Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 38
21. MAÍ 2011 LAUGARDAGUR2 ● kynning ● söfn fyrir alla Þjóðminjasafnið er tilvalinn áfangastaður fjölskyldunnar. Þar má skoða sýningar, fara í ratleik, kíkja í safnbúðina og fá sér kaffibolla á Kaffitári. Í Þjóðminjasafni Íslands eru fjölmargar sýningar um þess- ar mundir. Meðal annarra sýn- ingin „Ekki snerta jörðina! Leik- ir 10 ára barna“ sem fjallar um hvernig börn leika sér í dag. Sýn- ingin „Ljósmyndari Mývetninga – mannlífsljósmyndir Bárðar Sig- urðssonar frá upphafi 20. aldar“ hefur verið vinsæl og sömuleiðis sýningarnar „Stoppað í fat“ sem sýnir viðgerða muni úr safneign og „Kistlar og stokkar“ þar sem sýndir eru kistlar útskornir með höfðaletri. Í Bogasal var í febrúar opnuð sýningin „Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn,“ og mun hún standa út árið. Nafnið er dregið af áletrun á Fagnaðar- horninu frá sautjándu öld: Guð- velkomnir, góðir vinir, gleðjist. „Á Íslandi hefur lengi verið sterk útskurðarhefð og aðal- lega var skorið í tré og horn,“ segir Helga Vollertsen, kynn- ingarstjóri Þjóðminjasafnsins og bætir við að íslenskur útskurður beri auðþekkt einkenni. „Skyld- leiki var með útskurði hér á landi og í Noregi á fyrri öldum. Það má sjá á útskurði í norskum trékirkj- um og varðveittum íslenskum tré- skurði,“ segir hún. Helga segir Íslendinga hafa þróað einstaka leikni í horn- skurði. Skrautið hafi einkennst af stílfærðum og óhlutbundn- um munstrum en jafnfram verið skorið myndefni úr Biblíunni, til- vitnanir, bænir og fangamörk. „Í heiðni tíðkaðist að drekka minni Óðins og fleiri guða. Siður- inn hélst eftir að kristni var lög- tekin, en þá voru drukkin minni Guðs, Krists og helgra manna,“ segir Helga, en elstu varðveittu hornin eru frá miðöldum. Vin- sældir horna lifðu áfram og sum fengu önnur hlutverk. Til dæmis þótti með tilkomu skotvopna gott að geyma í þeim púður. Helga segir útskorin horn hafa verið eftirsótt meðal erlendra ferða- manna sem komu til Íslands á átjándu og nítjándu öld. „Því eru mörg þeirra varðveitt á evrópsk- um söfnum, enda einstök lista- verk,“ segir Helga og býður alla velkomna í Bogasal Þjóðminja- safnsins að skoða hin fjölbreyttu horn. Guðvelkomnir vinir Á Íslandi hefur lengi verið sterk útskurðarhefð og aðallega var skorið í tré og horn. Hér eru tvö af mörgum hornum sem eru til sýnis í Þjóðminjasafninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● ELSTA SAFN HEIMS Elsta safn- ið í heiminum er British Museum í London. Það var stofnað árið 1753 en opnað almenningi 15. janúar 1759. Fyrstu safn- gripirnir voru í eigu vís- indamannsins Sir Hans Sloane (1660-1753). Í dag eru í safninu yfir sjö millj- ónir muna. Þar má finna forngripi og muni sem tengjast sögu og menn- ingu mannkynsins. ● EKKI SNERTA Söfn hafa breyst nokk- uð í gegnum tíðina. Í stað þess að þau séu loft- lausar geymslur gamalla muna er nú yfirleitt reynt að bjóða gesti velkomna. Þó skal hafa í heiðri nokkr- ar grundvallarreglur þegar safn er sótt heim. Gott er að kynna sér reglur safnsins við inn- ganginn. Skilti eru víða í söfnum til leiðbeiningar fyrir gesti og gott er að lesa þau til að vita hvað má og hvað ekki. Sama hvað safnið geymir eru munirnir yfir- leitt dýrmætir og því ætti aldrei að snerta þá nema sérstaklega sé tekið fram að það megi. Taktu tillit til annarra. Ekki dvelja of lengi við hvert verk, aðrir vilja líka sjá. Ekki kalla eða tala hátt. Þó að safnið sé ekki kirkja eða bókasafn er óþarfi að menga umhverfið með hávaða. Ekki borða mat á safninu. Steiktar lummur, skoppandi lömb, gamaldags leikföng og hestbak tryggir hamingjudag í Árbæjarsafni í sumar. „Sumarstarf Árbæjarsafns hefst að venju 1. júní og á sunnudög- um í sumar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá og fasta liði eins og heyannir, harmóníkuhá- tíð, handverksdag Heimilisiðnað- arfélagsins, fornbíladaginn, bún- ingadag barna og stórmót Ár- bæjarsafns í skák,“ segir Helga Maureen Gylfadóttir safnvörður. Árbær var rótgróin bújörð fram á tuttugustu öld, en 1957 var þar opnað útisafn með yfir tuttugu húsum sem mynda torg, þorp og sveit. Á sumrin má sjá húsdýr og mannlíf fyrri tíma í Árbæjarsafni þar sem leitast er við að gefa hug- mynd um byggingarlist og lifnað- arhætti í Reykjavík fyrri tíma. „Árbæjarsafn er ævintýra- heimur barna þar sem húsdýr eru á vappi um tún. Leikfanga- sýningin Komdu að leika verð- ur opin í sumar og svo opnum við sýninguna Buxur, vesti, brók og skó þar sem sýnd verða heima- gerð barnaföt. Þá verður frum- sýning Brúðubílsins í Árbæjar- safni 7. júní og um helgar steikt- ar lummur og teymt undir börnum við gamla bæinn,“ segir Helga, en því má bæta við að í Dillonshúsi er ávallt er heitt á könnunni og ljúf- fengt bakkelsi, ásamt fjölmörgu gamaldags og freistandi í Kram- búðinni. Árbæjarsafn opnar einnig sýn- inguna Kerruöldina í sumar, þar sem sýnd verður vagnasmíði í Reykjavík. Aðrir nýir viðburðir eru dagur tileinkaður sögu kvenna í Reykjavík á nítjándu öld og Ár- bæjarsafn International, þegar safnið býður Íslendingum af er- lendum uppruna sérstaklega vel- komna. Þá er haustmarkaður safnsins haldinn síðasta sunnu- dag sumars. Í sumar er einnig tilvalið að skoða Landnámssýninguna Reykjavík 871±2 sem fjallar um landnám í Reykjavík og geymir elstu mannvistarleifar sem fund- ist hafa í Reykjavík. Sýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að, en þungamiðj- an er rúst skála frá tíundu öld sem fannst 2001. Búið var í skálanum frá því um 930 til 1000, og norðan við skálann má sjá veggjar bút frá því fyrir 871. Árbæjarsafn er opið alla daga frá 10 til 17 í júní, júlí og ágúst. Landnámssýningin er opin alla daga frá 10 til 17. Draumaland sumars og liðins tíma Starfsfólk Árbæjarsafns er ávallt búið klæðum sem tíðkuðust á Íslandi á síðari hluta nítjándu aldar. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Ábyrgðarmaður: Jón Lövdal Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 og Þórdís Hermannsdóttir thordis@365.is s. 512 5447 Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is s. 512 5432. Forsíðumynd: d‘Orsay-safnið í París. Nordicphotos/getty Brúðubíllinn trekkir að unga sem aldna og mun frumsýna verk sumarsins í Árbæjarsafni 7. júní. Landnámssýningin sýnir landnám í Reykjavík og elstu mannvistarleifar sem fundist hafa í höfuðstaðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.