Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 19.05.2011, Blaðsíða 60
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson > Í SPILARANUM FM Belfast - Don‘t Want to Sleep Friendly Fires - Pala Bon Iver - Bon Iver Junior Boys - It‘s All True Bandaríska plötuútgáfan ANTI hefur það að yfirlýstu markmiði að þar geti tónlistarmenn gert hlutina á sínum eigin forsendum. Það er fullt af flottum listamönnum á mála hjá ANTI, allt frá Tom Waits yfir í Sage Francis, en gamlir meistarar eru áberandi. Oft eru þetta lista- menn sem passa ekki lengur inn í útgáfustefnu stórfyrirtækjanna sem þeir voru hjá, en ANTI gefur þeim tækifæri til þess að hugsa hlutina upp á nýtt, taka nýjan pól í hæðina. Gott dæmi um þetta er orgelsnill- ingurinn Booker T. Jones sem var leiðtogi þeirrar frábæru hljómsveit- ar Booker T. and the MGs sem bæði var húshljómsveit hjá Stax-plötu- fyrirtækinu í Memphis á áttunda áratugnum og sendi frá sér instrú- mental soul-smelli eins og Green Onions, Hip Hug-Her og Melting Pot. Booker T. gerði samning við ANTI og gaf út alveg þokkalega plötu, Potato Hole, fyrir tveimur árum. Fyrir nokkrum dögum kom svo plata númer tvö, The Road From Memphis, og á henni er gamli Hammond-snillingurinn í essinu sínu. Bæði ný lög og gömul eru á The Road From Memphis. Flest þeirra eru án söngs, en Sharon Jones, Yim Yames úr My Morning Jacket, Matt Berninger úr The National og Lou Reed syngja eitt lag hvert auk þess sem Booker T. syngur sjálfur eitt. Öll ellefu lögin grúva feitt og einkennast af tilþrifum Bookers á Hammondinn. Á meðal laganna er ósungin útgáfa af Gnarls Barkley-laginu Crazy. Ein af ástæðunum fyrir því hvað nýja platan er miklu betri en Potato Hole er að hún er unnin með ?uestlove, trommuleikara The Roots, sem er alfræðiorða- bók í soul- og fönktónlist og greinilega rétti maðurinn til þess að hefja þennan gamla meistara á þann stall sem honum hæfir. Frábær plata. Maður trúi því varla ennþá að hún geti verið svona góð ... Tilþrif á Hammondinn NÝ PLATA Booker T. er að gera góða hluti á nýju plötunni. Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Havarí, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 12. - 18. maí 2011 LAGALISTINN Vikuna 12. - 18. maí 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Adele ...................................................Someone Like You 2 Vinir Sjonna.............................................. Coming Home 3 Bruno Mars .......................................................Lazy Song 4 Bubbi Morthens................................................... Ísabella 5 Megas & Senuþjófarnir ...Lengi skal manninn reyna 6 Katy Perry .......................................................................E.T. 7 Valdimar ..............................................................Yfirgefinn 8 Jessie J ..................................................................Price Tag 9 Britney Spears .................................Till The World Ends 10 Stella Mwangi ................................................Haba Haba Sæti Flytjandi Lag 1 Ýmsir ......Eurovision Song Contest 2011: Düsseldorf 2 Víkingur Heiðar Ólafsson ..................... Bach / Chopin 3 Ýmsir .........................Gleðibankinn: 25 ár í Eurovision 4 Valdimar ............................................................Undraland 5 Megas og Senuþjófarnir ..... (Hugboð) um vandræði 6 Sjonni‘s Friends ...................................... Coming Home 7 Andrea & Blúsmenn .........................Rain On Me Rain 8 Magnús og Jóhann ................Ástin og lífið 1971-2011 9 Björk .....................................................................Gling gló 10 Skálmöld ...................................................................Baldur > PLATA VIKUNNAR Rain on me rain ★★★ Andrea Gylfadóttir & Blúsmenn „Andrea Gylfadóttir sýnir hvað hún getur á pottþéttri blúsplötu.” - TJ Steven Tyler, söngvari Aerosmith og dómari í American Idol, segist einu sinni hafa átt kynmök við annan karl- mann en hann hafi ekki viljað prófa það aftur. „Ég fíla ekki kynlíf með karlmönn- um. Ég prófaði það einu sinni þegar ég var yngri en fékk ekki mikið út úr því,“ skrifaði hann í nýrri ævisögu sinni Does the Noise In My Head Bother You? sem er nýkomin út. Þar lætur hann ýmislegt flakka um litríkan feril sinn sem rokksöngvara í fremstu röð. Hann krafð- ist þess ávallt að „hreinar stelpur“ biðu hans í sturtunni eftir tónleika. „Þrátt fyrir að hugur minn sé sóðalegur skiptir líkamlegt hreinlæti mig máli. Kelly [aðstoð- arkona Aerosmith] sá alltaf til þess að stelpurnar væru í sturtunni þegar ég kom inn í herbergið. Ég vildi ómengaða fegurð. Ég get ekki kysst stelpu sem hefur verið að stökkva fram af svið- inu með fimm hundruð öðrum karlmönnum,“ skrifaði hann. Í bókinni segir hann einnig frá einelti sem hann varð fyrir í æsku og að hann hafi aldrei átt í ástarsambandi við konu sem hafi treyst honum fullkomlega. Svaf hjá karlmanni Platan Born This Way með Lady Gaga kemur út eftir helgi. Þétt- ur danstakturinn er áfram í fyrirrúmi og ljóst er að hún ætlar ekkert að slaka á heimsyfirráðum sínum í poppheiminum. Önnur hljóðsversplata poppdívunn- ar Lady Gaga í fullri lengd, Born This Way, kemur út á mánudaginn og bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu enda er Gaga líklega vinsælasti poppari heims í dag ásamt Justin Bieber. Gaga heitir réttu nafni Stefani Germanotta og fæddist í New York 28. mars 1986. Hún gekk í kaþólskan stúlknaskóla áður en hún hóf tónlistar- nám við Tisch-skólann í Háskóla New York, sautján ára gömul. Ung að aldri byrjaði Gaga að spila á píanó og semja lög þar sem áhrifavaldarn- ir voru glysrokkarar á borð við David Bowie og Freddie Mercury (nafnið Gaga er fengið úr Queen-laginu Radio Ga Ga) ásamt poppurum á borð við Madonnu og Michael Jack- son. Árið 2007 byrjaði hún að koma fram á klúbbum í New York undir nafninu Lady Gaga and the Starlight Revue ásamt vinkonu sinni Lady Starlight. Útgáfufyrirtæki sáu fljótt að eitthvað var spunnið í Gaga. Def Jam varð fyrst til að semja við hana en ekkert kom út úr því samstarfi. Hún komst þá í kynni við upptökustjórann Rob Fusari. Hann sendi lög sem hann hafði gert með Gaga til Vin- cents Herbert, eiganda Streamline Records, undirfyrirtækis Inter- scope Records, sem gerði við hana samning þar sem hún starfaði sem lagahöfundur. En eftir að popparinn Akon heyrði Gaga syngja fékk hann Interscope Records til að gera sam- eiginlegan útgáfusamning við Gaga og fyrirtæki sitt Kon Live og þar með var hún komin undir hans verndarvæng. Gaga byrjaði að undirbúa sinn eigin sólóferil og fyrsta smáskífulagið Just Dance kom út í apríl 2008 og í fram- haldinu platan The Fame. Þar samdi hún öll lögin, meðal annars í sam- starfi við Fusari. Miklar vinsæld- ir Just Dance opnuðu leiðina fyrir næsta lag, Poker Face, sem varð risasmellur og skaut Lady Gaga upp á stjörnuhimininn. The Fame hefur nú selst í yfir tólf milljónum ein- taka. Næsta plata Gaga, The Fame Monster, átti upphaflega að vera bónus- plata með The Fame en ákveð- ið var að bæta fleiri lögum við og gefa út átta laga plötu. Hún fékk einnig jákvæðar við- tökur, þar á meðal fyrsta smá- skífulagið Bad Rom- ance. Nýja platan Born This Way hefur að geyma fjór- tán lög og semur Gaga sem fyrr allt efnið í samstarfi við aðra. Titillagið Born This Way, þar sem þéttur danstakt- urinn er eins og áður í fyrir- rúmi, fór rakleiðis á toppinn í tuttugu löndum. Miðað við þau lög sem hafa heyrst af plöt- unni er Gaga enn í fínu formi og mun vafalítið ekki slaka á heimsyfirráðum sínum í popp- inu á næstunni. freyr@frettabladid.is Heimsyfirráð Lady Gaga GEFUR ÚT BORN THIS WAY Nýjasta plata Lady Gaga nefnist Born This Way og kemur út eftir helgi. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.