Fréttablaðið - 21.05.2011, Síða 65

Fréttablaðið - 21.05.2011, Síða 65
LAUGARDAGUR 21. MAÍ 2011 Eitt elsta náttúrugripasafn landsins fléttar saman listum, náttúru og vísindum í sýningarhaldi sínu. „Við erum með fasta grunnsýningu og tvær til þrjár tímabundnar sýningar á ári. Við erum nýbúin að opna eina slíka,“ segir Hilm- ar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúru- fræðistofu Kópavogs, og bætir við að það sé sýningin Holað í steininn þar sem sýnd eru verk eftir Hauk heitinn Einarsson, sem hann vann í stein, bein og tré. „Guðríður Gísla- dóttir, ekkja Hauks, gaf Náttúrufræðistof- unni fyrir skömmu mjög gott safn af íslensk- um kristöllum og steinum en þegar við sótt- um safnið kom í ljós að Haukur hafði einnig unnið mjög áhugaverða listmuni í steinana.“ Hilmar segir að safn Guðríðar og Hauks hafi innihaldið mjög góð eintök af holufyll- ingum. „Þar á meðal eru mjög góð eintök af jaspis og sykurbergi,“ upplýsir Hilmar og bætir við að Haukur hafi ekki aðeins unnið í stein heldur einnig skorið muni í hvaltenn- ur og tré. Hilmar telur að steinverkin, þar á meðal hestar, álfkonur og huldumeyjar, séu sérstaklega áhugaverð því fáir listamenn hafi fengist við að vinna í íslenskt grjót. Að sögn Hilmars er Náttúrufræðistofa Kópavogs eina náttúrugripasafn höfuðborg- arsvæðisins sem opið er almenningi. Þar er föst grunnsýning auk tímabundinna sýn- inga. „Við gerum jarðfræði og dýrafræði Ís- lands skil og einnig erum við með lifandi verur í fiskabúrum. Hlutverk stofunnar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúru- fræðum og stuðla að náttúru- og umhverfis- vernd,“ útskýrir Hilmar og segir að reynt sé að flétta saman listum, náttúru og vísindum í sýningarhaldinu. „Við bendum fólki á þessi tengsl, sem eru nánari og djúpstæðari en margir gera sér grein fyrir.“ Hilmar segir að Náttúrustofa Kópavogs hafi verið opnuð árið 1983. „Þetta er með eldri náttúrugripasöfnum í landinu. Það var til húsa í kjallaraíbúð á Digranesvegi 12 fram til 2002, þegar við fluttum í nýtt og glæsilegt hús í Hamraborg 6a, ásamt Bóka- safni Kópavogs, við hliðina á Gerðarsafni og Salnum. Þá varð alger bylting í allri starf- semi og sýningarhaldi.“ Eina náttúrugripasafnið á höfuðborgarsvæðinu Hilmar segir að jarðfræði og dýrafræði Íslands séu gerð skil á safninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAHilmar segir að aðsókn hafi aukist síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listasafn Íslands opnar um næstu helgi tvær nýjar sýningar. Annars vegar Konu með verkum eftir listakonuna Louise Bourgeois og hins vegar Kjarval með úrvali málverka og teikninga eftir Jóhannes Svein Kjarval. Louise Bourgeois fæddist í París í Frakklandi árið 1911 og þykir meðal fremstu listakvenna sög- unnar. Hún lést í fyrra, 98 ára að aldri, en hún vann fram á síð- asta dag. Listasafn Íslands opnar föstudaginn 27. maí sýningu með 28 verkum sem spanna allan list- feril Bourgeois. Halldór Björn Runólfsson safn- stjóri hefur kynnt sér sögu lista- konunnar. „Louise Bourgeois gift- ist Ameríkana árið 1938 og flutt- ist með honum til New York,“ segir Halldór, en fyrstu verk listakon- unnar eru málverk. „Í lok heims- styrjaldarinnar seinni fór hún að fikra sig yfir í höggmyndalist. Ástæðan var sú að henni fannst málaralistin of fjarlæg og óáþreif- anleg. Þá tók hún einnig nærri sér að vera fjarri öllum ættingj- um sínum í Frakklandi,“ upplýsir Halldór og telur að höggmyndirn- ar hafi orðið nokkurs konar stað- genglar fólks sem Bourgeois sakn- aði að heiman. Árið 1950 sýndi hún höggmyndir sínar í innsetningu. Hún dró sig síðan í hlé í nokkur ár. Í kringum 1960 steig hún fram á ný og var þá farin að nota nýjan efnivið á borð við latex í verk sín. Halldór segir þá hafa komið í ljós hversu mikil áhrif upplifanir í bernsku höfðu á hana, til dæmis að faðir hennar hélt hjákonu í veik- indum móður hennar. „Hún vakti athygli fyrir verk sem þóttu bein- línis gróf kynferðislega,“ útskýrir Halldór. Merkilegt er að Bourg- eois sló í raun ekki í gegn fyrr en árið 1982 þegar haldin var yfirlits- sýning á verkum hennar í MoMA í New York. Tíu árum síðar fékk hún ómælda athygli á Documenta 9 listsýningunni í Kassel í Þýska- landi. „Hún sló í gegn með stórum klefa sem hægt var að ganga inn í eins og herbergi. Á sýningunni núna verða tveir klefar; annar frá árinu 2006 sem hefur aldrei verið sýndur. Á næstu 15 árum vann hún fjölda klefa úr ýmsum efni- viði,“ segir Halldór. Verkin á sýn- ingunni Konu eru stikkprufur úr ferli Bourg eois, allt frá málverk- um til sjö metra köngulóar. Föstudaginn 27. maí klukkan 20 verður einnig opnuð sýningin Kjarval. Þar gefur að líta úrval málverka og teikninga eftir Jó- hannes Sveinsson Kjarval úr safni Jóns Þorsteinssonar (1898– 1985) íþróttakennara og konu hans Eyrúnar Guðmundsdóttur (1898–1996). Á sýningunni er lögð áhersla á kúbíska abstraksjón og fígúrur í lifandi landi. Báðar sýn- ingarnar standa til 11. september. Bourgeois og Kjarval Louise Bourgeois, Klefi (Svartir dagar), 2006. Með leyfi Cheim & Read and Hauser & Wirth. LJÓSMYND, CHRISTOPHER BURKE. Jóhannes S. Kjarval, Íslandslag (Hvassárgljúfur), 1949-1959, Listasafn Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.