Fréttablaðið - 21.05.2011, Side 70

Fréttablaðið - 21.05.2011, Side 70
21. maí 2011 LAUGARDAGUR38 D óra Jóhannsdóttir leikkona er mætt á heimilislegt kaffi- hús í miðbænum og er að fletta tíma- ritum þegar blaða- maður mætir á svæðið. Við sitjum við stóran glugga sem gefur Dóru gott færi á að fylgjast með barna- vagninum þar sem frumburðurinn sefur vært. „Ég ætla að njóta lífsins í sumar með honum. Ég verð hálf- gerð grasekkja, Jörundur [Ragn- arsson leikari] er að fara í tökur á sjónvarpsseríunni Heimsendi og verður lítið sjáanlegur á meðan,“ segir Dóra, sem er hæstánægð með samveruna við soninn. „Ég naut mín þvílíkt í fæðingarorlofinu, var dug- leg að hitta fólk, ég held reyndar að ég hafi sjaldan verið jafn upptekin því að ég átti svo margar vinkon- ur sem voru í fæðingarorlofi líka og við vorum alltaf að hittast. Svo var ég í kerrupúli í Laugardalnum,“ segir Dóra, sem eignaðist Ragnar Eld fyrir réttu ári. Draumur æskuvinkvenna Á útmánuðum tók leikhópurinn Ég og vinir mínir, sem Dóra er í, að leggja drög að sýningunni Verði þér að góðu. Sýningin er unnin í spuna af hópnum, sem samanstendur eins og nafnið gefur til kynna af vinum og kunningjum. „Ég, Álfrún [Örn- ólfsdóttir], Margrét [Bjarnadóttir] og Rósa [Hrund Kristjánsdóttir] erum æskuvinkonur úr Vesturbæn- um. Og alveg síðan við vorum ung- lingar langaði okkur til að gera eitt- hvað skapandi saman. Álfrún var jú alltaf í leikhúsinu, Margrét að dansa og Rósa að sauma kjóla,“ útskýr- ir Dóra og bætir við að þær hafi ákveðið að láta slag standa haustið 2007. „Þá ákváðum við að sækja um styrk og fengum með okkur vini og vandamenn; þannig varð nafnið á hópnum til.“ Ég og vinir mínir settu upp sýn- inguna Húmanimal árið 2009 og nýverið var frumsýnd sýning hóps- ins Verði þér að góðu. Í henni er fjallað um manninn sem félags- veru. Hópurinn býður í partí og varpar upp ýmsum myndum af því hvernig fólk hagar sér í samkvæm- um. Eins og í Húmanimal er leikur og dans órjúfanleg heild; í hópnum eru dansarar, leikarar og aðrir lista- menn sem allir lögðu sitt af mörk- um þegar sýningin var samin. „Það leggja allir í hópnum mikið til þegar við erum að semja verkið. Það væri hægt að kalla þetta fullkomið lýð- ræði, nema að lýðræði er aldrei full- komið,“ segir Dóra. Egóin sett til hliðar „En sýningin er öll okkar og eng- inn einn er með úrslitavald; þess vegna erum við öll mjög sátt við lokaútkomuna. Við eignum okkur heldur ekki hugmyndir, egóin eru eiginlega sett til hliðar,“ segir Dóra, sem segir alla í hópnum til- búna að gefa eftir til þess að sýn- ingin verði sem best. „Við þekkj- umst líka mjög vel og þekkjum styrkleika og veikleika hinna. Vitum að ef atriði krefst danshæfi- leika er stundum betra að annar dansarinn taki það að sér, en ann- ars eru skil dansara og leikara afar lítil. Og þeir sem ekki standa á sviðinu, Rósa leikmyndahönnuð- ur og Gísli Galdur tónlistarmað- ur, vinna líka með okkur í spuna á æfingaferlinu,“ segir Dóra. Ekki er hægt að segja annað en að samvinna hópsins virki vel, því Verði þér að góðu hefur fengið afar góða dóma. Dóra segir það mjög ánægjulegt. „Það er frábært að gera verk þar sem hópurinn vinnur út frá eigin hugmyndaflugi, smekk og innsæi. Og ekki síður ef því er vel tekið,“ segir Dóra. Ólétt í fimm leikritum Dóra útskrifaðist sem leikkona árið 2006. Hún hefur leikið stór hlutverk í bæði Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, auk þess sem íslenskir sjónvarpsáhorfendur muna eftir henni úr sjónvarpsþátt- unum Hamrinum sem sýndir voru í Ríkissjónvarpinu. Í haust tekur hún upp þráðinn í Borgarleikhúsinu í leikritinu Gyllta drekanum undir leikstjórn Kristínar Eysteinsdótt- ur. Áður en hún fór í fæðingaror- lof starfaði hún í Borgarleikhús- inu og lék ólétt í fimm hlutverkum. „Ég lék ólétt í Húmanimal, Heima er best, Gauragangi, Rautt brennur fyrir og Góðum Íslendingum. Þetta fannst mér frábært, það er svo oft með leikkonur að þær þurfa að sitja heima þegar farið er að sjást á þeim. Ég fékk hins vegar að leika nokkur hlutverk. Í Góðum Íslend- ingum var óléttan bara skrifuð inn í verkið. Svo fór reyndar þannig að þegar átti að frumsýna þá var ég komin fimm mánuði á leið og það sást ekkert á mér. Það var meira að segja verið að spá í að setja á mig gervibumbu. En það fór nú ekki svo, og viku síðar poppaði bumban út,“ segir Dóra að lokum. Naut mín í botn í fæðingarorlofinu Dóra Jóhannsdóttir lét æskudrauminn rætast og lærði leiklist. Hún er einn forsprakka hópsins Ég og vinir mínir sem sýnir nú leikritið Verði þér að góðu. Sigríður Björg Tómasdóttir hitti Dóru yfir kaffibolla í vikunni. ■ Hver er eftirminnilegasta leiksýning sem þú hefur séð? Ég sá Gauragang þegar ég var 14 ára og fannst það stórkostlegt. Ég held að leikkonudraumurinn hafi jafnvel fyrst kviknað þá. ■ Tekið þátt í? Verði þér að góðu. Ógleymanlegt ferli og ég er auk þess mjög stolt af þeirri sýningu. ■ Hvert er draumahlutverkið? Ég á ekkert svoleiðis. Ég hugsa frekar um drauma-samstarfsfólk og drauma-verkefni. ■ Uppá- haldsstaður á Íslandi? Vestfirðirnir eru magn- aðir. ■ Uppá- haldsstaður í útlöndum? New York. ■ Mesta afrekið mitt? Mesta, mikil- vægasta og besta hingað til er sonur minn. ■ Uppáhalds- lagið? Lay Lady Lay með Bob Dylan. ■ Ef þú værir einræðisherra í einn dag hvað myndir þú gera fyrst? Ég myndi ekki fíla það að vera einræðisherra, það fyrsta sem ég myndi gera væri örugglega að koma á lýðræði. ■ Hvaða listamanns líturðu mest upp til? Það eru mjög margir. Ég á til dæmis marga vini og kunn- ingja sem mér finnst vera frábærir listamenn og ég lít upp til þeirra út af ólíkum ástæðum. ■ UPPÁHALDSLAGIÐ ER MEÐ BOB DYLAN Mikil frjósemi er hjá leikhópnum Ég og vinir mínir sem standa að sýningunni Verði þér að góðu. Tvær leikkvennanna í sýningunni, Álfrún Örnólfsdóttir og Saga Sigurðardóttir eru óléttar. Álfrún er raunar komin rúma sjö mánuði á leið og óléttan er hluti af hlutverki hennar í sýningunni. Rósa Hrund Kristjánsdóttir, leik- mynda- og búningahönnuður, er einnig ólétt. Dóra Jóhannsdóttir á ársgamalt barn og Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari eignaðist barn meðan á æfingaferlinu stóð. Friðrik Friðriksson leikstjóri á svo von á öðru barni sínu með Álfrúnu. Þess má geta að sýningin Verði þér að góðu er sýnd í Kassanum í Þjóðleik- húsinu, og eru tvær sýningar fram undan, 3. og 4. júní. ■ FRJÓSEMI Í LEIKHÓPNUM DÓRA OG RAGNAR ELDUR Verði þér að góðu er fyrsta sýningin sem Dóra tekur þátt i síðan hún eignaðist frumburðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HULDA SIF ÁSMUNDSDÓTTIR Golfmót VM Mótið er fyrir félagsmenn VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna og má hver félagsmaður bjóða með sér einum gesti. Mótsgjaldið er 6.850 kr. fyrir hvern þátttakanda. Matur og nestispakki á völlinn er innifalinn í þátttökugjaldinu. Umsjónarmenn mótsins eru: Ragnar Halldórsson, Hjálmar Þ. Baldursson og Steingrímur Haraldsson. Skráning hefst 18. maí í síma 575-9800 eða á netfangið vm@vm.is Skráningu lýkur 1. júní. VM-mótið í golfi verður haldið á Keilisvellinum föstudaginn 3. júní kl. 12. VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.