Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 34
02 4 14 10 N30 ÁR AFTUR Í TÍMAN Þrátt fyrir að Íslendingum hafi verulega fjölgað og sjúklingahópurinn sé að mörgu leiti veikari og þurfi meiri meðferð er haldið áfram að skera niður til meðferðarmála. UNGA FÓLKIÐ HVERFUR EKKERT Frá því unglingadeildin tók til starfa fyrir um ellefu árum hefur náðst mikill árangur á meðal ungs fólks en nýkomum ungra hefur ekki fækkað síðustu ár enda fjölgar Íslendingum. EINAR MÁR MEÐ HUGVEKJU Við hjá SÁÁ blaðinu fengum Einar til að skrifa snilldargrein um járnbrautalestir og alkóhólisma. Hann ollir engum vonbrigðum frekar en fyrri daginn. MEIRI NIÐURSKURÐUR TIL ÁFENGIS OG VÍMUEFNA MEÐFERÐAR EN ANNARRAR HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU: Nýleg og hörmuleg dauðsföll áfengis- og vímuefnafíkla og yfirvofandi hætta á aukningu á HIV smiti meðal fíkla minnir okkur óþyrmilega á að áfengis- og vímuefnavandinn er sann- arlega mesta mein aldarinnar á Íslandi. Við erum þó í svo mikilli afneitun að allar fréttir um þennan vanda koma okkur á óvart. Við leið- um hjá okkur að 10.2 % allra núlifandi karla á Íslandi sem eru 15 ára og eldri hafa þegar komið á sjúkrahúsið Vog. Þykjumst ekki vita að á síðustu 15 árum létust rúmlega 700 af þeim sem hafa verið á Vogi yngri en 55 ára, þar af voru 108 undir 30 ára. Við könnumst ekkert við að 600 fíklar eru með lifrarbólgu C veiruna í blóði sínu og að 1872 einstaklingar hafa sprautað vímuefnum í æð. Kjörnir fulltrúar okkar loka augunum, halda fyrir eyrun og draga meira úr opinberum fjárframlögum til áfengis- og vímuefnameðferðar en til annarr- ar heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Við segjum ekki neitt og vonum að við vöknum upp af þessari martröð. ÞÓRARINN TYRFINGSSON SKRIFAR LEIÐARI ÚTGEFANDI: SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík. Sími: 530 7600 ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórarinn Tyrfingsson. RITSTJÓRI: Mikael Torfason. LJÓSMYNDARAR: Gunnar Gunnarsson. PRENTUN OG DREIFING: Ísafoldarprentsmiðja. „Álfasalan snýst um að unga fólkið okkar fái tækifæri til að fóta sig á ný, eignist betra líf og bjarta framtíð,“ segir Bjarni Arason, tónlistarmaður og kynningarstjóri álfasölu SÁÁ sem nú er fer í gang í tuttugasta og annað sinn. Bjarni veit hversu ánægjulegt það er þegar „ungt fólk snýr vörn í sókn og umbreytir lífi sínu til hins betra,“ eins og hann orðar það sjálfur. Mikilvægasta fjáröflunarleiðin lfasalan skiptir SÁÁ gríðarlega miklu máli og er mikilvægÁ - sta fjáröflunarleið samtakanna, sérstaklega nú þegar fjára - eitingar hins opinbera hafa verulega dregist saman.v „Við sem þjóð erum svo heppinn að eiga SÁÁ að,“ segir jarni sem hvetur fólk til að kaupa álfinn því annars gætiB rið svo að starfsemi SÁÁ skerðist hreinlega.fa Ekki þarf að hafa mörg orð um efnahagshrunið en það gleymist oft að það hefur haft veruleg áhrif á stöðu margra áfengis- og vímuefnaneytenda. Margir sem áður gátu höndlað líf sitt geta það ekki lengur og margir sem áður voru í jaðri áhættuhópa eru nú komnir í þá miðja. Unglingadeild í ellefu ár Almenn vímuefnaneysla á Íslandi fer stöðugt vaxandi og unga fólkið okkar í stórum hluta nýrra neytenda. Vanda- málin eru margháttuð og oft skelfileg. SÁÁ hefur nú rekið unglingadeild á Vogi í ellefu ár og hefur skilað mörg hundr- uð ungmennum aftur út í samfélagið – reiðubúnum að tak- ast á við daglegt líf. Það myndi fela í sér skelfilegar afleiðing- ar ef SÁÁ þyrfti að skera niður þjónustu við fjórtán til nítján ára ungmenni og samkvæmt Bjarna er róið öllum árum að því að svo verði ekki. „Álfurinn verður til sölu víðsvegar á landinu og við allar helstu stórverslanir á höfuðborgarsvæðinu, við alla útsölu- staði ÁTVR og nýlundan í ár er að N1 hefur gengið til liðs við SÁÁ með myndarlegum hætti og ætlar að bjóða upp á álfinn á sínum bensínstöðvum víðsvegar um landið,“ segir Bjarni og að lokum má benda á að álfurinn verður einnig til sölu á heimasíðu SÁÁ, www.saa.is. Aldrei hefur verið mikilvægar að styðja við bakið á SÁÁ: maí 2011 SÓKN OG KAUPUM ÁLFINN ÁLFASALAN SNÝST UM AÐ UNGA FÓLKIÐ OKKAR FÁI TÆKIFÆRI TIL AÐ FÓTA SIG Á NÝ Á SÍÐUSTU 15 ÁRUM LÉTUST RÚMLEGA 700 AF ÞEIM SEM HAFA VERIÐ Á VOGI YNGRI EN 55 ÁRA ÞJÓÐ Í AFNEITUN Við látum eins og það sé ekki staðreynd að 600 fíklar séu með lifrarbólgu C veiruna í blóði sínu og að 1872 einstaklingar hafi sprautað vímuefnum í æð. Dagana 19.-22. maí seljum við SÁÁ álfinn. Um árabil hefur álfasalan eflt og stutt við forvarna og unglinga- starf SÁÁ. Um leið og Íslendingar eru hvattir til að kaupa álfinn þá má benda áhugasömum á heimasíðu SÁÁ vilji þeir taka þátt í að selja álfinn. Slóðin er www. saa.is en nú ríður á fólk fylki sér á bakvið samtökin. SÁÁ ÁLFURINN ÞARFNAST ÞÍN BJARNI ARASON TÓNLISTARMAÐUR „Við sem þjóð erum svo heppinn að eiga SÁÁ að,“ segir Bjarni sem hvetur fólk til að kaupa álfinn því annars gæti farið svo að starfsemi SÁÁ skerðist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.