Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 6
21. maí 2011 LAUGARDAGUR6 SAMFÉLAGSMÁL Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið en á síð- asta ári. Fjöldi dvalarkvenna var þó svipaður árið 2010 og 2009 en viðtölum fjölgaði gífurlega. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Kvennaathvarfsins fyrir árið 2010. Skýrslan var kynnt á aðalfundi samtakanna á fimmtudag. Árið 2010 voru 864 komur í Kvennaathvarfið. Árið á undan voru komurnar samtals 605, sem gerir fjölgun um tæp 40 prósent. Viðtölum fjölgaði um meira en helming á milli ára, úr 487 árið 2009 í 746. Þegar komur og viðtöl eru tekin saman er fjöldinn alls 864, en þær hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Konurnar sem leituðu aðstoðar Kvennaathvarfsins voru 375 og komu margar þeirra oftar en einu sinni. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaat- hvarfsins, segir að þótt konum hafi fjölgað þar sé það ekkert endilega vísbending um að fleiri konur verði fyrir ofbeldi nú. „Ég held að konur séu frekar að sækja sér aðstoð nú heldur en áður,“ segir Sigþrúður. „Nú er fjölg- unin einnig meiri meðal kvenna sem eru að flýja andlegt ofbeldi, en ekki líkamlegt. Það sýnir kannski að konur eru orðnar ófeimnari við að skilgreina sig sem fórnarlamb ofbeldis.“ Hlutfall íslenskra kvenna sem komu í athvarfið dróst saman á milli ára, en í fyrra var það 68 pró- sent, samanborið við 75 prósent árið á undan. Sigþrúður segir þó að það skýrist sennilega af því að árið 2009 hafi erlendum konum fækkað mikið í athvarfinu, eftir bankahrunið. „Á síðasta ári fórum við að sjá erlendar konur aftur. Og þetta tiltölulega háa hlutfall erlendra kvenna er vegna þess að þær hafa síður í önnur hús að venda en þær sem eru íslenskar,“ segir hún. Sigþrúður bendir einnig á að þótt margar konur komi í athvarfið, sé það mjög lítill hluti þeirra kvenna sem búa við ofbeldi á heimili sínu. sunna@frettabladid.is Aldrei fleiri komur í Kvennaathvarfið Aldrei hafa fleiri komið í Kvennaathvarfið heldur en árið 2010. Konum sem leituðu þar aðstoðar fjölgaði um helming milli ára. Framkvæmdastýra Kvenna- athvarfsins segir konur nú vera meðvitaðri um hvað ofbeldi er. SIGÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að þrátt fyrir þessa fjölgun kvenna komi þangað einungis lítið brot af þeim konum sem verða fyrir ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Á aðalfundi Samtaka um kvennaathvarf var skorað einróma á Alþingi að samþykkja frumvarp innanríkisráðherra til laga um nálgunarbann og brott- vísun af heimili. Í ályktun samtakanna kemur fram að hvatt sé til þess að lögin verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Í frumvarpi innanríkisráðherra kemur fram að með nálgunarbanni sé átt við þau tilvik þegar manni er bannað að koma á tiltekinn stað eða svæði, veita eftirför, heimsækja eða setja sig með öðru móti í samband við annan mann. Með brottvísun af heimili samkvæmt lögum þessum er átt við þau tilvik þegar manni er vísað brott af heimili sínu eða dvalarstað og honum bannað að koma þangað aftur í tiltekinn tíma. „Sá maður sem misgert er við, brotaþoli, fjölskylda hans eða annar honum nákominn, getur borið fram beiðni til lögreglu um að maður, sakborningur, sem brotið hefur gegn honum eða raskað friði hans á annan hátt, sæti nálgunarbanni og/eða brottvísun af heimili,“ segir meðal annars í frumvarpinu. „Ljóst er að væri frumvarpið orðið að lögum hefði hluti þessara kvenna og barna losnað við að hrekjast af heiman,“ segir í ályktun Samtaka um kvennaathvarf. Samtökin telja að lögin myndu auka lífsgæði og öryggi brotaþola ofbeldis í nánum samböndum. „Innan samtakanna hefur jafn- framt ríkt sú skoðun að óþolandi er að brotaþolar þurfi að víkja af heimilum sínum en ekki þeir sem ofbeldinu beita,“ segir enn fremur. Vilja lög um nálgunarbann í gildi FRAKKLAND Fyrrverandi dóms- málaráðherra Frakka, Elisabeth Guigou, segir myndbirtingu af Dominique Strauss-Kahn, þar sem hann er leiddur um í járnum, ógeð- fellda og grimmdarlega. Hún stóð sjálf fyrir setningu laga í Frakk- landi sem banna birtingu slíkra mynda. New York Times leitaði álits Evu Joly á ummælum Guigou, en Joly sótti Strauss-Kahn eitt sinn til saka fyrir spillingu (sem hann var sýknaður af) og leiðir flokk Græn- ingja í Frakklandi. Búist er við því að hún bjóði sig fram til forseta á næsta ári. Joly tekur undir að myndirnar séu sláandi, en bætir við að mynd- birting af þessu tagi geti verið meira áfall fyrir þekkt fólk en óþekkt. „En bandarískt réttar- kerfi gerir ekki upp á milli fram- kvæmdastjóra AGS og annarra grunaðra. Að baki liggur hug- myndin um að allir njóti sama rétt- ar,“ sagði hún við New York Times. Joly bendir líka á að réttarkerfi Frakklands og Bandaríkjanna séu afar ólík. Saksóknarar vestra þurfi að taka mið af því að þeir þurfi að sannfæra kviðdóm um sekt við- komandi. Eins og er notast fransk- ir dómstólar ekki við kviðdóm, en það kann þó að breytast gangi í gegn breytingar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hefur lagt til. Þá myndu verða kallað- ir til kviðdómendur í alvarlegum afbrotamálum, svo sem nauðgun- armálum. - óká EVA JOLY Búist er við að Joly bjóði sig fram til forseta í Frakklandi. Dominique Strauss-Kahn var líka talinn líklegur til að bjóða sig fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Frakkar furða sig á myndum sem birtar voru af Strauss-Kahn í járnum: Verra fyrir þekkta en óþekkta Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 Sitness Kr. 39.900,- Góðir fyrir bakið! Veltikollar og hnakkstólar w w w .h ir zl an .i s Body Balance Kr. 39.900,- Bonanza Kr. 65.900,- svart leður Tímapantanir í síma 563 1046 og 563 1060. Ágúst Birgisson lýtalæknir. www.ablaeknir.is Hef flutt læknastofu mína úr húsi Lífssteins yfir í Domus Medica. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. MENNING Fjöldi mynda hefur birst á vef Arkitektafélags Íslands á undanförnum vikum af stál- virki Hörpu á lokaspretti fram- kvæmdanna. Á sumum myndanna, sem teknar voru 17. apríl, gefur að líta ryð og tæringu á stálinu en eins og kunnugt er þurfti að taka niður stálvirki á suðurhlið hússins þegar upp komst um framleiðslu- galla í stálinu síðasta sumar. Það eru arkitektarnir Örnólf- ur Hall og Guðmundur Kr. Guð- mundsson sem tóku myndirnar en með þeim hafa þeir birt pistla þar sem gerðar eru alvarlegar athuga- semdir við frágang hússins. „Ég fylgdist með vinnubrögðun- um á síðustu metrunum. Þá virt- ist vera rosalegur hamagangur við að koma þessu í gagnið fyrir opn- unina. Ég sem arkitekt myndi ekki hrósa þessum vinnubrögðum,“ segir Örnólfur. Þá telur hann ein- kennilegt að stálið hafi ekki verið galvaníserað og að ljóst sé að mis- brestur hafi orðið á eftirliti með framleiðslu þess í Kína eins og komið hafi í ljós þegar suðurvegg- urinn var tekin niður. Sigurður Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri verkefnisins hjá Íslenskum aðalverktökum, gefur hins vegar ekki mikið fyrir þessa gagnrýni. „Þetta stál er allt innan- hús og ryðgar ekki. Áður en gler- ið var sett upp stóð stálið bert og þá ryðgaði það eins og eðlilegt er en nú þarf engar áhyggjur að hafa af því,“ segir Sigurður og bætir við: „Ég fullyrði það fullum fetum að þetta er ekki áhyggjuefni. Ég er raunar bara gapandi á þessari umræðu,“ segir Sigurður og bend- ir á að víða á Íslandi megi finna ómeðhöndlað stál innandyra með fínum árangri, svo sem í Lista- safni Reykjavíkur. - mþl Arkitektar gagnrýna fráganginn á stálvirki Hörpu en framkvæmdaaðilar gefa lítið fyrir gagnrýnina: Segja stálvirki Hörpu vera í himnalagi RYÐ Á KÖNTUM Myndin var tekin um miðjan apríl áður en glerhjúpur Hörpu var að fullu kominn upp. Nú hefur stálið verið sparslað og málað. MYND/ÖH Hefur þú fundið brennisteins- lykt frá Hellisheiðarvirkjun á höfuðborgarsvæðinu? Já 50,9% Nei 49,1% SPURNING DAGSINS Í DAG Átt þú von á því að heimurinn farist áður en helgin er á enda? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.