Fréttablaðið - 21.05.2011, Page 28

Fréttablaðið - 21.05.2011, Page 28
21. maí 2011 LAUGARDAGUR28 D úettinn Pascal Pinon, sem skipaður er sextán ára tví- burasystrunum Ásthildi og Jófríði Ákadætrum, hlaut í síðustu viku hæsta framlagið sem Kraumur tónlistarsjóð- ur veitir í ár til verkefna á sviði íslenskrar tónlistar. Alls koma 1,2 milljónir króna í hlut systranna og er fénu ætlað til tónleikahalds og kynningar á fyrstu plötu Pascal Pinon erlendis. Systurnar eru að vonum himinlifandi með styrkinn, en þær luku báðar sínum fyrstu vorprófum í Menntaskólanum við Hamrahlíð (MH) í síðustu viku og er því skammt stórra högga á milli hjá þeim þessa dagana. Allur aurinn í flugmiða Hvernig stendur svo til að nýta þessa nýtil- komnu peninga? Jófríður: „Þessi styrkur kemur sér mjög vel og hluti af ástæðu þess að við fengum svona háa upphæð er að við fengum tilboð um að spila úti í Kína og höfum hugsað okkur að gera það. Við vitum ekki enn hversu mikið mótframlag við fáum frá tónleikahaldaran- um þar, en kannski fer nánast öll þessi upp- hæð í flugmiðana til Kína því það kostar mjög mikið að fljúga þangað. Annars langar okkur að fara í fleiri tónleikaferðir og höfum til dæmis fengið tilboð um að spila í Frakk- landi. En við eigum eftir að fara betur yfir þessi mál.“ Ásthildur: „Við stefnum á að ráða einhvern til að bóka ferðir fyrir okkur, en við erum auðvitað í skóla og það verður örugglega heil- mikið púsluspil. Við gætum misst eitthvað úr skóla, en vonandi ekki mikið. Við erum öfl- ugir námsmenn og það hjálpar.“ Jófríður: „Já, ég myndi segja að við værum mjög klárar. Einhvers staðar heyrði ég að einungis atvinnumenn í íþróttum fái leyfi úr skóla til að fara til útlanda, en mér finnst það svindl. Atvinnumenn í tónlist ættu að fá það líka. Við höfum reyndar ekki kynnt okkur þetta neitt sérstaklega vel. En það verður gaman að koma til Asíu. Við höfum meira að segja heyrt frá aðdáendum okkar þar.“ Ásthildur: „Já, það var fatahönnuður í Japan sem sendi okkur stóran kassa af kjólum og skrítnum skartgripum og sagði að diskur- inn okkar væri seldur í búðinni hennar. „Your music is very sooth to my style,“ sagði hún líka. Það var mjög gaman að því.“ Erum ennþá krútt Auk þess að stunda nám við MH eru syst- urnar báðar nemendur við Tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem Ásthildur er á 7. stigi á píanói og Jófríður á 6. stigi í klarinettuleik. Þær stofnuðu Pascal Pinon aðeins fjórtán ára gamlar ásamt vinkonum sínum úr Haga- skóla og voru í tíunda bekk þegar fyrsta plat- an, sem er samnefnd sveitinni, kom út. Plöt- una tóku þær sjálfar upp á einni vinnuviku í húsi frænku þeirra í Vogum á Vatnsleysu- strönd og gáfu jafnframt út og dreifðu upp á eigin spýtur. Platan vakti nokkra athygli og var sveit- in meðal annars tilnefnd í flokknum Bjart- asta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum í fyrra. Skömmu síðar skrifuðu þær undir samning við þýska plötufyrirtækið Morr Music, sem endurútgaf plötuna í janúar síð- astliðnum og dreifði víða um Evrópu, Banda- ríkin og Asíu. En hvernig lýsa þær tónlist sinni? Ásthildur: „Við spilum svona kisutónlist. Nei annars, þetta er of langur brandari.“ Jófríður: „Indí-akústík popp er mjög lýs- andi. Indí því við erum mjög sjálfstæðar, akústík því þetta er ekki tölvutónlist, og svo gerum við okkur engar grillur um að þetta sé neitt annað en popp. Tónlistinni hefur líka verið lýst sem mjög krúttlegri. Margir móðgast heiftarlega þegar sagt er að tónlist- in þeirra sé krútt en ég sé ekki hvers vegna við ættum að móðgast því það er svo rosalega augljóst.“ Ásthildur: „Þegar við vorum fjórtán ára vorum við alltaf með risastór gleraugu, í blómakjólum eða þykkum peysum og með sítt og úfið hár. Við vorum líka dálítið feimnar og vildum alls ekki vera brosandi og dans- andi á sviðinu.“ Jófríður: „Núna erum við aðeins öðruvísi. En við erum samt ennþá krútt.“ Næsta plata í raun tilbúin Samhliða því að sinna kynningu á frumburði sveitarinnar vinna Ásthildur og Jófríður þessa dagana að annarri plötu Pascal Pinon, sem þegar hefur hlotið titilinn Fernando. Enn er útgáfudagur nýju plötunnar ekki ljós, en systurnar segja hana jafnvel geta komið út fyrir næstu jól. Jófríður: „Platan er í raun tilbúin en við þurfum að velja úr sautján lögum og ákveða hvaða áherslur við viljum hafa í hljóðblönd- un og fleiri slíkum hlutum. Við stjórnum því heldur ekki alveg sjálfar hvenær hún kemur út. Stundum vill plötufyrirtækið láta plötur liggja í nokkra mánuði eftir að þær eru til- búnar, sem er svolítið skrítið.“ Ásthildur: „Okkur skilst að þetta sé dálítið öðruvísi þarna úti í Þýskalandi. Um jólin taka þeir víst allar plötur úr verslununum og setja jólaplötur í staðinn. En hér á Íslandi selst allt- af mest af plötum í kringum jólin. Furðulegt. En það verður mikið af mjög dramatískum lögum á næstu plötu.“ Jófríður: „Ég sem öll lögin en við fáum góða hjálp með textana. Þegar ég sem texta sjálf reyni ég að vanda mig mjög mikið og mér finnst eðlilegt að syngja um það sem ég þekki. Ég veit til dæmis að hvorug okkar hefur verið í einhverjum pælingum um róm- antík, svo við syngjum ekki um það. Ég hef oft gaman af bulltextum. Eitt lag sem kemur til greina á næstu plötu fjallar til dæmis um að drepa einhvern óvart. „Ég var að saxa lauk og hélt þú værir innbrotsþjófur og skar þig …“ og svo framvegis.“ Mismunandi skoðanir á mörgu Hvað ber svo sumarið í skauti sér fyrir syst- urnar? Jófríður: „Við verðum auðvitað á fullu með Pascal Pinon. En ég er líka að fara í skapandi sumarstarf með hinni hljómsveitinni minni, Samaris, sem vann Músíktilraunir í vor. Sam- aris leikur eins konar sambland af elektrótón- list og tripphoppi og við ætlum að spila og búa til lög. Við verðum dálítið í því að taka gömul lög og setja í nýjan búning.“ Ásthildur: „Ég hef tekið þá ákvörðun að vinna ekki neitt heldur æfa mig á píanóið í allt sumar. Það er verkefnið mitt í sumar og úr því fæst kannski andlegur gróði frekar en fjárhagslegur.“ Jófríður: „Við eyðum miklum tíma saman. Við erum mjög hreinskilnar hvor við aðra og það er engin þörf á neinu kurteisishjali milli okkar. Það er gott að hafa það þannig. Ef Ást- hildi finnst til að mynda eitthvað lag lélegt hjá mér þá segir hún það bara umbúðalaust og ég tek það ekkert nærri mér. Ég verð kannski fúl en það verður ekkert svaka drama. Það er mikill kostur að geta verið svona opinskár.“ Engin þörf á kurteisishjali Tvíburasysturnar Ásthildur og Jófríður Ákadætur í Pascal Pinon fengu hæsta framlagið sem Kraumur tónlistarsjóður veit- ir til verkefna á sviði íslenskrar tónlistar í ár. Þær sögðu Kjartani Guðmundssyni frá áætlaðri tónleikaferð til Kína og fleiru. VIÐ TJÖRNINA Jófríður og Ásthildur stofnuðu Pascal Pinon þegar þær voru fjórtán ára og voru enn í 10. bekk Hagaskóla þegar þær hljóðrituðu, gáfu út og dreifðu sjálfar fyrstu plötu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR Önnur plata Pascal Pinon, sem nú er í vinnslu, kemur til með að heita Fernando eftir einu lagi plötunnar. „Texti lagsins er á sænsku, eftir vinkonu okkar sem hefur búið lengi í Svíþjóð, og er mjög dramatískt ástarljóð um knattspyrnumanninn Fernando Torres.“ segir Jófríður. „Okkur fannst dálítið skrítið hjá vinkonu okkar að láta okkur fá þennan texta, því við erum alls ekkert inni í fótboltamálum og í raun alveg í hina áttina. En hún var bara svo rosalega hrifin af honum og fannst hann svo sætur. Sem er kannski ekki skrítið. Hann er ágætur.“ Jófríður bætir við að syst- urnar séu hrifnar af því að platan komi til með að heita eftir manni. „Það er skemmti- leg pæling, eins og þetta sé barnið okkar. Sem platan er auðvitað.” Platan nefnd eftir Torres til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni er síðasti dagurinn24. maí FLÓABANDALAGIÐ sem þú hefur um kjarasamningana. Sýnum ábyrgð og greiðum atkvæði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.