Fréttablaðið - 19.05.2011, Side 18

Fréttablaðið - 19.05.2011, Side 18
19. maí 2011 FIMMTUDAGUR18 Umsjón: nánar á visir.is Ótti við hrun krónunnar við afnám gjaldeyrishafta er ástæðu- laus að mati Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Hann telur afnám haftanna líklegra til að ýta undir styrkingu gengisins en hitt. Páll gagnrýnir harðlega áætl- un Seðlabankans og stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaftanna og segir skorta á rökstuðning fyrir nauðsyn haftanna. Hann flutti í gær erindi um höftin á opnum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík. Páll bendir á að hagstærðir séu í flestum tilvikum hagstæðar og ættu fremur að ýta undir styrk- ingu gengis krónunnar en hitt. Þannig sé raungengi krónu fimmt- ungi undir meðaltali síðustu þrjá- tíu ára og helstu hagstærðir sýni að gengi hennar sé vanmetið, um það séu helstu hagfræðingar sam- mála. „Höftin gætu haldið genginu óeðlilega lágu um langt skeið og þar með dregið úr kaupmætti almennings,“ segir hann og bend- ir á að gjaldeyrishöft hækki fjár- magnskostnað þjóðarinnar, dragi úr tiltrú á hagkerfinu og takmarki aðgengi þjóðarinnar að fjármagni. „Höftin endurspegla trú stjórn- valda á eigin verk,“ segir Páll og telur að afnám þeirra myndi leiða til hækkunar lánshæfismats landsins og flýta fyrir styrkingu gengis krónunnar. Þá bendir Páll á að viðvarandi gjaldeyrishöft og óskýr áætlun um afnám þeirra dragi úr aga við ákvarðanatöku vegna skorts á skýrum mark- miðum til að stefna að. Þá skýli gjaldeyrishöft stjórnvöldum fyrir afleiðingum lélegra ákvarðana, verji atvinnulífið fyrir samkeppni og beini einkaaðilum úr arðbær- um verkefnum í „rentusókn“. Páll segir erfitt að meta kostnað við gjaldeyrishöftin, sem í sjálfu sér búi til hvata til að viðhalda þeim. „Á Austurvelli er enginn mælir sem tifar og sýnir hversu mörgum milljörðum þjóðarbúið verður af í hverjum mánuði.“ Aðferðafræðin um afnám haft- anna krefst, að mati Páls, gagn- gerrar endurskoðunar, en áætlun- in sem kynnt hafi verið um afnám hafta sé bæði svartsýn og lítt rök- studd. Undir það hafi meðal ann- ars verið tekið í greiningu JP Morgan í aprílbyrjun. Þá segir hann veikt gengi á markaði með aflandskrónur ekki vera vísbend- ingu um gengisþróun krónunn- ar. „Gjaldeyrishöftin halda afla- ndsgenginu lágu,“ segir Páll og telur að afnema megi gjaldeyris- höft á nokkrum mánuðum. olikr@frettabladid.is Á Austurvelli er enginn mælir sem tifar og sýnir hversu mörgum milljörðum þjóðarbúið verður af í hverjum mánuði. PÁLL HARÐARSON FORSTJÓRI KAUPHALLAR ÍSLANDS Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni. Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS ...ég sá það á Vísi Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! Segir höft halda gengi krónu óeðlilega lágu Helstu hagstærðir ættu, að mati forstjóra Kauphallarinnar, fremur að auka áhuga fjárfesta á Íslandi en letja og ýta undir styrkingu á gengi krónunnar. Hann segir skorta rökstuðning fyrir nauðsyn á að viðhalda gjaldeyrishöftum. PÁLL HARÐARSON Forstjóri Kauphallar Íslands segist ekki vita til þess að mat hafi verið lagt á kostnað við gjaldeyrishöft hér á landi. „Það mat er þá vel falið í skúffu einhvers staðar,“ sagði hann á fundi í Valhöll í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Vodafone hefur fest kaup á þeim hluta fjarskiptakerfis Fjarska ehf. sem þjónustar samkeppnismarkað. „Samningurinn var gerður í kjölfar útboðs, eftir að stjórn Fjarska ákvað að draga fyrirtækið út úr samkeppnisrekstri og sinna framvegis eingöngu sérhæfðri öryggisfjarskiptaþjónustu vegna raforkukerfisins,“ segir í sameig- inlegri tilkynningu fyrirtækjanna, en Fjarski er hluti Landsvirkjunar- samstæðunnar. Vodafone tekur yfir allar skuld- bindingar Fjarska gagnvart núver- andi viðskiptavinum fyrirtækis- ins. Með kaupunum er Vodafone sagt eignast fjarskiptakerfi sem nái til flestra landshluta. „Verður nýja kerfið viðbót við núverandi grunnnet Vodafone sem byggir á 1.800 kílómetra löngum ljósleiðara sem liggur hringinn í kringum landið, þar með talið um Vestfirði,“ segir í tilkynningu fyrirtækjanna og áréttað að Voda- fone eigi jafnframt „fjölmarga fjarskiptastaði á hálendinu“ sem séu „undirstaða langdrægs GSM kerfis fyrirtækisins“. - óká Vodafone á Íslandi kaupir samkeppnisrekstur Fjarska, fyrirtækis Landsvirkjunar: Kerfi sem nær til flestra landshluta UNDIRSKRIFT Bjarni Maríus Jónsson og Ómar Svavarsson gengu í fyrradag frá samningi um kaup Vodafone. „Þegar fólk hringir með okkar tækni á ferðum sínum erlendis þá getur það lækkað símakostnað- inn um 98 prósent,“ segir Birkir Marteinsson, einn stofnenda sprotafyrirtækisins Amivox. Fyrirtækið hefur gert sam- komulag við Landspítalann sem veitir starfsfólki spítalans aðgang að símaþjónustu Amivox og ann- arri símatækni sem fyrirtækið hefur þróað. Með samningnum geta starfsmenn Landspítalans hringt mjög ódýrt á milli landa. Til að nýta sér símtækni Ami- vox þarf að sækja hugbúnað í net- verslun og setja hann upp í far- síma. Hugbúnaðurinn gerir þeim sem hafa sett hann upp kleift að hringja á milli landa með mun ódýrari hætti en áður. Birkir tekur sem dæmi að um 350 krónur kosti að hringja úr farsíma heim frá Bandaríkjunum. Með tækni Ami- vox kosti símtalið hins vegar sjö krónur. Rúmlega 21 þúsund manns í öllum heimsálfum nýtir sér tækni Amivox í dag, að sögn Birkis. - jab Landspítalinn getur lækkað símakostnað mikið: Nota íslenskan hug- búnað fyrir farsíma LÆKKA KOSTNAÐ Starfsfólk Lands- spítalans getur lækkað símkostnað sinn verulega á ferðum sínum erlendis, segir Birkir hjá Amivox. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Færeyski bankinn BankNordik, áður Föroya Bank, hefur keypt Amagerbanken í Danmörku. Ama- gerbanken fór í þrot í febrúar og varð úr að danska bankasýslan tók hann yfir. Danska fjármálaeftir- litið á eftir að samþykkja kaupin. Gangi allt eftir greiðir BankNor- dik 235 milljónir danskra króna, jafnvirði um 5,2 milljarða króna. Færeyingarnir taka aðeins yfir ákveðna starfsemi Amagerbank- en en skilja verstu partana eftir hjá bankasýslunni. Þar á meðal eru skuldir tvö hundruð fyrrum viðskiptavina hans sem nema tólf milljörðum danskra króna. Danska viðskiptablaðið Bör- sen hafði í gær eftir Janus Peter- sen bankastjóra að kaupin væru í samræmi við stefnu BankNordik um að vaxa í Danmörku. Í blaðinu kemur fram að efna- hagsreikningur bankans stækki um rúman helming. Þar af fari innstæður úr 8,9 milljörðum danskra króna í 14,2 milljarða. - jab Færeyingar kaupa banka sem fór á hliðina í febrúar: BankNordik verður helmingi stærri EINBEITTUR BANKASTJÓRI Janus Peter- sen, bankastjóri BankNordik, sem hér er fremstur á myndinni, segir stefnuna að stækka í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 213 ER SKULDATRYGGINGARÁLAG RÍKISSJÓÐS Það hefur ekki verið lægra í tæp þrjú ár. Hæst fór það í um 1.500 stig í bankahruninu í október 2008. Þetta merkir að leggja þarf fram 2,13 prósent af nafnvirði skuldabréfa til fimm ára til að tryggja þau gegn greiðslufalli.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.