Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 26
21. maí 2011 LAUGARDAGUR26 1949 Fæddur í Neuilly, rétt hjá París. 1955 Flutti til Marokkó með fjölskyldunni. 1960 Fjölskyldan flytur til Mónakó eftir jarðskjálfta, sem kostaði 30 þúsund lífið. 1967 Kvæntist Helene Dumas, fyrstu eiginkonu af þremur. 1975 Doktorspróf í hagfræði. 1975 Gengur í Sósíalistaflokk- inn. 1986 Kosinn á þing, kvænist Brigitte Guillemette. 1991 Innanríkisráðherra, kvænist Anne Sinclair. 1993 Missir þingsæti í kosningum. 1995 Kosinn borgarstjóri í Sarcelles. 1997 Kosinn aftur á þing, verður fjármálaráðherra í stjórn Lionels Jospin. Skar niður ríkisútgjöld. 1999 Segir af sér sem ráðherra, grunaður um fjármálamisferli. Sýknaður síðar. 2007 Ráðinn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 2008 Fær áminningu frá stjórn sjóðsins fyrir að hafa átt í sam- bandi við konu sem starfaði hjá sjóðnum. 2011 Þótti sigurstranglegur í forsetakosningunum á næsta ári þar til hann var handtekinn í New York. Þegar Dominique Strauss-Kahn tók við yfirmennsku Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins árið 2007 heyrðust strax í Frakk- landi raddir um, að þarna hafi hann fallið í gildru sem jafnvel sjálfur Nicolas Sarkozy forseti, einn helsti óvinur hans úr stjórn- málum, gæti hafa lagt fyrir hann. Einar Már Jónsson sagnfræðingur, sem lengi hefur búið í Frakklandi og fylgst með stjórnmálum þar, viðraði reyndar þessa samsæriskenningu í pistli hér í Frétta- blaðinu tæpu ári eftir að Strauss-Kahn flutti til Washington. Þá var hann strax kominn í vandræði vegna kvennamála. „En um leið og þetta komst á dagskrá,“ skrifaði Einar Már, „fóru blaðamenn einn- ig að nefna undir rós og í hálfkveðnum vísum vandamál eitt sem Strauss-Kahn á við að stríða og almenningur hafði þá lengi haft á milli tannanna, en það var putta- vandamálið. Hinn mikli kratabroddur er nefnilega með þeim ósköpum fæddur, að ef einhver kona kemur í seilingarfjarlægð, fara puttarnir ósjálfrátt af stað og byrja að þreifa á ýmsum líkamshlutum hennar.“ Upp á yfirborðið komu sögur um blaðakonur sem höfðu lent í vægast sagt óþægilegri aðstöðu hjá honum, en um leið töldu sumir sig sjá að andstæðingar hans í stjórnmálum væru hæstánægðir með upphefð Strauss-Kahns í Bandaríkjunum, þar sem siðferðis- kröfur eru aðrar en í Frakklandi: „Fáeinir gátu þess jafnvel til að þarna ætlaði Sarkozy að leiða Strauss-Kahn í lymskulega gildru, hann teldi ólíklegt að franski kratinn gæti setið á strák sínum þótt hann væri kominn í þessa háu stöðu, ferli hans vestra myndi þá lykta með einhverju reginhneyksli, og þá væri hann laus við þennan hættulega and- stæðing ekki einungis meðan hann væri vestanhafs heldur um aldur og ævi, um það myndu keppinautar hans innan sósíalistaflokksins sjá,“ sagði Einar Már. D ominique Strauss-Kahn er ekki frjáls maður þótt hann hafi verið látinn laus gegn tryggingu. Hann þarf að dvelja í stofufangelsi í einkaíbúð í New York og lýtur þar ströngum skilyrðum um eftirlit. Hann þarf að bera á sér rafmagnsbúnað, sem sendir boð til lögreglunnar um leið og hann yfirgefur íbúðina, auk þess sem vopn- aður vörður gætir hans allan sólarhringinn og eftirlitsmyndavélar fylgjast með athöfn- um hans inni í íbúðinni. Hann þurfti að reiða fram eina milljón dala í tryggingafé, en það samsvarar nærri 115 milljörðum króna. Þar að auki þurfti hann að leggja fram tryggingu upp á fimm milljónir dala, eða hátt í sex hundruð millj- ónir króna, sem hann þarf að greiða ef hann flýr land og mætir ekki til réttarhalda. Óendanlega dapur Strauss-Kahn sagði af sér sem yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á miðvikudag. Í afsagnarbréfi sínu sagðist hann óendanlega dapur yfir því að þurfa að segja af sér, en taldi sér ekki annað fært til þess að vernda stofnunina sem hann hafði veitt forstöðu síðan í nóvember árið 2007. Hann var handtekinn um síðustu helgi, sakaður um að hafa ráðist á þernu á hótel- herbergi í New York. Lögreglan hafði uppi á honum á alþjóðaflugvelli borgarinnar, þar sem hann var kominn um borð í flugvél á leið til Frakklands. Neitar ásökunum Hann neitar öllum ásökunum þernunnar og heitir því að sanna sakleysi sitt. Lögreglan segir sannanir gegn honum engu að síður hrannast upp. Hann hafi meðal annars sést á myndbandsupptöku hraða sér á brott af hótelinu strax eftir árásina. Þá hafi lífefni fundist á vettvangi, sem ótvírætt eru úr honum, en hann var fluttur á sjúkrahús dag- inn eftir handtökuna þar sem réttarmeina- fræðingar rannsökuðu hann og tóku meðal annars úr honum lífsýni. Í franskri útvarpsstöð var hins vegar haft eftir lögfræðingum hans, að hann hafi greitt reikninga sína og yfirgefið hótelið rétt áður en þernan segir árásina hafa átt sér stað. Hann hafi síðan setið að snæðingi með dóttur sinni á veitingastað á þeim tíma, sem árásin hafi átt að eiga sér stað. Síðan hafi hann tekið leigubíl á flugvöllinn. Hann gleymdi farsíma sínum í hótelher- berginu, sem bendir til þess að hann hafi yfirgefið vettvanginn í flýti. Á flugvellinum hringdi hann hins vegar á hótelið, sagðist hafa gleymt símanum og bað um að sér yrði sendur hann á flugvöllinn. Þá hafði þernan hins vegar sagt yfirmanni sínum frá árás- inni og lögregla var mætt á vettvang. Í stað sendils frá hótelinu með símann voru því lögreglumenn sendir á flugvöllinn þar sem þeir handtóku hinn grunaða. Ferillinn fyrir bí Málið hefur að vonum vakið hörð viðbrögð víða um heim, ekki síst þó í Frakklandi. Strauss-Kahn hefur áratugum saman verið áberandi í frönskum stjórnmálum og þótti líklegur til að keppa við Nicolas Sarkozy um forsetaembættið í kosningum á næsta ári. Margir töldu nánast fullvíst að hann myndi hreppa forsetaembættið í þeim kosningum. Fyrir aðeins fáeinum vikum birtist í tíma- ritinu The Economist grein um Strauss- Kahn, sem nefndist „Yes he Kahn“, þar sem hann var sagður afar öruggur um að ná langt í kosningabaráttunni. Nú í vikunni birtist önnur grein í sama tímariti, sem nefnist: „No he Kahnt (Updated)“, þar sem menn hafa áttað sig á því að vonir hans um forsetaembættið eru að engu orðnar. Hrist upp í kosningabaráttu Þeir Sarkozy eru gamlir fjandvinir úr póli- tíkinni í Frakklandi, Sarkozy er um þess- ar mundir helsti leiðtogi hægri manna en Strauss-Kahn hefur lengi verið í fremstu röð sósíaldemókrata. Handtaka Strauss-Kahns hefur því heldur betur hrist upp í frönskum stjórnmálum og nú keppast félagar hans í Sósíalistaflokkn- um um að fylla skarðið, sem hann skilur eftir sig. Þar eru fremst í flokki þau Francois Hol- lande, Segolene Royal og Martine Aubry. Hollande og Royal eru fyrrverandi hjón, sem bæði hafa lengi staðið framarlega í for- ystu Sósíalistaflokksins. Þau hafa bæði áður sóst eftir að verða forsetaefni flokksins, og Royal hreppti hnossið síðast en tapaði fyrir Hneyksli sem lá lengi í loftinu Frökkum kemur ekki á óvart að Dominique Strauss-Kahn hafi komið sér í vandræði. Þeim svíður hins vegar meðferðin sem hann fær og eru margir sannfærðir um að hann sé fórnarlamb samsæris. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér málið. Á SAKAMANNABEKKNUM Dominique Strauss-Kahn í réttarsal í New York. NORDICPHOTOS/AFP FJENDUR Í PÓLITÍK Dominique Strauss-Kahn og Nicolas Sarkozy. NORDICPHOTOS/AFP EIGINKONA OG DÓTTIR Anne Sinclair og Camille Strauss-Kahn á leið í réttarsalinn í New York á fimmtudag. NORDICPHOTOS/AFP ■ SAMSÆRI SARKOZYS? Sarkozy. Þau hafa bæði formlega stimpl- að sig inn í kosningabaráttuna með því að sækjast eftir að verða forsetaefni flokksins á næsta ári. Martine Aubry er leiðtogi Sósíalista- flokksins og þykir líkleg til að sækjast einnig eftir embættinu, þótt ekki hafi hún tilkynnt það formlega ennþá. Í skoðanakönnunum undanfarið hefur Strauss-Kahn jafnan haft yfirhöndina, en þau þrjú komið nokkuð á eftir honum. Allt er það breytt núna, þegar hann er væntan- lega úr sögunni. Frakkar í áfalli Franskir stjórnmálamenn hafa margir hverjir komið Strauss-Kahn til varnar. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fáeinum dögum eftir að hann var handtek- inn, telja 57 prósent Frakka og 70 prósent franskra sósíaldemókrata að hann sé fórn- arlamb samsæris. Umræður í frönskum fjölmiðlum um málið hafa verið miklar og stundum heiftarlegar. Lengst af hafa Frakkar reyndar átt því að venjast að fjölmiðlar þar í landi hlífi stjórn- málamönnum að mestu við umfjöllun um viðkvæm persónuleg málefni, jafnvel þótt þau séu almælt manna á meðal. Þeim virðist þó sérstaklega svíða að farið skuli með Strauss-Kahn, einn virtasta stjórnmálamann Frakklands, sem ótíndan glæpamann í bandaríska dómskerfinu – og um leið í öllum helstu fjölmiðlum heims. Fyrri hneyksli Fjölmiðlar vestan hafs og austan hafa nefni- lega óspart rifjað upp fyrri kynlífshneyksli tengd Strauss-Kahn, sem hefur ekki orðið til þess að styrkja stöðu hans. Af fyrri hneyksl- ismálum yfirmannsins fyrrverandi hafa tvö vakið mest umtal. Annað er frá árinu 2008, þegar upp komst að hann hafði átt í ástarsambandi við gifta konu að nafni Piroska Nagy, hagfræðing frá Ungverjalandi sem var undirmaður hans hjá AGS. Nagy sakaði Strauss-Kahn um að hafa misnotað aðstöðu sína til að þröngva henni til sambands við sig. Stjórn sjóðsins fjallaði um málið, sagði hann hafa gerst sekan um alvarlegan dómgreindarskort en ákvað að víkja honum ekki úr starfi. Hitt málið kom fram í dagsljósið árið 2007 þegar frönsk blaðakona, Tristane Banon, sagði hann hafa reynt að nauðga sér árið 2002 þegar hún hugðist taka við hann viðtal. Hún sagði hann hafa hagað sér eins og simpansa á fengitíma. Banon kærði hann ekki þá, en er sögð hafa íhugað að gera það nú, eftir að hann var handtekinn í New York. FERILLINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.