Fréttablaðið - 21.05.2011, Side 78

Fréttablaðið - 21.05.2011, Side 78
21. maí 2011 LAUGARDAGUR46 Af hverju fékkstu áhuga á töfra- brögðum? Ég sá töframann sýna töfrabrögð á Glerártorgi á Akur- eyri. Ég heillaðist upp úr skón- um og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég þyrfti að læra. Ég fékk svo töfrabók í jólagjöf frá Jóel bróður mínum og þá varð ekki aftur snúið. Hvenær byrjaðir þú að læra að töfra? Um jólin 2005, strax eftir að ég fékk töfrabókina. Hvert var fyrsta töfrabragðið sem þú lærðir? Það er svo langt síðan. Ætli það hafi nú ekki samt verið úr Töfrabragðabókinni. Þar lærði ég til dæmis hvernig á að láta manneskju svífa. Hvernig getur maður lært töfrabrögð og getur hver sem er lært þau? Ég byrjaði á því að skoða bækur þar sem töfra- brögð eru kennd, svo sendu nokkrir félagar í Hinu íslenska töframanna- gildi mér nokkur töfrabrögð sem hjálpuðu mér. Eftir það fór ég að hitta töframenn sem hafa hjálpað mér mikið. Það geta allir lært einföldustu töfrabrögðin, en þegar komið er í flóknari brögð geta aðeins færir töfra- menn það. En allir geta komist langt með miklum áhuga og mikilli æfingu. Hvað æfir þú þig mikið? Allur minn frítími fer í það að æfa mig. Á venjuleg- um degi eru þetta svona 3-4 klukku- stundir og svo enn meira um helgar. Eru töfrar bara plat eða eru til alvöru töfrar eins og í Harry Potter? Þetta eru nátt- úrulega sjónhverfingar en mér persónulega finnst það langt og leiðinlegt orð svo að ég kýs að kalla sjón- hverfingar töfra eða töfra- brögð eða einfaldlega trikk. Harry Potter fór í Hogwarts sem er galdraskóli en sjálfur trúi ég ekki á galdra. A f hverju kallar þú þig Einar ein- staka? Ég vi ldi hafa það Einar eitthvað og spurði pabba, sem kom svo með þetta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Að sjálfsögðu held ég áfram að vera töframaður. Þegar ég var ungur langaði mig til þess að vinna á bensínstöð og svo langar mig til þess að verða öryggisvörður. Annars stefni ég á það að læra íþróttafræði, en ég æfi frjáls- ar íþróttir hjá Ungmennafélagi Akureyrar (UFA). Í hvaða skóla ertu? Ég er að klára 9. bekk í Síðuskóla á Akur- eyri. Hvað finnst krökkunum um að þú sért töframaður? Ef þú meina krakkana í bekknum þá held ég að þeim finnist það bara fínt án þess að vita neitt um það. En það eru oft krakkar sem snúa sér við í búðum og segja: Þetta er Einar einstaki.“ Hvað tekur þú oft að þér að sýna fyrir fólk og við hvaða tækifæri? Ég reyni að taka öllu sem mér er boðið. Ég hef komið mikið í vinnustaðaskemmtan- ir, árshátíðir, stjórnmálakaffi, stórafmæli, útihátíðir, barnaaf- mæli og í fyrra sýndi ég í brúð- kaupi. Ég hef farið í nokkra leik- skóla en þá tek ég með mér vin minn Tralla trúð sem ég kynnt- ist á Húsavík þegar ég bjó þar. Annars tek ég að mér að sýna við flest öll tilefni. Áttu þér einhverja fyrir- mynd? Pabbi og mamma eru mínar fyrirmyndir. Þau eru snilld. Hver er besti töframaður heims? Það fer eftir því hvern- ig töfrabrögð þeir sýna. Lance Burton er meistari, mín skoð- un á honum er að hann sé lif- andi goðsögn. Áttu einhver önnur áhugamál? Já, íþróttir. Íþróttir eru æðisleg- ar. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Eitthvað að lokum? Já ég vil minna á heimasíðuna mína www.einareinstaki.com krakkar@frettabladid.is 46 Það geta allir lært einföld- ustu töfrabrögðin, en þegar komið er í f lóknari trikk, geta aðeins færir töfra- menn það. Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is KANN AÐ LÁTA MANNESKJU SVÍFA Einar Aron Fjalarsson, fimmtán ára, æfir töfrabrögð í þrjá til fjóra tíma á dag. Sviðsnafn hans er Einar einstaki og sýnir hann töfrabrögð við ýmis tækifæri. Hann segir alla geta lært að töfra. Þrír ánamaðkar komu upp úr moldinni eftir rigningu og annar sagði við hinn: „Þú ert svo sætur! Ég elska þig!“ Þá sagði sá þriðji: „Ertu eitthvað ruglaður? Þú ert að tala við afturendann á þér!“ Einu sinni voru tvö bláber sem voru hjón. Karlinn sagði; „Mér er kalt.“ „Já, auðvitað,“ sagði þá konan, „þú ert ber.“ Einu sinni var gamall blindur maður sem var úti að labba með pappakassa í bandi. Lögga ein sá það. „Fallegur hundur sem þú átt,“ sagði hann, því hann hélt að maðurinn héldi að pappa- kassinn væri hundur. Þá svaraði sá blindi: „Sérðu ekki að þetta er pappakassi?“ Löggan roðnaði og fór burt. Þá sagði gamli kallinn: „Þarna göbbuðum við hann Snati!“ Hver er munurinn á lauk og fiðlu? Það grætur enginn þegar fiðlan er skorin. WWW.IKNOWTHAT.COM/ er kennslusíða fyrir krakka þar sem hægt er að velja sér efni eins og listir, stærðfræði, teiknimyndir og fleira og fræðast um það með því að leysa ýmsar þrautir tengdar viðkomandi efni. Var gaman á Eldfærunum? Já, það var mjög skemmtilegt. Var eitthvað sem þér fannst leiðinlegt í sýningunni? Nei, ekkert sérstakt. Kannski aðeins of stutt. Með hverjum fórstu á sýn- inguna? Pabba, mömmu og Rönnu, litlu systur minni. Skemmtu fullorðnir sér jafn vel og krakkarnir? Ég var ekkert að fylgjast með því. Þekktirðu söguna áður? Já. Ég hef oft heyrt hana. Svo á ég líka bók með flestum ævintýrum H.C. Andersen. Var sýningin lík ævintýrinu eins og þú þekkir það? Nei, það var búið að bæta miklu gríni inn í leikritið, sem var ekki í sög- unni. Hvernig leist þér á prinsess- una? Erfið spurning, en Þröstur Leó gerði þetta ágætlega. Hann var fyndin prinsessa. Hvernig líkaði þér tónlistin? Hún var skemmtileg. Varstu einhvern tímann hræddur? Nei. Mælirðu með henni við aðra krakka? Já, ég geri það. Valþór Reynir Gunnarsson 10 ára LEIKHÚS Niðurstaða: Fín sýning sem ég mæli með, sérstaklega fyrir krakka á aldrinum þriggja til átta ára. Eldfærin í Borgarleikhúsinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.