Fréttablaðið - 21.05.2011, Side 22

Fréttablaðið - 21.05.2011, Side 22
22 21. maí 2011 LAUGARDAGUR Nú stendur yfir atkvæða-greiðsla um kjarasamninga VR eftir langar og erfiðar samn- ingaviðræður. Tekist var á af hörku um hvert atriði samning- anna og á stundum virtist hvorki ganga né reka. Að okkar mati gengu Samtök atvinnulífsins, með útvegsmenn í broddi fylkingar, allt of langt í þeirri hugmyndafræði sem þeir byggðu á og vinnubrögð- unum sem þeir beittu. Sveigjan- leiki er aðall góðrar samninga- tækni, en lítið fór fyrir honum af þeirra hálfu. Undir vor var komið að því að brýna verkfallsvopnið sem legið hefur óhreyft af hálfu VR síðan árið 1988. Launþeg- ar höfðu fengið nóg af yfirgangi atvinnurekenda og verkföll vofðu yfir. Að lokum sættust aðilar á mála- lok og kjarasamningar eru komnir í höfn. Ástandið á vinnumarkaði er viðkvæmt og allir voru sammála um að brýnasta verkefnið væri að viðhalda stöðugleikanum og tryggja stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Við fengum ekki allar okkar óskir uppfylltar með þess- um kjarasamningum en með sam- þykkt þeirra leggjum við okkar af mörkum til að skapa betri lífskjör. Samningarnir fela í sér talsverð- ar kjarabætur fyrir félagsmenn VR en ættu þó ekki að hleypa öllu verðlagi upp, ef rétt er á málum haldið. En það eru ekki bara launamenn sem að þessum samn- ingum standa. Stjórnvöld þurfa að hleypa krafti í framkvæmdir og leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir því að atvinnulífið blómstri. Atvinnurekendur þurfa að koma til móts við launþega með sameigin- legu átaki í atvinnumálum. Helstu ávinningar nýrra samn- inga eru sem hér segir: ■ Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4%. Eingreiðsla að upphæð 50.000 krónur kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið sam- þykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu. ■ Sérstök áhersla verður á hækkun lægstu launa og hækkar lágmarkstekjutrygging um allt að 23,6%. ■ Persónuafsláttur verður verð- tryggður frá og með næstu ára- mótum. Auk þess verður lagður grunnur að jöfnun lífeyrisrétt- inda landsmanna með markviss- um hætti á árunum 2014-2020 en hér er um að ræða eitt mikilvæg- asta réttindamál launafólks um áratuga skeið. ■ Blásið verður til sóknar í atvinnulífinu með það að mark- miði að draga úr atvinnuleysi, m.a. með ýmsum aðgerðum til að treysta stöðu nýsköpunar og þekk- ingargreina og iðnaðar. ■ Átak verður sett af stað í þjón- ustu við atvinnuleitendur á vegum stéttarfélaganna og lögð áhersla á að auka framboð á menntun bæði fyrir yngra fólk og þá sem komnir eru af skólaaldri. ■ Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga fá hliðstæða hækkun og þeir sem eru á lægstu töxtum. Hækkun framlaga til Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgð- arsjóðs launa tryggir launafólki rétt í fæðingarorlofi og launatap í gjaldþrotum fyrirtækja. Með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr þeirri stöðu sem ríkt hefur í atvinnumálum og efnahagsmálum. Þeir samningar sem við göngum nú til kosninga um geta markað upphaf nýrra tíma, tíma stöðugleika og upp- byggingar í stað stöðnunar og nið- urrifs. Þess vegna hvetjum við félagsmenn VR til að kynna sér efni samninganna og taka afstöðu í atkvæðagreiðslunni. Á heimasíðu félagsins, www.vr.is, má finna ítar- lega umfjöllun um báða samninga félagsins en framtíð þeirra liggur í höndum okkar, félagsmanna VR. Með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr þeirri stöðu sem ríkt hefur í atvinnumálum og efnahagsmálum. Tökum afstöðu og segjum já Kjarasamningar Stefán Einar Stefánsson formaður VR Ásta Rut Jónasdóttir varaformaður VR AF NETINU Þöggunarverksmiðjur Vitaskuld á Árnessýsla að vera orðin eitt sveitarfélag. Tíma- skekkja er það að hafa sex til átta sveitarfélög fyrir 10.000 manns. Lítil sveitarfélög eru þöggunarverk- smiðjur. Samkvæmt félagsfræðinni er það fámennur hópur sem ræður því hvernig fólk situr og stendur í smáum sveitarfélögum, gjarnan hæft og duglegt fólk sem hefur hreiðrað vel um sig. Skiptir ekki öllu máli hverjir eru í form- legri sveitarstjórn. Engin fjölmiðlun er í svona sveitum – aðeins meðvitundarlaus auglýsingablöð. Viðkvæm mál eru ekki rædd. Allt er á slúðurstigi. Þeir sem eru vanir opinni umræðu og þeir sem vilja breytingar hrökklast gjarnan burt. Svo maður haldi sig við heima- hérað þá myndi ástandið skána ef Árnessýsla yrði eitt sveitarfélag, möguleikar opnast og magnast. Áfram þyrftu þó allir að vera á andþöggunarverði og grípa þyrfti til átaks til að örva opna opinbera umræðu. blog.eyjan.is/baldurkr Baldur Kristjánsson Tekinn í nefið Framsóknarflokkurinn er hægt en örugglega að ná forystu fyrir stjórnarandstöðunni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er lamaður. Sjálfstæðisflokkurinn klúðraði Ice- save-málinu, forystan er meðsek útrásarafgöngum í þingflokknum og býður enga pólítíska valkosti aðrar en skattalækkun. pallvil.blog.is Páll Vilhjálmsson 20% AFSLÁTTUR Í KRINGLUNNI NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS 20% AFSLÁTTUR AF CASALL-LÍKAMSRÆKTARTÆKJUM OG VÖLDUM ASICS-SKÓM KOMDU Í ÚTILÍF Í KRINGLUNNI LAUGARDAGINN 21. MAÍ MILLI KL. 14-16 OG NÝTTU ÞÉR SÉRFRÆÐIÞEKKINGU OKKAR FÓLKS: TILBOÐ 22.390 KR. NIMBUS DÖMU Almennt verð: 27.990 kr. TILBOÐ 23.190 KR. KAYANO HERRA Almennt verð: 28.990 kr. TILBOÐ 18.390 KR. GT-2160 Herrast:: 41-48. Dömust.: 37-41,5. Almennt verð: 22.990 kr. TILBOÐ 2.792 KR. ÆFINGATEYGJUR Almennt verð: 3.490 kr. TILBOÐ 1.592 KR. PILATES SIPPUBAND Almennt verð: 1.990 kr. TILBOÐ 4.392 KR. PILATES ÆFINGAHRINGUR Almennt verð: 5.490 kr. ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 5 50 61 0 5/ 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.