Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 21. maí 2011 23 Þann 18. apríl s.l. birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson prófessor við Háskóla Íslands um ræktun erfðabreytts byggs utandyra. Í greininni viðrar Kes- ara þá hugmynd sína að vísinda- mennirnir 37 sem nýverið mót- mæltu tillögu til þingsályktunar um útiræktun á erfðabreyttum lífverum hafi byggt álit sitt á rannsókn sem framkvæmd var af starfsmönnum Landbúnað- arháskóla Íslands (1). Ekki er gott að vita hvort grunur Kesöru sé á rökum reistur, en þó er rétt að benda á að umrædd rannsókn er ekki sú eina sem metið hefur erfðaflæði frá byggi og skyldum tegundum og því má telja víst að skoðun vísindamannanna 37 sé byggð á fleiri og ítarlegri rann- sóknum (sjá t.d. 2,3). Kesara gerir síðan tilrauninni skil og gagnrýnir þar ýmislegt. Tvennt er rétt að fjalla um sér- staklega. Í fyrsta lagi er gagn- rýnt að notast var við svipgerðir plantna til að fylgja eftir gena- flæði (í stað t.d. erfðamarka eða erfðabreytinga) og gert að umtalsefni að þessar svipgerðir, tveggja- og sexraða öx, séu „ólík- ir hópar innan tegundarinnar Hordeum vulgare“, en H. vulg- are er í daglegu tali kallað bygg. Hér er óljóst hvað Kesara á við enda hugtakið hópur í þessu sam- hengi illa skilgreint. Framsetn- ingin er þó með þeim hætti að ætla mætti að þarna væru á ferð- inni tvær ólíkar flokkunarfræði- legar einingar og að erfðaflæði milli þessara „hópa“ væri á ein- hvern hátt takmarkað umfram það sem gerist almennt á milli byggyrkja. Svo er hins vegar ekki raunin. Ítarleg umfjöll- un Kesöru um erfðafræðilegan mun á tveggja- og sexraða-byggi er því í raun óþarfa málalenging þar sem þetta ákveðna atriði breytir engu um niðurstöður rannsóknarinnar. Síðan segir hún: „Til þess að fá öruggar niðurstöður um gena- flæði er nauðsynlegt að greina tilvist framandi gens eða gena og meta tjáningu þeirra í við- tökuplöntum með sameinda- erfðafræðilegum aðferðum. Mér er ekki kunnugt um að þetta hafi verið gert.“ Kesara lýsir hér til- raun þar sem erfðabreyttar plöntur eru notaðar sem frjó- gjafar við mat á erfðaflæði. Til að gefa raunsanna mynd yrði slík tilraun að fara fram utan- dyra. Við þetta er helst tvennt að athuga. Í fyrsta lagi hefur til- raun af þessu tagi þegar verið framkvæmd, sýndi hún lága tíðni genaflæðis (2) og voru helstu ályktanir samhljóma þeim sem settar voru fram í greininni í IAS (1). Í öðru lagi þá skýtur það skökku við að leggja til slepp- ingu á erfðabreyttum plöntum utandyra til þess að mæla flæði erfðaefnis í sömu grein og því er lýst sem „ábyrgðarleysi“ af hálfu íslenskra vísindamanna að leggj- ast ekki eindregið gegn slepp- ingu slíkra plantna. Þó áfram- haldandi rannsóknir á erfðaflæði séu góðra gjalda verðar þá væri rannsókn af því tagi sem hér er lýst andstæðingum erfðabreyttra plantna varla að skapi auk þess sem hugmyndin gengur þvert gegn megin niðurstöðu greinar Kesöru. En grein Kesöru líður ekki eingöngu fyrir óþarfa málaleng- ingar og þversagnakenndar til- lögur að frekari rannsóknum, heldur einnig óljósa notkun hug- taka og stóryrði. Hún kallar það „ábyrgðarleysi hjá vísindamönn- um að gera ekki kröfur um full- nægjandi rannsóknir og vísar hér aftur til 37 menninganna. Harðari verður gagnrýni á vís- Hlutverk vísindamanna er að afla nýrrar þekkingar, en þeir verða einnig að hafa þor til að túlka fyrirliggjandi niðurstöður Flæði erfðaefnis, ábyrgðarleysi og fullnægjandi rannsóknir Umhverfismál Jón Hallsteinn Hallsson erfðafræðingur indamenn varla, enda ábyrgðar- laus vísindamaður ekki á vetur setjandi. Helsta vandamálið í þessum málflutningi Kesöru eru þó ekki stóryrðin heldur það að hún gerir enga tilraun til að varpa ljósi á hvað geti talist „fullnægjandi rannsókn“ og enn síður hver eigi að ákveða hve- nær þeim mikilvæga áfanga sé náð að rannsókn teljist fullnægj- andi. Samkvæmt Kesöru eru það hvorki vísindamennirnir 37, en á þeim lista eru margir af okkur færustu erfðafræðingum, né ráð- gjafanefnd um erfðabreyttar líf- verur sem ætlað er að fjalla um umsóknir um leyfi til sleppingar á erfðabreyttum lífverum. Því vaknar sú spurning hvort það sé ekki miklu fremur ábyrgð- arleysi hjá vísindamönnum að sitja hjá í þjóðfélagsumræðunni og skýla sér á bak við kröfur um sífellt ítarlegri rannsóknir í stað þess að taka afstöðu? Hlutverk vísindamanna er að afla nýrrar þekkingar, en þeir verða einn- ig að hafa þor til að túlka fyrir- liggjandi niðurstöður á hverjum tíma og draga af þeim ályktanir, jafnvel þegar um er að ræða jafn umdeilt efni og erfðatækni. 1. Hermannsson J, Kristjáns- dóttir TA, Stefánsson TS, Halls- son JH. Measuring gene flow in barley fields under Icelandic sub-arctic conditions using clo- sed-flowering varieties. Ice- landic Agricultural Sciences. 2010;23:51-59. 2. Ritala A, Nuutila AM, Aika- salo R, Kauppinen V, Tammisola J. Measuring gene flow in the cultivation of transgenic barley. Crop Science. 2002;42(1):278-285. 3. Gatford KT, Basri Z, Edl- ington J, Lloyd J, Qureshi JA, Brettell R, et al. Gene flow from transgenic wheat and barley under field conditions. Euphyt- ica. 2006;151(3):383-391. Gjafir sem auðga lífið Samfélagssjóðir Auðar auglýsa eftir styrkumsóknum Auður hefur frá upphafi lagt áherslu á ábyrga hegðun í allri sinni starfsemi. Við trúum því að við getum öll lagt okkar af mörkum til að byggja upp heilbrigt samfélag. Þess vegna vill Auður leggja þeim lið sem stuðla að jákvæðri uppbyggingu og framförum. Umsækjendur eru hvattir til að skilgreina verkefnið vel, sýna fram á hvernig það fellur að markmiði viðkomandi sjóðs og tilgreina hversu háa fjárhæð sótt er um og/eða hverskonar vinnuframlag. Vinnum saman að betri framtíð Hvatning til góðra verka Auður Capital | Borgartúni 29 Sími: 585 6500 | www.audur.is Umsóknarfrestur er til mánudagsins 30. maí 2011. Styrkjum verður úthlutað þann 19. júní 2011. Umsóknum má skila á audur@audur.is Nánari upplýsingar á www.audur.is Dagsverk Auðar er samfélagsverkefni starfsmanna Auðar. Dagsverkið felst í því að starfsmenn gefa andvirði dagslauna á hverju ári í verðugt málefni. Ennfremur vinna allir starfsmenn Auðar sem nemur einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis. Starfsmenn Auðar velja verkefni sem hljóta fjár- eða vinnuframlag. AlheimsAuður er samfélagssjóður ætlaður til að hvetja konur til frumkvæðis og athafna, einkum í þróunarlöndum. Auður leggur 1% af hagnaði sínum í sjóðinn og býður viðskiptavinum að gera slíkt hið sama. Stjórn AlheimsAuðar tekur ákvörðun um úthlutun styrkja. AlheimsAuður Dagsverk Auðar Ábyrg arðsemi - mannleg nálgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.