kynlífi.“ freyrgigja@frettabladid.is TRIER HRISTIR UPP Í CANNES TRIER HNEYKSLAR Lars Von Trier hefur haft það fyrir sið að koma á kvikmyndahá- tíðina í Cannes og hneyksla fólk með annaðhvort myndum sínum eða yfirlýsingum. Hann lét orðin nægja að þessu sinni. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.