Fréttablaðið - 21.05.2011, Side 86

Fréttablaðið - 21.05.2011, Side 86
21. maí 2011 LAUGARDAGUR54 folk@frettabladid.is Sjöunda hljóðversplata Gusgus, Arabian Horse, kemur út á mánu- daginn. Erlendir dómar um plöt- una eru byrjaðir að detta inn og á bresku tónlistarsíðunni Suckingle- mons fær hún 9 af 10 mögulegum í einkunn. Þar segir gagnrýnand- inn plötuna vera magnaða og að lögin Deep Inside, Over og Arabi- an Horse séu framúrskarandi góð. Tíu lög eru á plötunni og syng- ur Högni Egilsson úr Hjaltalín í þremur þeirra, eins og Frétta- blaðið hefur áður greint frá. Daní- el Ágúst syngur í sex lögum og Urður Hákonardóttir í þremur. Undirbúningur fyrir plötuna hófst í sumar bústað í Grímsnesi þar sem grunnurinn var lagður og takt- arnir ákveðnir. Á meðal gestaspil- ara eru Samúel J. Samúelsson og Davíð Þór Jónsson, sem spilar á harmóníku og banjó. Útgáfutónleikar vegna Arabian Horse verða haldnir í Hörpunni seint í júní eða í byrjun júlí. Gus- gus kemur einnig fram á LungA- hátíðinni á Seyðisfirði 16. júlí. Tónleikaferð erlendis er svo fyrir- huguð haustið 2012. Magnað hjá Gusgus SJÖUNDA PLATAN Biggi Veira, Daníel Ágúst og félagar í Gusgus eru mættir með nýja plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kimberly Stewart á von á barni með leikaranum Benicio del Toro seinna á árinu. Stewart ætlar að ala barnið upp ein og herma heimildir að del Toro sé alls ekki ánægður með fréttirnar. „Benicio var ekki ánægður með fréttirn- ar. Hann hefur engan áhuga á að festa ráð sitt og vildi aldrei eignast börn. Hann gerði Kimberly það fullkomlega ljóst að samband þeirra yrði aldrei meira en einn- ar nætur gaman,“ var haft eftir heimildarmanni. Stewart ætlast þó ekki til þess að del Toro aðstoði hana við uppeldið og nýtur mikils stuðnings fjölskyldu sinnar. Það má þó spyrja sig af hverju del Toro heimtaði ekki að fá að nota verjur fyrst hann er svo mótfallinn barneignum. Vildi ekki barn EKKI ÁNÆGÐUR Benicio del Toro er ekki ánægður með væntanlegan frumburð sinn ef marka má slúðurfréttir vestanhafs. NORDICPHOTOS/GETTY Stórleikarinn Leonardo DiCaprio sleit nýverið sambandi sínu við fyrirsætuna Bar Refaeli. Svo virðist sem DiCaprio hafi verið fljótur að finna ástina á ný því hann er orðaður við Blake Lively, stjörnuna í Gossip Girl. Aðeins nokkrum vikum eftir að sambandsslit DiCaprio voru opinberuð sást hann í Cannes með Lively. „Hún var hvítklædd og hann var með derhúfu. Þau virtust vera par,“ var haft eftir sjónar votti. Í vikunni birtust myndir af leikurunum þar sem þau voru í faðmlögum á skútu einni í Cannes. Í janúar á þessu ári birtu ýmis göturit fréttir af því að DiCaprio og Lively hefðu daðrað duglega og látið vel hvort að öðru í afmæli leikarans Jeremy Renner. Nýtt Hollywood-par NÝ ÁST? Leonardo DiCaprio og Blake Lively hafa sést ítrekað saman eftir að DiCaprio hætti með kærustu sinni, Bar Refaeli. NORDICPHOTOS/GETTY Samband leikaranna Roberts Patt- inson og Kristen Stewart stendur völtum fótum um þessar mundir og á það rætur sínar að rekja til ágangs Siennu Miller. Tímarit- ið Star heldur því fram að Mill- er sé stöðugt að senda Pattinson smáskilaboð og að það fari fyrir brjóstið á Stewart. Pattinson og Miller skemmtu sér saman í London eftir frumsýn- ingu kvikmyndarinnar Water for Elephants þar í landi og var Stew- art ekki sátt við það. „Kristen og Robert rifust heiftarlega eftir að hún frétti af þessu og hún vildi fá að vita hvort eitthvað hefði gerst á milli þeirra. Sienna hefur einn- ig verið dugleg að senda Roberti smáskilaboð í gríð og erg. Krist- en er viss um að hún sé hrifin af Roberti,“ var haft eftir innanbúð- armanni. Rífast vegna Siennu RÍFAST Kristen Stewart og Robert Pattinson rifust vegna ágangs Siennu Miller. NORDICPHOTOS/GETTY Leikarinn og sjarmörinn Johnny Depp hefur engan áhuga á að ganga í hjónaband með kærustu sinni Vanessu Paradis. Þetta kemur fram í nýlegu viðtali sem birtist í breska blaðinu OK. Depp hefur verið í sambandi með frönsku söngkonunni Parad- is í þrettán ár og eiga þau saman tvö börn. „Við finnum ekki þörfina til að gefa hvort öðru loforð opin- berlega. Sumir ákveða að feta þá braut en ekki við,“ segir Depp en bætir við að hann sé mikill fjöl- skyldumaður og sakni hennar mikið þegar hann er á ferðalögum. Vill ekki hjónaband ENGINN LOFORÐ Johnny Depp segist ekki hafa þörf fyrir trúlofun og hjóna- band en hann hefur verið með Vanessu Paradis í þrettán ár. NORDICPHOTO/GETTY Það var bjart yfir rauða dregilnum á kvikmyndahátíðinni í Cannes þetta árið, en hátíðinni lýkur nú um helgina. Þrátt fyrir að marga fagra kjóla hafi verið að sjá vakti það athygli að flestar stjörnurnar virtust heillast af hvíta litnum í ár. Hvítt hefur einnig verið ráðandi á litaspjaldi sumarsins hjá frægu tískuhúsunum. Leikkonur á borð við Umu Thurman og Rachel McAdams, breska söngkonan Cheryl Cole og tísku- fyrirmyndin Alexa Chung klæddust allar hvítu í Cannes. SÆTUR Alexa Chung í stuttum kjól með síðum ermum í anda sjötta áratugar- ins. HÁ KLAUF Fyrirsætan Doutzen Kroes í síð- kjól. GRÁTT OG GLITRANDI Mexíkóska leikkonan Salma Hayek í glitrandi kjól. FÖLBLEIKT Leikkonan Gianna Jun í róman- tískum kjól. GEGNSÆTT Kirsten Dunst í afar fögrum kjól. NORDICPHOTO/AFP Útlitið hvítt í Cannes BLÓM Leikkonan Rachel McAdams í stuttum kjól með blómum á öxlum og mjöðmum. FLEGNASTI KJÓLL- INN Breska söng- konan Cheryl Cole var djörf í flegnum hvítum síð- kjól. GLÆSILEG Uma Thurman tók sig vel út í kjól með mörgum smáatrið- um. 3 SINNUM HEFUR ELTIHRELLIRINN David Cocordan mætt heim til leikkonunnar Lindsay Lohan upp á síðkastið. Hún hefur fengið á hann nálgunarbann, en hann hefur hrellt hana síðustu tvö ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.