Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 21.05.2011, Qupperneq 82
21. maí 2011 LAUGARDAGUR50 50 menning@frettabladid.is Hljóðbók með endursögn Arthúrs Björgvins Bolla- sonar á Brennu-Njáls sögu er í öðru sæti á lista yfir bestu hljóðbækur á þýsku, sem fimmtán bókmennta- gagnrýnendur í Þýskalandi velja einu sinni í mánuði. Hljóðbókin kom út fyrir skömmu, ásamt skýringardiskum og endur- sögn Sigrúnar Valbergsdóttur á Laxdælu, á vegum þýska forlags- ins Supposé, sem gefur eingöngu út „talaðar“ (ekki lesnar) hljóð- bækur. „Ég hef að undanförnu ferðast um með kynningu á nýju hljóðbók- inni og verið tekið með kostum og kynjum hjá áhugasömum Þjóðverj- um,“ segir Arthúr Björgvin. Endursögnin er rúmlega 60 mín- útna löng og segir Arthúr því eðli málsins samkvæmt stiklað á stóru. „Upptökurnar tóku aftur á móti tvo daga og svo tók við heilmikil klippivinna. Í Njálu koma fyrir um það bil 600 nöfn en í þessari útgáfu koma 42 nöfn við sögu.“ Hljóðbækur njóta sívaxandi vinsælda í Þýskalandi að sögn Arthúrs, sem helgast sumpart af lífsstílnum. „Margir Þjóðverjar eyða löngum stundum á hraðbrautunum og þá getur hljóðbók verið þægileg dægrastytting.“ Arthúr segir áhuga Þjóðverja á fornbókmenntunum mikinn, enda séu þær álitnar mikilvægur hluti af hinum germanska menningar- arfi. Á næstunni er Egils saga Skalla- grímssonar væntanleg frá sama forlagi í endursögn Arthúrs og síðar Gísla saga Súrssonar. Allar þessar endursagnir á sögunum voru teknar upp 2009 og 2010. Arthúr býr í Frankfurt í Þýska- landi og tekur meðal annars þátt í að undirbúa heiðurshlutverk Íslands á bókamessunni í Frank- furt í október næstkomandi. Hann er hins vegar staddur við skriftir á Akureyri þessa dagana. Spurður hverju hann sé að vinna að kveðst Arthúr virða þá hjátrú höfunda að tala sem minnst um verk í smíð- um. „Það tengist hins vegar forn- sögunum – ég er við sama hey- garðshornið.“ bergsteinn@frettabladid.is Þýskir hrifnir af hljóð-Njálu ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON Hljóðbækur eru vinsælar í Þýskalandi. Á dögunum kom Njála út í endursögn Arthúrs og von er á Eglu og Gísla sögu Súrssonar. Jonas Kaufmann, einn fremsti óperusöngvari heims í dag, kemur fram á tónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Tónleikarnir eru hluti af Listahátíð í Reykjavík. Kaufmann mun meðal annars syngja þekktar aríur úr óperunum Carmen, Lohengrin, Cavalleria rus- ticana og Tosca auk þess sem Sin- fóníuhljómsveitin leikur vinsæla óperuforleiki. Stjórnandi er Peter Schrottner. Miðar á tónleikana seldust upp fyrir nokkru. Jonas Kaufmann er fæddur í München í Þýskalandi árið 1969 og hóf feril sinn hjá Staatsthea- ter Saarbrücken árið 1994. Nýver- ið hlaut hann mikið lof gagnrýn- enda fyrir túlkun sína á Don José í Carmen og Cavaradossi í Toscu Puccinis í Covent Garden og nú nýlega kom hann fram ásamt stjörnuliði stórsöngvara í Metro- politan-óperunni, í uppfærslu Roberts Lepage á öðrum hluta Niflungahrings Wagners, Valkyrj- Kaufmann í Eldborg KAUFMANN Á ÆFINGU Kaufmann er talinn einn fremsti óperusöngvari heims. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22.00 Lára Rúnars og Rúnar Þórisson halda tónleika á Græna hattinum í kvöld. Húsið opnar kl. 21 en tónleikarnir hefjast kl. 22. Aðgangseyrir er kr. 1500. ➜ Sýningar 13.00 Vorsýning Iðnskólans í Hafnar- firði opnar í dag kl. 13. Sýningin stendur frá 21.-29. maí. Allir velkomnir. ➜ Hátíðir 19.00 Heimsslitahátíð Kjöttromm- unnar verður haldin á skemmtistaðnum Bakkusi. Dagskráin hefst kl. 19. Aðgang- ur ókeypis. Sunnudagur 22. maí 2011 ➜ Tónlist 20.30 Jazzpíanóleikarinn Nikolaj Bent- zon spilar á Jazzhátíð Garðabæjar í kvöld. Tónleikarnir verða í safnaðarheimilinu, hefjast kl. 20.30 og aðgangur er ókeypis. 20.30 Söngkonan Anna María Björns- dóttir heldur tónleika í safnaðarheim- ilinu á sunnudagskvöld kl. 20.30. Tón- leikarnir eru liður í dagskrá Jazzhátíðar Garðabæjar. ➜ Markaðir 12.00 Netverslanirnar Bambus.is, Kindaknús, Snilldarbörn og Tamezonline halda taubleiumarkað í dag frá kl. 12-16. Markaðurinn verður á neðri hæð verslunarinnar Maður lifandi. ➜ Samkoma 14.00 Siglfirðingamessa verður í Grafarvogskirkju á sunnudag kl. 14. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari. Ræðumaður er Sæmundur Sigurjóns- son. Kór Grafarvogskirkju syngur. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Laugardagur 21. maí 2011 ➜ Tónleikar 14.00 Á sunnudaginn halda kórarnir í Hamrahlíð tvenna tónleika í tilefni próf- loka og sumarkomunnar. Fyrri tónleik- arnir hefjast kl. 14 en þeir seinni kl. 16. Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir. 17.00 Sönghópurinn Norðurljós heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju á sunnudag kl. 17. Miðaverð er kr. 1000 en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. EINAR RÆÐIR HUGVIT Einar Þorsteinn Ásgeirsson hönnuður ræðir um yfirlitssýninguna Hugvit á listamannsspjalli í Hafnarborg á sunnudag klukkan 15. Einar er þekktur fyrir framúrstefnulega hönnun og rannsóknir á margflötungum sem Ólafur Elíasson hefur til dæmis nýtt við hönnun Hörpu. Rannís og Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um möguleika á að nýta opinber innkaup sem tæki til að örva nýsköpun í samfélaginu. Fundurinn á erindi jafnt til opinberra aðila sem starfa við innkaup eða móta innkaupastefnur og fyrirtækja sem gagn hafa af slíku samstarfi við hið opinbera. Dagskrá 13:30 Opnunarávarp Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís 13:40 European Cooperation on Public Procurement for Innovation Luke Georghiou, Manchester Institute of Innovation Research, Manchester University 14:25 Opinber innkaup til nýsköpunar á Íslandi Guðmundur Hannesson, Ríkiskaupum 14:45 Hverjar eru helstu hindranir nýsköpunar í gegnum opinber innkaup á Íslandi? Svandís Nína Jónsdóttir, sérfræðingur á greiningarsviði Rannís 15:00 Notkun opinberra innkaup til að örva nýsköpun í íslensku atvinnulífi Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 15:50 SBRI and Innovation Platforms David Golding, Technology Strategy Board, UK 16:20 Options for EU support for Procurement of Innovation Abby Semple, Local Governments for Sustainability Europe Skráning á rannis@rannis.is Miðvikudaginn 25. maí kl. 13:30-17:00 á Hótel Sögu Public Procurement for Innovation Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Margir Þjóðverjar eyða löngum stund- um á hraðbrautunum og þá getur hljóðbók verið þægileg dægrastytting. ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON RITHÖFUNDUR OG FJÖLMIÐLAMAÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.